Þjóðviljinn - 30.08.1975, Síða 7

Þjóðviljinn - 30.08.1975, Síða 7
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 30. ágúst 1975 Laugardagur 30. ágúst 1975 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 7 Höfunda- réttur og fjölmiölar Dagana 18. til 22. ágúst s.l. voru haldin tvö norræn rithöfundamót að Bisköps- Arnö i Sviþjóð. Á fyrra mótinu var fjallað um efnið „Fjölmiðlar og höfundaréttur” og á hinu siðara „Norrænar nútimabókmenntir i skólum”. Af hálfu Rithöfundasambands íslands sóttu mótin rithöfundarnir Agnar Þórðar- son, Björn Bjarman, Gréta Sigfúsdóttir og Jenna Jensdóttir. Stjórnandi mótsins var rektor lýðháskólans að Bisköps-Arnö, Ake Leander. Mótið fór vel og skipulega fram, skipst var á skoðunum og umræður fjörugar. Kithöfundasamband tslands. SHI um Vísismálið: Auðstéttin ræöur ferðinni A fundi sinum 25. ágúst 1975 gerði Stúdenraráð H.í. svohljóðandi ályktun: „t tilefni af þeim átökum sem orðið hafa i kringum dagblaðið Visi vill Stúdentaráð H.t. álykta eftirfarandi: Þessar deilur hafa enn afhjúpað veru- leikann i tjáningarfrelsi og frjálsri skoð- anamyndun á Islandi. I ljós kemur að blað sem hefur stært sig af þvi að vera „frjáls \ fjölmiðill” er i eigu fámenns hóps auð- manna, sem svifast ekki að reka ritstjóra blaðsins, ef hann flytur skoðanir sem stangast á við fjárhagslega og pólitiska hagsmuni eigendanna. „Visismálið” ætti að opna augu is- lenskrar þjóðar fyrir þeim staðreyndum að sum stærstu dagblöðin eru i eigu fárra auðmanna og öll eiga þau tilveru sina undir auglýsingum fyrirtækja að meira eða minna leyti. Þannig hefur islensk auðstétt yfirburðatök á allri skoðana- myndun i landinu. Þessi tök eru hins veg- ar falin á bak við orðagjálfur um „frjálsa fjölmiðla” og „óháð dagblöð”. I ljósi þessara staðreynda er sú um- hyggja, sem þessir fjölmiðlar þykjast sýna tjáningarfrelsi i öðrum löndum, litið annað en hræsni. Stúdentaráð skorar á alla unnendur raunverulegs frelsis i fjölmiðlun að nota þá umræðu, sem „Visismálið” hefur skapað, til að vekja athygli á þvi ofurvaldi sem fámennir hópar hafa á allri fjölmiðl- un hérlendis”. Útvarp klukkan 19,30 í kvöld: Frímúrarar og háttalag þeirra Frímúrarar og starfsemi þeirrar leyni- reglu verður viðfangsefni félaganna Ing- ólfs Margeirssonar og Lárusar óskars- sonar i útvarpsþættinum „Hálftlminn” i kvöld. Ingólfur tjáði Þjóðviljanum að i þættin- um væri fjallað um frimúrara frá ýmsum hliðum, m.a. telja þeir upp ýms mikils- verð embætti innan islenska rikiskerfis- ins. sem félagar i leynireglu frimúrara gegna, kynna heimildir og lesa úr grein- um sem ritaðar hafa verið um regluna. Þeim Ingólfi og Lárusi veittist erfitt að fá upplýsingar um starfsemi og háttalag þessarar hreyfingar hér á landi, en sitt- hvað forvitnilegt munu þeir félagar leiða i ljós. —GG Plakat gegn súfragettum. Brjóstgóð og bllðleg kona afþakkar kosn- Christabel Pankhurst I utlegð smm I Parls. ingaréttinn en súfragettan að baki er bæði herská og herfuleg. Pankhurst-fólkiö gerði aldrei neitt með hálfum huga Konur fengu kosningarétt fyrst árið 1893 á Nýja Sjálandi. Næst á eftir voru: Ástralia 1902 Finnland 1906 Noregur 1907 Danmörk 1915 island 1915 Sovetrlkin 1917 England 1918 Kanada 1918 Sviþjóð 1919 Holland 1919 Austurrlki 1919 Pólland 1919 Þýskaland 1919 USA 1920 Tyrkland 1934 Kúba 