Þjóðviljinn - 04.10.1975, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 04.10.1975, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 4. október 1975 Ármannsfellsmálið á fyrsta fundi borgarstjórnar: Byggingarleyfi afhent áður en sakadómsrannsókn lýkur I fyrrakvöld var haldinn fyrsti fundur borgarstjórnar eftir sum- arhlé. Þá var Árxnannsfellsmáliö að sjálfsögðu til umræðu. Höfðu borgarfulltrúar minnihlutaflokk- anna flutt þrjár tiliögur um máiið eða i tilefni þess. Eftir liðlega þriggja tima umræður var tveim- ur þessara tillagna vfsað frá, en ein þeirra var felld. Sigurjón Pétursson mælti fyrir fyrstu tillögu minnihlutaflokk- anna um að kjósa sjö.imanna lóðanefnd, en eins og nú standa sakir er „lóðanefnd” skipuð tveimur embættismönnum. bess- ari tillögu var visað frá. önnur tillaga minnihlutans var um að eftirleiðis skyldi sá háttur upp tekinn að lóðir verði auglýst- ar. Þessari tillögu var einnig vis- að frá. Þriðja tillagan var frá Kristjáni Benediktssyni á þá leið að ekki verði gefin út byggingarleyfi fyrir Armannsfellslóðina umdeildu meðan rannsókn málsins stendur yfir hjá sakadómi. Þessi tillaga var felld. Pólitískt mál Sigurjón Pétursson m®lti fyrir tillögunni um skipun lóðanefndar. Hann sagði, að úthlutun lóða væri pólitiskt mál og væri eðlilegt að kjósa til lóðanefndar hlutfalls- kosningu eins og kosið er til ann- arra nefnda. Núverandi „lóða- nefnd” væri tveggja manna og reynslan hefði sýnt að hún starf- aði ekki sem hlutlaus embættis- mannanefnd. Þetta hefði komið i ljós i Ármannsfellsmálinu þegar skrifstofustjóri borgarverkfræð- ings hefði viðurkennt að borgar- stjóri hefði skipað sér að úthluta lóðinni til fyrirtækis þessa. 1 sambandi við þetta mál er vert að minna á, að borgarstjór- inn sagði, að hann hefði óskað eft- ir þessari úthlutun til Ármanns- fells eftir að meirihluti var ljós fyrir málinu i borgarráði. Ekki hefur borgarstjóri fundið þennan meirihluta á borgarráðsfundi, þvi þar var ekki fjallað um málið fyrr en eftir að borgarstjóri hafði lagt fram óskir sinar við skrifstofu- stjóra borgarverkfræðings. Lóðaúthlutun er pólitiskt mál, en nú hefur einn flokkur allt þetta vald á hendi. Fulltrúar minni- hiutans fá þar hvergi nærri að koma fyrr en alveg við lokaaf- greiðslu málsins. Fullvist má telja — að fenginni reynslu af nú- verandi kerfi — að lóðaumsóknir fengju betri og heiðarlegri með- ferð, ef lóðanefnd væri kosin hlut- failskosningu. Á siðustu árum hefði æ oftar orðið ágreiningur um vinsælar lóðir i borginni en við úthlutun þeirra kemur það hvað eftir ann- að fyrir að meirihlutaflokkurinn gengur gegn öllum rökum. Nú er enn flutt tillaga um lóða- nefnd kosna hlutfallskosningu, slikar tillögur hefur Sjálfstæðis- flokkurinn áður fellt. En þessi til- laga er nú flutt i trausti þess að meirihlutinn hafi eitthvað lært af Ármannsfellsmálinu. Upptök málsins i innsta hring Sjálfstœði sfl okk s i n s Björgvin Guðmundsson mælti þessu næst fyrir tillögu um að lóð- ir i borginni skyldu auglýstar. Minnti borgarfulltrúinn á, að Morgunblaðið og einn borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins, Davið Oddsson, hefðu gagnrýnt að Ár- mannsfelislóðirnar voru ekki auglýstar. Kristján Benediktsson rakti að- draganda Ármannsfellsmálsins, Hann minnti á, að Albert og framkvæmdastjóri Ármannsfells Albert Guðmundsson Sigurjón Pétursson Þorbjörn Broddason segðu fyrirtækið hafa haft frum- kvæði að skipulagi lóðarinnar, en skipulagsstjóri segði svo ekki vera. Kristján minnti á að upptök Armannsfellsmálsins væru úr innsta hring Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði að þó e.t.v. mætti leiða likur að þvi að margir þættir þessa máls vörðuðu ekki beinlinis við lög, þá brytu þeir i bága við almenn siðræn viðhorf. Kristján lagði að lokum til, i samræmi við tillögu sina, að út- hlutun byggingarleyfis og mót- töku siðari hluta gatnagerðar- gjalds yrði frestað meðan saka- dómsrannsóknin stæði yfir. Hittumst i sakadómi Albert Guðmundsson talaði næstur i umræðunni. Hann sagði meðal annars: Birgir tsleifur Gunnarsson Borgarbúar hafa ekki traust á öðrum flokki en Sjálfstæðis- flokknum til lóðaúthlutana og embættismenn gegna störfum sinum á ábyrgð meirihlutans hverju sinni. Við höfðum lista yfir þá, sem sótt höfðu um lóðir og völdum Ármannsfell vegna frum- kvæðis þess. Ég sé ekki að óeðli- lega hafi verið staðið að þessari úthlutun. Þetta er leiöindamál.En komið þið og sannið þið það sem á okkur er borið. En ef ykkur ekki tekst það þá sitjið þið eftir sem slefber- ar og fleiprarar. Sjálf- stæðisf lokkurinn og ég er- um á þessu sviði sem öllum öðrum í sókn fremur en vörn. Verkefni mín krefjast þess þar sem ég er for- maður húsbyggingar- nefndar Sjálfstæðisflokks- ins, að ég gangi á milli manna og biðji þá að gefa þessa byggingu, Sjálf- stæðishúsið. Sjálfstæðis- húsið stendur sem sam- taka máttur flokksins og hann óflekkaður. Það er rétt að i þessu máli stangast á fullyrðingar skipu- lagsstjóra m.a. um það hvar arki- tektinn var ráðinn til þess að gera teikningar vegna lóðanna. En sannleikurinn hefur komið i ljós eftir framkvæmdastjóra Ar- mannsfells, sagði Albert. Við eigum kannski öll eftir að mæta hjá saka- dómi og tala undir eið. Ég hlakka til að hitta ykkur hjá sakadómi, kæru félag- ar. Að sletta lóðum í gœðingana Sigurjón Pétursson tók aftur til máls. Hann lagði áherslu á að með umsóknirnar yrðiheiðarlegar farið ef sérstök lóðanefnd meiri- hluta og minnihluta fjallaði um þær. Albert hefði lýst þvi yfir að réttur minnihlutans væri enginn i þessu sambandi og núverandi skipan eðlileg. Þetta er fráleitt. Flokkarnir eiga að hafa hlutfalls- lega jafnan rétt i þessum efnum og svo er raunar alls staðar ann- ars staðar i borgarkerfinu. Minnti Sigurjón i þessu sambandi á könnun er hann gerði þegar lóð- unum i Stóragerði var úthlutað. Þá kom i ljós að margir þeirra sem ekki fengu lóðir voru rétt- hærri en þeir sem fengu lóðirnar. Þannig sýnir reynslan að ekki er fylgt þeim reglum sem settar hafa verið og sem lóðanefnd ber að starfa eftir. Andstaða Sjálf- stæðisflokksins við skipan lóða- nefndar allra borgarstjórnar- flokkanna byggist á þvi að þar með eru skertir möguleikar hans Björgvin Guðmundsson til þess að sletta lóðum i gæðing- ana. Þá gerði Sigurjón Armanns- fellsmálið að umtalsefni: Þegar rætt hefur verið um að þessi lóð hafi ekki verið auglýst hefur borgarstjóri gefið þá skýringu að auglýst hafi verið um áramót eft- ir umsækjendum vegna þeirra lóða, sem þá voru ætlaðar til byggingar á árinu. En þessi um- deilda lóð var þá alls ekki til, þannig að þeir aðilar, sem sóttu um lóðir um áramót gátu ekkert um hana vitað. Það er táknrænt að tveir aðilar leituðu eftir lóð- inni: Ármannsfell og bygginga- meistari sem á sæti i skipulags- nefndinni. Þegar skipulagsuppdrættir að lóð þessari voru lagðir fyrir borg- arráð var ekki sýndur á uppdrætti hitaveitustokkur, sem liggur of- anjarðar þarna. Hitaveitustjóri tjáði mér, sagði Sigurjón, að hon- um hefði ekki verið kunnugt um að unnið væri að skipulagningu lóðarinnar og að það myndi kosta miljónir að færa hitaveitustokk- inn til bess að lóðin yrði bygg- ingarhæf. Af hverju var þessi hitaveitustokkur ekki sýndur á skipulagsuppdrætti? Albert Guðmundsson segir að Sjálfstæðisflokkutinn sé I sókn. Vonandi heldur sú „sókn” áfram; þá fær Sjálfstæðisflokkurinn þá