Þjóðviljinn - 24.08.1975, Side 18

Þjóðviljinn - 24.08.1975, Side 18
18 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 24. ágúst 1975 Alþýðubandalagið Alþýðubandalagið Vestfjörðum Ragnar Kjartan Aöalfundur k jördæ misrá ös Alþýöubandalagsins I Vestfjarðakjöröæmi verður haidinn I félagsheimilinu Suður- eyri Súgandafiröi dagana 6. og 7. september n.k. Fundurinn hefst laugardaginn 6. september kl. 2 eftir hádegi. Ragnar Arnalds, formaður Alþýðubandalagsins, og Kjartan Ólafsson, ritstjóri Þjóðviljans, koma á fundinn. Dagskrá nánar auglýst síðar. Stjórn Kjördæmisráðs Alþýðu- bandalagsins á Vestjörðum. Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra Kjördæmisþing Alþýöubandalagsins i Norðurlandskjördæmi eystra verður haldið i Hafralækjarskóla i Aðaldal þann 30. og 31. ágúst n.k. Þingiö hefst laugardaginn 30. águst kl. 2 síðdegis, Aiþýðubandalags- félögin eru hvött til að tilkynna þátttöku sina til skrifstofu Alþýðubandalagsins á Akureyri — simi 21875 eða til Helga Guðmunds- sonar, Akureyri. simi 22509. Eina sælgætið úr innlendu hráefni BITAFISKUR FRAMLEIÐANDI B.E. ESKIFIRÐI SÍMI 8139 Fæst um allt land Dreifingaraðili í Reykjavík: Heildverslun Eiríks Ketilssonar 1. deild Laugardalsvöllur Mánudagskvöld kl. 7 leika VALUR OG AKRANES Eykur Valur spennuna? VALUR Aðalfundur kennarafélagsins Hússtjórnar verður haldinn laugard. 31. ág. kl 14 i Háuhlið 9. Lagabreytingar samkvæmt fundarboði 28. febrúar. Stjórnin Er aspirín h ætt u I egt fyrir ófrískar konur? LONDON 22/8 — Samkvæmt rannsókn sem birt var i London i dag er mciri hætta á þvi að ófrisk- ar konur, sem taka aspirin að staðaldri, fæöi andvana börn eða cigi i meiri erfiöleikum við fæð- ingu en aðrar konur. Meiri hætta cr á þvi að þær þjáist af blæðing- um fyrir eða cftir fæðingu en aðr- ar konur og einnig cru börn þeirra iéttari cn önnur. Það voru tveir ástralskir lækn- ar, sem gerðu þessa rannsókn. Þeir fylgust með 144 ófriskum konum sem tóku inn aspirin og báru þær saman við hóp kvenna sem tóku það lyf ekki. Rannsókn- in tók 28 mánuði og voru niður- stöður hennar birtar i ensku læknablaði i dag. Læknarnir álitu að aspirinneysla væri hættuleg bæði fyrir mæður og börn, en hins vegar staðfesti rannsóknin ekki þann ótta sumra að aspirin yki hættu á fæðingu vanskapaðra barna. Skilgreiningin á þvi hvað væru „aspirin-neysla að stað- aldri” virtist þó nokkuð óljós i þessari rannsókn, þvi að sumar konurnar tóku aspirin tvisvar til tólf sinnum á dag en aðrar aðeins einu sinni á viku. En konurnar sem neyttu as.pirin voru ekki ólik- ar hinum hvað snerti menntun og þjóðfélagsstöðu. 60 þúsund Framhald af bls. 4. skipuð kvikmyndatökustjórum, kvikmyndatökumönnum og handritahöfundum, alls 30 manns. Við skipuleggjum fundi með atvinnukvikmyndagerðar- mönnum, sem eru tilbúnir að veita aðstoð sina og góð ráð. Fé- lagar i nefndinni sitja i dóm- nefndum á sýningum og kvik- myndahátiðum fyrir áhuga- mannakvikmyndir. Frá 1966 eru Sovétrikin aðili að alþjóðasamtökum áhugamanna um kvikmyndagerð — UNICA. (APN). Fjölmiðlar Framhald af 13. siðu. erlendis. Hvarvetna er út- breiðsla æsifréttablaðanna mörgum sinnum meiri heldur en virðulegra morgunblaða. Og máttur þeirra er mikill. Þau hafa ævinlega á sinum snærum harðsviraða gauka, sem skirr- ast ekki við að búa til fréttir eða egna aðila, til þess að auka framleiðsluna á heppilegu sölu- efni. Ekstrablaðið danska á i si- felldum málaferlum, og hefur beinlinis verið grunað um morð. Oftar en einu sinni hefur rann- sóknarlögreglan óskað skýringa á þvi, hvernig snápar Ekstra- blaðsins gætu itrekað komist á afbrotavettvang með mynda- vélar á undan lögreglunni. Á hitt er svo að lita, að dagblöð, sem hafa rúm fjárráð, geta beitt afli sinu svo um munar, þegar þau etja hóp blaöamanna á eitt- hvert afmarkað viðfangsefni. Margoft hafa slik þlöð flett ofan af misferli og hneykslum i sam- félaginu og fengið þar um þokað, sem áður virtist allt fast og vonlaust. Ekki er nokkur vafi talinn leika á þvi, að umfangsmiklar auglýsingar auðfyrirtækja i dönsku æsifréttablöðunum, siðustu dagana fyrir þjóðarat- kvæðagreiðsluna um inngöngu Danmerkur i Efnahags- bandalag Evrópu, höfðu gifur- leg áhrif. Þegar fyrirbærið Glistrup og Framfaraflokkur hans lokkuðu til sin fjórðung danskra kjósenda, var bent á, að engin stjórnmálasamtök höfðu fengið likt þvi eins mikið umtal i kvöldblöðunum og þetta liflega