Þjóðviljinn - 28.09.1975, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 28.09.1975, Blaðsíða 18
18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 28. september 1975 Frægir lát- bragðsleikarar í heimsókn t byrjun október kemur hingað til lands á vegum Þjóðleikhússins tékkneski látbragðsleikflokkur- inn „Leikflokkurinn á grindverk- inu”, sem jafnan er kenndur við stofnanda flokksins Ladislav Fialka. Flokkurinn heldur fimm sýningar i Þjóðleikhúsinu, dag- ana 7.-11. október og verða tvær mismunandi sýningar á boðstól- um. Fialka-flokkurinn var stofn- aður 1958 i Prag af Ladislav Fialka, sem ennþá starfar i flokknum sem stjórnandi, aðal- höfundur og leikari. Flokkurinn öðlaðist mikla frægð á skömmum tima og þykir nú meðal fremstu ef ekki fremsti látbragðsleik- flokkur á Vesturlöndum. Hann hefur ferðast viða um heim, farið i árlegar leikferðir um 15 ára skeið til flestra landa Evrópu, til Bandarikjanna, Suður-Ameriku og viðar. Þá hefur flokkurinn gert fjölda sjónvarpsþátta og kvik- mynda, bæði sjálfstætt og með öðrum leikhópum. Flokkurinn hefur lagt áherslu á að hafa sem margbreytilegastar sýningar á verkefnaskránni, allt frá stuttum látbragðsatriðum upp i löng frumsamin látbragðsleikrit, þar sem fléttað er saman töluðum texta, tónlist og þó einkum lát- bragðsleik. 1 hópnum, sem hingað kemur eru 12 manns og sýnir flokkurinn annars vegar LEIKI AN ORÐA og hins vegar ÆFINGAR EÐA UPPATÆKI. LEIKUR AN ORÐA er safn látbragðsþátta, þar sem lengstu þættirnir byggja á verk- um frægra nútíma leikritahöf- unda: nefnist annar þeirra Leigj- andinn og styðst við hugmynd leikritahöfundarins Ionescos, hinn Leikir án orða er byggður á samnefndu leikverki Samuels Beckett. Nöfn á nokkrum öðrum þáttum i þessari sýningu eru: Hið ljúfa lif, Hljómleikarnir. Lif mannsins o.fl. Hin sýningin, sem Tékkarnir sýna hér er einnig safn margra leikþátta: Upphaf lifsins, Maður og vél, Myndbreytingar, Fiðrildasafnarinn o.fl. Nokkrir þáttanna eru helgaðir Marcel Marceau, látbragðsleikaranum franska, sem flokkurinn hefur staðið i tengslum við. Hingað kemur Fialka-flokkur- inn frá írlandi, þar sem hann sýnir nú á listahátið i Dublin. Leikdómum erlendra dagblaða ber alls staðar saman um snilld leikflokksins enda mjög hátt skrifaður i heimi leikhúsfólks og þykir nú einn fremsti leikflokkur heims á þessu sviði. Hann hefur hlotið mikinn fjölda verðlauna og viðurkenninga á ferðum sinum. Ladislav Fialka hefur um árabil veitt forstöðu árlegu, alþjóðlegu námskeiði i látbragðslist. Fyrsta sýning flokksins verður á Stóra sviði Þjóðleikhússins, þriðjudagskvöldið 7. október og verða sýningar alls fimm. Sem fyrr segir verða sýningar tvenns konar og verður skipting milli kvölda nánar auglýst sfðar. Kappræðufundur á ísafirði Félög alþýðubandalagsmanna og framsóknarmanna á isafirði efna til kappræðufundar um stjórnmál i Góð- templarahúsinu á ísafirði/ fimmtu- daginn 2. október nk. Frummælendur verða Kjartan ólafsson, ritstjori og Steingrimur Hermannsson, alþingismaður. Fyrirspurnir leyfðar úr sal. Fundurinn er öllum opinn og hefst kl. 2&.30. Stelngrfmur Venusarljósmyndir í Krakow Sjötta árið I röð er haldin sýning á ljósmyndum i Krakow, Póllandi, sem ber heitið Venus. Viðfangsefnin eru einungis andlit og nakinn lik- ami mannsins. 