1940 italia 1945 Ungverjaland 1945 Japan 1945 Bólivfa 1945 Frakkland 1945 Rúmenia 1946 Brasilia 1946 Búlgaria 1947 Argcntína 1947 ísrael 1948 Grikkland 1949 Sýrland 1949 Chile 1949 Egyptaland 1956 Sviss 1971 A árunum fyrir fyrri heíms- styrjöldina var England vett- vangur og baráttuvöllur hinnar hörðustu baráttu I l.:ngri sögu kvenfrelsishreyfingarinnar. „Súfragetturnar” bresku og þá einkum leiðtogar þeirra, þær Emmeline, Sylvia og Cristabel Pankhurst, urðu þekktar um vlða veröld, og blöðin voru full af frá- sögnum af baráttu sem átti eftir aö verða hrein hefndarverka- starfsemi. Þrátt fyrir mikla niðurlægingu og harða mótspyrnu þingmanna og lögreglu, óx hreyfingin stöðugt, og þótt hún beindi athvglinni fyrst og fremst að kosningarrétti kvenna, varö baráttan ekki siður til að brjóta niður hina hlægilegu kvenimynd viktoriutimatilsins. Sjónvarpsáhorfendur hafa nú fengið að sjá helming þeirra 6 sjónvarpsþátta sem BBC og Warner Brothers hafa gert um „súfragetturnar”, en I þáttunum sem eiga eftir að koma verður m.a. fjallað um þær deilur, sem upp komu á milli systranna Christabel og Sylvíu. Eins og þegar hefur komið fram I þátt- unum voru þær mjög óllkar og Reginald McKenna innanrikis- ráðherra sem setti handtökulögin 1913. Syivia vildi ætið leggja áherslu á að virkja verkakonurnar i baráttu fyrir kosningarétti kvenna, en Christabel og móðir hennar beindu athyglinni frekar að hinum betur settu og vildu fyrstog fremst fá stuðning þeirra sem áhrif höföu, enda voru aðals- konur, eins og t.d. Lady Lytton, ötular baráttukonur i sam- tökunum. Svo fer að lokum aö leiöir þeirra skiljast eftir að Emmeline Pankhurst hefur lýst því yfir, aö Pethick-Lawrence hjónin (sem þegar hafa komið fram i þáttunum) geti ekki lengur talist meðlimir i samtökunum (WSPU). Emmeline Pethick- Lawrence segir I sjálfsævisögu sinni þannig frá slitunum á samvinnu þeirra: „Það var eitthvað miskunnar- laust við þær frú Pankhurst og Christabel þegar mannleg sam skipti voru annars vegar og þessi harka kom ekki aðeins niður á okkur heldur einnig^öðrum. Eftir slitin sá ég hvorki né heyrði af þeim mæðgum, sem höfðu búið með okkur eins og ein fjölskylda, og þær urðu okkur fullkomlega framandi. Pankhurstfólkið gerði aldrei neitt með hálfum hugá.” Sylvla var mjög sammála þeim hjónum, en var þó meðlimur i WSPU áfram, og einbeitti sér æ meira að verkakonunum i East End, þar til árið 1914, að Christa- bel tilkynnti henni, að stöðvar samtakanna i East End, sem Sylvia stjórnaði, yrðu að kljúfa sig frá aöalsamtökunum. 1 tima- riti „súfragettanna”, „The Suffragette”, segir Christabel svo frá: „Þar sem WSPU er ekki að- eins áróðurshreyfing, heldur bar- áttusamtök, geta þau aðeins haft eina pólitik, eina starfsáætlun og eina stjórn, sem er skipulögð af frú Pankhurst og mér, sem leiðtogum hreyfingarinnar. Þannig hefur þetta alltaf verið, og þær sem vilja vinna að annars konar starfsemi eða pólitik en WSPU gerir, verða að hafa sin eigin samtök”. Sylvia Pankhurst svaraði: „Mismunurinn á baráttu okkar samtaka og baráttuaðferðum aðalstöðvanna var, að við lögðum meira upp úr að reyna að virkja verkakonurnar, en i aðalstöðvun- um var höfuðáhersla lögð á það sem valdskonurnar gátu gert. Það má segja að þær hafi unnið Emmeline Pankhurst, Emmeline Pethick-Lawrence, Christabel Pankhurst