Þjóðviljinn - 27.09.1975, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 27.09.1975, Blaðsíða 1
Laugardagur 27. september 1975—40. árg. — 219. tbl. Þórarinn Þórarinsson: Brot í anda samkomu- lagsins Ef kanasjónvarpið er farið að sjást og ameríkönum fjölgar Í byggð — Þessi þróun er auövitaö i al- gjörri andstööu viö þaö sem gert var ráö fyrir aö yröi þegar sam- komulag var gert viö amrikana um aö loka sjónvarpinu, sagöi Þórarinn Þórarinsson, formaöur útvarpsráös, er Þjóöviljinn spuröi hann álits á þeirri þróun, að hersjónvarpiö skuli vera fariö aö sjást í byggöum á Suðurnesj- um eftir „lokun” þess. Þá sagöi Þórarinn Þórarinsson, formaður utanrfkismálanefndar alþingis, að sú nefnd hefði ekki afskipti af málum, sem vörðuðu dvöl herliðsins i landinu. Formaður þingflokks Fram- sóknarflokksins, Þórarinn Þórarinsson, sagði, að sú þróun i búsetumálum hermanna, að þeir sæktu i rikara mæli i byggðir á Suðurnesjum, ef rétt væri, sem hann þó þorði ekki að fullyrða neitt um, væri andstætt þvi sam- komulagi, sem gert var á siðasta ári og brot á anda þess samnings. Framhald á bls. 10 Fjórir fundarboðenda: Fr. v. Magnús Torfl ólafsson, Gils Guömunds son, Finnur Torfi Hjörleifsson og Einar Bragi. Sjálfstœðisflokkurinn i borgarstjórn: Hleypur frá rannsókninni Sendir málið til saksóknara Þrátt fyrir það að fyrir borgar- ráösfundi iægi i gær að samkomu- lag næðist um sex manna rann- sóknarnefnd i Ármannsfellsmál- inu ákvað meirihluti sjálfstæöis- manna að hlaupa frá fyrri sam- þykkt um nefndarskipunina og hætta við hana. Fulltrúar minni- hiutans mótmæltu þessu og bentu á aö rannsókn borgarráðs hefði getað náð til miklu fleiri ámælis- verðra atriða i Ármannsfellsmál- inu en þeirra, sem teljast beinlin- is saknæm. Sigurjón Pétursson geröi eftir- farandi bókun á fundinum: ,,Ég tel að þrátt fyrir að óskað hafi verið rannsóknar saksóknara á þvi hvort saknæmt atferli hafi átt sér stað við úthlutun lóðar til Armannsfells h.f. á horni Hæðar- garðs og Grensásvegar þá eigi borgarráð engu að siður að kjósa sérstaka rannsóknarnefnd til þess að rannsaka það mál niður I kjölinn. Astæður fyrir þvi eru eft- irfarandi: 1. Grunur leikur á að óeðlilega hafi verið staðið að skipulagningu 'svæðisins og stangast þar á full- yrðingar: a) Var arkitekt Ar- mannsfells ráðinn til skipulags- deildar sem tæknilegur ráðunaut- ur við skipulag svæðisins? b) Hafði Albert Guðmundsson for- göngu um að hann var ráðinn? c) Er eðlilegt að skipulagshugmynd sem unnið hefur verið að hjá skipulagsdeild borgarinnar undir stjórn skipulagsstjóra berist með lóðaumsókn til borgarráðs? 2. Nauðsynlegt er að kanna, hvort samhengi sé á milli fjár- framlaga til Sjálfstæðisflokksins og lóðaúthlutana hjá borginni. 3. Ástæða er til að athuga hvort Ármannsfell h.f. hefur notið ó- eðlilegra kjara hjá borginni vegna þeirra verka sem þeir eru verktakar að. Ofangreind atriði gætu við rannsókn bent til þess að óeðli- lega hafi verið staðið að málum þótt þau verði ekki talin saknæm samkvæmt lögum. Ég harma það að Sjálfstæðisflokkurinn skuli beita meirihluta sinum i borgar- ráði til að koma i veg fyrir að framfylgt verði áðurgerðri ein- róma samþykkt borgarráðs um að skipa nefnd til þess að rann- saka málið til hlitar.” Nœr- demokrati— hvaðerþað? Sjá opnu Hersetan og sjálfstæðið á ráðstefnu sem 54 nafngreindir einstaklingar standa að í Stapa eftir hálfan mánuð Um helgina eftir hálfan mánuð efna andstæðingar hersetunnar til ráðstefnu um sjálfstæðismálin í félagsheimilinu að Stapa í Njarðvikum. Fundar- boðendur eru 54 nafn- greindir einstaklingar, og er markmið ráðstefnunnar að efla baráttuna gegn erlendum her og her- stöðvum í landinu. Undirbúningsnefnd boðaði fréttamenn á sinn fund i gærdag og kynnti þeim fyrirkomulag og tilgang ráðstefnunnar. 