Þjóðviljinn - 27.09.1975, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 27.09.1975, Blaðsíða 12
o/omu/m Laugardagur 27. september 1975 Yrkingar í Chile SANTIAGO 26/9 reuter — Herforingjastjórnin i Chile leitar nú dyrum og dyngjum að skáldi sem fékk birt eftir sig tvirætt kvæði i blaði. A yf- irborðinu virtist skáldið vera að hrósa herforingjunum fyrir að steypa sósialistanum Alli- ende af stóli og hreinsa þannig til i landinu, en væru fyrstu stafir hverrar linu lesnir sam- an kom annar boðskapur i ljós: „Morðingjar, harðstjór- ar hersins og bjánar aftur- haldsins”. Núverandi vald- hafar taka þessa lýsingu til sin og vilja nú yfirheyra manninn. En það reynist erfitt að hafa hendur i hári hans, enda var nafnið undir kvæðinu dulnefni. Kaupa krórn áfram WASHINGTON reuter — Meirihluti fulltrúadeildar bandarikjaþings hefur enn á ný sýnt hug sinn til ógnar- stiórnar hvitra manna i Rhódesiu með þvi að veita á- framhaldandi viðskiptum með króm blessun sina. Með 209 at- kvæðum gegn 187 felldi deildin frumvarp sem miðaði að þvi að fella svokallaðan Byrd-við- auka úr gildi, en samkvæmt honum hefur verið leyfilegt að kaup króm frá Rhódesiu þrátt fyrir viðskiptabann Samein- uðu þjóðanna á minnihluta- stjórn Smiths þar i landi. Stuðningsmenn róhdesisku fasistanna rökstuddu króm- innflutninginn með þvi að ella yrðu Bandarikin háð sovét- mönnum og þar með væri öryggið i hættu. Króm er mikilvægasta út- flutningsvara Thódesiu og væru dagar Smith-stjórnar- innar taldir á þeirri stundu sem bandarikjastjórn sneri við henni bakinu. Dómar mildaðir yfir 6 af 11 dauðadæmdum Mótmœlum rignir yfir Franco-Spán úr öllum áttum AAADRID 26/9 reuter — Allar líkur benda til þess að fimm skæruliðar og föðurlandsvinir hafi verið teknir af líf i á Spáni um það bil sem blöðin komast fyrir augu lesenda á morgun. 11 manns biðu aftöku en á síðustu stundu mildaði Franco einræðisherra Spánar dauðadómana yfir 6 þeirra og breytti þeim í fangelsisdóma. Þegar gengið var frá þessari frétt i gærkvöldi hafði Franco enn ráðrúm til að milda dómana yfir hinum 5, en óliklegt var talið að hann mundi gera það. Dauðadómarnir voru staðfestir formlega af rikisstjórn Spánar I gær, og upplýsingaráðherrann neitaði orðrómi um deilur um málið. Þvi hafði verið hvislað að 8 ráðherrar hefðu hótað að segja af sér i mótmælaskyni við dauðadómunum. Mennirnir sem biða dauðans i birtingu i fyrramálið eru: Juan Parades 21 árs og Angel Oteaqui 33ja ára, báðir baskar, Jose Baena Alonso 23ja ára, Ramon Garcia Sanz 27 ára og Jose Luis Sanchez Bravo 21s árs, félagar i Frap, föðurlands- fylkingu býlfingarsinna gegr fasismanum. Meðal þeirra sem Franco mildaði dómana yfir voru tvær stúlkur sem taldar eru vera ófriskar og baskinn Garmendia sem er orðinn andlega vanheill vegna byssukúlu i höfðinu. 011 11 voru sakfelld fyrir að hafa drepið lögregluþjóna fasistastjórnarinnar. AAótmæli Mótmælin hafa dunið í spænskum stjórnvöldum undan- farna daga. Viða um Evrópu hefur verið ráðist á sendiráð Spánar og skrifstofur spænska flugfélagsins. Blöð i grann- rikinu Portúgal hafa mjög veist að rikisstjórn Spánar og i dag átti Antunes utanrikisráðherra Portúgals fund með sendiherra Spánar i Liddabon. Waldheim framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og for- sætisráðherra Lúxemborgar Tveir baskar: Til vinstri Garmendia sem lifir við örkuml vegna skotsára og ekki verður tekinn af iifi, til hægri Oteaqui sem biður dauðans án nokk- urrar vonar um náðun. Gaston Thorn sem er forseti allsherjarþingsins sendu harð- orð mótmæli i dag til Francos. Alþjóðasamband frjálsra verkalýðsfélaga varaði spán- verja við þvi að i hönd mundu fara vaxandi órói meðal verka- lýðsins á Spáni ef úr aftökunum yrði. Alþjóðasamband jafnaðarmanna mótmælti einnig. Efnahagsbandalagið sendi mótmælaskjal sem sagt var að væri eins harðort og mögulegt er, en Spánverjar hafa hug á þvi að tengjast bandalaginu. Fjölmargar rikisstjórnii hafa látið i ljós andúð á aftökunum. Ráðstefna bátasjómanna hefst i dag: Uppsögn samninga — Ég tel víst að uppsögn