og Flora Drummond. Eins og sjá má Hkjast leikkonurnar I sjónvarpsþáttunum hinum raunverulegu persónum greiniiega og virð- ast hafa veriö valdar með tiilit til þess. Emmeline Pankhurst handtekin, en hún var ein af fáum súfragettum, sem yfirvöidin horðu aldrei að nlna I fangelsunutn. THI Lady Lytton í Newcastle 1909, en myndin er tekin skömmu áður en hún kastaði sfnum fyrsta steini. (Lytton var i siðasta sjónvarpsþættinum) Emily Davison kastar sér fyrir hest konungsins á kappreiOum 1913. Súfragettur mótmæla nauðungarmötun á stöllum sinum I fangelsum. frá toppnum og niður, en við öfugt.” Sylvia var einnig mótfallin hin- um hörðu baráttuaðferðum syst- ur sinnar og móður, en þær beittu stöðugt róttækari aðgerðum. Gluggar voru grýttir, hús brennd og listaverk eyðilögð. 1 stjórnar- tið Churchills sem innanrikisráð- herra urðu miklir árekstrar á milli „súfragettanna” og lögregl- unnar og þá einkum 18. nóvember 1910, þegar lögreglan lamdi á konunum, handtók fjöldamargar og lét m.a. ákæra sumar fyrir hórdóm, sem gaf lögreglunni rétt til að afklæða þær. Matarþving- unin, sem flestar forustukonur „sufragettanna” þurftu að liða i fangelsum, var pyndingaraðferð, sem aðeins var notuð á konur, og 116 læknar sendu ráðherra mót- mælskjal. öll sú niðurlæging sem þessar konur urðu að þola, skýrir kannski að ein hverju leyti þá hörku sem þær sýndu stundum hver annarri. í þáttunum,sem við eigum eftir að sjá I sjónvarpinu, verður m.a. sýnt frá herskáustu mótmælaað- gerðunum, þegar „súfragetturn- ar” kveiktu i húsum og brutu glugga. Hreifingin fékk sinn fyrsta pislarvott 1913, Emily Davison, sem kastaði sér fyrir hest kóngsins við kappreiðarnar á Derby og lést af sárum sinum nokkrum dögum seinna. Er striðið hófst4. ágúst 1914 var öllum „súfragettununi” sleppt úr fangelsi og skömmu seinna snéri Christabel til baka til Englands, en hún hafði flúið til Parisar 1912. Sylvia var þá nýkomin úr hungur- verkfalli i fangelsi, en rúmt ár var siðan sett höfðu verið sérstök lög um „súfragetturnar”, sem leyföu, að þær sem einu sinni höfðu verið handteknar mátti handtaka aftur við minnsta tilefni og láta aíplána upphaflegan dóm sinn að nýju. Það var ekki fyrr en 1918 að sett voru lög i Englandi um kosninga- rétt kvenna (yfir 30 ára og með fjárhagslega aðstöðu) og sam- timis karlmanna sem orðnir voru 21 árs. 1928 fengu enskar konur fyrst sama kosningarétt og karl- menn. Eftir þetta átti Christabel eftir að vera i framboði fyrir „Kvennaflokkinn” en Emmeline Pethick-Lawrence fyrir verka- mannaflokkinn, og galt Christa- bel töluvert afhroð i þessum kosningum (1918). Sylvia systir hennar var hins vegar einn af stofnendum enska kommúnista- flokksins sem hún átti raunar siðar eftir að yfirgefa. Frú Pank- hurst var i framboði hjá ihalds- mönnum, án þess að verða kosin á þing, og i siöari heimsstyrjöld- inni átti Frederick Pethick Law- rence eftir að verða Indlands- málaráðherra. Þessi sundurleitu stjórnmálaafskipti forvigis- manna „súfragettanna” sýna hversu gifurlega mismunandi hugmyndafræði þeirra var og skýrir einnig að einhverju leyti þau miklu átök sem áttu sér stað innan hreyfingarinnar, á meðan baráttan var sem hörðust. (þs endursagði úr bók Tonis Liversage, „Da kvinderne mátte gá under jorden”.)

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.