Þjóðviljinn - 04.10.1975, Blaðsíða 12
Laugardagur 4. október 1975
Góð aðsókn
4
hjá Hafsteini
Sýning Hafsteins Austmanns
listmálara hefur nú staðið yfir i
viku á Loftinu á Skólavörðustig 4.
Sýnir Hafsteinn þar 33 vatnslita-
myndir, og er sú elsta frá 1951, en
sú yngsta frá þessu ári.
Hér er ekki um yfirlitssýningu
að ræða, heldur samtlning frá
ýmsum timaskeiðum á listferli
höfundar og kallar hann sýning-
una Frá liðnum árum.
Aðsókn hefur verið mjög góð.
Þetta verður siðasta helgin, sem
sýningin verður opin, og verður
hún opin kl. 14 til 18 i dag og á
morgun. Sýningin verður svo opin
eitthvað fram eftir vikunni og þá
á venjulegum verslunartima.
Spœnska stjórnin:
„F örum
okkar £ram”
Madrid 3/10 ntb reuter —
Spænska rikisstjórnin gaf út þá
yfirlýsingu að loknum rikisráðs-
fundi i dag að hún myndi neyta
allra bragða til að hamla gegn
hefndarverkum i landinu og
halda áfram að taka af lífi þá sem
dæmdir hafa verið ákærðir um
morð á lögregluþjónum.
Segir einnig að stjórnin standi
heilshugar saman og láti sig engu
varða mótmæli erlendis frá. Hún
muni krefjast skaðabóta fyrir all-
ar skemmdir sem unnar hafa
verið á spænskum sendiráðum og
öðfum eigum spánverja erlendis.
30—40 manns sitja nú i spænsk-
um fangelsum og biða dóms
ákærðir um hefndarverk. Ekki er
vitað hvenær þeir verða leiddir
fyrir herrétt en a.m.k. tólf þeirra
eiga dauðadóm yfir höfði sér að
sögn saksóknara.
Mikil spenna rikti i spænsku
þjóðlifi I dag og i Madrid kom til
skotbardaga milli lögreglu og
þriggja ungmenna. ! Cordoba
fóru um 100 þúsund manns i
f jöldagöngu til að sýna Franco og
stjórninni hollustu sina og stuðn-
ing. Mótmælti fólkið erlendri i-
hlutun i spænsk innanrikismál.
Stjórn Þýska alþýðulýðveldis-
ins sleit i dag öllu stjórnmála-
sambandi við spænsku stjórnina.
Megn óánœgja með fyrirkomulag síldveiða
Dýrmætri síld fleygt
Megn óánægja ríkir meðal sjómanna og síldarverk-
enda með þá tilhögun, sem á er við sildveiðar og verkun
síldarinnar. Hefur tilhögunin leitt til þess, að skip, sem
fengið hafa góð köst, hafa þurft að henda tugum, jafnvel
hundruðum tonna af síld í sjóinn.
Munum leika
hér heima
segja skagamenn sem drógust
á móti Dynamo Kiev í EB
Skagamönnum varð ekki aö ósk sinni að lenda gegn sterku V-
Evrópuliöi i 2. umferð EB, svo möguleiki væri á að selja heimaleik
ÍA ytra. Þcss I stað lentu þeir gegn einu besta liði Evrópu, Dynamo
Kiev, scm verið hefur opinbert landsliö Sovétríkjanna i rúmt ár og
ckki bara það, heldur er Dynamo Kiev Evrópumeistari bikarhafa
siðan i vor, og það er talið sigurstranglegast nú i EB meistaraliða.
Gunnar Sigurðsson, formaöur knattspyrnudeildar iA sagði i gær,
að þaö væri vonlaust að reyna aö selja sovétmönnunum heimaleik
ÍA, og þvi munum við leika heimaieik okkar hér á !andi,sagði Gunn-
ar.
Hann sagði að skagamenn myndu reyna að fá leikjunum snúið
við, þannig aö fyrri leikurinn yröi hér á landi 22. okt. — Þá munum
við reyna að leika á Melavellinum eða ef mögulegt er aö fá þá hing-
að um helgi, þá leikum við hér uppá Akranesi. En þetta skýrist allt á
næstunni, þvi við munum hafa samband við forráðamenn liðsins
sem allra fyrst, sagði Gunnar.