kjarasamninga, sem gilda til næstu áramóta og mót- un á þeim kröfum sem við munum fara fram á verði helstu mál þeirrar ráð- stefnu félaga, sem aðild eiga að bátakjarasamning- unum, sem hefst á skrif- stofu Sjómannasambands islands í dag kl. 14, sagði Jón Sigurðsson formaður og mótun á þeim kjarabótum sem við munum fara fram á aðalmálin, sagði Jón Sigurðsson form. sjómannasambandsins Sjómannasambands is- lands er við höfðum sam- band við hann í gær. — Þá munum við einnig yfir- fara þá samninga sem siðast voru gerðir, með það fyrir augum að fá Bandarikin: 200 mílna fiskveiðilögsaga WASHINGTON 25/9 reuter ur fallist á frumvarp sem sögu út að 200 mílum frá — Viðskiptanefnd öldunga- ætlað er að veita banda- ströndum. ráðs bandaríkjaþings hef- ríkjastjórn fiskveiðilög- Framhaid & bis. ío Dauðadómarnir á Spáni Mótmæli á Lækjartorgi I dag kl. 11 fyrir hádegi verður haldinn útifundur á Lækjartorgi til þess að mótmæla dauðadómun- um yfir spænsku frelsis- hetjunum. Fundarboð- endur hafa sent frá sér eftirfarandi fundarboð: Fasistastjórn Francos á Spáni herðir nú tökin á alþýðunni. Hundruðir frelsisunnandi spán- verja — kommúnistar, baskar og aðrir lýðræðissinnar — sitja i dýflissum falangistanna og biða dóms eða afplána hann. Nú standa yfir réttarhöld ’ýlir meðlimum spænsku andfasista- samtakanna F.R.A.P. og meðlimum baskisku þjóðfrels- issamtakanna E.T.A. 11 manneskjur hafa þegar verið dæmdar til dauða og enn fleiri biða dauðadóms. Meðal þeirra sem dæmdir hafa verið til dauða eru tvær kornungar konur, báðar barnshafandi. Ýmis andfasisk frelsissamtök á Spáni hafa beint þeirri beiðni til lýðræðissinna og andfasista um allan heim, að þeir hunsi sólarferðir til Spánar, þvi að tekjur franco-fasistanna koma að stórum hluta frá ferða- mannastraumnum. Við styðjum þessa beiðni og hvetjum alla is- lenska frelsis- og lýðræðisunn- endur til þess að hunsa sólar- ferðir til Spánar. Pólitiskar fangelsanir, pynt- ingar, réttarmorð á spænskum lýðræðissinnum og ofsóknir gegn baskisku frelsishetjunum eru allt saman brot á mannrétt- indastefnuskrá Sameinuðu þjóðanna. Við krefjumst þess, að islenska rikisstjórnin mót- mæli grimmdarverkum spænsku fasistanna opinber- lega. Kröfur okkar eru þessar: Látið lausa alla pólitiska fanga strax — afnemið dauða- dómana! Fullur stuðningur við andfas- iska baráttu spænskrar alþýðu! Undirrituð samtök hvetja is- lenska alþýðu til að sýna and- stöðu sina við grimmdarverk fasismans á Spáni og taka þátt i mótmælaaðgerðum, sem fram munu fara á Lækjartorgi kl. 11.00 á laugardag 27/9 , Kommúnistasamtökin, Alþýóu- bandalagið i Rvk. Eik m-1, M.F.I.K., Fylkingin, StNE, SHt, VERÐANDI. Ennfremur hafa eftirfarandi aðilar lýst yfir stuðningi við fundinn og kröfur hans: Alþýðubandalagið Akureyri, Stjörn Verkalýðsfélagsins Raufarhöfn, Kristján Ásgeirs- son, formaður Verkalýðsfélags- ins Húsavík, Hópur fylkingarfé- laga á Akureyri, Byltingarsinn- aðir marxistar Akureyri, Jón Asgeirsson, formaður Alþýðu- sambands Norðurlands, Aðal- heiður Arnadóttir, formaður Verkakvennafélagsins Sauðár- króki, Verkalýðsfélagið Baldur á tsafirði og formenn vcrka- lýðsfélaga i Vestmannaeyjum og á Siglufirði. Jón Sigurðsson. lagfært orðalag á ýmsum grein- um hans. — Mér þykir liklegt, að við verðum með færri kröfur nú en siðast, en leggjum þess meiri á- herslu á kaupkröfurnar, sagði Jón. Hann taldi liklegt, að það yrðu um 20 menn sem sætu þessa ráð- stefnu. Annars veröa kröfurnar ekki endanlega mótaðar á þessari ráðstefnu, þar sem enn er rúmur mánuður þar til segja þarf upp gildandi samningum. —S.dór Blaða- burður Þjóðviljinn óskar eftir blað- berum i eftirtalin hverfi: Seltjarnarnes Tómasarhaga Kvisthaga Brúnir Álfheima Sogamýri Vinsamlegast hafið samband við afgreiðsluna sími 17500 ÞJÓÐVILJINN I Sendlar Sendlar óskast fyrir há- degi eða allan daginn. Þurfa að hafa reiðhjól eða vélhjól. ÞJÓÐVILJINN sin\. 17500. Kópavogur Blaðberar óskast -víðsvegar um bæinn. Vinsamlegast hafið samband við umboðsmann i sima 42073.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.