Þjóðviljinn - 16.08.1975, Page 10

Þjóðviljinn - 16.08.1975, Page 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 16. ágúst 1975 Ný rannsókn á morði Roberts Kennedy LOS ANGELES 15/8 — Deilur manna um þaö hvort fleiri menn hafi tekið þátt I morðinu á Robert Kennedy en Sirhan einn hafa nú orðið þess valdandi, að dómari i Los Angeles hefur fyrirskipað nýja rannsókn á morðvopninu. Robert Wenke dómari úrskurð- aði i gær að skammbyssa Sirhans skyldi tekin fram á ný og skotið úr henni tilraunaskoti. Kenningarn- ar um að Sirhan hefði ekki verið Pipulagnir Nýlagnir, breytingar,; hita veitutengingar. Simi 36929 (milli kl. 12 og l og eftir 7 á kvöldin). SENDíBÍLAS TÖDIN Hf einn að verki i morðinu á Robert Kennedy 1968 fengu byr undir báða vængi fyrir skömmu, þegar byssusérfræðingar töldu sig hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekki hefðu allar kúlurnar, sem fundust eftir tilræðið, verið úr sömu byssu. Paul Schade, einn af aðstoðar- mönnum Kennedys, sem særðist við tilræðið, fagnaði þessum úr- skurði dómarans, og sagði hann að alvarleg misfelli hefðu orðið við fyrstu rannsókn morðmálsins iLos Angels. Ýmis sönnunargögn hefðu týnst. Pelican leikur á Lœkjartorgi A morgun, sunnudag, klukk- an 15 gefst reykvlkingum kostur á að hlýða á popptónlist Lækjartorgi. Þá ætlar hljómsveitin Pelican að halda þar útihijómleika ef veður leyfir. Mun ljómsveitin ieika lög f nýju plötunni sinni, Litlu flugunni, ásamt öðrum yngri og eldri lögum. — ÞH Menntaskólinn við Hamrahlíð Nýnemar i öldungadeild sem skráöir voru i vor mæti allir i skólanum þriðjudaginn 19. ágúst kl. 20. Rektor Laust starf Starf deildarstjóra innheimtumanna- deildar Gjaldheimtunnar i Reykjavik er laust til umsóknar. Umsækjendur skulu hafa lokið lögfræðiprófi. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna Reykjavikur- borgar. Umsóknir ásamt upplýsingum um starfs- feril sendist undirrituðum fyrir 1. sept. n.k. Reykjavik 15. ágúst 1975 Gjaldheimtustjorinn Tilboð óskast í nokkrar fólksbif reiðar er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðju- daginn 19. ágúst kl. 12—3. — Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl. 5. Sala Varnarliðseigna. FERÐA , SONGBOKIN Ómissandi í ferðalagið Landhelgisbrot tíð á Breiðafirði Landheigisgæslan virðist hafa i nógu að snúast þessa dagana. t fyrrad. var réttað i máli bátanna tveggja sem teknir voru að ólög- legum veiðum á Breiðafirði fyrr i vikunni en ekki er búið að kveða upp dóm I máii þeirra. Starfsmenn gæslunnar báru vitni við réttarhöldin og þegar þeim lauk um kvöldmatarleytið settust þeir upp i flugvél og ætl- uðu til Reykjavikur. Þegar þeir eru komnir i loftið sjá þeir tvo báta á Breiðafirðinum sem þeim fannst eitthvað grunsamlegir. Þar voru komnir Grundar- fjarðarbátarnir Kópur og Harald- ur og voru þeir að togveiðum hálfaaðra milu innan við mörkin. Höföu þeir heyrt i fréttunum að réttarhöldin stæðu enn yfir og ætluðu að nota tækifærið á með- an. Bátunum var stefnt inn til Grundarfjarðar þar sem réttar- höld hófust klukkan 15 í gær. Þá stóð gæslan vélbátinn Surts- ey frá Vestmannaeyjum að ólög- legum togveiðum 0.9 sjómilur innan við þriggja mllna mörkin úti fyrir Dyrhólaey um þrjúleytið aðfararnótt fimmtudagsins. Var skipið fært inn til Eyja þar sem