Þjóðviljinn - 04.10.1975, Blaðsíða 7
Laugardagur 4. október 1975 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 7
„Þetta byrjaöi allt
saman þegar Búrfell
gaf okkur píanóið”
Arnþór Jónsson hefur fyrir
nokkru tekið við fullu starfi i
Sigöldu sem eins konar fclags-
málastjóri og framkvæmda-
stjóri félagsheimilisins á staðn-
um. Hann hefur áður fengist við
svipað verkefni I Straumsvlk,
við Þórisós og viðar og þvl var
stungið að honum hvort ekki
væri hægt að reyna eitthvað
slikt i Sigöldu.
— Þetta gekk nú ansi stirt i
byrjun — sagði Arnþór. Skiln-
ingsleysið sem maður mætti var
mikið og raunar algjört framan
af. Hugmyndirnar voru alltaf
brenndar i fæðingu. Smám sam-
an rættist þó úr og allt i einu gal-
opnaðist þetta. Félagsheimili
hefur nú risið, við höfum sér-
stakan íþróttasal og höfum með
margs konar tekjuöflun aurað
saman fyrir sjónvarpi,
diskótekgræjum, bingóvinning-
um og fleiru.
— Fyrsta tekjulindin var nú
ekki mikil, sagði Arnþór. — Ég
seldi dagblöð eins og óður mað-
ur og eftir nokkurn tima var
komið nóg i sjóð fyrir bingó-
spjöldum. Þau gáfu siðan rif-
legri tekjur og brátt var ráðist i
að kaupa sjónvarpstæki. Við
keyptum meira að segja lita-
sjónvarp og sjáum núna það i lit
sem þannig er sent út. Starfs-
mannafélagið hér og verkalýðs-
félög stóðu saman um að berjast
fyrir bættri aðstöðu og þetta
hefur mjakast töluvert, einkum
þó i sumar.
Þetta brölt i mér var þó litið
hornauga fyrst i stað á meðan
þetta var bara aukavinna hjá
mér og lagðist ofan á tólf tima
vaktina. Verkstjórunum þótti ég
frekar syfjulegur á morgnana
og það endaði svo með þvi að ég
var settur i þetta eingöngu.
— t vor þegar júgóslavarnir
kölluðu mig til sin og sögðust
allt i einu vilja leggja okkur ó-
takmarkað lið við félagsupp-
bygginguna, hafði ég snikt mér
boga hjá Landsvirkjun, sem ég
ætlaði að nota i bragga. Bað ég
júgóslavana siðan að gefa okkur
alla klæðningu á braggann en
það endaði með þvi að þeir
byggðu fyrir okkur sérstakt fé-
lagsheimili. Bragginn er núna
notaður sem iþróttahús og
stendur sig af stakri prýði.
— En næturvaktin missir allt-
af af sjónvarpinu?
— Nei, ekki aldeilis. Við fest-
um kaup á dýrindis myndsegul-
Segir Arnþór
Jónsson, sem
byggt hefur upp
sívaxandi aðstöðu
fyrir félagslíf
á staðnum
bandi og þegar næturvaktin var
búin klukkan sjö á morgnana
sýndum við þeim glænýjar upp-
tökur frá kvöldinu áður.
— Og þú ert ánægður með
hvernig til hefur tekist.
— Aðstaðan hefur a.m.k.
batnað mikið. Við höfum komið
okkur upp verslun i félagsheim-
ilinu, seljum nauðsynlegustu
snyrtivörur, sælgæti og fleira og
vissulega hefur mikiuð breyst.
Það er ekki hægt annað en að
vera ánægður með það. Það er
gaman að skilja þetta allt sam-
an eftir að framlengja það svo
til næstu virkjunarfram-
kvæmda.
Hugmyndin hjá okkur fæddist
eiginlega þegar við fengum að
gjöf forláta pianó frá Búrfells-
virkjun. Starfsmannafélagið
þar hafði keypt pianóið og i
rauninni má segja að allt sem
hér hefur risið sé byggt upp i
kringum þetta ágæta hljóðfæri.
,,Bestu vélamenn
í öllum heimi"
Við myndum fara allir sem einn
þótt það væri veriö að reisa
virkjun á Grænlandi — sagði Leif
Steindal, norskur aö ætt og
uppruna. Hann hefur verið verk-
stjóriyfir véladeild i langan tima,
var I Búrfelli i eina tið og stundaði
sjóinn me> Bi nna I Gröf á Gull-
borgu um skeið.
