Þjóðviljinn - 28.09.1975, Side 5

Þjóðviljinn - 28.09.1975, Side 5
 Sunnudagur 28. september 1975 ÞJÖÐVpLIINN — gtÐA t Kreppuráöstafanir á Vesturlöndum Liklega er aðeins i einu landi á Vesturlöndum hægt að komast sem svo að orði án þess að brjóta alvarlega i bága við sannleikann: „Markaðshorfur benda til þess að atvinna verði nóg næstu mánuði. Það kemur þvi varla til þess að gripa þurfi til sérstakra ráðstaf- ana til að örva atvinnulifið fyrr en seinni hluta vetrar”. Vetrarkvíöi Hér er verið að tala um Sviþjóð. Klausan er reyndar úr Dagens nytheter, sem er að fjalla um um- ræðu á sænska þinginu um at- vinnubótaáætlun sósialdemó- krata, sem hægt verður að gripa til ef að hinn alþjóðlegi aftur- kippur i efnahagsmálum nær til Sviþjóðar. En Sviþjóð er reyndar undantekning á vesturlöndum.: heildarmyndin er sett saman úr fjölda kreppuráðstafana. Liklega hafa menn aldrei áður ætlað aö leggja jafn mikið á sig til aö breyta ástandinu á mörkuðum hins kapitaliska heims. 1 allt sumar hafa borist fréttir af rikisstjórnum á kreppufund- um, ráðherrar hafa unnvörpum orðið að gera hlé á leyfum sinum til að bregðast við þeirri stað- reynd, að bjartsýnishugmyndir um batnandi ástand, sem hafðar voru uppi af sérfræðingum um siðustu áramót, fengu ekki stað- ist. Kreppuloftvogin benti á miklu verra ástand en menn höfðu búist við, og spáði þvi að versti aftur- kippur á vesturlöndum i 40 ár mundi vara að minnsta kosti eitt ár i viðbót. Viðbrögðin við þessu ástandi hafa nú komið fram i kreppuáætl- unum, sem ætla sér að dæla út i kapitaliskt efnahagslif ýmsum örvandi lyfjum fyrir þvi sem næst 20.000 miljarði króna. Mikill hluti þessarar hressingar verður veitt- ur á næsta hálfa ári. Ráðstafan- irnar eiga að koma i veg fyrir stórslys i vetur, en menn óttast að þá kunni að bætast fimm miljónir atvinnuleysingja við þær 15 mil- jónir sem þegar eru fyrir i kapitaliskum heimi. Bandaríkin Fjársterkasti aðilinn, Banda- rikin, ætla að heilsa vetri með þvi að áætla 60—70 miljarða dollara greiðsluhalla á fjárlögum hins opinbera. Hið bandariska fjár- hagsár stendur frá júli til júli og á siðasta fjárhagsári nam hallinn 45miljörðum dollara. Þaraf voru um 8 miljarðir notaðar til að draga úr persónusköttum — hald- ið verður áfram á þeirri braut, og auk þess verður sköttum létt af fyrirtækjum og gerðar ýmsar ráðstafanir til að auka fjárfest- ingu i þeim. Þær örvunarráðstafanir sem gripið var til i fyrra, urðu til þess að sveifla upp á við fór af stað i vor, en þessi sveifla er að drukkna i nýrri verðbólguöldu og sivaxandi atvinnuleysi. 1 júli nam atvinnuleysið 8,9% og búist er við þvi að það nái 9% um áramót. At- vinnuleysið i júli svaraði til þess að 8 miljónir manna fengju ekki vinnu, og þar við má bæta einni miljón, sem hefur gefist upp við að leita sér að vinnu og er þvi ekki á atvinnuleysisskrá. Verðbólgan i Bandarikjunum nam i fyrra 11%. Hún snarminnk- aði i byrjun ársins og náði 3,6% á ársgrundvelli i mars. En aukin efnahagsleg umsvif blésu strax lifi i prisana og verðbólgan náði i júli 14,5% á ársgrundvelli. Það er búist við þvi, að i reynd verði verðbólgan á þessu ári ekki minni en 7%. Þessi þróun hefur orðið til þess, að jafnþýðingarmikil mið- stöð og Wall Street hefur misst trúna á betri tima. Verð á verð- bréfum rauk upp á við stutta stundisumar, en það hefur sigið N0TG2Lir aftur undanfarnar vikur. Þjóðar- framleiðslan i Bandarikjunum dróst saman um 1,7% i fyrra og menn óttast að samdrátturinn kunni að nema allt að 3,5% á þessu ári. fyrr en i byrjun næsta árs, liklega með þvi að auka opinberar fram- kvæmdir og þjónustu. Japan Japan er það efnahagslegt stór- veldi sem hefur orðið siðast til að bregðast við samdrættinum. Jap- an hefur