Þjóðviljinn - 31.08.1975, Page 11
10 SíÐ.V — ÞJóÐVILJINNSunnudagur 31. ágúst 1975,
Sunnudagur 31. ágúst 1975. ÞJÓÐVl!.. . \ — SÍÐA 11
. V ;
í
HttðHHÍ
■
.■:;■ ;
’ <-
:
■
Kristin Ingvadóttir aöstoðar viðskiptavini verslunar Geirs Zoega.
Börnin á gæsluvellinum viö Vest-
urgötu vildu ólm leyfa af sér
myndatöku.
Seibúðir. Viðhald þeirra er
Reykjavikurborg til stórskamm-
ar.
Hörður Þorsteinsson hárskeri
snyrtir hér hnakkann á Hallfreði
Helga.
Hér bjó áður aflamaðurinn Jón Otti Jónsson, kunnur togaraskipstjóri,
um langt árabil.
sem kalla sig „klæðskera hinna
vandlátu”. bað eru Vigfús
Guðbrandsson & Co. Og Haraldur
Orn Sigurðsson til húsa og þar fær
maður föt eftir máli. Sumarleyfin
voru i algleymingi þegar upp á
verkstæðið kom og aðeins ein
saumakona við starf, Katrin
Kristjánsdóttir, en Haraldur örn
var við sniðavinnu frammi.
Þegar ég spurði hvað föt kost-
uðu á svona verkstæðum svaraði
Haraldur þvi til, að verðið væri
svona frá tæpum 30 þúsundum og
upp úr. Verðið rokkar til eftir
gæðum efnanna.
Hvort það væru þá ekki aðal-
lega rikisbubbar og stórkarlar
sem fengju sér föt á svona pris-
um? Ekki öldungis. Það væru
menn úr öllum þjóðfélagsstigum.
Einu sinni verslaði verslun Geirs
Zoega með matvörur. Ég man
einna helst eftir kexkökum sem
seldar voru i stykkjatali, brúnar
eða hvitar, eftir þvi hvort um
varð að ræða súkkulaði- eða
vanillubragð. Nú verslar Geir
ZoBga með glervörur og kristal.
Gamla timburinnréttingin farin
veg allrar veraldar en i stað
hennar komnar glerhillur á
málmprófilum, þar sem á tróna
glervörur og postulinsfigúrur.
Innan við afgreiðsluborðið
stendur Kristin Ingvadóttir og
aðstoðar leitandi viðskiptavini i
vali á svoddan finheitum nú-
timans i stað þess að selja manni
súkkulaðikex á krónu stykkið.
Við göngum lengra. Á báðar
hendur eru hlýleg, gömul hús. Á
einstaka húsi hefur augnstungu-
aðferðin verið notuð til að
„endurbæta” gamlan svip, ann-
ars staðar hefur bárujárnið verið
rifið utan af, en reynt að halda
gamla svipnum með timbur-
klæðningum sem iðulega eru i
æpandi mótsögn við húsin i kring.
Endurbæturnar virka þá eins og
skopstæling. En flest eru húsin
með upprunalega laginu á glugg-
um og þakskeggi.
i litlu húsi að Vesturgötu 48 er
rakarastofa. Þar sat Hallfreður
Helgi Halldórsson, ungur og patt-
aralegur snáði, og var hinn stillt-
asti meöan Hörður Þórarinsson
eigandi stofunnar klippti hann og
snurfusaði.
En krakkarnir á gæsluvellinum
við Vesturgötu, eins og róluvöll-
urinn þarna vesturfrá heitir réttu
nafni, höfðu ekki áhyggjur af hár-
vexti eða öðru snurufsi, Leiktæk-
in áttu hug þeirra allan. Þau vildu
ólm láta taka af sér myndir og
röðuðu sér fúslega á tækin til að
gefa myndasmiðnum sem fjöl-
breytilegust mótif.
Vestast við götuna eru Selbúðir.
Þær eru eign borgarinnar. Þetta
eru án nokkurs efa ljótustu húsin
við Vesturgötu. Ekki i stil eða
Framhald á bls. 18
i ævisögum gamalla reyk-
víkinga er undantekningalítið
talið þeim til gildis ef þeir
hafa alist upp vestan lækjar,
; eru vesturbæingar eins og
| það er kallað, með talsverðu
I stolti. Það gefur því auga leið
að í vesturbænum hljóta að
vera ótalmargar stórmerkar
götur, mörg stórmerk hús.
Því var það að þegar neðan-
skráðum var faliö að vinna
myndagrein um einhverja
götu i Reykjavík þá ákvað
hann að fara í vesturbæinn.
Þótt fæddur sé austan lækjar
og þeim megin uppalinn að
auki. Sem sannur þing-
hyltingur heldur höfundur því
þó staðfastlega fram að í
Þingholtunum séu sist
ómerkari götur en í vestur-
bænum, og kann að vera að
þeim verði gerð skil siðar.
MYNDIR OG
TÉXTI HM
Haraldur örn var frammi við að
smiða, en Katrin Kristjánsdóttir
sat við sauma inni á verkstæðinu.
Vesturgatan hefur ekki látið
svo tiltakanlega á sjá i timanna
rás. Endurbyggingar húsa hafa
þar verið tiltölulega hóflegar.
Þegar gengið er eftir götunni eru
á báðar hendur skemmtileg hús
með litlu millibili, frá Hafnar-
strætishorninu og allt vestur i
Selsvör. Háreist hús með út-
skornum burstum og gluggaum-
gjörðum, bárujárnsklædd. Lág-
reist hús, einföld i sniði. 011 með
persónuleika sem er svo einkenn-
andi fyrir húsbyggingar siðan
fyrir steypu. Persónuleika sem
reglustriku- og steinkassaaðferð-
in hefur svipt siðari tima hús-
byggingar.
Þessi hús eiga sér sögu. í þeim
hefur verið skráð að miklu leyti
lifssaga borgarinnar, atvinnu-
greina hennar og ibúanna. Þarna
hafa gengið um götur verkamenn
og burgeisar, skipstjórar og
hásetar hafa flýtt för sinni eftir
þessari götu niður i Gröfina til
róðra. Og i litlu húsi þar sem nú
versla Silli og Valdi var stofnað
fyrsta félag sósialista á landinu. I
nr. 29 bjó óttó N. Þorláksson og
heim til hans komu menn i janúar
1917 til að stofna fyrsta félag,
sósialista á Islandi. Og i þvi sama
húsi var nokkurs konar her-
stjórnaraðsetur fylgismanna
Ólafs Friörikssonar þegar slag-
urinn um rússneska drenginn fór
fram.
En neðar við Vesturgötuna, nr.
4., er Verslun Björns Kristjáns-
sonar og þar fyrir ofan eru menn
Þetta látiausa og faiiega hús stendur rétt vestan Ægisgötu. Glöggt dæmi um kyrrlátan þokka I
húsbyggingum fyrri tíma. Vcsturgata 29.1 þessu húsi var fyrsti félagsskapur sósiaiista stofnaður árið 1917.
Þetta hús kúrir aö baki Selbúðanna, vestast við Vesturgötu.
Hér sést glögglega hvernig þrengt er að gömlum húsum i Reykjavik.
Aðeins nokkurra sentimetra bil milli húsgafla.