— Betri vinnuanda er ekki
hægtað hugsa sér — sagði Leif. -
Það er litill vandi að laga sig að
aöstæðum sem þessum þegar
samheldnin er svona mikil og i
véladeildinni viröist valinn
maður i hverju rúmi. Þú færð
örugglega hvergi i heiminum
betri vinnukraft, strákarnir eru
hver öðrum snjallari I starfi.
Mér fannst þetta þó nokkuð
erfitt I byrjun. Ég var geröur að
verkstjóra, þegar vaktirnar voru
settar á og það var oft svolitið
asnalegt að vera að skammast og
skipa fyrir þegar engir nema
gamlir kunningjar tóku við öllum
ræðunum. En þetta vandist og
þeim lærðist á mettima að sætta
sig viö rausið og delluna. Hér er
lika allt fyrirgefið 'undir eins,
menn brýna raustina i fimm
minútur og svo er það búið. —
Þegar við Leif spjölluðum
saman var nokkuð þröngt á þingi
i klefanum hans. Vélamenn voru
á leið i bæinn, stiflugarðurinn var
kominn upp og menn höfðu aðeins
lyft glasi yfir góðum árangri sem
náðst hafði. Það var ekki erfitt að
heyra á vélamönnunum að þeir
höfðu lítinn hug á að hverfa til
borgarinnar eftir að virkjunar-
framkvæmdum þarna lýkur. Þeir
sögðu að erfitt væri að hugsa sé
heilbrigðara liferni. Mökkurinn
frá vélunum væri fljótur að rjúka
i burtu og þótt oft væri hann e.t.v.
nokkuð kaldur uppi á öræfunum
væri náttúrufegurð mikil og loftiö
tært.
Flestir höföu þeir verið í Búr-
felli, Vatnsfelli, Þórisósi og jafn-
vel viðar við stórframkvæmdir og
sögðust þeir reiðubúnir til þess að
fara næst i Hrauneyjarfoss-
virkjun, en ráðgert mun vera að
byrja þar næsta vor.
— Það ætti ekki að vera
útilokað — sögðu þeir — að flytja
tækin þangað smám saman þegar
vinnan hér minnkar næsta
sumar. Við erum búnir að læra
mikið hér i Sigöldu og það væri
gaman að geta unnið áfram við
eitthvað svipað og notað það sem
manni hefur lærst I gegnum árin.
Segir Leif Steindal,
verkstjóri, sem átti
hvað stærstan
þátt í stíflugarðs-
metinu góða
Leif sagði að milli 70 og 90 véla-
menn störfuðu á svæðinu þegar
mest væri. Þar af eru þrjátiu
undir hans stjórn. — Hér verða
allir að standa sig og þótt ekki sé
um ákvæðisvinnu að ræða gera
menn ómældar kröfur hver til
annars. Menn hafa lika fundið
það fljótt að engum líðst að
slæpast, þrýstingurinn kemur
ekki frá neinum yfirmönnum, það
eru einfgldlega vinnufélagarnir
sem krefjast þess að hver og einn
geri sitt besta. Þaö er áreiðanlega
ekki hægt að finna betri vinnu-
móral en þann, sem hér hefur
náðst. —
I sama streng tóku félagar hans
i klefanum og með það var haldið
til höfuðborgarinnar i snarhasti,
þriggja daga fri var framundan,
þar til næsta úthald byrjaði.
„Maður
tekur sér
bara góð
sumarfrí”
Fyrstu konurnar réöu sig til
starfa hjá Sigöldu 1. október 1973.
Þær voru fjórar saman og þrjár
þeirra vinna þar enn og láta hið
besta af vistinni.
Sigriöur Þóra Ingvadóttir hefur
unniö stanslaust siöan hún réöi
sig og sagðist vera ánægö með að-
búnaö og dvölina þar efra. Hún
vinnur á þriskiptum vöktum allan
sóiarhringinn, 10 tima i senn.
— Nei, maður finnur ekki svo
mjög fyrir einangruninni. Það
kemur a.m.k. ekki i veg fyrir að
manni liki vistin hér. Ég tek mér
bara góð sumarfri og þá kemur
maður endurnærður til baka,
sagði Sigriður.
Aðspurð um fristundirnar sagð-
ist Sigriður einkum eyða þeim i
að lesa og sauma út. Sjónvarpið
væri i litlu uppáhaldi hjá sér en að
sjálfsögðu færi hún eins og allir á
bingó- og skemmtikvöld i félags-
heimilinu sem loksins var reist.
— Þetta verður einhvern veginn
aldrei neitt vandamál. Fritiminn
ráðstafast alltaf jafnoöum. Ég
held að fæstir eigi svo mjög erfitt
með aö láta timann liöa, vinnan
er mikil og milli vakta er auövelt
að finna sér eitthvað að dunda,
sagði Sigriður að lokum.