sirkusliö. Iþróttafréttirn- ar eru jafnan feitasti hluti siðdegisblaðanna. Ennfremur hafa þau oft reynst tryggast* athvarf hippa, rauðsokka og últramanna á vinstra kanti, þvi ofstopi þeirra slagar upp i myndasögurnar. Kynlifstækni, sjúkdómslýsingar lækna, stjörnuspár og svör lesenda á förnum vegi eru fastir liðir. Svo af nógu er að taka af erlendum fyrirmyndum, þegar Visir og Visir m-L etja saman kappi sinu i islenska blaða- heiminum. Hver veit nema islensk vatnsgáttarmál. simhleranir og kynllf islenskra samtiðarmanna fljóti innan skamms úr Blaðaprenti. Bert fólk og hryllingssögur eru að minnsta kosti óhjákvæmilegt efni. Ljúkum þessu með tilvitn- un i viðtal sem Skólablað Menntaskólans i Reykjavik átti við Jónas Kristjánsson siðast- liðinn vetur. Svo mælti Jónas: „...dagblað er fyrir almenning, fólkið i landinu, sem maður þekkir ekki neitt.” Viðtal Framhald af bls. 2. ráðstefnu, spurði hneyksluð á móti, hvernig hún vogaði sér að spyrja: — Við höfum lært svo margt hver af annarri, að við verðum aldrei sömu manneskjur eftir. Helvi minnti á, að i fyrsta sinn hefðu konur nú oröið forsiðuefni dagblaða um allan heim, en ekki bara komið fram á kvenna- siðunum eða i kjaftadálkunum. Þjóðhöfðingjar, forsætisráð- herrar og fleiri hefðu heiðrað kvennaárs ráðstefnuna með ávörpum eða orðsendingum og hvarvetna um heim hefði verið meira rætt um kvennaárið en nokkurt annað slikt ár sem SÞ hefðu stofnað til og þarmeð um stöðu kvenna. En spurningin væri um framhaldið. Nú þyrfti að meta allar ályktanir ráðstefnunnar og áætlunina og allsherjarþing SÞ að staðfesta hana. Þá kæmi að fram- kvæmdinni i aðildarlöndunum sjálfum og á heimssvæðunum. Það væru ekki aöeins rikisstjórn- irnar sem þyrftu að leggja sig fram, heldur mjög nauðsynlegt að félög og samtök fylgdust vel með og þrýstu á um fram- kvæmdir. Tiu ár væru til stefnu og eftir 1985 þyrftum við vonandi ekki lengur að tala sérstaklega um stöðu kvenna. En fram að þeim tima þurfum við að vinna vel, sagði hún, og þótt vandamál kvenna i þróunar- löndunum séu vissulega alvar- legri og erfiðari en i þróuðum löndum,sannfærði amk öryggis- málaráðstefna Evrópu mig um hve miklu er ábótavant hjá okkur hér i Evrópu, en þar sást nær engin kona. Við höfum sótt fram i atvinnulifi, en um leið tekið á okkur tvöfalt hlutverk og vinnu- álag meðan karlmenn hafa áfram eitt. Hversvegna skyldum við ekki deila með okkur, — karl- menn taka þátt i störfum og lifi heimilisins til jafns við konur og konur taka þátt i opinberum málum til jafns við karla. —vh Barnaskólar Framhald af bls 8. sem ruggar og borð með stól. Ekkert þarf að skrúfa eða taka i sundur, "stólnum er aðeins snúið við. Þessi stóll kostar 9800 krónur og fæst i bláu/rauðu og gulu/brúnu, en hann er enskur. Hjá Kristjáni Siggeirssyni fást einnig rauðir bæsaðir tréstólar frá Danmörku, sem hægt er að gera úr borð/stól en þeir kosta 9000 krónur. Fálkinn á Suðurlandsbrautinni var nýbúinn að fá franska stóla, sem hægt er að nota sem rólu, sæti kerru og fleira. Er þá hægt að kaupa til viðbótar ýmsa hluti, en ætli maður að notfæra sér alla möguleika stólsins, verður verðið nokkuð hátt. Stóllinn sjálfur kost- ar 10.730, borð við 2.160, hjólá- grind 7550 og grind til þess að nota sem rólugrind með stólnum 5.320 krónur. Stólinn má einnig nota sem kopp, bilstól og fleira. Efnið er litskrúðugt bómullarefni og fæst stóllinn i ýmsum litasam- setningum. Svipaður stóll fæst einnig I Vörðunni, en hægt er að nota hann á 7 vegu (ekki þó sem kerru) og kostar hann 9800. SKIPAUTGERB RIKISINSI M/s Hekla fer frá Rcykjavik föstudag- inn 29. þ.m. austur um land i hringferð. Vörumóttaka: þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag til Austfjarðahafna, Þórs- hafnar, Raufarhafnar, Húsavikur og Akureyrar. M/s Baldur fer frá Reykjavik miðviku- daginn 27. þ.m. til Breiða- fjaröarhafna. Vörumóttaka: þriðjudag og til hádegis á miðvikudag. Frá grunnskólum Hafnarfjaröar i Innritun nýrra nemenda i öllum aldurs- flokkum fer fram i skólunum miðviku- daginn 27. ágúst nk. kl. 14 — 16. Fræðslustjórinn í Hafnarfirði Staða ritara i menntamálaráðuneytinu er laus til um- sóknar. Vélritunarkunnátta nauðsynleg og nokkur þekking i dönsku og ensku æski- leg. Umsóknir er tilgreini menntun og fyrri störf sendist ráðuneytinu fyrir 5. september n.k. Menntamálaráðuneytið 22. ágúst. 1975.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.