Þjóðviljinn - 30.08.1975, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 30. ágúst 1975
r« . i
Lokasprettur
í fótboltanum
á næsta leiti
Um helgina veröur mikið
um að vera i fótboltanum.
Nú fer að líða að lokum
deildakeppninnar, ein um-
ferð er eftir og verður hún
öll leikin um helgina. i
Þurfa
Blikar
að
skila
íslm.-
bikar
sínum?
Breiöablik tók fyrir
skömmu við tslandsmeistara-
titli i 3. flokki eftir sigur i úr-
slitaleik yfir Viking Ólafsvík.
Nú hefur Þór á Akureyri kært
leik sinn i undanúrsiitum viö
Viking ó. sem tapaðist 4—5
eftir framlengdan leik. Er þvi
hætt viö aö Breiöablik veröi að
skila bikarnum. Þór leikur
aftur viö Viking og sföan mæt-
ir Breiðablik sigurvegurunum
úr þeim ieik i nýjum úrslita-
leik. *
bikarkeppninni á aðeins
eftir að leika úrslitaleikinn
sjálfan og mætast þar iBK
og iA. i 3. deild fer fram á
Árskógsströnd leikur milli
KA og Stjörnunnar og lík-
legt er að úrslitaleikurinn í
4. flokki fari fram um
helgina.
Töluvert er um breytta leik-
tima i deildakeppninni frá þvi
sem stendur i Mótabókinni. t dag
leika á Akranesi 1A og IBK og
hefst sá leikur kl. 16.00. A Laug-
ardalsvefli leika klukkan 17.00 lið
IBV og KR og þar verður botn-
baráttan i algleymingi. A Kapla-
krikavelli leika FH og Vikingur
kl. 14.00.
1 2. deild hefur enn ekki verið
gengið frá leiktima fyrir leik Sel-
foss og Breiðabliks og var er
þetta er skrifað óvist hvort hann
færi fram i gærkvöldi eða i dag.
Reynir Á og Völsungur mætast kl.
14.00 i dag og eru þá upptaldir
leikir i deildakeppninni i dag
nema leikur KA og Stjörnunnar.
Það er siðasti leikurinn i auka-
keppni A-riðils i úrslitum 3. deild-
ar og hefst hann á Árskógsstrand-
arvelli klukkan 16.00.
Á morgun leika Fram og Valur
á Laugardalsvelli klukkan 19.00.
Haukar og Armann leika i
Kaplakrika klukkan 17.00 og á
velli Þróttara leika Þróttur og
Vikingur Ó kl. 16.00.
(Jrslitaleikurinn i 2. flokki hefur
enn ekki verið settur á ákveðinn
leikdag. Þar er kærumál i gangi
og óvist hvenær sá leikur getur
farið fram.
1 4. flokki mætast lið KA og
Breiðabliks i úrslitaleik. Enn hef-
ur ekki verið ákveðinn ieikdagur
en ekki er óliklegt að leikið verði
fyrir sunnan á morgun.
—gsp
Leikmenn Omonia liðsins: Standandi frá vinstri: Drakos, Patikis, Eleftheriades, Kontuyiorgis, Kana-
ris, Pepis. Sitjandi f.v.: Mavris, Gregory, Charalambous, Savva, Antoniou.
Sex landsliðsmenn
í liði Omonía sem
mætir skagamönnum
í evrópukeppni meistaraliöa í haust
Sex landsliðsmenn leika
með liðinu Omonia frá
Nicosia sem mætir skaga-
mönnum í evrópukeppni
meistaraliða i haust. Engu
að síður telur iA sig hafa
góðan möguleika á að
komast áfram í keppninni
og hyggst þannig vinna upp
hugsanlegt fjárhagslegt
tjón vegna hinnar rándýru
flugferðar til Kýpur.
Alls hefur Omonia orðið
fimm sinnum Kýpurmeist-
ari. Það var árin 1960—61,
196S—66, 1971—72, 1973—74,
og 1974—1975. Þrisvar
sinnum hefur bikarkeppn-
in unnist,
1971—72 og
árin 1964—65,
1973—74.
„Maður æfir ekki
og æfir til þess
eins aö tapa svona
Fyrirliði Omonia,
Charalambous, hefur leik-
ið 26 leiki með landsliði
Kýpur og er langreyndasti
maður liðsins. Antoniou er
með 15 landsleiki, Gregory
5, Karnaris 3, Svava 1 og
Kleftheriades 1.
