Þjóðviljinn - 27.09.1975, Blaðsíða 3
Laugardagur 27. september 1975 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
ÆÐARRÆKT
stendur
í stað
vegna ágengni flugvargs og verð
á œðardún hefur farið hœkkandi
Verð á æðardún hefur
hækkað uppúr öllu valdi á
aðeins einu ári. I fyrra
fengu æðarræktendur 14-
15 þúsund kr. fyrir kg. af
óhreinsuðum dún en í ár
hefur þeim verið lofað 26
þúsund kr. fyrir kg. Og
það verður selt útúr búð á
30 þúsund kr.
— Við höfðum samband við
Arna G. Pétursson hjá
Búnaðarfélaginu og spurðum
hann hvernig á þessu stæði.
Árni sagði að eftirspurn eftir
æðardún hefði greinil. aukist
en framboð af honum ekki
siðustu árin. Greinilegt væri af
þeim gögnum sem BI hefði um
árlegt magn af æðardún að
framboð af dún hefði staðið i
stað.
í ár er gert ráð fyrir um það
bil 1500 til 2000 kg af óhreinsuð-
um æðardún sem væri svipað
magn og undanfarin ár. Sagði
Arni að æðarrækt hefði aðeins
aukist á Suður og Vesturlandi en
aftur á móti dregist saman fyrir
norðan. Astæðan fyrir þvi að
æðarrækt hefur aukist syðra er
fyrst og fremst sú að fleiri
stunda hana nú en áður, og
menn sinna varpinu betur, en
það sem stendur i vegi fvrir bvi
að æðarrækt aukist verulega
er fyrst og fremst flugvarg-
urinn, mávur og hrafn, sem
veldur árlega ómældum skaða i
æðarvarpi um allt land.
Bændur standa gersamlega
ráðþrota gagnvart þessum vá-
gesti og fuglafræðingar gefa
ekki grænt ljós á að hefja skipu-
lagða útrýmingarherferð á
þessum fuglategundum, sem
hefur fjölgað gifurlega undan-
farna áratugi, einkum mávum.
Og á meðan svo heldur fram
sem horfir, er þess ekki að
vænta að æðarrækt aukist sem
neinu nemur hér á landi.
—S.dór
Alþýðubandalagið
í Barðastrandasýslu
Unnar Þór Böðvarsson
út i 200 milur nú i haust. Fundur-
inn telur að útfærsla landhelginn-
ar sé stærsta hagsmunamái Vest-
firðinga og skorar á rikisstjórn-
ina að standa fast á réttinum og
veita útiendingum engar veiði-
heimildir i islenskri iandhelgi
eftir 13. nóvember nk. Alveg sér-
staklega varar fundurinn við öll-
um undanþágum til erlendra
veiðiskipa innan 50 milna mark-
anna.
Fundurinn beinir þvi til sjávar-
útvegsráðherra, sem jafnframt
er 1. þingmaður vestfirðinga, að
hann sjái til þess, að viiji ails
Varamenn i stjórn voru kjörn-
ir: Rögnvaldur Haraldsson, sjó-
maður Patreksfirði, Davið
Daviðsson, fyrrverandi oddviti
Sellátrum Tálknafirði og Óli Sæ-
mundsson, sjómaður Patreks-
firði.
Þá voru kjörnir fulltrúar fé-
lagsins á flokksráðsfund Alþýðu-
bandalagsins, sem haldinn
verður i nóvembermánuði.
Xjörnir voru þeir Unnar Þór
Böðvarsson, Rögnvaldur Har-
aldsson og Höskuldur Davíðsson.
Varamenn voru kjörnir: 1. Hrafn
Guðmundsson, Patreksfirði, 2.
Vara við undanþágum
Þann 18. þ.m. var haldinn á
Patreksfirði aðalfundur Alþýðu-
bandalagsins i Vestur-Barða-
strandarsýslu, en félagið var
stofnað á siðasta ári.
Auk aðalfundarstarfa var á
fundinum rætt um stjórnmálavið-
horfið og i fundarlok samþykkt
samhljóða tillaga varðandi iand-
helgisbaráttuna og er hún á þessa
ieið:
„Aðalfundur Alþýðubandalags-
ins i Vestur-Barðastrandarsýslu,
haidinn á Patreksfirði þann 18.
sept. 1975fagnar áformum um að
færa islenska fiskveiðilandhelgi
þorra vinnandi fólks á Vestfjorð-
um verði ekki hunsaður i þessu
mikilvæga máli.”
Á fundinum bættust 9 menn i fé-
lagið og telur það nú um 70
manns.
1 stjórn voru kjörnir: For-
maður Unnar Þór Böðvarsson,
skólastjóri Tungumúla Barða-
strönd og aðrir stjórnarmenn þeir
Hrafn Guðmundsson, lögreglu-
þjónn Patreksfirði, Helgi Arna-
son, trésmiðanemi Tungu
Rauðasandshreppi, Höskuldur
Daviðsson, byggingameistari
Tálknafirði og Jón Ingimarsson,
kennari, Bildudal.
Birna Jónsdóttir Patreksfirði, 3.
Gunnar Ossurarson, Kollsvik,
Rauðasandshreppi.
Á fundinum var Þórður Guð-
bjartsson, verkamaður á Pat-
reksfirði, sem nú er á niræðis-
aldri og hefur i áratugi staðið i
fararbroddi i verkalýðsbarátt-
unni þar, gerður að heiðursfé-
laga Alþýðubandalagsins og var
sú tillaga stjórnar félagsins sam-
þykkt með innilegu lófataki fund-
armanna.
