Þjóðviljinn - 27.09.1975, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 27.09.1975, Blaðsíða 9
Laugardagur 27. september 1975 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Burt með þríhöfða þursinn Hvað er það, sem rekur á eftir islenskum verkamönnum að ráða sig til starfa við byggingu fyrir- hugaðrar málmblendiverksmiðju i Hvalfirði? Er það samdráttarstefna rikis- stjómarinnar, sem veldur þvi? Að menn séu beinlinis hræddir um að fá ekki neitt annað að starfa — að þessi stefna sé hrein- lega stjórntæki, sem notað sé til að veita vinnukraftinum inn á þessa braut? (Þess sama má spyrja um Keflav.flugvöll — Kanavinnuna) Eða eru menn svo áfjáðir i að þjóna undir erlenda auðhringa og álika fyrirbrigði, sem hafa öryggisútbúnað i lág- marki og hreinsundartæki sem jafnvel gera minna gagn en engin og svifast þess jafnvel ekki að koma mengandi fyrirtækjum sin- um fyrir á sem allra-viðkvæm- ustu stöðum hvað varðar náttúru- vernd — eins og kemur glöggt fram hér á landi, þar sem Faxa- flóinn og Mývatnssveitin hafa orðiðfyrir valinu. Faxaflóinn hef- ur manni skilist vera ein aðalupp- eldisstöð margra fiskstofna og Mývatnssveitin er sögð vera ein- stök perla á jarðriki hvað varðar lifriki og sérstætt jarðfræðilegt náttúrufar. Eða er þeim hjartan- lega sama um hvar þeir leggja hönd að verki? Úr þvi stjórnvöld okkar eru svo staurblind og fyrirhyggjulaus, sem raun ber vitni, að ljá máls á slikum framkvæmdum, veitir sannarlega ekki af, að almenn- ingur hafi vit fyrir ráðamönnum sinum og geri þeim þetta og ann- aö állka ráðabrugg og brölt ó- mögulegt. Með þvi t.d. að taka alls ekki I mál að vinna við þessu lik óþurftarverk. Hér á íslandi er nóg annað að starfa — hvað sem hver segir. — Og ef svo reynist ekki þá er einhver maðkur i mys- unni. Núna I vor vissi ég til, að nokkr- ir skólakrakkar gengu sig meira og minna upp að knjám i atvinnu- leit — hvernig þeirri göngu lauk veit ég ekki. — En á ein- um stað, sem þau knúðu dyra, var þeim gefin nokkur von um, að e.t.v. gætu þau fengið eitthvað að gera við málmblendi- verksmiðjuframkvæmdirn- ar á Grundartanga. Þau sögð- ust nú ekki hafa áhuga á þvi at- vinnutilboði — þvi þau væru á móti þeim framkvæmdum. Þá voru þau spurð með miklum undrunarsvip — hvort þau myndu láta þessa skoðun sína ganga út yfir efnahag sinn. Þau kváðu öll já við. En þetta er nú kannski ómerkur útúrdúr. Það var sagt frá þvi i blöðunum ekki alls fyrir löngu, að þarna á vinnustaðnum á Grundartanga væri nánast engin aðstaða til eins né neins — og er það ærið aumt. En þó tel ég, að enn muni öll að- staða og aðbúnaður þarna á staönum eiga eftir aö veröa margfalt meira niðurlægjandi fyrir alla aðila — ef það er rétt, að þar eigi að flokka menn i 1. flokks, 2. flokks og 3. og jafnvel 4. flokks menn — og þeir látnir sæta gifurlegum mismun i öllum að- búnaði eftir þessari aðgreiningu. Hugsunarhátturinn, sem liggur að baki þessu er greinilega á grófu miðaldastigi — eða þvi stigi, sem nýlendukúgun og allt arðrán byggist — þ.e. að fólki sé haldið á vissu undirlægjustigi. 