Þjóðviljinn - 04.10.1975, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 04.10.1975, Blaðsíða 9
Laugardagur 4. október 1975 ÍÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9] 1 dag opnar Einar Þorláksson sýningu á 59 ollumyndum I Norræna hds- inu. Sýningin stendur til 12. október. A myndinni er listamaöurinn ásamt einu verka sinna, Japönsku ævintýri. Minningarorð Anna Eiríksdóttir F. 2. nóv. 1918 d. 26. júlí 1975 Þann 26. júli lést i Neskaupstaö Anna Eiriksdóttir eiginkona Bjarna Þórðarsonar fyrrum bæjarstjóra. Anna fæddist i Nes- kaupstað 2. nóvember 1918. For- eldrar hennar voru Eirikur Elis- son húsasmfðameistari og kona hans Hildur Jónsdóttir. Anna giftist Bjarna Þórðarsyni 22. nóvember 1941. Þau áttu tvo syni, Eirik, sem nú er bösettur á Eskifirði, og Bergsvein, sem er hjá föður sinum. Lát önnu bar brátt að. Hún hafði daginn áður lokið við nauðsynleg störf á heim- ili sinu, og si"ðan lagst á sjúkra- húsið i Neskaupstað til rannsókn- ar en þar lést hún eftir að hafa verið þar eina nótt. Anna bjó við veika heilsu nær allt sitt lif. Hún varð fyrir þvi, eins og ir.argir fleiri, sem ólust upp i þorpum landsins, á svipuð- um tima og hún, að verða berkla- veik. Anna komst yfir þann sjúk- leika að verulegu leyti, eða þann- ig, að hún skilaði öllum sinum verkum fyllilega til jafns við aðra. Það fór þó ekki leynt fyrir þeim sem hana þekktu, að vissu- lega bar hún ýms merki þess sjúkdóms, sem á hana lagðist i æsku og sem að lokum átti eftir að valda mestu um skyndilegt lát hennar. Anna var sérstaklega fingerð kona. Hún var hlédræg og einlæg- ur vinur vina sinna. Hún var si- starfandi og vann öll sin störf af vandvirkni og reglusemi. Anna var i ýmsum greinum verulega lik föður sinum, Eiriki Elissyni. Eirikur var listasmiður og þekktur fyrir nostur sitt og ná- kvæmni þegar um smiðar var að ræða. Hann var hlédrægur og á honum bar ekki alltaf mikið, en þó varhann af flestum talinn fær- astur allra smiða á Norðfirði á þeim tima. En Anna sótti einnig margt til móður sinnar. Hildur móðir henn- ar var dugnaðarkona og sivinn- andi. Hún var skapmikil en þó hreinlynd og átti sér lika marga vini. Vegna náins samstarfs okkar Bjama Þórðarsonar öll þau ár, sem þau Anna bjuggu saman i Neskaupstað, kynntist ég önnu betur en margir aðrir i bænum. Ég vissi, að þó að Anna væri aldrei við fulla heilsu, þá var það á henni, sem hið innra heimilislif þeirra hjóna fyrst og fremst hvildi. Bjami var forystumaður i póli- tiskum flokki. Hann var i mörg ár bæjarstjóri og meira I sviðsljós- inu en flestir aðrir I hans byggð- arlagi. Þau ótrúlega miklu störf, sem Bjami Þórðarson hefir innt af hendi, sem bæjarstjóri, rit- stjór, pólitiskur foringi og sem fræðimaður, hefði hann aldrei getað komist yfir að vinna nema vegna þess, að hann átti góða konu, sem stjórnaði heimili hans ogbjó honum þar þá aðstöðu, sem hann þurfti að hafa. Fráfall önnu er skiljanlega mikið áfall fyrir Bjarna. Hann hefir skyndilega misst mikið og stendur frammi fyrir nýjum vandamálum. Þau vandamál mun raunsæis- og skapfestumaðurinn Bjarni Þórðarson leysa eins og önnur þau, sem hann hefir mætt á lifs- leið sinni. Ég votta Bjarna, Eiriki og Bergsveini og öðrum ættingj- um, einlæga samúð mína. Lúðvik Jósepsson Þjónar með lausa samninga 1. des. Félag framreiðslumanna ákvað á fundi i vikunni að segja upp samningum við Samband veitinga- og gistihúsaeigenda. Uppsagnarfrestur rennur út 1. desember og eru samningar þvi lausir frá þeim ti'ma. Að þvi er Þjóðviljinn hefur hlerað telja þjónar nú ekki efni né ástæður til þess að fara framá, að 15% þjón- ustugjaldið verði hækkað. Hins- vegar munu þeir setja kaup- tryggingarmálin á oddinn i vænt- anlegum samningum. Lést eftir bílslys Sextiu og tveggja ára göinul kona, Steinunn Pálsdóttir, lést á gjörgæsludeild Borgarsjúkra- hússins.en þangað var hún flutt i fyrradag eftir að hún hafði lent i hilslysi á Kringluinýrarbraut. Þarna