að visu, eins og Vestur- Þýskaland, notað rikisafskipti með ýmsum hætti til að hressa upp á efnahagslifið, en það er ekki fyrr en núna að japanska stjórnin er að undirbúa fram- kvæmd heildarkreppuáætlunar. Að þvi er best er vitað felur hún i sér, að um 1200 miljörðum króna er pungað út til að örva fram- leiðslu og neyslu. I fyrsta sinn eftir að efnahags- undrið svonefnda hófst i Japan varð landið i fyrra fyrir alvarleg- um samdrætti sem nam 3,5% þjóðarframleiðslunnar. A þessu ári hefur framleiðsluaukning orð- ið nokkur eða um 1% frá þvi i fyrra, og i ágúst tókst með sér- stökum ráðstöfunum að þoka verðlagi á neysluvörum niður um 0,3%. En verðbólga hefur á und- anförnum mánuðum numið um 11% i Japan. Svíþjóö Norðurlönd (nema Danmörk og tsland) hafa til þessa staðið sig betur en flest önnur riki, enda þótt þar geri alþjóðleg kreppa einnig vart við sig, eins og fram kemur m.a. i samdrætti i bygg- ingariðnaði og lækkuðu verði á hráefnum þessara landa. t ágúst voru 67 þúsundir manna atvinnu- lausir i Sviþjóð, en það er 1,6% vinnuaflsins. Þarna var að visu um að ræða 14.000 fleiri atvinnu- leysingja en skráðir voru i júli, en engu að siður eru atvinnuleys- ingjar 14 þús. færri nú en i fyrra. Þetta þýðir i reynd að mitt i kreppunni er hér um bil næg at- vinna i Sviþjóð. Verðbólgan er i Sviþjóð álika mikil og hún er i Danmörku.Verð- lag er nú 11,7% hærra en i fyrra- sumar. En þaðber að hafa i huga, að hér er reiknað með hækkun á virðisaukaskatti úr 12 i 15% i september i fyrra. Verðbólgan á þessu ári verður að likindum um 8%. Sem fyrr segir er ekki búist við þvi að sænska stjórnin byrji á sérstökum kreppuráðstöfunum Nú sem stendur er atvinnuleysi hvergi minna i Evrópu en i Nor- egi — þar eru aðeins 17.400 at- vinnuleysingjar (l,l%).En krepp- an hefur engu að siður barið að dyrum hjá norðmönnum með versnandi stöðu ýmissa veiga- mikilla atvinnugreina eins og siglinga, fiskveiða, ái- og timbur- iðnaðar, og stjórnin óttast að at- vinnuleysi muni tvöfaldast i vet- ur. Þvi hefur hún sett á verð- stöðvun frá og með fyrsta sept- ember og á hún að standa árið út. Noregur hefur þar að auki verið eitt af fáum löndum Vestur- Evrópu þar sem tekjupólitik hef- ur verið i föstum skorðum. Verð- bólgan hefur verið 10% á sl. ári. Stjórnin og alþýðusambandið norska hafa samið um það sin á milli, að launafólk fái þessar verðhækkanir bættar að 8/10 með þeim hætti, að iaunagreiðendur taka á sig aðeins 30% en hið opin- bera sér um afganginn (50%) með lækkun skatta og aukinni fé- lagslegri þjónustu. Auk þess er stuðningur við hinar ýmsu grein- ar atvinnulifs aukinn um sem svarar 60 miljörðum isl. króna og fara þar af niu miljarðar til opin- berra framkvæmda. Alls kostar þessi áætlun um þrjá miljarða norskra króna, en vonast er til að með henni takist að fjölga starf- andi fólki um 20 þúsundir i vetur. Vestur-Þýskaland Vestur-Þýskaland hefur nýlok- ið fjórða áfanga kreppuráðstaf- ana sem alls munu dæla um 400 miljörðum króna út i veltuna. Helmingur af þessu fé fer til auk- inna opinberra framkvæmda en helmingur til skattalækkana og stuðnings við fjárfestingu. í árs- byrjun voru persónuskattar lækk- aðir um ca. 1000 miljarða kr. og hallinn á fjárlögum landsins i ár verður alls um 5000 miljarðar. Vesturþýskir hagfræðingar bú- ast við þvi, að þessar ráðstafanir geti tryggt um 6% hagvöxt á næsta ári, verðbólga lækki niður i 4—5% og atvinnuleysi minnki um helming. En siðustu athuganir á vesturþýsku efnahagslifi benda samt ekki til þess að meiriháttar sveifla upp á við sé i vændum. Bú- ist er við þvi að þjóðarframleiðsl- an i Vestur-Þýskalandi minnki um 3% i ár, enn eru atvinnuleys- ingjar um ein miljón og vestur- þýska stjórnin er enn að leita