S.dór
Eins og kunnugt er er ekki leyft
að veiða sild i hringnót, nema hún
sé söltuð um borð i veiðiskipun-
um. Hafa mörg skip leitað i höfn
til þess að salta sildina, en söltun-
in verður samt sem áður aö fara
fram um borö i þrengslum, þvi
reglur banna að salta á bryggj-
unni eða i húsi.
Þá fer söltun þannig fram, að
sildin er aðeins hausskorin, ekki
slógdregin, og siðan er henni
skóflað i tunnurnar, ekki lögð niö-
ur eins og til siðs var hér fyrr á
árum. Þannig frágengin er sildin
mun verðminni en ef hún er lögö
niður.
Fái bátar stór og góð köst,
stærri en svo, að þeir komi allri
sildinni á dekk, þarf að sleppa
þvi, sem umfram er, og er þá
undir hælinn lagt hvort sildin er
lifandi eða dauð, þegar hún er
laus úr nótinni.
Eins og áður segir eru sjó-
menn mjög óánægðir með þetta
fyrirkomulag og þykir mörgum
fáránlegt. Ekki hefur þó heyrst af
þvi, að breytinga megi vænta hér
á.
— úþ
12 drepnir á
Norður-Irlandi
Hollenskum iðjuhöldi rœnt í Dublin
BELFAST, DUBLIN 3/10 drepnir og yfir fjörutíu
— Tólf manns hafa verið særðir á Norðujr-irlandi
Lánasióður náms-
um ” saaði Finnur h
manna tómur
Ástandið í lánamálum
námsmanna er nú á þvi
stigi að lánasjóður þeirra
ertómurog þegar kominn í
vanskil gagnvart
námsmönnum. Skýrði
Finnur Birgisson, fulltrúi
Sambands íslenskra náms-
manna erlendis i stjórn
Lánasjóðs námsmanna,
Þjóðviljanum svo frá að
vandræði þessi stöfuðu af
því, að við f járveitinguna í
fyrra hefði ekki verið gert
ráð fyrir haustlánum.
Finnur sagði að málið væri nú á
þvi stigi að reynt væri að útvega
lánsfé til að fjármagna haustlán-
in, en allt væri á huldu um það
hvort það fé fengist og hvort það
yrði nóg til að fullnægja láns-
fjárþörf námsmanna að ein-
hverju marki. 1 stað þess að gera
ráð fyrir haustlánum við fjárveit-
inguna i fyrra, hefði verið gefin
lánsheimild fyrir 100 miljónum
króna, sem ætlaðar voru til
haustlána, en nú er komið á dag-
inn að vandkvæði eru á að útvega
þetta lán.
„Þetta hefur leitt til þess að
sjóðurinn er þegar kominn i
vanskil gagnvart námsmönn-
um,” sagði Finnur, „þvi að hann
gat ekki úthlutað haustlánum á
tilsettum tima.” Hinsvegar er bú-
ist við að málin skýrist i næstu
viku, en þá mun menntamálaráð-
herra eiga fund með nokkrum
bankastjórum og fjalla um þetta
mál.
„Það segir sig sjálft að fótunum
er kippt undan starfsemi sjóðsins,
ef fjárveitingavaldið sér sér ekki
vært að útvega sjóðnum það fé,
sem þvi ber samkvæmt settum
lögum og reglum” sagði Finnur
að lokum. —dþ
Batinn lætur
á sér standa
„Batinn í efnahagsmál-
um, sem menn vonuðust
eftir að yrði á þessu ári,
hefur ekki enn orðið",
sagði Jóhannes Nordal
Hersetan og sjálfstœði íslands
Óskað eftir tilkynn-
ingum um þátttöku
Ráðstefnan í Stapa hefst að réttri viku liðinni
Ráðstefnan um herstöðvamál
og sjálfstæði Islands hefst eftir
rétta viku og stendur laugardag
frá hádegi og sunnudag. Finnur
Torfi Hjörleifsson sagði blaðinu
i gær að verulegur áhugi hefði
komið i ljós fyrir ráðstefnunni
og liti svo út sem þátttaka yrði
góð. En sem eðlilegt væri hefðu
margir ekki enn getað bundið
það fastmælum, hvort þeir
kæmust á ráðstefnuna. Til þess
að létta undirbúning við ráö-
stefnuhaldið væri nauðsynlegt
að fólk léti skrá sig til þátttöku
fyrirfram. Þá sakaði ekki að
fólk hefði einnig samband við
sig eða aðra úr undirbúnings-
nefnd vegna atriða eins og
ferðalaga utan af landi, bil-
ferða milli Reykjavikur og
Keflavikur o.þ.h.
