Þjóðviljinn - 04.10.1975, Blaðsíða 3
Laugardagur 4. október 1975 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Sigöldumenn una
ekki uppsögnunum
og þýsku verktakarnir eru komnir upp á kant við
íslensku starfsmennina
Starfsmenn I Sigöldu standa fast á rétti sinum um þessar mundir.
Þessi mynd er tekin f Sigöldu i vikunni, verið er að malbika stffiu-
garðsbrekkuna og nfstandi öræfakuldinn fær ekki hamiað fram-
kvæmdum. Mynd: gsp
Ölium starfsmönnum við Sig-
öldu hefur nú verið sagt upp
störfum með þeim fyrirvara, að
þeir eru allir lausir 1. nóv.
næstkomandi. Ér þetta gert
vegna þe ss, hve fækka þarf
mikið starfsliði yfir vetrarmán-
uðina, en þá ieggst Utivinna
niður og eingöngu litilsháttar
innivinna verður eitthvað fram
eftir vetri.
í uppsagnarbréfinu, sem sent
var út, kemur fram að ákveðinn
fjöldi starfsmanna verður strax
endurráöinn og þá til viku og
viku I senn. Er það gert vegna
þess, að fyrirhugað er að halda
áfram útivinnu eftir því sem
veður leyfir og getur því meiri-
hluti fólksins endurráðið sig aft-
ur og aftur að vild. Var þö reikn-
að með þvi að fólki þar upp frá
myndi fækka smám saman eftir
þvi sem á liði. t innivinnuna
verða aðeins ráðnir um 100
mans en auk þeirra verður fast
starfslið ráðið til gæslu og eftir-
lits á svæðinu i allan vetur. Eru
það um 30 manns.
I Sigöldu hafa menn átt erfitt
með að sætta sig við þetta upp-
sagnafyrirkomulag og hefur
heyrst að starfsfólk hyggist
neita að endurráða sig upp á ó-
breytt fyrirkomulag, sem
mörgum þykir brjóta illilega i
bága við það sem ti'ðkast hefur
til þessa i viðskiptum verktaka
og starfsliðs.
Er ekki óliklegt að til þess
ráðs verði að gripa að ráða á-
kveðinn fjölda starfsmanna til
eins mánaðar i senn en stærri
hluti hópsins verði þá látinn
fara strax 1. nóvember.
Þjóðverjar
komnir upp á kant
En það eru fleiri deilumál i
Sigöldu þótt samkomulagið sé
oftast fádæma gott. Þýskir
undirverktakar hjá Energopro-
jekt hafa lent upp á kant við um
30 manna hóp verka- og iðnað-
armanna. Saka islendingar
þjóðverjana um að hafa strikað
útnokkurn unninn timafjölda en
á móti halda verktakarnir þvi
fram að landinn hafi skrifað of
marga tima. Mun deilan vera
komin i nokkuð hart og jafnvel
má reikna með þvi, að ekki
verði unnið á vegum þýsku
verktakanna i bráð. —gsp
Fjöldauppsagnir hjá lögreglustjóraembœttinu:
Ollum ræstingar-
konum sagt upp
LÖGREGLUSTJÓRINN 1 REYKJAVlK
Reykjavík,26. september 1975.
WThM/GH
Vegna endurmats á ræstingu hér við embættiC, er
talib' nauSsynlegt aS segja starfsíólki upp störfum.
MeS tilvísun til þessa er ySur hér meS sagt upp
starfi ySar viS ræstingu hér viS embættiS meS venjuleg-
um fyrirvara.
EndurráSiS verSur í starfiS og er ySur gefinn kostur
á aS sækja um þaS aS nýju.
Svohljóöandi uppsagnarbréf fengu allar ræstingakonur lög-
reglust jóra cm b ættisin s.
Mikil ólga er nú meðal ræst-
ingakvcnna hjá lögreglustjóra-
embættinu i Reykjavik vegna
fjöldauppsagna. Hefur ræstinga-
konunum öllum borist uppsagn-
arbréf, þar sem þeim er tilkynnt
að vegna endurmats á ræstingum
við embættið sé taiiö nauðsynlegt
að segja starfsfólki upp störf um. 1
lokbréfsinsersiðantekiðfram að
endurráðið verði i starfiö og
,,yður gefinn kostur á að sækja
um það að nýju”, eins og stendur i
bréfinu. Bréfið er undirritað af:
William Th. Möller.