að 15 miljörðum marka sem hana vantar vegna skattalækkana og þreföldunar útgjalda til atvinnu- leysisbóta. Bretland Bretar eru i allt annarri stöðu en vesturþjóðverjar, sem hafa lengi og af kappi barist við verð- bólgu og dæla nú út fé til að mæta afleiðingum þeirrar baráttu. Bretar eiga enn við mikið verð- bólguvandamál að glima: búist er við að bólga þessi verði 26% i ár. Höfuðatriði i glimu stjórnvalda við kreppuna er samkomulag það sem Wilson hefur gert við verk- lýðshreyfinguna um að launa- hækkanir megi ekki nema meiru en sex pundum á viku. Hitt er svo vafamál hve vel það samkomu- lag heldur. Stjórnin hefur ekki gert beinar ráðstafanir til að auka þenslu, en um 750 miljarðar eru nú til ráðstöfunar til að styrkja iðnaðinn. Búist er við þvi að hagvöxtur verði litill sem eng- inn i Bretlandi i ár, og þeir sem bölsýnastir eru spá þvi, að tala atvinnuleysingja i iandinu verði komin upp i 1,5 miljónir næsta vor. Frakkland Frakkar hafa nýverið gert margþætta kreppuáætlun sem hefur i för með sér meira en 1200 miljarða kr. i útgjöld. Meira en helming þess fjár á að nota bein- linis til stuðnings við atvinnu- greinar, en afgangurinn er notað- ur til opinberra framkvæmda og félagsmála. Ráðstafanir sem þessar eiga að blása lifi i franskt atvinnulif sem nú er mjög dauf- legt, atvinnuleysingjar um miljón og gætu orðið 1,2 miljón undir árslok. Franskt efnahagslif hefur til þessa verið i meiri þenslu en efnahagslif flestra annarra Evrópurikja, en OECD býst nú við þvi að hagvöxtur i Frakklandi muni nema aðeins 1%. Verðbólg- an mun að likindum verða um 10%, en var 11% i fyrra. Italia hefur við mikla verðbólgu að glima eins og Bretland. Verð- lag hefur hækkað um 17% frá þvi i júli i fyrra. En staða iðnaðarins og greiðslujöfnuðurinn hafa batn- að að nokkru upp á siðkastið og i ágúst samþykkti italska stjórnin áætlun sem felur i sér um 1000 miljarða kr. útgjöld til félags- mála, opinberra framkvæmda o.s.frv. Benelux og Danmörk Beneluxlöndin hafa staðið sig betur en margir aðrir, og ýmsar örvunarráðstafanir hafa þar ver- ið gerðar á undanförnum misser- um. Belgia á samt við verulegt atvinnuleysi að striöa, og búist er við þvi að i haust verði teknar upp nokkrar skattalækkanir, virðis- aukaskattur lækkaður á nokkrum nauðsynjum og stutt við bakið á fjárfestingu. Holland hefur smám saman reynt að hressa við at- vinnulifið með þvi að auka greiðsluhalla á fjárlögum, sem i ár mun nema um 650 miljörðum króna. Danska kreppuáætlunin, sem nýlega var gerð með samkomu- lagi Ankers Jörgensens við mið- flokkana, passar vel i þá mynd sem að ofan er rakin. Þar er gert ráð fyrir þvi að um 150 miljörðum króna verði dælt i atvinnulifið með ýms- um ráðum (lækkun skatta, niðurskurður félagslegrar þjón- ustu, betri kjör fyrir fjár- magnseigendur o.s.frv.) Ráðstaf- anirnar eru eiginlega nokkuð um- fangsmeiri en viða annarsstaðar ef tekið er mið af stærð landsins. En vandinn var lika ærinn: at- vinnuleysið hefur i Evrópu hvergi verið meira en i Danmörku und- anfarna mánuði, það hefur verið allt að 10%, eða jafnvel meira ef marka má nýlega gagnrýni á þvi hvernig atvinnuleysi er reiknað út. (Endursagt. Heimild Information) Nú grennum viö okkur Nýtt 4ra vikna námskeið i hinni árangurs- riku megrunarleikfimi okkar, hefst 1. október. Þetta námskeíð er fyrir konur sem þurfa að léttast um 15 kg. eða meira. Hinn góði árangur okkar næst með: 1. flokks leikfimiskerfi — úrvals megrunar- mataræði — sérstöku megrunarnuddi. Læknir fylgist með árangrinum. Viktun, mæling, gufa, ljós, kaffi. öruggur árangur ef viljinn er með. Innritun og upplýsingar i sima 83295 alla virka daga kl. 13-22. Júdódeild Ármanns.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.