„Þaðverðurgaman að
sjá þennan stað þegar
24. okt. rennur upp”
Eyrún Hafsteinsdóttir hóf aö
starfa i Sigöldu sl. surnar og er
hún trúnaðarmaöur fyrir skrif-
stofufóik á staðnum. Aðspurð
sagði hún að trúlega væru núna I
Sigöldu um 50 konur, þær hcfðu
þó um tima veriö enn fleiri.
— Það gengur bara alveg á-
gætlega að vera kona uppi i Sig-
öldu. Að visu komu upp nokkrar
skærur þegar það þurfti að
skipta okkur niður á marga
skála vegna þrengsla. Núna er
hins vegar sérstakur svefnskáli
fyrir flestar konurnar og þær,
sem ekki eru þar fá helming af
öðrum til umráða. En vandamál
i samskiptum kynjanna eru að
ég held óveruleg. Bróðernið er
of mikið til þess að slikt geti
komið upp. —
Eyrún sagði að islenska skrif-
stofufólkið ynni daglega frá
klukkan 8-18, þ.e. 10 tima á dag.
Vaktir á simanum, en þar vinn-
ur Eyrún, eru hins vegar allan
sólarhringinn. — Maður finnur
ekki svo mjög fyrir þvi að vinna
tólf tima vaktir á simanum.
Vinnan er alls ekki erfið og
maður verður fyrst og fremst
þeyttur á þvi að vera á staðnum
of lengi i einu. Þriggja daga fri-
ið er a.m.k. alltaf kærkomið. —
Eyrún sagði að á skrifstofunni
ynnu sjö fslenskar stúlkur, þar
af tvær á simanum, ein i þýðing-
um alls konar, ein i kopieringu
og þrjár á launadeild. Þá væri
Pétur Pétursson starfsmanna-
stjóri mikið á skrifstofunni og
júgóslavneskir tækni- og verk-
fræðingar gætu einnig talist að
nokkru leyti til skrifstofufólks-
ins. — 1 sjálfu sér er enginn
vandi að vera ánægður með
skrifstofulaunin. Þau er miklu
hærri heldur en við fengjum
nokkurn tima á öðrum stöðum.
En hitt er svo aftur annað að við
erum langt fyrir neðan aðra
Eyrún
Hafsteinsdóttir
segir aö nokkur
hugur sé
í konum aö leggja
niöur vinnu
vinnuhópa hér, konunum er
undantekningarlitið greitt
minna en körlunum og það er
ekki svo gott að sætta sig við
það. Þótt kaupið sé hátt á þó
ekki að gæta misræmis — sagði
Eyrún og setti hnefann i borðið.
— Maður litur þvi nokkrum
tilhlökkunaraugum til 24.
október, — sagði Eyrún. — Ég
held að skrifstofufólkið og ræst-
ingakonur séu sammála um að
leggja niður vinnu en eitthvað
gengur erfiðlega að fá fólkið i
eldhúsinu I verkfallið. Það má
þó alls ekki svikjast undan
merkjum. kallarnir lifa fyrir
matinn sinn og hafa bara gott af
þvi að þurfa sjálfir að sjóða sér
pulsur einu sinni.
En þaö er alltof mikiö um að
konur hér og viðar hugsi með
sér — Hvaða máli skiptir einn
dagur — og láti málið þannig
vera afgreitt. Við þurfum að ná
algjörri samstöðu hér uppfrá og
ég veit til þess að menn eru þeg-
ar farnir að búa sig undir eld-
húsverkin. Ég hef séð strákana
vera að velta fyrir sér ýmsum
möguleikum með pylstutilbún-
ing, þeir eru hálfgerðir klaufar,
greyin, en það bjargast vafa-
laust.
Eldhúsfólkið má bara alls
ekki bregðast, ég vona að við
leggjum fram formlega verk-
fallstilkynningu um leið og þær
herbúir samþykkja að leggja
niður vinnu.
— Liður þér vel hér uppfrá?
— Alveg prýðilega. Það er
mikið gert fyrir okkur i sam-
bandi við félagsmálin og nóg að
gera i fristundum. Ég var búin
að heyra miklar hryllingssögur
um allt puðið og erfiðið hérna en
þetta er ekki svo mikið þegar á
hólminn er komið. Já, það er al-
veg ágætt að vera hérna, maður
kynnist mörgu fólki og félags-
andinn er eins góður og hægt er
að hugsa sér.