Þjóðviljinn - 24.08.1975, Síða 3

Þjóðviljinn - 24.08.1975, Síða 3
Sunnudagur 24. ágúst 1975 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 ÞORSTEINN JÓNSSON: kvikmyndakompa SPJALLAÐ VIÐ MAGNÚS JÓNSSON UM KVIKMYNDINA EFTIR ALDRI Þegar fréttist út um allan heim, að meira en fimmtiu þúsund full- orðnir islendingar hefðu skrifað undir beiðni um áframhaldandi veru erlends hers i landi sinu, hélt sama þjóð mikinn fagnað yfir þjóðerninu. 1 tilefni af ellefu alda byggð var velflestu fólki á land- inu safnað saman á Þingvöllum og auk þess i hverju einasta byggðalagi á landinu til þess að hlusta á áróður um það, hversu gott sé að vera islendingur, hversu hraustir og menntaðir is- lendingar séu, hversu gott landið sé og rikisstjórnin, bæjarstjórnin, hreppsnefndin og siðast en ekki sist hversu sameinuð þjóðin sé. Til þess að annað sannaðist ekki var lögregla fengin til að loka inni það fólk, sem hefði einhvern ann- an boðskap og áfengisdrykkja bönnuð! Listamenn og iþrótta- menn voru lokkaðir til þess að taka þátt i þessum skripalátum fyrir fé eða frægð, þar á meðal kvikmyndagerðarmenn. Magnús Jónsson tók að sér að gera tvær kvikmyndir um þjóð- hátiðina i samvinnu við sjónvarp- ið, aðra eftir hugmyndum sjón- varpsins og hina eftir eigin hug- myndum. Þá fyrri væntanlega til þess að koma áróðrinum á fram- færi við heimilin en þá seinni til þess að sýna bakhlið þjóðhátiðar- innar. Það var bakhliðin, ERN EFTIR ALDRI, 27 minútna lit- kvikmynd, sem frumsýnd var I Laugarásbiói fyrir nokkru. Myndin verður almenningi til sýnis mánudaginn 25. ágúst á klukkutima fresti frá klukkan 16:00 til klukkan 23:00. Yrkisefni höfundarer það, hvað sameini islensku þjóðina eða hvort nokkuð geri það yfirleitt. Hvorki þjóðhátiðarnefndir né sjónvarp þjóðarinnar hefðu óskað eftir þeirri niðurstöðu, sem höf- undurinn kemst að, en hinar kvik- myndirnar, sem gerðar voru og verða um þjóðhátiðir (ekki færri en tiu myndir) bregðast vist, sennilega ekki ætlunarverki sinu, þótt myndin eftir hugmyndum sjónvarpsins, sem sýnd var fyrir lokun i sumar, hafi verið nokkuö nálægt þvi. Þessi ljóti andarungi Magnúsar er þó ekki beinlinis á- róðursmynd til þess að sannfæra fólk um ákveðna afstöðu heldur er hún fremur skopmynd um þessa undarlegu þjóð. Fyrsti kaflinn er yfirlits- og svipmyndir frá Þingvöllum, sýndar framanaf i gegnum niaska af landinu. Yfir myndun- um heyrast raddir, sem lesa upp gamlar lýsingar á þjóðinni. Þar með er myndinni gefinn ákveðinn útvarpsstill, sem helst nokkurn veginn til loka. Efnið er að miklu leyti borið uppi af textanum og myndirnar fremur sem skraut, enda eru viöa erfiðar tengingar i myndinni. Þar við bætist að töku- menn eru margir og með mis- munandi handbragð. Verður það ásamt þvi, hversu háð myndin er textanum, til þess að kvikmynda- tökuna skortir heildarsvip. Miðkaflinn leitast við að benda á andstæður i fari þjóðarinnar (sumar reyndar nokkuð sjálf- sagðar) til þess að sýna hversu grunnt sé á sundurlyndinu 'og einnig raunveruleikanum á bak við glansmyndina af islending- um. t andstæðuleitinni er einhver ákafi, sem gerir myndina svolitið brokkgenga og ruglingslega og dregur úr sannfæringarmætti hennar. Höfundur er nálægt þvi að skjóta yfir markið á stöku stað. Þó má segja að vantað hafi ýmsan merkan ágreining, til dæmis verkalýðsbaráttu. Mót- sagnirnar eru margar hverjar skemmtilegar og gera atriði fyndin, en rökrænt samhengi milli þeirra stundum óljóst og kemur það óneitanlega niður á heildarmyndinni. Þegar kemur að lokakaflanum er búið að dreifa athygli áhorfandans i margar átt- ir og má kannski segja, að hann taki við niðurstöðunni með opnum hug, allavéga er ekki um að ræða sterk tengsl milli niðurstöðunnar og efnisins á undan, þannig að fyrri hluti myndarinnar undir- byggi niðurstöðuna. Þaö er rifist út af landi, trú, pólitik, drykkjar- föngum, rafmagni o.s.frv. Höf- undur beitir útilokunaraðferðinni og kemst að þeirri niðurstöðu, að hið sameiginlega séu góðir vinir á Miðnesheiði og velsældin, sem þeim fylgi. Semsagt gamanleik- ur, sem fær áhorfandann til að velta vöngum og skammast sin fyrir að gleðjast með hetjunni, þjóðinni. Kostir myndarinnar eru þeir, að hún er likleg til að vekja efa- semdir hjá mörgu fólki um titt- nefnd hátiðahöld og innihald þeirra. Auk þess er hún ágæt skemmtun á köflum og hugmynd- in skemmtileg. Mest er þó um vert að hún er mótvægi við hina hefðbundnu hól- og blablaaðferð i islenskum kvikmyndum og sjón- varpi. Það er óskemmtilegt, ef satt er, að sjónvarp þjóðarinnar hafi ekki rúm i sínu hjarta fyrir efni af þessu tagi. Myndin hlýtur að teljast óhlutdræg enda greinir hún frá ólikum og andstæðum sjónarmiðum. Það gerir hana einmitt svolitið ruglingslega og kemur niður á forminu. Eftir sýninguna... Eftir sýningu myndarinnar beindi ég nokkrum spurningum til höfundarins: — Hvern telurðu vera höfuðtil- gang myndarinnar? — Hún er gerð og hugsuð sem nokkurskonar mótvægi við þessa allsherjar sjálfumgleði, sem rikti á þjóðhátiðarárinu. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá, að vekja spurningar. Erum við svona góð og indæl og merkileg eins og við vorum svo ákaft inná á þjóðhátíð- arárinu. — Nú tókstu einnig að þér að gera kvikmynd, sem átti að túlka hitt viðhorfið? — Já. Ekki endilega að túlka hitt viðhorfið. Ég leit á mig þar sem blaðamann. Þar er ég bara að segja objektift frá þvi, sem gerist. — Telurðu það hægt? — Já, ég tel það vel hægt. Svo geturðu náttúrulega lika reiknað þetta sem „skitsofreniu”. Blaða- maður getur farið einn dag og sagt frá umferðarslysi eða ein- hverjum hasar og annan daginn eitthvað allt annað. Að vinna að þessum verkefnum samtimis fannst mér ekki trufla mig á neinn hátt. — Hefurðu einhvern sérstakan áhorfendahóp i huga? — Nei. Nema eftir á vona ég að þetta falli fremur yngra fólki i geö heldur en þvi eldra. Ánægju- legustu viðbrögð sem ég hef heyrt af, eru þegar eldri heiðursmenn verða svolitið vondir. — Hver er hugmyndaleg af- staða þin sem kvikmyndagerðar- manns? — Ég vil alveg absalútt taka af- stöðu til þess, sem ég fjalla um. En það getur vel verið, að þegar sjónvarpið biður mig um að gera æfisögumynd um einhvern heið- ursmann, að það verði fullt af föð- urlandsást og svo framvegis, ef viðkomandi maður er fullur af þvi og ég fyllist þeim tilfinningum lika. Eins og við vitum þá er af- staða i öllum myndum og fyrst og fremst i þeim myndum sem þykj- ast enga afstöðu hafa eins og kemur fyrir i sjónvarpinu, þegar verið er að tala um þessar objekt- ifu myndir. Þá er það sú afstaða að status quo eða rikjandi ástand sé harla gott. En ég vil gera mér nákvæmlega grein fyrir þvi hvaða afstöðu ég tek, og ef þaö er nokkuð, sem ég sakna i sambandi við þessa mynd, það er að hafa ekki tekið ákveðnari afstöðu. Þar erum við komnir inn á allt annaö mál. Það er þessi innri sensúr sem maður setur sér. Af þvi ég er að vinna þetta fyrir þá,... hvernig lita þeir á þetta? Þetta er ekki hægt, o.s.frv. Maður setur sér innri sensúr um leið og maður er búinn að skrifa undir samning við þessa heiðursmenn. En hann hef- ur greinilega ekki virkað nógu vel. — Þú setur ekki fram neina kenningu i þessari mynd. Þú ert eingöngu að vekja spurningar? — Já. Ég bendi á að við höfum það andskoti gott og hugsum vel og rækilega um okkur sjálf undir verndarvæng amerikana og af- gangurinn af veröldinni... Hvað með það, tvær karamellur... (Fram kemur I myndinni að hjálp islendinga við þróunarlönd nem- ur andvirði tveggja karamellna fyrir hvern Islending á mánuði). — Flestir eru sammála um að islensk kvikmyndagerð búi við hörmuleg skilyrði. Hvað vildir þú gera til að bæta ástandið? — Stofna kvikmyndasjóð. Skipta um yfirstjórn i sjónvarp- inu, að þar komi einhverjir menn, sem hafi vit á kvikmyndagerð og vilja til þess að efla hana. Þetta tvennt held ég að séu alveg höfuö- skilyrði. Ég vil draga þarna skýra linu, þegar ég tala um sjón- varpsmenn. Að minu viti ei tækniliðið yfirlitt ágætt fólk, sem kann sitt fag, en það er toppur- inn, þrýstioddurinn, sem hefui ekki hundsvit á þvi, sem þeir eru að gera og lita alls ekki á þaö sem þátt i sinu starfi aö efla islenska kvikmyndagerð. Það er þessi toppur sem þarf að fara. — Svo langar mig til að fá svar við erfiðri spurningu. Ertu ánægður með myndina nú, þegar hún er tilbúin? — Nei. A maður ekki aö svara svoleiðis. Er það ekki sjálfsagt litillæti? Staða löggilts endurskoöanda við bókhaldsþjónustuna Berg hf. Egils- stöðum er laus til umsóknar. Upplýsingar veitir Sigurjón Bjarnason i sima 1379 og 1375 á Egilsstöðum Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðar og sendiferðabif- reið með sætum, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 26. ágúst kl. 12-3. — Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl. 5. Sala Varnarliðseigna Starf rafveitustjóra Rafmagnsveitur rikisins auglýsa ef tir raf- veitustjóra á Snæfellsnesi með aðsetur i Ólafsvik. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf berist fyrir 15. sept. 1975. Rafmagnsveitur rikisins Laugavegi 116 Reykjavik

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.