Þjóðviljinn - 31.08.1975, Page 19

Þjóðviljinn - 31.08.1975, Page 19
Sunnudagur 31. ágúst 1975. ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 19 Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir Loch Ness ormurinn varð glaður, þegar hann var ávarpaður svona elskulega , en ekki beint að honum flassljósa- blossum með hávaða og köllum. Hann lyfti höfð- inu undur hægt upp úr sjónum og horfði á Ijós- hærðu stúlkuna sem stóð í f jörunni. „Komdu sæll'', sagði Rúna ving jarnlega. ,,Varst það þú sem ég heyrði gráta í kuðungn- um?" Nessí varð svo kát- ur að hann gleymdi að vera feiminn og sagði Rúnu upp alla söguna, hve hann hefði verið fjarskalega einmana í Skotlandi og hvernig hann var kominn alla leið út til (slands til þess að leita að öðru sjóskrimsli. Rúna hlustaði með at- hygli á Nessi og það rif j- aðist upp fyrir henni, að afi hennar hafði sagt henni margar sögur af á- þekku sjóskrímsli sem hélt tihí firði ekki langt frá. ,,Ef þú vilt", sagði hún, ,,þá skal ég fylgja þér á stað þar sem þú gætir kannski hitt vin". ,,Ertu þá ekki hrædd við mig?" spurði Nessí. ,,Nei, ekki vitund", sagði Rúna. ,,Þú ert svo sviphreinn og góð- legur, og ég skil líka vel hvernig það er að vera einmana. Ef þú heldur höfðinu vel upp úr sjón- um get ég hangið um hálsinn á þér og vísað þér leiðina þangað sem afi sagði að skrímslið væri". Augu Nessí Ijómuðu af gleði og hreykni yfir því, að þessi fríða stúlka var ekki hrædd við hann. Rúna tók kuðunginn sinn og klifraði upp um háls- inn á orminum, og svo héldu þau af stað til næsta f jarðar. Þegar þau komu inn I f jarðarmynnið bar Rúna kuðunginn upp að vörunum og kallaði blíðlega: ,,Hó, stóra Skagaf jarðarskrímsli, „Klifraðu upp á bakið á mér”, sagði örninn, „og ég skal fljúga með þig tii Skotlands”. LOCH NESS SKRÍMSLIÐ HEIMSÆKIR ÍSLAND Ævintýri eftir Joice Laing ANNAR HLUTI sértu þarna enn, þá er kominn vinur frá Skot- landi að finna þig". Hún fékk ekkert svar, og það sást ekki einu sinni gára á sjónum. Rúna kallaði aft- urr en fékk ekkert svar. Nessí varð þungt um hjartað. í þriðja sinn kall- aði Rúna og þá ýfðist sjórinn aðeins og svo kom upp höfuð sem var einna likast trjónu á norrænu víkingaskipi. Þeim Nessí svipaði svo mjög saman, að þeir gátu verið bræður fannst Rúnu. Hún kynnti ormana kurteislega hvorn fyrir öðrum og fljótlega tóku þeir tal saman og fóru að segja hvor öðrum sögur. Rúna sá sér færi að laumast burtu og fara heim, en hún gleymdi ekki að taka með sér töf rakuðunginn. Þegar Rúna kom heim flýtti hún sér inn í her- bergið sitt og Íét kuðung- inn í gamlan kistil sem amma hennar hafði gef ið henni til að geyma i dótið sitt. Kistillinn var fallega útskorinn og það var hægt að læsa honum með stór- um járnlykli. Daginn eft- ir þegar Rúna vaknaði mundi hún eftir sjó- skrímslunum og velti því fyrir sér hvernig færi á með þeim. Hún tók lykil- inn undan koddanum sín- um, opnaði kistilinn og tók upp töfrakuðunginn og hlustaði. Rúna brosti því hún heyrði að orm- arnir voru enn að þylja sögur. ,,Góðan daginn", sagði Rúna I kuðunginn og þeir buðu henni líka góðan dag og þökkuðu henni fyrir að hafa komið þeim saman. Á hverjum morgni þegar Rúna vaknaði gat hún tekið lykilinn undan koddanum, opnað kistil- inn, tekið upp kuðunginn og talað við ormana. Og á hverjum degi heyrði hún að þeir þuldu enn sögur og skiptust á bókum. Svo dag nokkurn þegar