( Þjóðviljinn hafði i gær sam-
band við William á skrifstofu lög-
reglustjóra og spurði hann um
málið. Hann kvað þessar upp-
sagnir aðeins vera tæknilegt
formsatriði sem leiddi af breyt-
ingu á fyrirkomulagi ræstinga hjá
embættinu.
„Við höfum verið að gera úttekt’
á þessum málum og koist að þvi
að við verðum að fækka um eina
konu. Auk þess hefur þetta
breytta fyrirkomulag i för með
sér breytingu á vinnu sumra
kvennanna og jafnvel lækkun i
launum hjá sumum þeirra.”
William var spurður að þvi
hvort rétt væri, að ekkert samráð
hefði verið haft við konurnar um
fyrirhugaðar breytingar, áður en
bréfið var skrifað, en hann kvaðst
ekki geta svarað þvi. Hann hefði
að visu undirritað bréfið i fjar-
veru lögreglustjóra, en um nánari
framgang málsins vissi hann
ekki.
,,Með þessum uppsögnum erum
við að reyna að koma málunum á
hreint, stokka upp spilin og skoða
stöðuna i nýju ljósi. Þessar konur
hafa engan ráðningarsamning.
Með þessu er verið að gefa þeim
kost á að ráða sig upp á samning,
upp á ákveðin kjör,” sagði
William að lokum.
Þórunn Valdimarsdóttir form.
Verkakvennafélagsins Fram-
sóknar sagðist ætla að kafa nánar
I þetta mál um helgina, og gæti
þvi ekki tjáð sig að svo stöddu að
neinu marki. Hins vegar kvað hún
hafa verið hringt i sig frá lög-
reglustjóraembættinu og henni
tilkynnt um fyrirhugaðar breyt-
ingar. Hún kvaðst hafa lagt á það
áherslu að engin breyting yrði
gerð nema hún yrði fyrst borin
undir félagið. Siðan hefðu breyt-
ingarnar verið bornar undir
hana, og væru þau Bolli Thorodd-
sen hjá ASt með hana til nánari
skoðunar. „Hins vegar er alltaf
verið að gera svona hluti — þetta
er engin nýjung. Við getum ekk-
ert gert við uppsögnum, ef þær
eru löglegar,” sagði Þórunn að
lokum.
Bolli Thoroddsen var á samn-
ingafundi hjá Sláturfélagi
Borgarness þegar við höfðum
samband við hann i gær. Hann
kvað fund ákveðinn með ræsting-
arkonunum bráðlega, þar sem
ætlunin væri að fara i saumana á
málinu. „Við viljum fá að vita
hvað er að gerst þarna og leysa
þetta mál. Það verður að segjast
eins og er, að það sem gert hefur
verið I þessu máli er furðulega
mikið á annan veginn, þar sem
þeim starfsmönnum sem sagt er
upp störfum vegna endurmats á
verkefnum, hefði ekki verið gef-
inn kostur á að kynnast þeim
breytingum sem verið er að
gera,” sagði Bolli að lokum.
Þjóðviljinn mun fjalla nánar
um þetta mál eftir helgi. —-hm
„Ekkert ragari
að leita til mín
en annarra”
Helga Magnúsdóttir, málara-
meistari norður á Húsavik, mun
vist vcra cin örfárra kvenna, sem
fengið hefur meistararéttindi I
þeirri iðn. Blaðamaður hringdi
norður til hennar á dögunum og
spurði hana fyrst hvort hún vissi
um margar konur, hérlendis, sem
ynnu að málun.
— Ég veit um Ástu Arnadóttur,
sagði Helga. Þá hef ég heyrt að
stúlka vestur á tsafirði sé að læra.
Einnig mun Katrin Fjeldsteð hafa
haft ofan af fyrir sér með þvi að
vinna við þessa iðn, en ég held að
hún hafi ekki verið lærð.
— Hefurðu haft mikið að gera
að undanförnu?
— Eg hef nú aðallega staðið i
barneignum og húshaldi siðustu
ár. Ég á fimm börn, svo ég hef
ekki mikið getað sinnt þessu. Það
var ekki fyrr en á siðasta sumri
að ég málaði litillega.
— Verðurðu við þetta i vetur?
— Nei, en næsta sumar ætla ég
aö mála.
— Verðurðu vör viö að fólk sé
ragara að leita til þin sem málara
en til karlkynsins?
— Nei, ég hef ekki orðið vör við
það. Ég hafði til að mynda nóg að
gera siðasta sumar og efa ekki að
svo verði einnig næsta sumar.