1 sambandi við þá erlendu stór- iðju, sem þegar hefur verið þvinguð upp á islendinga og hlotið blessun landsfeðranna má sjá, að stjómsemi þeirra er æði mis- brestasöm og spekin ekki á sér- lega háu stigi. — En það má lika ORÐIÐ CD FRJÁLST draga allskuggalegar ályktanir af þvi, hvernig kerfið muni vera saman sett af þvi, hveriiig við- brögðin eru, þegar upp kemst um asnastrikin og handvömmina. — Meirihluti almennings þegir og hefur enga skoðun — þ.e. dauttal- menningsálit.Og svo — að þvi er viröist — þvi minni hæfni, sem mennsýna og þvi meiri vitleysur, sem þeir gera, þvi' hærra er þeim hossað. Það er bara að koma ári sinni vel fyrir borð — hafa lag á þvl að pota sér i vissa valda- og fjárhagsaðstöðu — þá fyrirgefst flest. Til þessa þarf að hafa mátu- lega takmarkað gáfnafar, á- kveðna ósvifni, sæmilegt kjafta- vit og sambönd á réttum stöðum. — Tök á að gæða hlutina vissum kunnáttubrag — gera þá sem flóknasta og ógegnsæjasta með málskrúði og mæigi og meðferð talna — svo að flestu sæmilega greindu fólki reynist ofviða að brjótast i gegnum myrkviðið. Flestum þykir vist óþarft starf að auka á gróða auðhringa. Og um það geta vist allir verið sam- mála og raunar vissir, að aðal- markmið þeirra muni vera að græða sem mest sjálfir. Þeir samningar, sem gerðir voru við Alverið sællar minningar — eru til háborinnar skammar og van- virðu eins og allir vita — og ágætt, dæmi um, hvernig slik samnings- gjörð var möguleg. Var það heimska, sem olli — vankunnátta — eöa beinlinis gert að yfirlögðu ráði (það eru til orð yfir slíkt at- hæfi, en best að nefna þau ekki — Grindavík Laust er starf á skrifstofu bæjarfógetans i Grindavik. Vinnutimi frá kl. 12—17 alla virka daga nema laugardaga. Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skilað til undirritaðs fyrir 15. okt. nk. Bæjarfógetinn i Grindavik og Keflavik, Sýslumaðurinn i Gullbringusýslu. þvi fyrir svoleiöis munnsötnuo geta menn lent i tugthúsi eða orð- ið fyrir fjársektum á Islandi nú á þessum siðustu og verstu tim- um). Engu af þessu vill maður trúa — og allt er þetta jafn slæmt. En samningarnir eru staðreynd — og þá á ekki að fyrirgefa né gleyma þeim. Yfir þetta allt leggja menn blessun sina. Svo er það eitt enn. Eru þessar verksmiðjur, - sem verið er að klina upp á okkur, eins fjarskalega nauðsynlegar mann- kyninu og af er látið? Til hvers er það efni, sem þarna er unnið, aðallega notað? Þetta er atriði, sem vert er að athuga betur. Er það ekki sérstaklega mikið notað til að smiða úr allskyns tæki til vigbúnaðar og striðsrekstrar? Svo að, þegar öll kurl koma til grafar, þá séu Islendingar nú kannski teknir að föndra við vopnaframleiðslu —- þ.e. einn hlekkinn I þeirri löngu fram- leiðslukeðju? Spyr sá, sem ekki veit. Við Islendingar búum hér mitt i miklu gnægtabúri matvæla, og mætti ætla, að nóg væri að starfa við framleiðslu fæðu fyrir svelt- andi mannkyn — eins og menn taka svo hátiðlega til orða, þegar mikið liggur við. Þar hlýtur okkar stóribja að vera og hvergi annars staðar. Sem sagt búskapur upp á hitaeiningar. Allt skraf um, að við viljum koma yfir á aðra allri mengandi stóriðju — en sitja sjálf i ómeng- uöu umhverfi — en njóta siðan þeirra hlunninda, sem þessi margumtalaða stóriðja ber i skauti sér — er blátt áfram heimskulegt fjas og kjaftæði. Af hverju megum við ekki læra af mistökum annarra? Og hvað er i rauninni meiri fjarstæða og heimska en að vera að flytja hingað til lands efni til vinnslu langt aö, þegar við höfum meira en nóg annað aö starfa og verk- efnin eru við bæjardyrnar og inn- an okkar vébanda? Það er engu likara en þeir menn, sem valist hafa 1 æðstu stjómsýslu okkar séu innan úr belju eða bergnumdir — og viti ekkert hvað er að gerast i kring- um þá i heiminum. Það er eins og þeir hafi verið bólusettir við skynsemi. Svo er það annað. Hverjir vilja vinna i svona verksmiðjum? Er ekki óþarft