Þjóðviljinn - 24.08.1975, Page 19

Þjóðviljinn - 24.08.1975, Page 19
Sunnudagur 24. ágúst 1975 ÞJ6ÐVILJINN — SIÐA 19 RÚNA, en hann Rúnar ætti að senda Joice Laing kort og þakka henni fyrir að nota nafnið hans í æfintýri. Og ef fleiri börn vilja gleðja hana með fallegu korti frá islandi er utanáskriftin: Joice Laing, 6 Dean Path, Dean Village, Edinburgh, SCOTLAND sig kollóttan um þá frægc!|, sem hann hefði getað öðlast með því að sitja fyrir hjá Ijósmynd- urunum. Hann var I raun- inni ákaflega einmana greyið og þráði ekkert í heiminum frekar en að eignast vin sem væri líkur honum sjálfum. Dag nokkurn var Nessí sérstaklega einmana og eirðarlaus og þar sem hann hafði lesið svo margar sögur um ísland, stóra eyju norður af Skot- landi, ákvað hann að reyna að komast þangað og gá hvort hann fyndi ekki einhvern vin. Hann tók til nesti og eins marg- ar bækur og hann gat bor- ið og þegar hann var bú- inn að kynna sér gaum- gæfilega öll neðansjávar- kortin lagði hann upp í langferðina. Þegar Nessi hafði synt í eilífðartíma sá hann strönd íslands, en af því hann var svo óttalega feimið dýr gat hann ekki fengið sig til að gægjast upp úr sjónum, og þótt hann væri dauðþreyttur synti hann meðfram ströndinni þangað til hann sá miðnætursólina siga hægt handan við vik nokkra. Hann var upp- gefinn og ákvað að hvila sig í volgum sjónum sem var dökkrauður við sólar- lagið. í mörgum bókum sem hann hafði lesið, það er að segja þeim bókum sem því var trúað að hann væri til, var komið með þá tilgátu að önnur sæ- skrímsli gætu verið til lika og island væri likleg- asti staðurinn fyrir þau. SKÝRINGAR Lárétt: 1 fluga 2 krakkar 4 sauðkind 5 dýramál 7 litur i spil- um 9 kvenmannsnafn 10 málmstykki til að vigta með. Lóðrétt: 2 viðgerð 3 pilan 5 málgagn 6 bjór 8 gagg. En hann sá ekkert nema fiska, hvali og seli, sem lögðu á flótta um leið og þeir sáu hvað hann var stór. Sólin settist og sjór- inn varð stöðugt rauðari, Loch Ness skrímslið varð angurvært og óskaði þess innilega að það hefði ein- hvern til að tala við. Rúna átti heima hjá afa sinum og ömmu i litlu sjávarþorpi á Norður- landi. Hún hafði átt þar heima alla ævi samt var hún oftast ein, því það var svo fámennt i þorpinu hennar. Á löngum sumar- kvöldum gekk hún eftir f jörunni og safnaði bobb- um og skeljum sem hún notaði í hálsfestar og skartgripi. Þetta kvöld var Rúna önnum kaf in að tína skeljar í safnið sitt. Einmitt á miðnætti féll seinasti sólargeislinn á stóran kuðung sem glitr- aði eins og gull. Hún hljóp til að taka hann upp. Hún varð himinlifandi yfir fundi sínum, en þegar hún hélt á kuðungnum í lófanum sá hún að hann var perluhvitur, sólar- geislarnir höfðu breytt honum i gull. Þetta var þess konar kuðungur sem sævarniður heyrist í og Rúna hélt honum upp að eyranu til að hlusta á sjávarhljóðið. En þegar hún lagði kuðunginn að eyranu heyrði hún lágan ekka. ,,Hver er að gráta?" spurði Rúna, ,,kannski get ég hjálpað þér". (Framhald i næsta blaði. Einu sinni var stór sæ- ormur sem átti heima í Skotlandi. Hann var svo langur að svartur, silfur- gljáandi skrokkurinn sveigðist upp í þrjá boga þegar hann smaug um djúpin. Mjög sjaldan vog- aði hann sér upp úr vatn- inu, því hann var svo af- skaplega feiminn, en í þau fáu skipti sem hann áræddi að koma upp á yfirborðið, bar hann höf- uðið hátt og það var einna likast gínandi trjónu á norrænu vikingaskipi. Eins lengi og hann mundi eftir sér hafði hann átt heima i Loch Ness, stærsta og dýpsta vatni í Skotlandi. Það er um- kringt háum fjöllum og þéttum barrskógi. Nessí, en það er gælu- nafn sem skotar gáfu orminum, eyddi flestum dögum við lestur bóka í stóra neðansjávarbóka- safninu sínu, en stundum hringaði hann sig um klettana og lét sig dreyma. Hann vissi að hundruð manna f rá öllum löndum heims kom til að sjá hann, og að hann var viðkunnur sem LOCH NESS SKRÍMSLIÐ. ,,Skrímsli, ekki nema það þó!" hugsaði hann, því hann var sem sé mjög hógvær skepna, og kærði Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir Dagana 7.—15. júní var haldin í Norræna húsinu í Reykjavík ráðstefna um list til lækninga. Það var Sigríður Björnsdóttir sjúkraiðjukennari, Félag íslenskra sérkennara og Norræna húsið sem geng- ust fyrir ráðstef nunni. Þátttakendur voru frá Norðurlöndunum, Stóra Bretlandi og Bandaríkj- unum. Nú hefur einn af er- lendu gestunum, skoska konan Joice Laing, skrif- að Kompunni og sendir frumsamið, myndskreytt æfintýri um skrímslið í Loch ness. Meðan Joice Laing dvaldi hér bjó hún, ásamt fleirum erlendu þátttak- endanna, í heyrnleys- ing jaskólanum, við Oskjuhlíð. Hún sendir öll- um börnum í heyrnleys- Joice Laing ingjaskólanum kveðju og tileinkar þeim æfintýrið. Hún segir í bréfinu: Ég hef valið nafnið RONAR, vegna þess að ég geymdi tannburstann minn á hillu, sem var merkt með því nafni. Ef það er ekki stúlkunafn, viltu þá gjöra svo vel og breyta nafninu. Það er vandalaust, stúlkan í sögunni heitir nú LOCH NESS SKRÍMSLIÐ HEIMSÆKIR ÍSLAND

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.