Þjóðviljinn - 28.09.1975, Síða 3

Þjóðviljinn - 28.09.1975, Síða 3
Sunnudagur 28. september 1975 þjóÐVILJINN — StÐA 3 Gjaldþrot húsa- braskara á Spáni LUolandia á Gran Canaria; hálfbyggö hiis sem ekki verður lokiA viA. Um skeið hefur það þótt efnileg fjárfesting, að leggja fram fé til hús- bygginga á Spáni. — Við höfum heyrt ávæning af þessháttar fjárfestingu af hálfu islenskra aðila. En eins og að líkum læt- ur hafa hinir fjársterku vesturþjóðverjar verið manna umsvifamestir i þessum efnum. En nú er úti ævintýri og margir sitja eftir með sárt enn- ið. Glæsileg loforð Aslöustutíu árum hafa 160 þús- undir vesturþjóðverja fest fé i húsbyggingum á Spáni, sumpart hafa þeir keypt sér sumarbústaði þar syðra, en einkum hafa þeir lagt fé i byggingu hótela og fbúða. Þeir létu freistast af glæsilegum tilboðum um hagkvæmar af- skriftir og mikinn gróða og munu hafa beint suður á bóginn allt að þrem miljörðum marka. Með þessu fé hafa stórar spild- ur af strandlengju verið lagðar undir steypu og asfalt og fjöldi fiskiþorpa hefur umturnast eða horfið i þessum látum öllum. En ágóðinn hefur látið á sér standa. Sölumenn hafa lofað góðum arði og svo þvi, að fasteignirnar mundu stiga i verði. En kostnað- aráætlanir hafa reynst ótraustar mjög og umframkostnaður við býggingar og svo allskonar uþpá- komur i viðgerðum hefúr gléyþt allan arð. Verðmætisaukning hef- ur engin verið. Byggingarfélög þau sem hafa tekið viö fénu hafa reynst svo haganlega skipulögð, að kaupendur fasteignanna hafa I reynd verið varnarlausir gagn- vart allskonar svikum og prett- um. Þeir sem ætluðu sér ekki bein- linis að græða á aðild að einhverj- um stórfelldum rekstri heldur að- eins að koma sér upp sumardval- arstað hafa einnig séð áform sin renna út i sandinn. Þúsundir manna keyptu ibúðir og sumar- bústaði sem hvergi voru til nema á pappirnum (þeim var haldið rólegum með fölskum ljósmynd- um sem áttu að sýna, hve vel byggingarstaríið gengi meðan verið var að dæla upp úr þeim fé). Siðan reynistbyggingarfyrirtækið gjaldþrota eða einhvernveginn gufað upp, og þegar „eigendurn- ir” ætla að fara að búa i húsum sinum þá er eins liklegt að skipta- ráðendur eða einhverjir slikir aðilar meini þeim aðgang að eignunum. Seld á hálfvirði Auk þessa eru hinir vestur- þýsku kaupendur nú orðnir mjög áhyggjufullir yfir þvi, að dagar Franco einvalds eru senn taldir og óttast þeir að pólitisk þróun i landinu verði fjárfestingu þeirra ekki sérlega hagstæð. Um margra mánaða skeið hafa menn unnvörpum reynt að losa sig við sumarbústaði á Spáni, en það hef- ur gengið illa. Það hefur ekki ver- ið hægt að fá sem svarar helmingi byggingarkostnaður fyrir Ibúðir eða sumarhús við þær markaðs- aðstæður sem nú hafa skapast þar syðra. Eins og að likum lætur eru ótal skaðabótamál i gangi bæði á Þýskalandi og á Spáni út af þess- um málum. 1 Mflnchen reyna þeir að leita réttar sins, sem keyptu hjá Canaria Turismo sumarhús á syðri hluta Tenerifeeyjar. Yfir þvi var þagað við þá, að rétt hjá sumarhúsahverfinu var verið að reisa alþjóðlegan flugvöll með öllum þeim þyti og gný sem fylgir stöðugu risaþotuflugi. Sumar- húsaþorpið er þvi enn i dag draugabær, húsin grotna niður og gras vex aftur yfir göturnar. í öðrum tilvikum hafa menn keypt hús sem i vantar ýmisleg nauð- synleg þægindi — og einnig sund- laugar fyrir utan, sem I „Aca- pulco III” einnig á Tenrife voru afar nauðsynlegar, þvi þar var lifshættulegt að baða sig i sjónum vegna hvassra kletta. Soficomálið Spiegel — en þaðan eru þessar upplýsingar teknar, segir á svo- felldan hátt frá hinu fræga Sofico- máli, sem islendingar hafa einnig brennt sig á: Eitt stærsta hneykslið var gjaldþrot Sofico. Þegar félagið hætti i desember 1974 að greiða þann arð sem það hafði lofað (12- 16%) þá skildu jafnvel hinir þrautseigustu að jafnvel hin stærstu fasteignafyrirtæki Spán- ar voru hæpinn dvalarstaður fyrir fé þeirra. Um 4000 þjóðverjar eru meðal þeirra 20 þúsunda manna sem orðið hafa fyrir tjóni af Sofico-málinu, en skuldir þess fyrirtækis eru nú metnar á um hálfan miljarð marka. Um tiu ára skeið hafði Sofico greitt fyrirheitinn arð með hækk- andi söluverði á ibúðum. En þeg- ar sala á nýjum ibúðum fór að dofna var ekki lengur hægt að velta snjóbolta skuldbindinga á undan sér. Nú er svo komið að umboðs- menn rikisins hafa opnað aftur fyrir ferðamönnum allmargar Sofico-ibúðir, sem hinir þýsku eigendur fengu ekki aðgang að. Leigan fer i að greiða þessum umboðsmönnum. Aðeins þeir kaupendur, sem skuldbinda sig til að afsala sér þeim arði sem "jofico lofaði, fá leyfi til að koma inn f þær ibúðir sem þeir hafa fyr- ir löngu borgað og eru á þeirra nafni. Málningin frá Slippfélaginu A járn og viöi utan húss og innan: Hempels HEMPELS skipamálning. Eyðingaröfl sjávar og seltu ná lengra en til skipa á hafi úti. Þau ná langt inn á land. A steinveggi utan húss og innan: \itretex || VITRETEX plastmálning "I myndar óvenju sterka húö. 1 Hún hefur þvi framúr- I skarandi veórunarþol. 1 Vitretex á veggina Átréverk í garði og húsi: Cuprinol CUPRINOL viöarvörn þrengir sér inn í viðinn og ver hann rotnun og fúa. Cuprinol á viðinn Slippfé/agið íReykjavíkhf Málningarverksmiðjan Dugguvogi Símar 33433og 33414

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.