að koma upp fleiri vinnustöðum hér á lancji^ sem eru taldir heilsuspillandi — og á allan hátt einhverjar ömur- legustu vinnustöðvar i viðri ver- öld. Þá held ég sé einhver munur að stjana undir islenska baulu- rassa út um breiðar byggðir landsins og róa á fengsæl fiski- mið, en að kynda undir hvitgló- andi vitiskötlum útlendra auð- jöfra. Kannski ráðamenn okkar ágæta langi sjálfa til að vinna þar i eigin hágöfugu persónu — fullan vinnudag i nokkur ár til tilbreyt- ingar, þegar þeim fer að leiðast aö stjóma? Þeir fengju þá lfka að njóta þess ágæta aðbúnaðar, sem til stenduraökorna þarna upp (þvi varla á að tjalda til einnar nætur), Fyrir vinnu sina fengju þeir svo sjálfsagt dagvinnulaun Dags- brúnarverkamanns með ein- hverju álagi — að viðbættri nægri eftirvinnu (sem hefur mikið að- dráttarafl). Og ekki má gleyma þvi, að ef þeir hlytu sinn bróður- part af allri dýrðinni, gætu þeir búist við vænni örorku — annað hvort vegna slyss eða mengunar á vinnustað — nema hvort tveggja yrði. Ef svona færi, þyrftu þeir baraað hafa verið 10 ár i lifeyrissjóði verkamanna til að fá einhverjar smáörorkubætur — að sjálfsögðu óverðtryggðar. Svona mætti lengi telja. Þetta er eftirsóknarvert! Ég legg þvi til, að ef úr frekari framkvæmdum verður þarna á Grundartanganum, þá verði meiri hlutanum af ráðamönnum okkar — ráðherrum og öðru stór- menni — umsvifalaust veitt lausn frá störfum og þeir látnir sitja fyrir vinnu þar — eins og þeir hafa sérstaklega lagtáherslu á að islendingum hlotnist þarna á • Tanganum — af mikilli landsföð- urlegri framsýni og umhyggju fyrir velferð þegnanna. — Nú — eða þá að þeir fái inni i Alverinu og I Kisilgúrnum — allt er það jafn sælt. Skrifað i ágúst 1975. Björg Herinannsdóttir Frá Sjálfsbjörg, félagi fatlaöra í Reykjavík: SÖLUBÖRN — SÖLUBÖRN Mætið á eftirtalda staði á morgun kl. 10 f.h. og seljið merki og blað Sjálfsbjargar: Reykjavik: Alla barnaskóla og vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar, Hátúni 12. Kópavogur: Kársnesskóla, Kópavogsskóla, Digranesskóla og Snæ- landsskóla. Garðahreppur: Barnaskólann. Hafnarfjörður: Viðistaðaskóla, Lækjarskóla og Oldutúnsskóla. Seltjarnarnes: Mýrarhúsaskóla. Mosfellssveit: Varmárskóla. Góð sölulaun. Sjálfsbjörg, félag fatlaðra I Reykjavik. Kvöldskólinn Nemendur mæti 1. október sem hér segir. 4. bekkur kl. 7 3. bekkur kl. 9 Aðfaranám kl. 8 Viðskiptadeild mæti 2. október kl. 7.30. RÍKISSPÍTALARNm lausar stöður LANDSPíTALINin : DEILDARHJUKRUNARKONA, HJUKRUNARKONUR, SJUKRA-' LIÐAR óskast til starfa á nýja sjúkradeild Landspitalans fyrir framhaidsdvalarsjúklinga á Hátúni 10. Deildin mun væntanlega taka til starfa i október nk. Umsóknum ber að skila til skrifstofu rikisspitalanna fyrir 15. október nk. Upplýsingar veitir forstöðukonan, simi 24160. DEILDARHJUKRUNARKONA óskast á nýja vökudeild kvenlækn- ingadeildar Landspitalans. Um- sóknum ber að skila til skrifstofu rikisspitalanna fyrir 15. okt. n.k. Nánari upplýsingar veitir forstöðu- konan, simi 24060. VÍFILSSTAÐ ASPÍ TALI: SJUKRALIÐAR óskast til starfa nú þegar eða eftir samkomulagi. Upp- lýsingar veitir forstöðukonan, simi 42800. LANDSPÍTALINN: FóSTRA óskast til starfa á Geðdeild Barnaspitala Hringsins nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir yfirhjúkrunarkona Geðdeild- arinnar, simi 84611 milli kl. 12 og 14 næstu daga. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5,SÍM111765

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.