réttað var I máli þess en i gær var ekki búið að kveða upp dóm. — ÞH Djúpvegur opnaður Brúarvígsla í Hestfirði um helgina Núna um helgina verður brú i botni Hestfjarðar við Isafjaröar- djúp opnuð fyrir umferð og er þá djúpvegurinn langþráði loksins kominn i gagnið. Hafa vest- firðingar þá fengið sinn hringveg og sitja við sama bor og aðrir landsmenn i þeim efnum. Með þessari brú er lokið fjög- urra ára verkefni Vegagerðar rikisins við að leggja veg frá botni Skötufjarðar að Eyri við Seyðis- fjörð. Hefur þetta kostað ærið fé þvi samkvæmt áætlun hefur verið varið til vegarins 25 miljónum á ári i fjögur ár en það dugði ekki til og þurftiað taka 80 miljóna lán að auki til að ljúka verkinu. Þótt Djúpvegurinn hafi ekki verið formlega opinn hafa bilar farið hann nokkuð i sumar. Hafa þeir þá orðið að fara yfir Hest- fjarðarána á vaði. En eins og áð- ur segir verður brúin opnuð um helgina, þó aðeins fyrir litla bila. Stærri bilum verður liklega hleypt á hana um eða upp úr næstu mánaðamótum. — ÞH Joan Little sýknuð af morðákæru RALEIGH, Norður-Karólinu, 15/8— Kviðdómur, sem sex hvitir menn og sex blökkumenn skip- uðu, sýknaði i dag blökkukonuna Joan Little af þeirri ákæru að hún hefði myrt hvitan fangavörð i ágústmánuði i fyrra. Hún var lát- in laus þegar i stað og fór burt undir vernd „svartra pardus- dýra”. Það tók kviðdóminn að- eins 80 minútur að komast að þessari niðurstöðu. Joan Little hafði verið ákærð fyrir að stinga 62 ára gamlan fangavörð, Clarence Alligood, til bana með isþjöl, meðan hún var að afplána fangelsisdóm fyrir innbrot I fangelsi i Norðu'r-Karó- linu. Hún hélt þvi jafnan fram að hún hefði orðið manninum að bana i sjálfsvörn, þar sem hann hefði ógnað sér með Isþjölinni og reynt að hafa mök við sig. Ákær- endur héldu þvi fram að hún hefði lokkað hann inn til sin og siðan myrt hann til að flýja úr fangels- inu. Málið vakti mjög mikla Þangað leit- ar klárinn sem hann er kvaldastur LISSABON 15/8 — Alvaro Cunhal, leiðtogi portúgalska kommúnistaflokksins, sagði I dag að flokkur hans myndi halda á morgun fjöldafund i borginni, þar sem núverandi bylgja andúðar gegn kommúnistum hófst. Cunhal sagði flokksmönnum sinum á fundi i Lissabon i dag að þeir ættu ekki að forðast neina áhættu til að taka sér aftur stöðu á þeim svæðum, sem þeir hafa verið reknir burt frá. Sennilegt er talið að hann muni taka til máls á fundi á morgun i borginni Alco- baca, þar sem fyrst var ráðist á skrifstofur kommúnistaflokksins I siðasta mánuði. Valdarán Framhald af 12 siðu dauða. En skömmu siðar hófu fylgismenn hans skæruhernað, með nokkrum stuðningi indverja. Þeir komu á fót bráðabirgða- stjórn þar sem Mushtaque Ah- med var utanrikisráðherra og til- athygli, og tóku rauðsokkar um öll Bandarikin afstöðu með Joan Little. Strax eftir að dómurinn hafði verið lesinn upp úrskurðaði dómarinn Jerry Paul, aðalverj- nefndu Mujibur Rahman, sem stöðugt sat i fangelsi, forseta. Hermenn frá Vestur-Pakistan hófu styrjöld gegn skæruliðum, og flúðu þá miljónir Bengala til Indlands. Sambúð indverja og pakistana versnaði stöðugt, og I desember 1971 kom til styrjaldar. Pakistanar biðu fljótt ósigur, og flaug bráðabirgðastjórn Bangla- desh þá til Dacca. Að sögn Muji- bur Rahmans munaði þá minnstu að hann yrði tekinn af lifi, en