Þjóðviljinn - 04.10.1975, Blaðsíða 5
Laugardagur 4. október 1975 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
DRÖG AÐ DOKTORSRITGERÐ
Hér birtist þriðji þáttur
Ég var að svara spurning-
unni: Hefur nokkurntima nokk-
uð verið skrifað fyrir börn?
Þjóðsögurnar? Nei. En þær eru
eftirlæti barna og unglinga. Ég
tók söguna um Búkollu til dæm-
is um þann hugsunarhátt, sem
bak við sögurnar er.
Þjóðsögurnar i heild eru speg-
ilmynd af baráttu þjóðarinnar,
andlega og veraldlega, af glimu
hennar við óráðnar gátur, af
efasemdum hennar um kenn-
ingar, sem fólki er ætlað að
trúa. Og þær eru að meiri hluta
ádeila á yfirráðavöldin.
Það er til dæmis að taka efti.r-
tektarvert, að þvi nær allar
þjóðsögur vorar, sem kenna má
við skáldskap, fara vel, þannig,
að hið góða sigrar, réttlætið ber
sigur úr býtum, hinn undirokaði
fær uppreisn æru sinnar eða
makleg laun fyrir fórnir og
dugnað i mannraunum. Naum-
En þjóðsögurnar eru lika full-
ar af gamansemi og háði. Og
háðið beinist að yfirráðaöflun-
um.
Þegar þjóðin lá á hnjánum i
bænakvaki sinu, hungruð og
umkomulaus, hafði hún á hrað-
bergi gamansögur um þau
máttarvöld, sem hún tilbað. Og
þjónar þessara máttarvalda,
sem menn voru skikkaðir til að
trúa á, urðu skotspænir fyndni
og háðs.
Engin stétt manna á Islandi
hefur orðið fyrir öðru eins að-
kasti i þessum efnum og kenni-
mennirnir, prestastéttin. A
sama tima og hungraðir menn
rótuðu í öskuhaugunum og leit-
uðu að skóvörpum til að leggja
sér til munns, var þeim á drott-
ins dögum heitið i kirkjunum
,,kláravini, feiti og merg”, þeg-
ar þessu jarðlifi væri lokið.
Menn máttu þvi hlakka til að
Jón Borgfirðingur segir til
dæmis að taka: ,,Ég hef heyrt
að kerlingin hafi sagt: Alútur
riður hannnúna himnafaðirinn,
þvi hún hélt þetta væri hann, en
ekki biskupinn.”
En þessi fyndni var ekki ein-
göngu notuð i hárfinum sam-
setningi um hinn æðsta, heldur
var á þennan hátt hægt að veit-
ast að kennimönnunum og láta
hlæja að göllum þeirra og mis-
gjörðum, ágirnd þeirra og
nápinuskap.
En mikið þótti börnunum
gaman að mörgum þessara
sagna. Og ótaldar eru þær gleði-
og skemmtistundir, sem almúg-
inn hafði af þessu háði.
Svo sem að likum lætur, mun
kennimönnum hafa verið litið
gefið um þetta málróf.
En til voru þeir klerkar, sem
tóku þátt i þessu gamni og skrif-
Gunnar
M.
Magnúss:
Álúti biskupinn
ast mun finnast kafli eða enda-
lok sögu, þar sem yfirvaldið
stendur sigri hrósandi yfir fölín-
um kramarmanni eða nýtur
sælu og nautnar vegna yfirráða
sinna. Oðru nær. Þeir fá oftast
„makleg málagjöld.”
Hinsvegar verða öskubusk-
urnar sigurvegarar. Þær eru
séðar, góðsamar, hyggnar og á-
ræönar, þegar til kastanna
kemur og sigra, komast oft upp i
sjálft drottningarsætið.
Karlssynirnir verða hetjur,
gáfum gæddir, sem ekkert ver-
aldlegt vald bugar. Yfirvaldið
fær oft svo aumkvunarleg af-
drif, að hrollur leikur um hverja
taug lesandans yfir þeirri fer-
legu útreið, sem þeir hljóta.
Þetta er ritað með köldu blóði.
Það eru þau hin maklegu gjöld-
in, sem þjóði,n hlakkar yfir að sá
sem yfir henni ræður, harðstjór-
inn, heimskinginn, valdaræn-
inginn, hljöti.
Vfða er teflt fram kóngsriki og
koti. Þjóðin veit reyndar ekki
hvað kóngsriki er. Hér hefur
enginn konungur stigið á land,
en nóg er af kotunum. Hinsveg-
ar verður kóngsríkið æfintýrið
um alla þá veraldlegu upphefð,
sem hægt er að hugsa sér, með
gulli og gersemum. Skyldu þeir,
sem skrifa um gullið hafa nokk-
urntima séð þann góðmálm?
sálast. En umhverfi mannsins
var kallað táradalur.
Það úir og grúir af háðglósum
um þjóna þess drotins, sem ætl-
aði að bæta allt böl eftir dauð-
ann, en horfði sljóum augum á
mannfólkið, meðan liftóran var
að basla við i lengstu lög að til-
heyra þessum táradal.
Sagan segir, að ,,einu sinni
voru tvær kerlingar á ferð þar
nálægt sem lestamenn áðu hest-
um slnum. Svo stóð á, að þeir
höfðu i lestinni meri álægja og
graðhest. En þegar kerlingam-
ar fóru fram hjá lestunum og
tjaldinu stóðu lestamennirnir
úti og graðfolinn var einmitt að
fylja merina. Heyra mennirnir
þá, að önnur kerlingin segir:
„Alútur riður hann i söðlinum
núna, blessaður.”
Þá svarar hin: „Ég held það
sé ekki tiltökumál um jafnhá-
aldraðan mann sem blessaður
biskupinn okkar er orðinn,” þvi
þær imynduðu sér að biskupinn
væri þar á ferð, en vissu, að
hann var orðinn gamall mað-
ur.”
Þetta er ein af sögunum, þar
sem blekkingin er notuð til þess
að minna á heilagleikann i skop-
legu ástandi. Og aðrir segja, að
likingin hafi verið ennþá ná-
legri.
uöu sjálfir upp slikar sögur. Og
einn kennimann þekkti ég, sem
hafði gaman af prestasögum og
tók undir glensið. Það var séra
Magnús Helgason skólastjóri.
Einhverju sinni, er ég talaði við
hann, barst talið að þessum
málum. Hann bætti við sögum
og léttist við.
En þarna var reyndar maður,
sem var höfði hærri en aðrir á
andlegum sviðum og frjálsari
öðrum I almennum skoðunum.
Það var hann, sem sagði yfir
moldum Þorsteins Erlingssonar
skálds þessi einstæðu og mikil-
verðu orð: „Það hefur verið
sagt um Þorstein, að hann hafi
lika hatað mikið. Það má kom-
ast svo að orði. Ef innf jálg óbeit
og gremja gegn öllu þvi, sem
manni þykir illt og ljótt, á að
nefnast hatur, þá átti hann mik-
ið af þvi, eins og alkunnugt er.
En það má alveg eins kalla það
kærleika, — það er önnur hlið
mannkærleikans. Hvernig á sá,
sem elskar mennina og sár-
kennir I brjósti um þá, vegna
hinna mörgu meina, — hvernig
á hann að geta annað en hatað
það, sem meinunum veldur?
Þorsteinn gerði það lika svika-
laust, af öllum þeim glóandi
hita, sem hjarta hans átti til.”
Rvk. 30. september 1975.
Aukinn útflutningur á
ullarvöru frá Alafoss
Veruleg aukning hefur orðið á
útflutningi uliarvöru frá Alafossi
hf., á þessu ári. Kemur þessi
aukning útflutningsins fram á
nær öllum framleiðslu- og sölu-
vörum fyrirtækisins. Mest er þó
aukningin i tilbúnum fatnaði, iæt-
ur nærri að fyrirtækið sé á árinu
búi aö flytja 50 þúsund fllkur út,
og fyrir liggja það verulegar
pantanir til afgreiðslu á næstu
mánuðum að afgreiðslugeta
fyrirtækisins er þar fullnýtt.
Fatnaður sá sem Alafoss hf.
flytur út er aðeins að litlu leyti
framleiddur hjá fyrirtækinu
sjálfu. Að framleiðslu þessa fatn-
aðar standa prjóna og saumastof-
ur, sem staðsettar eru viðsvegar
um landið. Hefur Alafoss hf. nú
um nokkurra ára skeið haft sam-
vinnu við þessi fyrirtæki og séð
um útflutning á framleiðsluvöru
þefrra. Hefur þessi tilhögun kom-
ið sér vel fyrir báða aðila — skap-
Framhald á bls. 10
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu tollstjórans i Reykjavik,
ýmissa lögmanna, banka, stofnana o.fl.,
fer fram opinbert uppboð að Sólvallagötu
79, laugardag 11. október 1975 og hefst það
kl. 13.30.
Selt verður: veggfóður, gólfflisar, lim,
penslar svo og ýmsar aðrar byggingavör-
ur, búðarkassar, peningaskápur, af-
greiðsluborð og hillur, skrifstofuáhöld,
ýmsar nýlenduvörur, afgreiðslukæliborð,
frystikista, kjötsög, áleggshnifur, búðar-
vog, innpökkunarvél, merkivélar, borð og
stólar, isskápar, sófasett, isvél, frimerki,
bakaraofn Rafha 3ja hólfa, stór isskápur
m/ 5 hurðum og margt fleira.
Greiðsla við hámarshögg. Ávisanir ekki
teknar gildar sem greiðsla, nema með
samþykki uppboðshaldara eða gjaldkera.
Uppboðshaldarinn i Reykjavik.
Námsmenn og
umbodsmenn
námsmanna erlendis
athugið
Þar sem f jármagn til haustlána hefur enn
ekki verið tryggt, reyndist lánasjóðnum
ekki unnt að hef ja úthlutun þeirra á áður
auglýstu úthlutunartimabili, sem var
15—30. september.
Úthlutun hefst strax og fjármagn hefur
verið tryggt.
Lánasjóður islenskra námsmanna
Laugavegi 77.
Akranes — íbúðir
Vegna byggingar járnblendiverksmiðj-
unnar á Grundartanga, er óskað eftir að
taka á leigu fyrir erlenda starfsmenn 2 til
3 ibúðir (3. til 5 herbergja) á Akranesi i 1
til 2 ár. Upplýsingar gefnar hjá Almennu
verkfræðistofunni h/f. Fellsmúla 26
Reykjavik simi 91-38590.
Söngskólinn í Reykjavík
auglýsir
Söngskólinn i Reykjavik verður settur
sunnudaginn 5. okt. nk. kl. 15 i Mennta-
skólanum við Tjörnina (gamla Miðbæjar-
skólanum)
Áriðandi er að nemendur mæti við skóla-
setninguna.
Skólastjóri
KVENNADEILD
SLYSAVARNA-
FÉLAGS
ÍSLANDS
í REYKJAVÍK
HLUTAVELTA
ÁRSINS
veröur í Iðnaðarmannahúsinu að Hallveigarstíg
1/ sunnudaginn 5. október kl. 2 e.h.
REYKVÍ KINGAR: Styrkið slysavarna- og
björgunarstarf SVFÍ.
Fjöldi góöra
muna
— Ekkert
happdrætti
Engin núll