Þjóðviljinn - 31.08.1975, Page 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINNSunnudagur 31. ágúst 1975.
A Skjaldhömrum
f| 1/j- j Viötal við
■ IIVLI Jónas
# ||| ■ Árnason
fullkomið umn^
leikrit
jafnvægi... sitthvað fleira
llöluiulur ug lcikstióri: þoir báru lika ábvrgð á Jurundi.
Skjaldhamrar heitir
nýtt leikrit eftir Jónas
Árnason sem verið er að
æfa hjá Leikfélagi
Reykjavikur. 1 þvi til-
efni er höfundurinn tek-
inn tali um verkið og
ýmislegt fleira sem af
þvi spinnst, og þá fyrst
spurður að þvi hver sé
kveikjan að þessu leik-
riti.
Spaugilegt
njósnamál
— Þetta verður til þannig, að
ég hefi eins og aðrir nokkrar
spurnir af mönnum, sem þjóð-
verjar skutu hér upp á ströndina
á strlðsárunum til að njósna fyrir
sig. Það ýtir svo undir það, að ég
fari að hugsa meira um þessi til-
vik, að breskur maður, einn af
vinum Islands (Friends of Ice-
land) I landhelgismálinu, David
Jarvis, hafði verið hér um skeið
vestur á fjörðum reyndar. Og
hann sagði mér frá ýmsum
spaugilegum atvikum sem gerð-
ust I sambandi við einn slikan
mann þar. Þetta þróaðist svo
þannig þegar ég fór að vinna að
efninu, að sviðið þrengdist æ meir
eftir þvi sem á leið. Fyrst hafði
ég I huga allstórt byggðarlag sem
vettvang en endaði I einum vita á
afskekktum stað. Einhversstaðar
á vesturkjálkanum, en eiginlega
lengra til norðurs en landafræðin
leyfir, því þarna er gert ráð fyrir
að heimsskautsbaugurinn gangi í
gegnum húsakynnin eins og hjá
séra Robert Jack i Grimsey.
Misskilningur
— Hvaða fólk kemur mest við
sögu?
— Þarna býr bara vitavörður,
á sumrin er hjá honum ung
stúlka, systir hans. Þetta er árið
1941, bretar eru búnir að vera hér
eitt ár. Þeir frétta frá norsku neð-
anjarðarhreyfingunni, að búið sé
að senda njósnara hingað upp.
Atti sá að koma njósnatækjum til
vitavarðarins á Skjaldhömrum,
sem hafði vist komið við i nasisk-
um flokksskóla i Þýskalandi fyrir
strið. En ekki má gleyma þvi, að
Skjaldhamrar eru á tveim stöð-
um á landinu, bæði fyrir austan
og vestan. Þar með er komið
tækifæri til að flétta svolitið, nota
samkvæmt fornri hefð i gaman-
leikjum misskilning til að reka
áfram atburðarás, spinna sögu-
þráð frá einum misskilningi til
annars.
Nema hvað á Skjaldhömrum
vestra kemur upp undarlegur
draugagangur og huldufólk fer á
kreik. Rannsóknadeild eða gagn-
njósnadeild breska hersins sendir
sveit á vettvang til að rannsaka
þetta dularfulla mál. Fyrir henni
er ung stúlka af yfirstétt i
London. Ég get skotið þvi hér inn,
að það er staðreynd að um þessar
mundir voru nokkrar konur tekn-
ar inn i rannsóknadeildina,
þ.ám. dóttir Churchills. En ég
læt það gerast á þeim forsendum,
aö meöalgreindin hafi verið helst
til lág i þeirri stofnun og þessi
kvennaliðstyrkur hafi átt að
hækka nokkuð þá visitölu. Gæti
menn nú grunað, að þetta sé gert i
þeim lævisa tilgangi að gera
rauðsokkum til hæfis!
í öðruvísi heimi
Hvað um það, það verður nú
aðaltema í þessu verki, að þessi
unga yfirstéttarkona úr Lundún-
um, sem hefur með sér ungan
korporál, hún er allt í einu komin
inn i nýja veröld sem heillar
hana. Og hún hverfur inn i þessa
veröld. Veröld þar sem fullkomið
jafnvægi og skilningur rikir i
samskiptum manns og dýrs og
fugls og reyndar allrar náttúru.
Þar hefur aldrei verið hleypt af
skoti frá upphafi vega, og eitt skot
gæti valdið óbætanlegri truflun.
Það tekst nokkuð góður vin-
skapur milli konunnar ungu og
vitavarðarins. Hann hefur, eins
og Jóhann á Horni, lesið margt og
veit margt um umheiminn þótt
hann búi á eins afskekktum stað
oghugsast getur. Ég þekki það af
eigin reynslu, að upp til jökla og
út til stranda getum við fundið
þessa heimsborgara, sem kann-
ski hafa varla út fyrir sina heima-
byggð farið, en virðast vita þeim
mun meira um umheiminn sem
þeir eru fjær svokölluðum menn-
ingarmiðstöðvum. Ctlendingum,
sem ég hefi farið með upp um
Borgarfjarðardal finnst eins stór-
kostlegt aö hitta slika menn og að
sjá Eiriksjckul eða Hraunfossa.