1 nokkrum inngangsorðum fjallaði Einar Bragi rithöfundur um eðli her- setunnar sem sjálfstæðismáls og þess máls er hefur klofiö islensku þjóðina i tvennt allt frá þvi að ljóst varð að bandarikjamenn hygðust halda hér herstöðvum þrátt fyrir endalok heimsstyrj- aldarinnar. Einar Bragi og aðrir úr undir- búningsnefnd, Gils Guömundsson, Magnús Torfi Ólafsson og Finnur Torfi Hjörleifsson, skýrðu frá til- drögum að þvi fundarboði sem sent hefur verið út og nú er birt opinberlega. Nokkrir menn hófu starf að þvi i sumar að andstæðingar her- setunnar gætu hist, ráðið ráðum sinum og fylkt liði til baráttu gegn herstöðvarstefnunni, en máiiö hefurveriði nokkurri lægð undan- farin tvö misseri. Að frumkvæði þessara manna tóku sig saman 54 einstaklingar og standa að boðun ráðstefnunnar i Stapa. Markmiö Fólki viðs vegar um land hefur þegar verið sent fundarboð þar sem fram kemur það markmið ráðstefnunnar að ræða núverandi stöðu herstöðvamálsins, tengsl þess við önnur sjálfstæðis- og utanrikismál og leiðir til að vinna gegn þvi að erlend herseta á Islandi verði varanleg. Ráðstefnan verður opin öllum þeim sem aðhyllast þetta markmið. Framsaga Fjögur framsöguerindi verða flutt á ráðstefnunni. Gils Guömundssontalar um hersetu á Islandi og baráttu gegn henni (sögulegt yfirlit). Magnús Torfi ólafsson fjallar um hersetu á Islandi i ljósi nýrra viðhorfa á alþjóðavettvangi. ólafur Ragnar Grimsson flytur erindi um áhrif hersetunnar á islenskt atvinnu- og efnahagslif. Fjórða framsögu- erindið verður álit starfshóps sem fyrir ráðstefnuna tekur til meðferðar efnið: hersetan og verkefnin framundan. Fjallað verður um framsögu- erindin i almennum umræðum og nefpdum. Framhald á bls. 10 Bara breskt og bandarískt Allt barnaefni erlent Af 26 dagskrárliðum sjónvarps þessa vikuna eru 16 breskir eöa bandariskir. Af niu framhalds- myndum sem sjónvarpiö sýnir eru 8 brcskar eöa bandariskar. Sjónvarpið sýnir þessa vikuna er- WKisr STÖNVARP lent efni (fyrir utan erl. frétta- efni) f 13 klukkustundir. Þar af fáum við að sjá breskt og banda- riskt cfni i 12 og hálfa klukku- stund. Allt barnaefni sjónvarpsins þessa vikuna er breskt og banda- riskt nema stutt teiknimynd um reyking'ar. Alls sendir sjónvarpið út i 19 klukkustundir þessa viku, 13 kl. erlent efni, 3 klst. fréttir og 3 klst. innlent efni. Innlenda efnið skipt- ist þannig að 25 min. sjáum við is- lenska poppgrúppu syngja á ensku, i 50 min. leika norsk-is- lensk sinfóniuungmenni, i 60 min. eru innl. iþróttir og i tiu minútur er flutt kristileg hugvekja. Þetta er framlag Lista- og skemmti- deildar sjónvarpsins til dagskrár- innar, en fréttadeildin bætir við Kastljósi i 45 min. Bandariskir framhaldsþættir i sjónvarpinu eru tveir, breskir sex, en bandariskir dagskrárliðir alls eru 6 og breskir 10. Og þessa vikuna eru báðar kvikmyndir sjónvarpsins gamlar bandariskar myndir og sjónvarpsleikritið breskt. Þannig er nú komið fyrir is- lenska sjónvarpinu þrátt fyrir gamla samþykkt útvarpsráðs um að efni frá meginlandi Evrópu yrði aukið og margendurteknar áskoranir f jölmargra aðila um að auka islenskt efni i dagskránni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.