Þjóðviljinn - 31.08.1975, Qupperneq 18
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINNSunnudagur 31. ágúst 1975.
Alþýðubandalagið
Alþýðubandalagið Vestfjörðum
Ragnar
Kjartan
Aðalfundur kjördæmisráðs
Alþýðubandalagsins i
Vestf jarðakjördæmi verður
haldinn i félagsheimilinu Suður-
eyri Súgandafirði dagana 6. og 7.
september n.k.
Fundurinn hefst laugardaginn
6. september kl. 2 eftir hádegi.
Ragnar Arnalds, formaður
Alþýðubandalagsins, og Kjartan
Ólafsson, ritstjóri Þjóðviljans,
koma á fundinn. Dagskrá nánar
auglýst siðar.
Stjórn Kjördæmisráðs Alþýðu-
bandaiagsins á Vestjörðum.
LEÐURVINNA
Leðuriðjuna vantar
laghent starfsfólk, vant
ATSON UMBOÐIÐ
Frá
Tónlistarskólanum
í Reykjavík
Tónlistarskólinn i Reykjavik tekur til
starfa i byrjun október. Umsóknarfrestur
um skólavist er til 10. september og eru
umsóknareyðublöð afhent i hljóðfæra-
verslun Poul Bemburg, Vitastig 10.
Upplýsingar um nám og inntökuskilyrði
eru gefnar á skrifstofu skólans. Inntöku-
próf verða sem hér segir:
— i tónmenntarkennaradeild, fimmtudag-
inn 25. september kl. 2*
— i undirbúningsdeild kennaradeilda
sama dag kl. 5 siðdegis.
— i pianódeild föbtudaginn 26. september
kl. 2»
— í allar aðrar deildir sama dag kl. 5 sið-
degis.
Skólastjóri
MÁLASKÓLINN
MÍMIR
Lifandi tungumálakennsla. Mikið
um nýjungar. Kvöldnámskeið fyrir
fullorðna. Samtalsflokkar hjá Eng-
lendingum. Léttari þýska. Norður-
landamálin. Suðurlandamálin.
Hinn vinsæli Enskuskóli barnanna.
Unglingum hjálpað fyrir próf.
Einkaritaraskólinn.
Sími 10004 og 11109
(kl. 1-7 e.h.)
Skrifstofustarf
Borgarneshreppur óskar aö ráöa konu til skrifstofustarfa.
Helstu verkefni: gjaldkerastörf, færsla i bókhaldsvél, vél-
ritun o.fl. Umsóknir um starfið þurfa að berast skrifstofu
Borgarneshrepps fyrir 5. sept. nk. Allar nánari upplýsing-
ar gefur undirritaður I sima 93-7207 Borgarnesi.
Sveitarstjórinn.
Sveitakonur
Framhald af bls. 2.
fjarstæða, þvi að margar hverjar
skila mjög miklu starfi við búið.
Greinilega er þvi þörf á alls-
herjarúttekt á störfum konunnar i
sveit og þeim vandamálum, sem
við henni blasa. Slik úttekt gæti
legið til grundvallar fyrir skipu-
lögðum umbótum á starfslegri og
félagslegri aðstöðu konunnar I
sveit. Slik könnun mundi einnig
hafa þvi hlutverki aö gegna að
veita fræðslu um aðstöðu henn-
ar”.
Félagsbú lausnin?
Eitt af þvi sem þeir bændastétt-
arsambandsmenn Gunnar Guð-
bjartsson og Agnar Guðnason
töldu koma i veg fyrir að konur
gengju i búnaðarfélögin var að
samkvæmt lögum þeirra mætti
aldrei vera nema eitt atkvæði frá
hverju býli, nema þar sem um fé-
lagsbýli væri að ræða. Þeir álitu
að ekkert ætti að vera þvi til
fyrirstöðu, að hjón rækju saman
félagsbýli, en treystu sér þó ekki
til að svara, hvernig það kæmi út
fyrir hjónin fjárhagslega, m.a.
varðandi skatta og annað slikt.
En einsog dæmin sanna nýtast
illa þau réttindi sem hafa mikla
fjárhagslega röskun i för með sér,
samanber þá staðreynd, að öll
hjón i landinu hafa rétt til að telja
hvort um sig fram til skatts, en
aðeinsum hálfthundraðgerir það
i reynd, að sjálfsögöu vegna þess,
að yfirleitt kemur það verr út
fjárhagslega.
Þá vantar einnig enn algerlega
lagalega skilgreiningu á félags-
búi, benti Gunnar á. Lög varðandi
félagsbú voru til undirbúnings
undir vinstri stjórn, en það verk
hefur siðan veriö látið niður falla.
Þess má geta að lokum, að
langt er frá þvi, að það mundi
fjölga um alltaö helming i bænda-
samtökunum ef niðurstaða aðal-
fundar stéttarsambandsins verð-
ur sú að veita bændakonunum
viðurkenningu starfs sins og að-
gang að búnaðarfélögunum. Að
þvl er Gunnar sagöi eru uppundir
40% bænda ógiftir (hann gleymdi
sér að visu og sagði ójkvæntir,
þrátt fyrir þessar 100 sem áður
var getið) og þótt sumt af þeirri
tölu megi rekja til hinnar við-
frægu óvigðu Islensku sambúðar
er hér áreiðanlega um að ræða
landsmet I einni og sömu atvinnu-
stétt.