lögun og stærð sem ég tel honum hæfa. Albert Guðmundsson ræddi um slefbera. En Davið Oddsson sagði i viðtali við Morgunblaðið að hann hefði beint spurningu til Alberts um Armannsfellsmálið á flokks- fundi Sjálfstæðisflokksins vegna þess að hann hefði haft heimildir, sem hann taldi „marktækar”. Hverjar voru þessar heimildir? Varla þær sem Albert Guðmunds- son kallar slefbera. Asakanir á skipulagsstjóra Albert Guðmundsson hafði uppi alvarlegar ásakanir á hendur embættismanns borgarinnar þar sem hann fjallaði um ummæli skipulagsstjóra, sem hann segir stangast á við sannar yfirlýsingar framkvæmdastjóra Armanns- fells. Rakti Sigurjón siðan hversu ummæli skipulagstjóra annars vegar og framkvæmdastjóra Ar- mannsfells hins vegar stangast gjörsamlega á. Albert hélt þvi fram i bókun sem gerð var i borgarráði, að Ar- mannsfelli bæri lóðin „Vegna frumkvæðis Ármannsfells um tii- lögur að skipulagi á lóð þeirri, sem er til úthlutunar...” Við nán- ari eftirgrennslan kom i ljós, að arkitekt Armannsfells var ráðinn til þess að vinna að skipulagi lóðarinnar á vegum skipulags- stjóra að tilhiutan Alberts Guðmundssonar. Þetta kemur fram i svari skipulagsstjóra við spurningum Sigurjóns Pétursson- ar, en þau voru birt i Þjóðviljan- um 17. sept. sl. Þessar upplýsing ar embættismanns borgarinnar reynir Albert að ómerkja, en framkvæmdastjóri Armannsfells sagði i blaðaviðtali að hann hefði fengið Vifil Magnússon arkitekt til þess að skipuleggja ibúða- byggð á þessu svæði fyrir Ár- mannsfell. En samkvæmt bréfi skipulagsstjóra var arkitektinn ráðinn af skipulagsdeildinni og öll hans vinna þvi eign borgarinnar og þá hefur skipulagshugmyndin verið tekin ófrjálsri hendi. Þvi hafi Vffill unnið að skipulaginu á vegum borgarinnar, eins og skipulagsstjóri segir, átti hann ekkert með að fara með skipulag- ið út I bæ. Albert Guðmundsson lætur sig hafa það að segja um embættis- mann borgarinnar, að hann ijúgi i skriflegu svari til borgarráðs- manns. ^Holskefla umsókna” Björgvin Guðmundsson gerði að umtalsefni orð sem Markús örn Antonsson hafði látið falla i umræðunum á þá leið að auglýs- ing á þessari lóð hefði kallað yfir borgarfulltrúa „holskeflu um- sókna”. Björgvin spurði: Eru einhver fyrirtæki á útilokunar- skrá hjá borgarstjórnarmeiri- hlutanum? Það er engu likara þegar sum fyrirtæki og bygg- ingarfélög fá ekki úthlutanir ár- um saman, en aðrir aðilar, eins og Ármanrisfell fá úthlutað hvað eftir annað á dýrmætustu lóðum borgarinnar. Björgvin kvað það ekki rétt að ekki hefði verið unnt að koma saman rannsóknarnefnd. Unnt hefði verið að koma saman 6 manna rannsóknarnefnd, en Sjálfstæðisflokkurinn hefði horfið frá skipan nefndar. Óskammfeilni Markús örn og Guðmundur G. ÞórarinsSon töluðu næstir, en sið- an borgarstjóri. Hann sagði aö borgarráð hefði framkvæmt end- anlega uthlutun á lóðinni frægu og kæmi þvi ekki til greina að fresta útgáfu byggingarleyfis meðan sakadómsrannsóknin stæði yfir. Kristján Benediktsson lýsti furðu á þeirri óskammfeilni sem þarna kæmi fram i afstöðu borg- arstjóra. Hann minnti á að þetta mál væri ekki milli meirihlutans og minnihlutans. Hér væri ijm að ræða mál milli borgarstjórnar- meirihlutans annars vegar og allra reykvikinga hins vegar. Davið Oddsson kvað hinar „marktæku” heimildir sem hann nefndi i Mbl.-viðtalinu hafa verið viðtal ritstjóra Visis við Svein Eyjólfsson. Hann sagði að um- deilda lóð hefði átt að auglýsa og hann hafi verið andvigur þessari úthlutun. Hins vegar styddi hann engu að siður frávisun á þeirri til- lögu Björgvins Guðmundssonar að lóðir i borginni skyldi auglýsa framvegis! Framhald á bls. 10

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.