Þjóðviljinn - 24.08.1975, Síða 17
Sunnudagur 24. ágúst 19t5 tjTóÖVttJÍNN — SíÖA 17
Hjördís Bergsdóttir
velur gítargrip
við vinsæl lög
Tökum lagið
STRAX í DAG
Sæl nú!
1 dag ætla ég aö taka fyrir lag af plötu þeirra STUÐMANNA, sem nýtur
nú þegar mikilla vinsælda flestra frá svona sex til sextlu ára. Platan,
sem er tiltölulega ný á markaönum heitir „SUMAR A SÝRLANDI”.
h C G
Ég var með Badda á bjúkkanum i gær.
h ' C D7
Ég var með Lilla á lettanum i dag.
G h C,D7
Og heitasta óskin er sú,
G h C,D7
að hann Kalli komi kagganum i lag.
G e
Strax i dag, i dag,
C D7 G
ég vona ’ann komi kagganum i lag
e C D7 G
i dag, að kagginn verði tilbúinn i dag.
Mig langar sjúklega að skrepp’ á ball i kvöld
ég veit að gleðin verður þar við völd.
Baddi, Stina, Lilli, Björn og Bimbó,
ég vona bara ég hitti þau i kvöld,
Strax i dag, strax i dag, o.s.frv.
G, G7, C D7 G,e
Strax i dag, strax i dag,
C
Já, ég vona bara að ’ann
D7 G, G7
komi ’onum i lag,
C D7 G,E
og þá strax i dag
a
ég vona bara að ,ann kom’onum,
h
og ég vona bara að ’ann kom’onum,
A7 D7 G
já, ég vona bara að ’ann kom’onum i lag.
C-hljómur G-hlj&nur.
D7-h Ijómur
( D
L c t) Q
u
H - h Ljomu.r-
<r
e-hljómur-
Q X D
Skotmenn
og skytterí
Bíll kemur brunandi eftir fá-
förnum sveitavegi. Enn er ein
stund eöa tvær til dögunar. Bill-
inn hægir ferðina og beygir inná
hliðarveg niðurmeð lygnri á
sem bugðast i kvislum milli
sandeyra. Þegar bíllinn hefur
stöðvað, stiga tveir menn með
byssur i höndum útúr honum.
Þeir kveðjast og hverfa hvor
sina leið úti rökkrið. Þarna eru
á ferð gæsaskyttur uppá gamla
móðinn, iþróttamenn. Þeir velja
sér stað, kannski eiga þeir sér
byrgi á tanganum við ána þar
sem gæsirnar fljúga gjarn-
an yfir, eða búa um sig i skurð-
inum i mýrinni, breiða eitthvað
undir sig og biða dögunar. A
meðan hafa þeir næðisstund
með sjálfum sér sem sjaldan
gefst i skarkala borgar og virða
fyrir sér hvernig birtan breiðir
sig yfir himininn og tekur breyt-
ingum á hverju andartaki, þeir
hlusta og heyra hvernig náttúr-
an vaknar, uns þeir fyllast nýrri
tilfinningu. Gæsir gargast á,
vængjatakið, þungt og voldugt
færist nær og skyttan fálmar
eftir byssunni. Allt annað er
gleymt, fuglasöngurinn, furður
mýrinnar og dýrð himinsins,
veiðigleðin dýrsleg og grimm
hefur völdin, uns skothvellurinn
rýfur kyngimagn stundarinnar.
Haustið er árstið skotmanna
og atburðir likir framanritaðri
svipmynd gerast vafalaust
margir á þessu hausti, en það
gerast lika aðrir allt öðruvisi,
þvi sumar „skyttur” nota aðrar
veiðiaðferðir. Þeir aka um á
Bronkóunum og Range-róver-
unum sinum meðfram nýrækt
og túnum bændanna, með þunga
og stóra og langdræga Hornet
eða Sakó hólka milli sætanna og
skjóta niður af löngu færi heilu
gæsahópanna sem þarna eru á
beit. Á milli þessara veiðiað-
ferða er miklu stærra bil heldur
en milli maðksins og flugunnar
hjá stangveiðimönnum.
X X
Rjúpnatiminn er svo sem
kunnugt er frá 15. október til 21.
desember. Ekki veit ég til að
kannað hafi verið hve mikla á-
sókn rjúpnastofninn þolir, en
hitt veit ég að rjúpnaveiðimönn-
um hefur stórfjölgað á allra sið-
ustu árum. Svo er komið, að
þeir menn sem meta lif sitt
meira en til fáeinna rjúpna forð-
ast viss veiðisvæði sem áður
þóttu fengsæl og skemmtileg.
Eitt allra skemmtilegasta veiði-
svæði i nágrenni borgarinnar
var Hengillinn. Nú er svo komið
að likast er sem styrjöld geysi á
svæðinu, svo mikill er fjöldi
veiðimanna. Margir þessara
veiðimanna eru vart af barns-
aldri, og kunna ekkert veiðisið-
gæði, þeir skjótast á um sömu
hópana og mildi að ekki verði
stórslys. Svipuðu máli gegnir
um Bláfjöllin. Það er.aldeilis ó-
mögulegt að veiða rjúpu við
fjölmenni, best er að hafa heið-
ina eða fjallið fyrir sig einan. Þó
er ég ekki að mæla með þvi að
menn fari einir á veiðar. Hins
vegar verða þeir að koma sér
saman um veiðisvæði og káss-
ast ekki upp á annarra jússur.
Skemmtilegra þykir mér,
þegar ég fer með byssu á fjall,
að hafa erindi, en hvort rjúp-
urnar eru þrjár eða þrjátiu
skiptir ekki höfuðmáli. Höfuð-
máli skiptir erfiðið, að púla i
fjalli i skafrenningi eða glamp-
andi sól, kanna landið, fara ekki
alveg i förin frá i fyrra, heldur
nýjar slóðir i gamalkunnu fjalli
eða ókunnu.
Skotmennska er holl iþrött,
likaminn stælist, athyglin
skerpist og leiðangrar veiði-
manns hjálpa honum til að eira
einn með landi sinu, læra að
meta óbyggðir þess og öræfi.
En samt er það staðreynd
sem mörgum er kunn, að alltof
auðvelt er að krækja i byssu-
leyfi. Ekkert þarf raunar nema
vottorð augnlæknis, sakavottorð
og meðmæli einhvers manns,
sem kannski ekki hefur byssu-
leyfi. Ekkert vottorð þarf um
hæfni i meðferð skotvopnsins,
enda ekki i nein hús að venda til
þess að fá leiðsögn, og enn auð-
veldara er þetta utan höfuð-
borgarinnar. Þetta er yfirvöld-
um dómsmála til skammar, og
kemur óorði á góða skotmenn,
fyrir utan þá hættu sem það set-
ur marga menn i að óþörfu.
JÓHANNES
EIRÍKSSON
SKRIFAR
UM ÚTILÍF