Þátttaka tilkynnist einhverj-
um úr undirbúningsnefnd og
þeir gefa einnig aðrar upp-
lýsingar: Finnur Torfi Hjör-
leifsson simi 40281, Einar Bragi
simi 19933, Gils Guðmundsson
simi 15225 og Elias Snæland
Jónsson simar 42612 og 12002.
Seðlabankastjóri á blaða-
mannafundi í gær.
Á þessum fundi, sem á voru
fjölmargir bankastjórar, kom
fram, að bankastjórar telja að sú
ákvörðun bankanna, að tak-
marka útlán, hafi borið góðan
árangur i þeim skilningi, að dreg-
iðhefur úr þensluá peningamark-
aðinum.-
En bankastjórarnir sögðu einn-
ig fleira.
Til dæmis sagði Jónas
Rafnar, bankastjóri i Útvegs-
bankanum: „Þessar ráðstafanir
einar eru tilgangslitlar. Rikiö
þarf einnig að draga saman sina
peningaeyðsiu. Það er einnig
mjög óheppilegt, að sýnt er að
útlánaaukning fjárfestingalána-
sjóða verður mun meiri en bank-
anna.”
Útlánatregðustefna bankanna
virðist þvi þannig dæmd til þess
að mistakast, og verða eingöngu
til þeso, að erfiðara er fyrir al-
menning að fá smálán, þvi rikið
framfylgir þveröfugri stefnu við
þá, sem bankarnir fylgja, og hef-
ur aldrei skuldað aðrar eins.
upphæðir innanlands og utan,
rikisfjárlög verða aldrei hærri en
þau hin næstu, og fjárfestinga-
lánasjóðir lána aldrei eins mikið
fé og nú.
Ætli það sé engin heildarstjórn
á fjármálum i landinu? —úþ
siöan á fimmtudagsmorg-
un. Eru þetta mestu mann-
dráp sem oröið hafa þar í
marga mánuði. Aðallega
eru það kaþólskir menn,
sem hafa orðið fyrir árás-
unum
Félagsskapur mótmælenda,
sem nefnist úlster- sjálfboðalið-
ar, lýsti þvi yfir i dag hann bæri
ábyrgð á flesturm skctrárásanna
og sprengjutilræðanna i gær og i
dag.
Hollenskur iðjuhöldur var num-
inn á brott i Dublin i dag. Var þar
að verki hópur, sem hótar að taka
hollendinginn af lifi innan
38 klukkustunda ef þrir félagar i
ÍRA, sem sitja i fangelsi, verði
ekki tafarlaust látnir lausir. IRA
hefur hinsvegar neitað þvi að
bera ábyrgð á mannráni þessu.
trska stjörnin hefur harðneitað
þvi að láta að kröfum mannræn-
ingianna..
Sýning á myndum sovéskra
barna stendur nú yfir i húsakynn-
um félagsins MÍR, Menningar-
tengsla íslands og Ráðstjómar-
rlkjanna, að Laugavegi 178. A
sýningunni eru 46 myndir, teikn-
ingar, litkritarmyndir, vatnslita-
myndir og klippmyndir eftir 38
sovésk börn á aldrinum 7 til 13
ára. Margt manna hefur skoðað
sýninguna undanfarna daga, en
hún verður opin um næstu helgi, á
laugardag og sunnudag, kl. 14-18
báða dagana. Ollum er heimill
ókeypis aðgangur.
BLAÐA-
BURÐUR
Þjóðviljinn óskar eftir blað-
berum i eftirtalin hverfi:
Seltjarnarnes
Tómasarhaga
Brúnir
Kleppsveg
Álfheima
Vinsamlegast hafið
samband við
afgreiðsluna simi 17500.
mmm