e« mikil umferð, og gekk Steinunn útá götuna og varð fyrir bifreið. Steinunn sem bjó i Kópa- vogi var á leið til vinnu sinnar I Reykjavik. íþróttir um helgina Það er ekki mjög margt um að vera I íþróttum um þessa helgi, en þeim mun stærri við- burðir það sem það er og auðvit- að er þar átt við landsleikina i handknattleik við pólverja i dag og á morgun. Leikurinn I dag hefst kl. 15, en á morgun fer siðari leikurinn fram og hefst kl. 20.30. Báðir leikirnir fara að sjálfsögðu fram i Laugardalshöllinni. Landsliðið sem leikur fyrri leikinn hefur endanlega verið valið og verður þannig skipað: ólafur Benediktsson, Val, Rósmundur Jónsson, Vikingi, Magnús Guðmundsson, Víkingi, Páll Björgvinsson, Vikingi, Stefán Gunnarsson, Val, Jón Karlsson, Val, Gunnsteinn Um helgina hefst Reykjavik- urmótið I körfubolta, og fara leikirnir fram i' iþróttahúsi Kennaraháskólans og iþrótta- húsi Hagaskólans. Fyrstu leikir verða á laugardaginn, en mót- inu lýkur 25. október. Niðurröðun leikja er þannig: Laugard. 4. okt. Iþróttahús Kennaraháskólans. Páll Björgvinsson veröur fyrir- liði landsliðsins sem leikur gegn pólverjum i dag. Skúlason, Val, Hörður Sigmars- son, Haukum, Gunnar Einars- son, Göppingen, ólafur Einars- son, Donzdorf, Sigurbergur Sig- steinsson, Fram og Björgvin Björgvinsson. Kl. 17.00 karlar Kr — Fram Kl. 18.45 karlar Valur — 1R Kl. 20.30 karlar Ármann — 1S Sunnud. 5. okt. íþróttahús Ken na ra hásk óla ns. Kl. 13.00 konur KR— Fram Kl. 14.30 karlar Armann — KR Kl. 16.15 karlar Fram — IR Kl. 18.00 karlar IS — Valur SAS með sérdeild á Islandi Svo sem fram hefur komið i fjölmiölum mun SAS hefja flug hingað til lands með eigin flugvél- um á næsta ári og um leið verður starfsemin aukin og færð i það horf sem tfðkasthjá SAS erlendis. Stofnuð verður sérstök stöðvardeild hér á landi, sem ekki hefur verið fyrir hendi fram að þessu. Yfirmaður hinnar nýju stöðvardeildar verður jafnframt æðsti yfirmaður SAS hér. Ekki hefur enn verið ráðinn maður til þessa starfa, en venju sam- kvæmt verður það skandinavi. Eins og nú standa sakir myndar Island ásamt Færeyjum og Grænlandi sérstakt markaðs- svæði hjá SAS, sem nefnt hefur verið „Distrikt Nord”. Yfirmaður starfseminnar i „Distrikt Nord” hefur að undanförnu verið Poul Heiberg-Christensen. SAS fyrirhugar að framkvæma skipulagsbreytingar á starfsemi sinni frá næstu áramótum og þá verður tsland sjálfstætt markaðs- svæði og ekki lengur hluti af hinu svokallaða „Distrikt Nord” eins og verið hefur. Poul Heiberg- Christensen verður áfram yfir- maður markaðsmálanna hjá SAS á Grænlandi og i Færeyjum. Birgir Þórhallsson, sem verið hefur sölustjóri SAS frá upphafi starfsemi félagsins hér á landi gegnir þvi starfi áfram, jafn- framt þvi sem honum er falið að annast samskipti SAS við yfirvöld hér á landi svo og tengslin við fjölmiðlana. Rvíkurmót í körfubolta hefst um helgina BERKLAVARNA- DAGUR sunnudagur 5. október Afgreiðslustaöir merkja og blaða í Reykjavík og nágrenni Merki dagsins kostar 100 krónur og blaðið „Reykjalundur” 200 krónur. Merkið gildir sem happdrættismiði. Vinningurinn er sjónvarpstæki. S.Í.B.S., Suðurgötu 10, simi 22150. Kvisthagi 17, simi 23966. Fálkagata 28, simi 11086. Grettisgata 26, simi 13665. Bergþórugata 6B, simi 18747. Langahlið 17, simi 15803. Eskihlið 10, sími 16125. Skúlagata 64, simi 23479. Hrisateigur 43, simi 32777. Austurbrún 25, simi 32570. Barðavogur 17, simi 30027. Sólheimar 23, simi 34620. Háaleitisbraut 56, simi 33143. Háagerði 15, simi : 34560 “ Langagerði 94, simi 32568. Skriðustekkur 11, simi 74384. Tungubakki 14, simi 74921. Fellaskóli. Árbæjarskóli. Seltjarnarnes: Skáltún, simi 18087. Kópavogur: Langabrekka 10, simi 41034 Hrauntunga 11, simi 40958. Vallargerði 29, simi 41095. Garðahreppur: Barnaskóli Garðahrepps. Hafnarfjörður: I Þúfubarð 11. Reykjavikurvegur 34. Sölubörn komi kl. 10 árdegis Há sölulaun S.Í.B.S.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.