I meistarakeppninni sl. ár lék
Omonia 26 leiki. Nitján leikir unn-
ust, fimm urðu jafntefii og aðeins
tveir töpuðust. Vannst mótið þvi á
43 stigum og þótti það dágóður ár-
angur.
Það eru þvi engir smákarlar á
mælikvarða Kýpurbúa sem akur-
nesingar ætla sér að vinna i fyrstu
umferð evrópukeppninnar. En
vissulega tjalda þeir einnig lit-
riku liði, sjö landsliðsmenn is-
lendinga eru úr liði 1A og ferillinn
er siður en svo siðri en sá sem hér
hefur verið upp talinn. —gSp
segir John Walker míluhlaupari
John Walker, heimsmetshafi f
mfluhlaupi, hefur gefiö út margar
yfirlýsingar fyrir hlaup sitt f Eng-
Rússar sigruðu
norðmenn með
þremurgegneinu
Rússar sigruðu norðmenn i
fyrrakvöld með þremur
mörkum gegn einu i undan-
keppninni fyrir Ol-leikana.
I.eikurinn fór fram i Noregi en
þar tapaði Island sem kunnugt
er með 2—3 fyrr i sumar.
i leikhléi var staðan 2-1 fyrir
rússa og skoruöu þeir Sakha-
tov (2) og Fcodorov fyrir so-
vétmenn. Mark norðmanna
skoraði Skuseth.
landi sem fram fór I gærkvöldi.
Walker hljóp þar sitt sfðasta
hlaup i Evrópu á þessu ári og vit-
að var að það yrði ekki með öllu
átakalaust fyrir hann að koma I
markið sem sigurvegari.
Walker keppti þarna við marga
fræga kappa, s.s. Mike Boit frá
Kenya, Rod Dixon og Marty
Liquori. Dixon hefur I sumar
Unnið Walker i 800 m hlaúpi, 1500
m hlaupi og tveggja milna hlaupi.
— Mér likar alls ekki að tapa —
sagði Walker fyrir hlaupið I gær-
kvöldi. — Maður æfir ekki
klukkustundum saman á dag til
þess eins að tapa þegar á hólminn
er komið. Ég ætla að vinna þetta
hlaup.
Walker setti míluheimsmet sitt
i Gautaborg I sumar. Hljóp hann
þar á 3.49.4 mlnútum og segist
hann ekki eiga von á þvl að það
met verði slegið á næstunni.
Fimleikanámskeið
Fimleikasamband tslands gengst fyrir fimleikanámskeiðum nú I
byrjun september I Iþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Dagana 5.-11.
september verður námskeið i Fimleikastiganum fyrir pilta og
stúlkur og er ætlunin að kenna þeim saman á timanum 18-19.30.
Jafnframt verður námskeiö fyrir karlþjálfara og dómara og er
áætiað að fara yfir öll 12 þrepin hjá þeim og hljóta þeir dómararétt-
indi, sem sækja námskeiðið vel.
Þjálfarar og dómarar munu aðstoða við þjálfun á unglinganám-
skeiðinu en aðalkennarar verða þau Þórir Kjartansson og Hlin
Arnadóttir.
Þá gengst Fimleikasambandiö fyrir námskeiði I jassleikfimi
einnig I iþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Hefur sambandið fengið til
landsins einn af þekktustu jassleikfimikennurum Evrópu,Moniku
Beckman, sem margir minnast frá Norrænu Fimleikahátiðinni ’73
og siðar frá námskeiöum, sem haidin hafa veriö að Leirárskóla
seinustu tvö árin.
Almenningi verður gefinn kostur á að sækja námskeið hjá henni
kl. 10-11,30 eða 13.30-15 dagana 12.—16. september.
Monika Beckman er ekki sist fengin hingað vegna fjölda áskor-
ana frá Iþróttakennurum.og gefst þeim kostur á að sækja tima hjá
henni kl. 15.30—18 þessa daga.
Upplýsingar og innritun á námskeiöin verður á skrifstofu F.S.l.
eða I.S.Í., Iþróttamiöstööinni I Laugardal, slmi 83377.