komið var fram á vetur og orðið kalt tók Rúna lykilinn undan koddanum, opnaði kistilinn og talaði við skrímslin eins og venju- lega, en þá var Loch Ness skrímslið dapurt, því það sagðist þurfa að vera komið til Skotlands fyrir gamlárskvöld, því það var þó alltént skoskt og átti heima þar, svo var því lika orðið hálf kalt. Rúnu þótti leiðinlegt að þurfa að kveðja Nessí, en hún óskaði honum góðrar ferðar og sagðist mundu heilsa upp á hann, ef hún kæmist einhvern tíma til Skotlands. Margir mánuðir liðu og Rúna var næstum búin að gleyma skrimslunum. Amma hennar var að taka til I húsinu og rakst þá á kistilinn. ,,Hvað geymirðu í kistlinum þín- um?" spurði hún. ,,Það er bara bobbi í skeljasafnið mitt", svaraði Rúna fljótmælt, því henni datt ekki í hug að neinn tryði á töfrakuðunginn. Nú orðið efaðist jafnvel hún sjálf um að þetta gæti verið satt. Um kvöldið tók hún lykilinn undan koddanum opnaði kistilinn og tók upp kuðunginn. Um leið og hún lagði hann að eyr- anu heyrði hún lágan ekka alveg eins og hún hafði heyrt fyrir löngu siðan I f jörunni. ,,Nessí", kallaði hún. ,,Ertu kom- inn aftur til Skagafjarð- ar?" ,, Ég er ennþá i Loch Ness", stundi Nessí. ,,Ég er svo einmana, en ég lof- aði skotum því að ég skyldi ekki fara burtu aftur. Bara að ég gæti taiað við vin minn i Skagaf irði". Rúna lofaði að reyna að hjálpa honum. Um nótt- ina kom Rúnu ráð í hug. Á miðnætti þegar var orðið koldimmt læddist hún út úr húsinu og klifraði upp á háan klett með kuðung- inn í hendinni. Þegar hún var komin upp á efsta stallinn bar hún kuðung- inn upp að vörunum og kallaði: ,,Örn norðursins, komdu og hjálpaðu mér". Það var mikill vængsúgur þegar stór örn renndi sér niður úr loftinu. Örninn hlustaði á Rúnu, en hafði litla samúð með sjó- skrímslunum sem honum þóttu heldur vitgrönn, samt sem áður vildi hann hjálpa henni, því hann var raunar leynilega skotinn í henni. ,,Klifraðu upp á bakið á mér og ég skal fljúga með þig til Skotlands". Hann rak upp . tröllahlátur og Rúna, sem hélt á kuðungnum i hend- inni, vafði handleggjun- um um hálsinn á honum og svo Hugu þau af stað. Framhald í næsta blaði. SÓTSVÖRT Saga fyrir börn, eftir Pétur Ellertsson Einu sinni var lítil prins- essa sem hét Sótsvört. Hún var svo róttæk í hugsun og framkomu að mömmu hennar, sem var argasta íhaldskerling, varð ætið um og ó er Sót- svört spókaði sig um á rauðu sokkunum sínum. Svo datt móðurinni ráð í hug að senda Sótsvörtu út I skóg og láta hana deyja úr sulti. Hún létkvamkvæma þetta ráðabrugg sitt, en Sót- svört kynntist sjö dverg- um I skóginum og æsti þá upp þangað til þeir fóru að predika yfir dýr- unum. Áður en vika var liðin barst sú frétt til hirðarinnar að öll kven- kyns dýr I skóginum gengju í rauðum sokkum, fyrir utan fiskafrúrnar sem þóttust allt of fínar til þess að leggja lag sitt við landdýr, fyrir utan ýmsar skötur sem urðu að heyra allar hneykslis- sögurnar úr skóginum. Og allt þetta endaði með því að þau ráku drottninguna frá völdum, breyttu konungsríkinu I lýðveldi og kusu Sót- svörtu forseta og dverg- ana sjö í ríkisstjórn, létu fengið falla juku launa- jöfnuð. En móðir Sót- svartrar dó í útlegð. Pétur Ellertsson, 13ára (Myndin sýnir drottning- una þegar hún kemur að Sótsvörtu lesandi rauð- sokkablað og rit Maós. Myndina teiknaði Sif Gunnarsdóttir, 10 ára).

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.