— Ætlar málarameistari og
húsmóðir að taka þátt i kvenna-
verkfalli þann 24?
— Ég veit það varla. Bitnar
það bara ekki á manni daginn
eftir? Mér hefur virst það, að
verkföll kæmu jafnan harðast
niður á þeim,sem út iþau leggja.
—úþ
The Lyric Arts Trio
i Austurbœjarbíói í dag
Listamennirnir þrir.
„The LYRIC ARTS TRIO” frá
Kanada heidur tónleika á vegum
Tónlistarfélags Reykjavikur i
dag, laugardaginn 4. október, kl.
2.30 I Austurbæjarbfói.
„The LYRIC ARTS TRIO” er
skipað þrem ungum kanadiskum
tónlistarmönnum — sópransöng-
konunni Mary Morrison, flautu-
leikaranum Robert Aitken, og
píanóleikaranum Marion Ross.
Þetta trió er lfklega einn mikil-
virkasti tónlistarfulltrúi sem
Kanada á nú á að skipa. Frá 1974
hafa þau flutt verk eftir kanadisk
tónskáld, ekki euningis viðsvegar
i heimalandinu heldur erlendis,
og aflað kanadiskri tónlist
viðurkenningar i mörgum lönd-
um með frábærri túlkun sinni.
Þau voru boðin til Japan i sam-
bandi við heimssýninguna 1971.
1973 voru þau fulltrúar heima-
lands sins á Listahátiðinni i
Reykjavik, en þaðan lá leiðin til
Parisar. Flest kanadisk tónskáld
núlifandi, sem að kveður, hafa
samið dia raddsett tónverk sér-
staklega fyrir þau þrjú, og eru
sum þau verk hin nútimalegustu,
en önnur i sigildum stil.
Hvarvetna sem þau þrjú hafa
komið fram, hafa þau hlotið hina
bestudóma ,,og”eins og þau sjálf
segja — „erum við aOsstaðar
beðin að koma aftur.” Svo vill til
að þau eru sitt úr hverju fylki I
Kanada, Mary Morrison frá
Winnipeg, Robert Aitken frá Nova
Scotia og Marion Ross frá
Ontario. En fylkin eru fimm, og
þau ekki nema þrjú, svo Quebec
og breska Kolumbia verða að
hugga sig við að tónlistin viður-
kennir ekki nein fylkjamörk eða
landamæri.
A efnisskrá tónleikanna eru
verk eftir: Luigi Cortese,
Wallingford, Riegger, Henry
Cowell, Harry Rjomers, Maurice
Ravel og fl. tónékáld.
Ohætt að
borða beljurnar
— Enn hefur ekkert fengist á-
kveðið um hvað valdið hafi kúa-
veikinni i Biskupstungum á dög-
unum. Verulegar likur eru þó
taldar á þvi, að þarna hafi rottu-
eitur slæðst inn i fóðurblönduna.
Olli það blæðingum i maga og
öðrum svipuðum veikindum og
rottur drepast af þegar fyrir þær
er eitrað.
Gunnar Bjarnason, forstöðu-
maður fóðureftirlits rikisins,
sagði að hugsanlega hefði rottu-
eitur verið sett of nærri næringar-
efnum, og þannig borist i fóður-
blönduna. Ekki væri undarlegt að
svona nokkuð kæmi upp, is-
lendingar væru ansi aftarlega á
merinni hvað snerti heilbrigðis-
eftirlit með mat- og fóðurvörum.
A Keldum sagði Páll Pálsson,
yfirdýralæknir, að málið væri i
athugun og niðurstöður kæmu
fljótlega. Sagði Páll að kýmar
hefðu ekki beinlinis drepist vegna
eitursins, þær hefðu hins vegar
misst alla nyt og verið „hálf-
gerðir ræflar” þannig að talið var
nauðsynlegt að lóga þeim. Voru
það sem kunnugt er tveir bæir i
Biskupstungum sem lentu i þess-
um erfiðleikum.
Páll sagði aðspurður að afurðir
þær, sem fengustfrá kúnum áður
en veikin ágerðist, væru á engan
hátt skaðlegar þótt hér væri hugs-
anlega um rottueitur að ræða.
Okkur væri jafnvel óhætt að
borða beljurnar með húð og hári
án þess að verða meint af! —gsp
HÁSETA
vantar á skelveiðibát sem rær frá Stykkis-
hólmi. öruggar, góðar tekjur.
Upplýsingar i sima 34864.