—vh
Vesturgata
Framhald af bls. l'l
efniviöi. E viðhald þessara húsa
er slíkt, aö borginni er til stór-
vansa. Ekki hefur verið hirt um
að mála þau eða snyrta, enda eru
ryðskellur um alla veggi og
málningin flögnuð af á stórum
köflum. Fegrunarnefnd Reykja-
vlkurborgar ætti að lauma þvi að
eiganda húsanna að þau séu engin
sérstök umhverfisprýði- eða láta
snyrta þau á kostnaö hans, ef hún
hefur vald til. Sennilega hefur
hún ekki vald til þess. Hún veitir
vlst bara verðlaun.
Handan götunnar eru einnig
hús sem áður var iverustaður
þeirra sem áttu húsnæði sitt undir
bænum. Það var kallað
Jerúsalem manna á meðal, en
annað nafn man ég ekki eftir að
hafa heyrt. Nú er hætt að búa
þarna og prtið sem áður var leik-
vangur barna er nú fullt af
timbri.
—hm
Nei, það kemur ekki til greina góöi aö ég gifti dóttur mina
manni sem enga konu á fyrir.
USIS
Framhald af 5. siðu.
þjóðernissinnuö og afstaða hvers
af borgaraflokkunum sem vera
skal. (Hér er vitnað sérstaklega
til landhelgismálsins neðan-
máls). Reyndar hafa
kommúnistar nokkra ástæðu til
að kalla sig hina ,,sönnu þjóðenis-
sinna” i landinu, þótt þeir um leið
bæti enn stöðu slna með þvl að
leggja áherslu á meira efnahags-
legt jafnrétti og félagslegt rétt-
læti. 1 stuttu máli sagt, þá er það
ekki útbreidd skoðun á Islandi —
eins og verið hefur i Danmörku og
Noregi að þvi er varðar
kommúnista þar — aö innlendir
kommúnistar séu annarlegtafl á
nokkurn hátt.
1 ööru lagi hefur blanda af
áframhaldandi klofningi innan is-
lenskrar samfélagsbyggingar og
mjög þjóðernissinnaðrar menn-
ingar eflt mögulegt aðdráttarafl
þjóðernissinnaðs flokks sem um
leið er róttækur. Kommúnistafor-
ingjarnir hafa að sinu leyti reynst
einkarnæmirfyrir þessari blöndu
áhrifavalda með þvi að laga
stefnu sína eftir þeim.
í þriðja lagi —■ og er þetta beint
tengt við það tvennt sem áður var
nefnt — hafa SA-SF og AB haldið
sér utan við hina alþjóðlegu
kommúnistahreyfingu. Reyndar
hefur e.t.v. enginn annar
kommúnistaflokkur I Vestur-
Evrópu fylgt annari eins
einangrunarstefnu og AB. Hann
hefur ekki tekið opinberlega þátt i
neinum alþjóðlegum
kommúnistaráðstefnum, hvorki á
heimsmælikvarða né innan vissra
svæða, og I þeim fáu tilvikum
þegar Islenskir „áheyrnar-
fulltrúar” hafa sýnt sig á sllkum
fundum, þá hefur flokksforystan
siðar orðið að leggja fram itar-
lega réttlætingu þessa ekki aðeins
fyrir óbreytta liðsmenn heldur og
einnig fyrir suma flokks-
foringjana. Ennfremur hafa SA-
SF og AB ávallt lagt áherslu á
hina „þjóðlegu leið” og hafa
hafnað hugmyndinni um eina
miðstöð alþjóðlegs kommúnisma
sem fullkominni fjarstæðu” (Hér
er vitnað til samþykkta AB um
innrásina I Tékkóslóvakiu og
greinar i Þjóðviljanum um þróun
mála I þvl landi og I Sovét-
! rikjunum).
Svart gat
iFramhald af bls. 4.
lega vera tengdar við eðlilegri
stjörnur.
í þeim tilvikum hafa „götin”
| áhrif á þessar stjörnur með hinu
gifurlega þyngdarafli sinu. Þær
breyta brautum systurstjörnu
sinnar, og kannski gleypa þær
hluta af fylgifiskum systranna.
„Svört göt” gleypa nefnilega
allt sem kemur nálægt þeim. Ef
að nágrannastjarna kemur of ná-
lægt endar það með stórslysi.
Þegar „svart gat” gleypir i sig
efni hitnar það i upp I miljónir
gráða. Við það byrjar efniö að
senda frá sér röntgengeisla. Og
það er einmitt þetta sem hefur
gerst upp á siðkastið I stjörnu-
merkinu Orion.
Þvi er það, að þessi tiðindi hafa
vakið svo mikla athygli. Ef menn
nú geta beitt bæöi sjóntækjum og
útvarpsskoðun, þá væru menn
miklu nær um það hvort „svört
göt” eru til eða ekki, og þar með
sýnu betur að sér um gerð heims-
íns.
(Byggt á DN)
Málflutningsskrifstofa
min er flutt i Austurstræti 17, 3. hæð.
Skrifstofutimi kl. 9—17. Nýr simi: 27611.
Ragnar Aðalsteinsson
HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR