Þjóðviljinn - 04.10.1975, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.10.1975, Blaðsíða 4
4 StÐA — i»JÓÐVILJINN Laugardagur 4. október 1975 DiOÐVIUINN mAl'gagn SOSlALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS ÝJtgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljaná Úmsjón með sunnudagsblaöi: Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann - Arni Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Svavar Gestsson Skólavörðust. 19. Sími 17500 (5 línur, Fréttastjóri: E}inar KarlHaraldsson Prentun: Blaðaprent h.f. EGGIÐ KENNIR HÆNUNNI Ólafur Jóhannesson, viðskiptaráðherra, formaður Framsóknarflokksins myndaði núverandi rikisstjórn handa Geir Hall- grimssyni. Nú hefur þetta afkvæmi Ólafs stýrt landinu um eins árs skeið og niður- stöðumar liggja fyrir, Samkvæmt upplýs- ingum Ólafs sjálfs ræður stjórnin ekkert við efnahagsvandann. Hann hefur einnig bent á það að verðbólguæðið sé einkum að kenna stefnu rikisstjórnarinnar. Hefur ráðherrann i þeim efnum sérstaklega bent á gengisfellingar og gengissig núverandi rikisstjórnar, auk þess sem verðhækkanir opinberrar þjónustu eru nefndar til. Verð- bólgan er þvi nú — gagnstætt þvi sem var á valdatima vinstristjórnarinnar — af innlendum toga spunnin, enda hefur ólaf- ur sagt i ræðu nýlega: „Þess vegna er hér að verulegu leyti um að ræða innlendar orsakir.” Um leið og Ólafur lýsir þessu yf- ir viðurkennir hann að það sé ekki kaupið sem valdi þessari verðbólguþróun: „Kauptaxtar allra launþega munu i pen- ingum hækka um 27% frá árinu 1974, en meðaltalsverðhækkanir eru um 48%... Þetta sýnir, að um verulega kaupmáttar- rýrnun er að ræða á þessu timabili.” Þannig er komið hag launafólksins, en hvað um aðra þætti þjóðlifsins, atvinnu- vegina? í ræðu Ólafs kemur fram að framleiðsla almenns iðnaðar verður i ár svipuð og i fyrra, byggingastarfsemin einnig, afkoma landbúnaðarins góð, af- koma sjávarútvegsins misjöfn, góð til dæmis i saltfiski og herslu, „sumar greinar útflutningsiðnaðar hafa sýnt góða afkomu” og verslunin verið með svipaða afkomu og undanfarin ár , „og betri afkomu en i fyrra.” Þannig er stöðu atvinnuveganna háttað, og virðist hún mjög svipuð þvi sem var i fyrra þegar vinstristjórnin lét af störfum, eða allgóð almenn afkoma. Það sem hefur farið úrskeiðis er þvi innflutningsstefnan, gjaldeyriseyðslan, handahóf og bruðl á mörgum sviðum. Og ó .þvi ber Ólafur Jóhannesson að sjálfsögðu fremur ábyrgð en nokkur annar maður. Ræða hans er hins vegar staðfesting á þvi að atvinnu- greinarnar hafa stöðu til þess að tryggja hærra kaup án þess að nokkrar verulegar grundvallarbreytingar verði gerðar. En hvað er þá til ráða i innflutnings- og gjaldeyrismálunum? ólafur Jóhannesson var þeirrar skoðunar i febrúarmánuði sl. að setja yrði gjaldeyrisskorður, þannig að innflytjendur gætu ekki hömlulaust vaðið i gjaldeyrissjóðinn. En nú hefur Ólafur Jóhannesson snúið við blaðinu. Hann hef- ur sporðrennt i heilu lagi viðskiptakenn- ingum ihaldsins og leggst algerlega gegn þvi að skynsamleg stjórn sé á gjaldeyris- og innflutningsmálum þjóðarinnar. Þetta segir ólafur á sama tima og hann lýsir þvi einnig yfir að hagur verslunarinnar i ár sé með sérstökum blóma. Á sama tima og „veruleg kaupmáttarrýrnun hefur átt sér stað”, á sama tima og fyrirsjáanlegur er verulegur halli á rikissjóði, á sama tima og ljóst er að greiðslubyrði erlendra lána er að sliga þjóðina og gjaldeyrisstaðan rýrnar um 2.500 milj. kr. á árinu — á sama tima er hagur verslunarinnar i blóma og ekki má samt skerða hár á höfði milliliða og braskara 1 upphafi var á það minnst að Ólafur Jóhannesson væri faðir núverandi rikis- stjórnar; af ræðu hans i Framsóknarfélagi á dögunum er ljóst að eggið hefur verið iðið við að kenna hænunni að undanförnu. Ólafur Jóhannesson er ihaldsmaður. —s. Hœttal Sérsköttun Már Pétursson, héraðsdómari ritaði athyglisverða grein i Þjóðviljann 26. sept., þar sem hann gerir undirbúning nýs frumvarps um sérsköttun hjóna að umtalsefni. Már bendir á að hér sé um slikt stórmál að ræða að það megi ekki liggja lengur i þagnargildi og hvetur Kvenrétt- indafélag íslands og Rauð- sokkahreyfinguna til þess að taka afstöðu. Hér skal gripið niður i grein Más Péturssonar: „Hverju er veriö aö breyta? Eftir þvi sem ráöa má af þeim yfirlýsingum er stjórnmála- menn hafa að undanförnu gefið, þá virðist meginefni væntanlegs frumvarps verða i fyrsta lagi það, að leggja til að sérsköttun verði lögboðin, þ.e. hjónum verði ekki heimilt heldur skylt að telja fram hvort i sinu lagi. 1 öðru lagi að konan telji ekki ein- vörðungu fram sinar eigin tekj- ur heldur sameiginlegar tekjur hjóna veröi Iagöar saman og siðan skipt tii helminga. Leynd yfir undirbúningi hins nýja frumvarps — efni þess má ráöa af likum. Undirbúningsvinna við sér- sköttunarfrumvarpið hefur far- ið mjög hljóðlega fram en mun þó vera i fullum gangi, enda nauðsynlegt að leggja það fram þegar i upphafi þings eða snemma á þinginu, ef ákvæðum þess á að beita við skattlagn- ingu næsta ár. Ekki mun sérstök nefnd hafa verið skipuð til þess að semja frumvarpið, heldur mun þriggja eða fimm manna starfshópur hafa verið settur i verkefnið og i honum munu vera fulltrúi eða fulltrúar fjármála- ráðuneytisins ásamt utanað- komandi mönnum, þó mun ekki hafa þótt ástæða til að kveðja til konu eða fulltrúa kvennasam- taka. Þótt frumvarpið eða drög að þvi hafi enn ekki komið fyrir al- menningssjónir, þá má ráða efni þess af lfkum. Þótt þvi sé borið við, þegar spurt er, að Már Pétursson málið sé flókið og ekki útrætt, þá er það i raun og veru einfalt þegar sú yfirlýsing er höfð i huga að koma eigi á sérsköttun. Það eru þrir valkostir sem raunverulega eru fyrir hendi og til umræðu: 1. Helmingaskiptaregla, þ.e. tekjur beggja hjóna lagðar saman og deilt með tveim. Henni munu fylgja hliðarráð- stafanir sem munu hafa litla þýðingu og verða smám saman afnumdar. 2. Sérsköttun tekna hvors hjóna um sig og heimild til millifærslu. 3. Sérsköttun tekna hvors hjóna um sig án millifærslu. í öllum tilvikum yrði 50% frá- drátturinn afnuminn. Auðvelt er að ráða i, hver þessara þriggja leiða verður valin: Það má fletta upp i Alþingistiðindum frá 1973, A- deild bls. 693, þingskjal 171. Þar er að finna frumvarp sem nú- verandi fjármálaráðherra og sjávarútvegsráðherra fluttu. Það hefst á þessum orðum: „Tekjum og eignum hjóna, sem samvistum eru, skal skipta til helminga og skattur reiknað- ur af hverjum helmingi fyrir sig...” Engin ný gögn liggja fyrir sem benda til þess að stefnan sé breytt eða benda til. þess að frumvarp i þessari mynd verði ekki lagt fram sem stjórnar- frumvarp, ef af framlagningu sérsköttunarfrumvarpsins verður á annað borð. Áhrif hinnar nýju sérsköttunar En hvaða þýðingu mundi sllk lagabreyting hafa skattalega séð? Nú er það svo, að meðaltekjur bæði hjóna og einstaklinga koma i næsta skattþrep, þ.e. 40% tekjuskatt. Tekjur hjóna, þar sem konan vinnur að ein- hverju marki utan heimilis, munu eftir breytinguna áfram koma i hæsta skattþrep. Það er þvi alveg ljóst að skattar hjóna, þar sem konan vinnur utan heimilis, munu hækka verulega, i algengum tilvikum mun tekju- skatturinn hækka um og yfir 25%, ef konan aflar helmings teknanna, en hækkunin yrði þeim mun minni sem tekjur konu eru minni hluti heildar- teknanna. Nefna má dæmi til skýringar: Ef skattgjaldstekjur hjóna eru alls kr. 1800 þúsund, sem væntaniega verður ekki ó- algengt á þvi ári sem nú er að liða, og konan aflar helmings teknanna, yrði tekjuskattur þeirra nú um kr. 405 þúsund en eftir breytinguna um kr. 520 þúsund. Ef konan aflar þriöj- ungs sömu brúttótekna mundi tekjuskatturinn hækka nokkru minna við breytinguna eða úr nálægt kr. 459 þúsund i um kr. 520 þúsund. A hinn bóginn myndu skattar hjóna, þar sem konan aflar ekki tekna utan heimilis lækka nokk- uð, ef um góðar tekjur eigin- mannsins er að ræða. Ef miðað er við að maðurinn ynni einn fyrir sömu tekjum og bæði hjón- in i dæminu hér á undan yrði tekjuskattslækkunin nálægt 18% við breytinguna. Sú lækkun yrði hlutfallslega þvi minni sem tekjurnar væru lægri. Hjá lág- launafólki, þar sem konan er heimavinnandi, hefði skatt- breytingin sáralitla eða jafnvel enga lækkun i för með sér.” Ný tegund misréttis Már Pétursson kemst að þeirri niðurstöðu að hér sé um að ræða nýja tegund misréttis. Hvaða skýringardæmi sem tek- in séu komi i ljós að skattbyrði fjölskyldna þar sem kona aflar tekna utan heimilis mun aukast að mun og hagur þeirra fjöl- skyldna versna, einkum meðal lágtekjufólks, þar sem tekjur Er sérsköttun ekki þeim i hag? konu eru verulegur hluti tekn- anna. Skattbyrði efnafólks með góðar tekjur þar sem konan tek- ur ekki þátt i tekjuöfluninni mun léttast og hagur þess batna. Már telur að þjóðfélagslegar afleiðingar umræddrar skatt- breytingar yrðu: 1. Hópur kvenna mun hverfa af vinnu- markaðinum. 2. Hin nýja sér- sköttun mun verða mikill drag- bitur á sókn kvenna til aukinnar menntunar. 3. Sérsköttunarað- ferðin mun leiða til þess að færri konur munu leita út á vinnu- markaðinn. Þá telur Már að verði helm- ingaskiptareglan látin ráða muni I mörgum tilfellum verða litið eftir i launaumslögum kvenna, sem hafa litlar tekjur, en verða samt að standa skil af helmingi af skattbyrði fjöl- skyldunnar. Færir hann rök að þvi að þar sé fjárforræði kvenna i hættu. 1 lok greinarinnar segir Már að ástæðan til þess að verið er að undirbúa sérsköttunarfrum- varp sé sú að landsfeðurnir hafi viljað koma til móts við sjónar- mið ógiftra kvenna, sem ekki njóta nú 50% afsláttarins um leið og ætlunin sé að auka tekjur rikisins. Már heldur þvi fram að hagur ógiftra kvenna muni ekki batna við skattkerfisbreytinguna. Að- eins sé verið að taka aukinn hluta af launatekjum giftra kvenna og færa i rikissjóð. Hag- ur einstæðra mæðra batni ekki við það, en munurinn á hag ein- stæðra foreldra og giftra kvenna minnki. Sérsköttun hjóna sé þvi hag einstæðra for- eldra óviðkomandi, og til séu aðrar leiðir til þess að bæta hann, ef vilji sé fyrir hendi. Már Pétursson hefur vakið at- hygli á merku máli og sett fram ákveðnar skoðanir á væntan- legu sérsköttunarfrumvarpi. Af grein hans er ljóst að full þörf er á umræðu um þessi mál áður en af afgreiðslu frumvarpsins verður. —ekh.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.