Fundurinn var fjölsóttur og þar
mætti Kjartan Ólafsson, ritstjóri
frá miðstjórn flokksins.
Hverfavagn
í Breiðholti
Hraðferð-
um
fjölgað
um
helming
t frétt frá Strætisvögnum
Reykjavikur, sem blaðinu barst i
gær, segir að SVR hafi nú ákveðið
að f jölga um helming hraðferðar-
vögnum á leiðinni Breiðholt/Mið-
bær á timabilinu frá klukkan
07:00 til 09:00. Þessi áætlun
verður i gildi alla daga vikunnar,
nema laugardaga og sunnudaga.
Á þessu timabili verða þvi ferðir
á hálfrar klukkustundar fresti, og
kemur það heim og saman við
óskir ibúa hverfisins.
Þá hefur verið ákveðið að gera
tilraun með sérstakar ferðir
(tengivagna) á milli hverfa. Sú
leið nefnist Hólar/ Bakkar. Þessir
vagnar aka á timabilinu milli kl-
ukkan 09:00 til 17:00, mánudaga
til föstudaga. Þessar breytingar
taka gildi mánudaginn 29. þessa
mánaðar.
Kínversku fjöllista-
mennirnir koma 16. okt.
Von er á 70 manna
kínverskum fjöllista-
mannaflokki til íslands
16. október nk. á vegum
KIM, kínverska sendi-
ráðsins og ÍBR. Mun
flokkurinn halda hér
fjórar sýningar, 18., 19.,
21., og 22. október í
Laugardalshöllinni.
Flokkur þessi hefur verið á
sýningarferð um Evrópu, en
hingað kemur hann frá
Kaupmannahöfn þar sem hann
mun halda nokkrar sýningar.
Hér er um að ræða einhverja
hæfustu fjöllistamenn sem til
eru i veröldinni og fengu
islenskir sjónvarpsáhorfendur
raunar að sjá smá sýnishorn af
kinverskri fjöllist fyrir einu ári
eða svo pegar nokkrir fjöllista-
þættir frá Kina voru sýndir i
sjónvarpinu.
Sýningar flokksins hér hefjast
kl. 20.15 og mun hver sýning
taka eina 3 klukkutima. Ekki
hefur miðaverð enn verið
ákveðið en gera má ráð fyrir að
mikil aðsókn verði að þessum
sýningum.
Fundur um
húsnœðismál
á vegum ÆSÍ í
Norræna húsinu
í kvöld —
Hjörleifur
Stefánsson
frummælandi
Eins og fram kom i biaðinu i
gær hefur ÆSÍ boðað til ráðstefnu
um málefni ungs verkafólks og
fer hún fram um þessa helgi. I
tengslum við hana verður i kvöld
haldinn fundur i Norræna húsinu
um byggingar og búskaparhætti
islenskrar alþýðu. Er sá fundur
opinn öllum almenningi.
Auk þess að lita til baka og
skoða hvernig islensk alþýða hef-
ur búið um sig hingað til er ætlun-
in að ræða framtiðina, nýja sam-
býlishætti og hvaða ráð eru væn-
legust til að leysa þann rembihnút
sem islensk húsnæðismál eru i
um þessar mundir og skapar ung-
um sem öldnum ómældar áhyggj-
ur og vandræði.
A fundinum verður einn frum-
mælandi sem flytur stutt inn-
gangserindi. Sá heitir Hjörleifur
Stefánsson og er arkitekt. Við
höfðum tal af honum og spurðum
hvernig hann hygðist nálgast um-
ræðuefni fundarins.
— Ég mun að mestu leyti
ganga út frá þeirri skýrslu sem
Rannsóknarráð rikisins gerði ný-
lega um byggingarstarfsemi hér
á landi. Ég ætla að fjalla um þær
forspár um þörf á íbúðarhúsnæði
sem þar eru fram settar en þær er
ég ekki allskostar sáttur við. Til
dæmis boða skýrsluhöfundar
ýmsar breytingar á vinnuaðferð-
um i byggingariðnaði sem eink-
um eru fólgnar i innreið stór-
kapitalismans. Smákallarnir eiga
að hverfa. Einnig mun ég fjalla
um byggingarmál hér i Reykja-
vik og verður það að einhverju
leyti samanburður á eldri og
yngri hverfum, hvað hefur
breyst. Loks mun ég reifa hvaða
breytingar eru vænlegastar til
batnaðar.
Hjörleifur Stefánsson.
Eftir að erindi Hjörleifs lýkur
verða almennar umræður. —ÞH
Bóka-
verðlaun
fyrir
sunnudags-
krossgátur
Sunnudagskrossgátur Þjóðvilj-
ans hafa notið mikilla vinsælda.
Þessar krossgátur eru bókstaf-
lega sagt „einstæðar”, þvi ekkert
annaö islenskt blað birtir orða-
þrautir á þann hátt sem gerist i
sunnudagsblöðum Þjóðviljans.
Frá og með sunnudagsblaðinu á
morgun er ætlunin að veita verð-
laun fyrir réttar lausnir. Fyrir
rétta lausn verða ein verðlaun,
bók frá Máli og menningu. Dregið
verður úr réttum lausnum og
þurfa lausnirnar að berast eigi
siðar en hálfum mánuði eftir
birtingu krossgátunnar, en i
þriðju viku frá birtingu hverrar
gátu verður birt nafn vinnandans.