Bhutto, sem þá var oröinn forseti Pakistans, lét leysa hann úr haldi. Skömmu siðar flaug hann til Dacca, þar sem aragrúi manna bauð hann velkominn. Hann vildi ekki verða forseti hins nýstofnaða rlkis, Bangladesh, heldur gerðist forsætisráðherra. En gifurleg vandamál steöjuðu að Bangladesh vegna fátæktar og hungursneyðar. Það bætti ekki úr skák að mikill hluti iðnaðarins hafði verið eyðilagður I styrjöld- inni. Mujibur Rahman gerðist stöðugt einráðari meðan hann reyndi að vinna bug á kreppunni. Hann bannaði alla flokka nema Awami-bandalagið, og fyrir sex mánuðum hreinsaði hann burt fjölmarga ráðamenn þessa bandalags fyrir spillingu. Fyrir nokkrum vikum lýsti hann yfir neyðarástandi I landinu, og fékk stjórnin þá einræðisvald. Mujibur Rahman var mikill stuðningsmaður indverja, og er talið að við fall hans minnki áhrif Indlands á þessum slóðum. Ah- med hafði verið náinn stuðnings- maður Rahmans i mörg ár, en hann var talinn hægri sinnaður. Jakob Eramhald af bls. 1. þarna fer yfirleitt saman vænn karfi og smælki. Hins vegar sagðist hann vita að margir togaraskipstjórar forðuðust þessar veiðar. Jakobsagði að hann hefði farið á Bjarna Sæmundssyni til að kanna þessi mið fyrr i sumar. Hefðu þeir fundið óhemju magn af smákarfa bæði við Austur- Grænland og hér við land. Benti það til þess að mjög sterkur anda Joan Little, i fjórtán daga fangelsi fyrir að hafa „óvirt rétt- inn”. Hann hafði ásakaö dómar- ann um fordóma þegar réttar- höldin hófust 14. júlí. Aður en kviðdómurinn yfirgaf salinn til að taka ákvörðun um málið, hélt dómarinn stutta ræðu, þar sem hann lauk lofsorði á lög- fræðingana, — einnig þann sem hann setti i fangelsi! karfastofn væri i uppsiglingu en þar sem karfinn vex mjög hægt verður hann ekki kominn i gagnið fyrr en eftir nokkur ár. Einnig væri það merkilegt að karfinn virtist vera að leggja undir sig slóðir sem hann hefur ekki sést á áður. — Þess vegna er dálitið sárt að frétta af miklu drápi á smákarfa núna sem gæti orðið góður fiskur eftir nokkur ár, sagði Jakob. Hann sagði að sem betur fer hefðu verið settar reglur nýlega um það að skipstjórar ættu yfir höfði sektir ef þeir koma með meiri smákarfa — undir 500 gr. — að landi en sem nemur 5% aflans. Þetta hefði sett nokkrar hömlur við smákarfadrápi en best væri að flokka karfann i tvennt eftir stærð og borga betur fyrir stóran karfa,en núna er allur karfi greiddur sama verði. Slikar reglur gætu orðið til þess að sjó- menn sæktust meira eftir stórum karfa og létu af smákarfa- drápinu. —ÞH— Angóla Framhald af 12 siðu gagnvart alþýðu Angólu. Miklir bardagar geisuðu i dag milli hermanna sjálfstæðis- hreyfinganna um aðalhafnarborg Angolu, Lobito, og var ástandið óljóst, en svo virtist sem hreyfingin Unita hefði borgina á sinu valdi nú. OL í Kanada Framhald af bls 8. senda eigin menn á vettvang. EBU hefur þegar greitt fyrir fjölda hótelherbergja fyrir sitt starfslið auk ýmiss kostnaðar við væntanlega uppsetningu sjónvarpssenda og annars tæknibúnaðs. Virðist sú vinna og þeir peningar nú vera með öllu glataðir þvi mikið ber á milli til að samningar náist. Samnings- timi rann út i gær; fyrir 15. ágúst þurfti EBU að láta vita hvort það gengi að 18 miljón dala kröfunni. —gsp

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.