Þjóðviljinn - 31.08.1975, Qupperneq 16
16 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 31. ágúst 1975.
Umsjón: Þórunn Sigurðardóttir
„Laghentur
maður óskast”
Kona hringdi i okkur á dögun-
um og bað okkur að koma eftir-
farandi á framfæri. „Hvernig
stendur á þvi að á öllum þessum
fjölda trésmiðafyrirtækja virð-
ist ekki hægt að fá nokkurn
mann til þess að taka að sér
smáviðgerðir á heimili. Við
hjönin erum heldur óhöndug við
viðgerðir, en þurfum nauðsyn-
lega að fá gert við glugga, sem
sifellt lemst i og er að verða ó-
nýtur. Ekkert fyrirtæki virðist
vera til, sem sendir viðgerðar-
mann fyrir svoleiðis
„smotteri”. Ég óska eftir raun-
verulegri „heimilisþjónustu”
þar sem hægt er áð fá menn i
smáviðgerðir, hvort sem heldur
er á sviði trésmiði, pipulagna
eða annarra iðngreina.”
Hollur og ódýr
morgunmatur
Muesli er svissneskur réttur,
sem samanstendur m.a. af
haframjöli, heilhveiti, malti,
hnetum, rúsinum og etv. fleiri
tegundum þurrkaðra ávaxta.
Þetta er þvi bæði hollur og
bragðgóður morgunverður með
mjólk út á, en óneitanlega nokk-
uð dýr. Co-op fyrirtækið breska
framleiðir þó muesii sem er
bæði ódýrt og bragðgott. Ennþá
er hægt að fá það hérágömlu
verði bæði hjá Sláturfélaginu og
i nokkrum Kron-búðum á aðeins
155 krónur, en nýja verðið er 210
krónur pakkinn. Þetta er býsna
drjúgt, þvi ekki þarf nema litið
af þvi. Ýmsar aðrar tegundir af
muesli kosta fleiri hundruð
krónur pakkinn.
VÖRUSYNINGIN í
LAUGARDAL:
Betri verö-
merkingar
æskilegar
Við ætlum að fjalla um
alþjððlegu vörusýninguna í
Laugardalshöllinni i dag,
og munum þá einkum
beina athyglinni að þeim
vörum sem beinlínis snerta
almenning, þ.e. ýmsar
heimilisvörur.
Nokkur orð
um sýninguna.
Vörusýningar og þá ekki sist
heimilissýningar, eins og siðasta
sýning var, geta haft mikla þýð-
ingu fyrir hinn almenna neyt-
anda. Þar fær hann á einum stað
góða yfirsýn yfir ýmsar neyslu-
vörur, hann fær upplýsingar og
samanburð sem ætti að gera hann
að athugulli kaupanda. Að sjálf-
sögðu er sama að segja um ýmsar
sérvörur sem eiga erindi til fyrir-
tækja og atvinnurekenda. Við
munum einkum fjalla um slikar
sýningar frá sjónarhóli hins al-
menna neytenda, sem ekki er að
leita að vélum, eða einhverskonar
sérfræðilegum vörum. Það er
heldur ekki óeðlilegt að almenn-
ingur geri nokkrar kröfur, þar
sem þeir sem auglýsa sýninguna i
heiid, beina athygli sinni fyrst og
fremst að honum.
Þærkröfur sem neytendur gera
til slikra sýninga eru án efá
margar, og við munum nefna
nokkrar þeirra. t fyrsta lagi ætti
að verðmerkja allar vörur, þann-
ig að þeir sem skoða sýninguna
geti séð verðið. Það tekur allt of
langan tima að spyrja um verðið i
öllum básunum.
Á siðustu sýningu minnist ég
þess að'nokkuð skorti á að fólk i
básunum gæti gefið fullnægjandi
upplýsingar um vörurnar sem
þar voru á boðstólnum. Þetta hef-
ur breyst til batnaðar; þótt ekki
hafi allir getað svarað fyrir allt
sem i þeirra bás var að þessu
sinni.
Þá á fólk að geta skoðað vöruna
gaumgæfilega, enda er svo i
mörgum básunum. En sums stað-
ar, t.d. þar sem flikur eða vefnað-
arvara er sýnd, eru aðeins sýn-
ingargluggar og fólk getur ekki
fengið að þreifa á vörunni, eða
skoðað hana rækilega.
Það er enginn vafi á þvi að slik
kynning væri mun æskilegri fyrir
fyrirtækin sjálf, auk þess sem það
ætti að vera krafa þeirra, sem
hafa greitt sig inn á sýninguna.