Undir lokin verða siðan hvörf:
bandariskur flokkur er kominn á
vettvang og ætlar að taka málin
föstum tökum eins og það heitir.
— Þú talaðir um skothrið sem
gæti truflað það samræmi sem þú
lýstir. Heyrist skot i leikritinu?
— Já, eitt.
Frumsýning
— Hvenær er frumsýningin?
— Æfingum er það vel á veg
komið, að hún hlýtur að verða al-
veg á næstunni. Ég skrapp hingað
suður til að fylgjast með æfing-
um, þegar þráðurinn var tekinn
upp aftur frá þvi i vor.
Ég er svo heppinn að leikstjóri
og höfundur leikmynda eru þeir
sömu ágætu menn sem gerðu mér
þann ómetanlega greiða að ann-
ást sviðsetningu á Jörundi — Jón
Sigurbjömsson og Steinþór Sig-
urðsson. Mér þykir það verst að
hafa ekki getað verið meira á æf-
ingum, þvi fólkið i Iðnó sér til
þess að maður skemmtir sér vel
þar, jafnvel þótt verið sé að æfa
leikrit eftir mann sjálfan.
Huldufólk
— Er margt fólk á sviðinu?
— Manneskjurnar eru sex, eða
sjö. En þarna koma við sögu æð-
arkollur, kýr og kópur — öll eru
þau jafn þýðingarmikil og mann-
fólkið — og huldufólkið...
— Trúir þú á huldufólk?
— Nei, þvi miður. En ég trúi á
fólk, sem trúir á huldufólk. Ég á
þá ekki aðeins við það, að það fólk
sem á þá trú sé gott fólk, sem það
er,heldur að við slika trú er tengd
ást og virðing á landinu og þar
með einskonar von um sambúð
lands og þjóðar. Tökum til dæmis
trú á álagabletti, sem kom i veg
fyrir að bóndinn slægi kannski
grösugasta blettinn i túninu.
Þessi trú er einskonar siðferðilegt
eftirlit með þviað menn kunni sér
nokkurt hóf i svonefndri sjálfs-
bjargarviðleitni, sem getur eins
snúist igræðgi, að menn taka ekki
meira af landinu en þeir gefa.
Þessi trú er — samkvæmt þessari
filósófiu — einskonar innbyggð
hömlun gegn slíkri græðgi og
ránsskap. Ef við tryðum upp til
hópa á huldufólk og álagabletti þá
kæmi mönnum sjálfsagt ekki til
hugar að reisa málmblendiverk-
smiðju á Grundartanga, svo
dæmi sé nefnt. Ef þetta væri
heimstrú, þá ættum við okkur þá
björgun i ýmsum vanda að allt Is-
land væri álagablettur.
Rómantíkin
— Ég heyri að það eru fleiri
tóntegundir i leikritinu en gaman
sem rekið er áfram af misskiln-
ingi?
— Já, þegar hermaskinan er að
verki, þá er tónninn farsi. En þeg-
ar það afl er ekki nærri þá er svið-
ið hljóðlátur, rómantiskur staður.
— Og þú ert ekki smeykur við
þann rómantiska tón?
— Ég geri mér ljóst að þessi
rómantiski þáttur verður talinn
til „tilfinningasemi”, en ég held
honum til streitu af ásettu ráði.
Ég er búinn að fá nóg af þvi fjasi
að ýmisleg manneskjuleg við-
brögð, sem við öll þurfum á að
halda, séu „tilfinningasemi” eftir
einhverjum mælikvarða á fólk og
samtið sem ég get ekki viður-
kennt. Lika vegna þess að ég verð
ekki var við það, að það sé neinn
karlmennskuvottur i reynd að
sveia „tilfinningasemi” og halda
fram einskonar kaldrifjunar-
dýrkun. Nema siður væri — að
roluháttur væri skammt undan.
Ég hefi horft oft upp á það á æv-
inni að þeir eru æðrulausastir i
mannraun, sem eru einna við-
kvæmastir I öðrum tilvikum.
Þverstæður
Auðvitað vitum við af ýmsum
kostum velferðarþjóðfélags. En
það fýlgja þvi ýmsar þverstæður.
Kannski er viss kaldranaleiki i
þvi tengdur þvi, að ööruvisi og
minna reynir á menn en áður. Og
svo þvi, að menn koma upp
margskonar stofnunum til að
leysa vanda fólks — þar með er
aukin hætta á þvi að menn telji
alltaf slikan vanda verkefni ann-
arra. Ekki ætla ég aö fara að boða
endurreisn „siðbætandi fátækt-
Og hrekur hver misskilningurinn annan. Vitavörðurinn (Þorsteinn Gunnarsson) og gleraugnafósi I
felum (Kjartan Ragnarsson). (Ljósm.H.M.)