4000 myndir voru sendar á sýninguna I ár, Venus-75, og voru 446 myndii'eftir 231 ljósmyndara teknar til greina. Þetta er ein af þeim myndum sem tfmaritið Poland birtir frá sýningunni. Hún heitir „Brúður” og er eftir Otto Gangl frá Bandarikjunum. RÓTTÆKUM ÚTHÝST Hin illræmda vestur-þýska reglugerð um „Berufsverbot” sem bannar að menn séu ráðnir i opinbera vinnu eða gegni opin- berum störfum ef skoðanir þeirra eru ekki „i samræmi við stjórnar- skrána” virðist nú smám saman vera að móta vestur-þýskt þjóðlff. Hálfopinber stofnun f Darmstadt sem hefur umsjón með leiguhús- næði hefur nú sett i leigusamn- inga sina sérstaka grein sem mælir svo fyrir að ef ieigjandi „fari út af braut stjórnarskrár- innar” f tali, riti eða framferði og skaði þannig orðstir húseiganda, megisegja leigusamningnum upp þegar I stað án nokkurrar viðvör- unar eða skaðabótagreiðslu. „Reglugerðinni um „Berufs- verbot” hefur verið beitt þannig i reynd að menn hafa verið reknir úr vinnu fyrir það eitt að hafa ein- hvern tima, e.t.v. mörgum árum áður, látið i ljós vinstri sinnaðar skoðanir, tekið þátt i mótmæla- göngu eða vera félagi i vinstri sinnuðum flokkum eða félögum, jafnvel þótt flokkarnir séu alveg löglegir og leyfðir. Ljóst er af leigusamningi stofnunarinnar i Darmstadt að hún hyggst bola sömu mönnum frá húsnæði og nú geta ekki gegnt opinberum störf- um. Framtaksemi hennar er enn sem komið er einangrað fyrir- bæri, en samt glöggt dæmi um þær nýju „galdraofsóknir” sem tröllrfða Vestur-Þýskalandi. Ný stjórn hjá háskóla- menntuðum kennurum Aðalfundur Félags háskóla- menntaðra kennara 1975 var haldinn 20. sept. s.l. Kosið var að nýju I stjórn og nefndir. Stjórn félagsins skipa: Arn- grimur Sigurðsson, formaður, Árni Magnússon, Elín G. Jóns- dóttir, Sigurður H. Benjamins- son, Sigurður Hjartarson. 1 vara- stjórn eru Kristján Thorlacius og Asthildur Erlingsdóttir. I launa- málanefnd eru: Franz A. Gisla- son, formaður, Aðalsteinn Eiriks- son, og Bogi Ingimarsson. Vegna sivaxandi starfsemi fé- lagsins hefir verið ákveðið að hafa opna skrifstofu I Félags- stofnun stúdenta við Hringbraut og er skrifstofan opin á fimmtu- dögum kl. 17-19, s. 21173. Merkja- söludagur Sjálfsbjargar I dag sunnudag, er hinn árlegi merkja- og blaðsöludagur Sjálfs- bjargar, landssambands fatl- aðra. Þá verða seld merki Sjálfs- bjargar og blaðið „Sjálfsbjörg 1975.” Verð blaðsins er kr. 200.- og á merki er 100.-. Sjálfsbjargarfé- lögin ásamt trúnaðarmönnum og velunnurum samtakanna, sjá um sölu úti á landi. Sjálfsbjargarfé- lagið i Reykjavik sér um sölu á höfuðborgarsvæðinu og verða merki og blöð afhent i barnaskól- unum I Reykjavik, Kópavogi, Garðahreppi, Hafnarfirði, Sel- tjarnarnesi og i Varmárskóla, Mosfellssveit. Einnig verða af- greidd merki og blöð i anddyri Vinnu- og dvalarheimilis Sjálfs- bjargar, Hátúni 12. RevH-"”- Halli í Sví- þjóö — hag- stætt vestra STOKKHÓLMI WASHINGTON reuter — Um leið og tilkynnt er um alvarlegan viðskiptahalla I Sviþjóð berast fregnir að vestan um mjög hagstæðan verslunar- jöfnuð Bandaríkjanna gagnvart útlöndum. Halli svia gagnvart út- löndum nam 1.300 miljónum sænskra króna I ágústmánuði og samtals 2,3 miljörðum kr. frá ársbyrjun. Hallinn var helmingi minni i fyrra. Verslunarjöfnuður Bandarikj- anna var hagstæður um 1.035 mil- jónir dollara i ágúst og um 7,4 miljarða dollara frá ársbyrjun til ágústloka. A sama tima I fyrra var halli á verslunarjöfnuðinum um 1,5 miljarða $. KAUPMANNAHÖFN 26/9 — Allir fulltrúar Bandarikjanna og Kan- ada og verulegur hluti fulltrú- anna frá Bretlandi og Frakklandi á fundi þingmanna NATO-rikj- anna reyndist standa með spönsku stjórninni og aftöku- sveitum hennar I atkvæða- greiðslu um tengsl viö Franco-Spán. Eigi að siður marð- ist meirihluti fyrir áskorun á stjórnvöld í NATO-ríkjum að gera ekkert til að hleypa Spáni inn i bandalagið. SJÓNVARPSTÆKI TRYGGUR FJÖLSKYLDUVINUR sérlega 6kýr, næm og endlngargóð tæki. HAFNARSTRÆTI 17 SIMI 20080 Sovétríkin Kynnist fólki og lífi i Sovétríkjunum. Gerist áskrifendur að: Sovétríkin Iþróttir í USSR Sovéska konan Menningarlíf Þjóðfélagsvísindi Alþjóðamál Sputnik Erlend viðskipti Nýir tímar XX öldin & friður Sovéskar kvikmyndir Ferðir til Sovét Moskvu fréttir Fréttir frá Úkraínu. Tímaritin eru á ensku, þýsku og frönsku. ERLEND TÍMARIT s. 28035 pósthólf 1175

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.