Það ber dálitiö á þvi, að i bás-
ana séu settir hlutir, sem alls ekki
eru til sölu i versluninni. Ef vör-
urnar væru allar verðmerktar,
gæti fólk gert sér grein fyrir
þessu, en án verðmerkinga eru
þetta vafasamar auglýsingar, þvi
oft eru það einmitt skemmtileg-
ustu hlutirnir sem alls ekki eru til
sölu. „Þetta er bara gert fyrir
sýninguna”, var sagt i tveimur
básum, þegar spurt var um verð
ákveðinna hluta.
Þá ber einnig nokkuð á þvi að
sett séu upp stærri „sérsmiðuð”
verk i sama tilgangi, sem gefa
sýningunni oft spennandi blæ og
eru forvitnileg fyrir gestina, þótt
þau séu fyrst og fremstjcynning.
Mikið er lagt upp úr útíiti bás-
anna, þeir eru flestir skemmti-
lega uppsettir og fallegir, en
skýringartextar á veggjum og
verð er það sem fyrst og fremst
vantar.
Það má svo endalaust deila um
gæði þess sem sýnt er, efn við ætl-
um að nefna nokkur atriði af sýn-
ingunni,sem vöktu athygli okkar.
Vörumarkaðurinn sýnir þarna
mikið úrval af húsgögnum og eid-
húsinnréttingum — yfirleitt mjög
skemmtileg húsgögn á góðu
verði. Eldhúsinnréttingar þeirra
(sem einnig eru seldar i Innrétt-
ingavali) eru mjög skemmtilegar
og margar gerðirnar ódýrar, (160
þús. til 340 þús. i meðaleldhús).
Einnig var Stáliðjan með
skemmtileg skrifstofuhúsgögn og
Stilhúsgögn sýndu þarna mjög
hentuga samstæðu i barnaher-
bergi, fataskápa, hillur, skrifborð
og stóla úr bæsuðum spónaplöt-
um. Verðið á þessum húsgögnum
er mjög gott, en sérstaka athygli
vakti „kubbur” sem tilvalinn er
sem barnaherbergishúsgagn,
stóll og borð i senn og kostar 4.900
krónur.
Þeir sem eru i húsbyggingum
eða slikum hugleiðingum sjá
þarna ýmislegt, t.d. margar
gerðir af eldhúsfnnréttingum,
teppum, gluggatjöldum og jafn-
vel heil hús. Pilugluggatjöld sýna
þarna margar fallegar gerðir af
rúllugluggat jöldum . Einnig er
sýnt fallegt parket á gólf og er
verðið frá 3330 (fullunnið eikar-
parket). Það er Egjll Árnason
sem sýnir parketið, en gerðirnar
eru fjöldamargar. Eldavélar og
eldhúsáhöld eru þarna i mörgum
básum, en nú framleiðir t.d.
Rafha eldavélar i sex litum og af
fimm gerðum. Rafha er eitt af fá-
um fyrirtækjum sem hefur verð-
merkt sinar vörur.
Af ýmsum nýjungum á sýning-
unni má nefna að i einum básnum
er spilað á hljóðfæri, i öðrum er
hægt að fá snyrtingu og i þeim
þriðja er hægt að leggja sig ofan i
„vatnsrúm” og að sjálfsögðu er
vatnið islenskt eins og rúmið
sjálft. Sum fyrirtæki gefa fóiki að
bragða á vörum sinum, t.d. Sól.
h.f. (ávaxtasafa) og var það vel
þegið er ég sá sýninguna, þar sem
mikill hiti var i aðalsalhum.
jsf; : * 1
I
Cr sýningarbás Vörumarkaðarins.
Húsgögn úr bæsuðum spónaplötum frá Stilhúsgögnum.
Leiktækin vöktu verðskuidaða athygli barnanna, en hvaö kosta þau?
Þýska heilbrigðissýningin gef-
ur allri sýningunni mikið gildi, en
þar eru ýmsar hagnýtar upplýs-
ingar fyrir almenning.
Á útisvæðinu vakti islenski
sumarbústaðurinn frá Hamra-
nesi mikla athygli, enda sérlega
fallegur og þar fékk maður af-
hentan verðlista með upplýsinga-
bæklingi um húsin.
Börnin á sýningunni höfðu
mestan áhuga á leiktækjunum frá
Form i Bankastræti 11, sem voru
mjög skemmtileg. Hinsvegar
vantaði upplýsingar um verð
þeirra og enginn var þar að gefa
upplýsingar á meðan ég skoðaði
þau. Þessi leiktæki gáfu sýning-
unni einnig aukið gildi.enda nauð-
synlegt að börnin fái einhvers
staðar tækifæri til þess að leika
sér á þessu stóra svæði.