Þjóðviljinn - 07.10.1975, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 7. október 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Afglöp stjómvalda
viðvíkjandi sílaarsöltun
geta orðið okkur dýr
A sama tima og islenska þjóðin
berst fyrir tilveru sinni i landinu
með litfærslu fiskveiðilögsögunn-
ar i 200 sjómilur, sem við meðal
annars rökstyðjum sem nauðsyn
til að vernda fiskistofna okkar á
landgrunninu fyrir rányrkju og
ofveiði, þá eru þessa dagana að
gerast váleg tiðindi á sildarmið-
unum sunnan við landið. Það sem
nil er að gerast þar sem snurpu-
skip kasta hundruðum smálesta
af dauðri sild aftur i hafið, vegna
þess að þeim er bannað að flytja
hana að landi tii söltunar, er
óhæfa sem verður að stöðva hvað
sem það kostar. Hér er verið að
vinna gegn islenskum hagsmun-
um jafnt inn á við sem út á við. Ef
þetta eru veiðar undir vísinda-
Öratóriukór Dómkirkjunnar:
Flytur verk
eftir Mozart
og Cherubini
Sunnudaginn 12. október kl. 17
mun óratóriukór Dómkirkjunnar
með aðstoð hljóðfæraieikara úr
Sinfóniuhljómsveit tsiands halda
tónleika i húsi Filadelfiusafnað-
arins i Reykjavfk. A efnisskránni
verða tvö verk, Fantasia i f moll
fyrir strengjasveit eftir W.A.
Mozart og Requim (sálumessa) i
c-moll eftir Luigi Cherubini fyrir
blandaðan kór og hljómsveit, en
hvorugt þessara verka hafa áður
verið flutt á islandi. Einsöngvar-
ar með kórnum verða Svala Niel-
sen, Sólveig Björling, Arni
Sighvatsson og Hjálmar Kjart-
ansson. Ragnar Björnsson dóm-
organisti verður stjórnandi á tón-
leikunum en hann hefur verið
stjórnandi kórsins frá upphafi og
á heiðurinn af stofnun hans. Þess
má geta að hann hefur ekki þegið
laun fyrir störf sin i þágu kórsins.
Cherubini (f. 1760 d.1842) samdi
Requim i c-moll á árunum 1815-16
fyrir beiðni Lúðviks 18. frakka-
Pipulagnir i
Nýlagnir, breytingar,
hitaveitutengingar.
Simi 36929 (millikl.
12 og 1 og eftir 7 á
kvöldin).
konungs en verkið skyldi flutt við
minningarathöfn um Lúðvik 16.,
sem tekínn var af lifi i frönsku
stjórnarbyltingunni. Frumflutn-
ingur verksins „Konunglegt Re-
quim” eins og það var kallað fór
fram 21. janúar 1816 i grafhýsi St.
Denis að viðstöddu fjölmenni.
Sögulegan flutning hlaut verkið
árið 1834 þegar það var flutt við
útför Boieldieu, en erkibiskupinn
i Paris setti sig upp á móti þvi að
konur tækju þátt i útfararathöfn-
um. Cherubini sá þá ástæðu til
þess að semja annað Requim fyr-
ir karlaraddir eingöngu, Re-
quiem i d-moll, þvi verki lauk
hann árið 1836 og kvað hann svo á
að það skyldi flutt við hans eigin
útför. Requiemið i c-moll, sem
flutt verður 12. okt. vakti feiki-
lega hrifningu eftir frumflutning-
inn og samtima tónlistarmenn
settu það á bekk með Requiemi
Mozarts. Beethoven dáði
Requiem Cherubinis mjög mikiö
og sagðist mundi hafá það sem
fyrirmynd ef hann sjálfur ætti
eftir að semja sálumessu, en
Requiem Cherubinis var flutt viö
útför Beethovens.
Kórinn kann Filadelfiusöfnuð-
inum miklar þakkir fyrir að leyfa
kórnum afnot af húsi sinu til þess-
ara tónleika, en samkomusalur
hússins er einstaklega vel fallinn
til tónleikahalds.
Konsertmeistari á tónleikunum
verður Guðný Guðmundsdóttir
aðal-konsertmeistari sinfóniu-
hljómsveitarinnar en hljómsveit-
in verður 30 hljóöfæraleikarar.
Aðgöngumiðar verða til sölu
hjá bókaverslunum Sigfúsar
Eymundssonar, svo og við inn-
ganginn.
Fransk-íslenska
ljósmyndasýningin
sem opnuð var i franska bókasafninu að
Laufásvegi 12 þann 27. sept. 1975, verður
lokuð þriðjudaginn 7. október, en verður
opnuð aftur frá 30. október til 2. nóvem-
ber, frá kl. 15—22.
öll starfsemi franska bókasafnsins hættir
þann 7. október, vegna undirbúningsvinnu
við mikla Audio Visuel sýningu á frönsk-
um impressionista-málverkum, sem
verður opin frá laugardeginum 11. október
1975 tií sunnudagsins 26. október 1975, að
honum meðtöldum. frá kl. 17—22.
legii eftirliti, þá forði okkur guð
og góðar vættir frá þeim.
1 viðtali við Dagblaðið sem út
kom 2. okt sl. segir Þráinn Finn-
bogason stýrimaður á vélskipinu
Hörpu, að þeir hafi aðfaranótt
þriðjudags fengið 250tonn í nótina
viðBjarnarey. Skipið gat innleyst
um eða rúman helming þess afla-
magns,en kastaði á annað hundr-
að tonnum af dauðri sild i sjóinn,
segir blaðið eftir stýrimanni. Þvi
miður er þetta ekkert einsdæmi,
heldur aðeins glöggt dæmi um þá
óhæfu, sem nú gerist á miðunum,
þegar skipin fá það stór köst að
útilokað er að nýta sildina með
söltun um borð eingöngu.
í dagblaðinu Timanum er svo
sagt frá þvi að vélbáturinn Skuld
VE 263hafifengið mikið af dauðri
sild i reknetin, og fiskifræðingur-
inn Sveinn Sveinbjörnsson um
borð I Ama Friðrikssyni hafi ekki
getað getið sér til hver orsökin
væri, eftir þvi sem blaðið segir.
Getur það verið að þeir á Arna
Friðrikssyni hafi ekkert vitað um
þá dauðu sild, sem kastað var i
hafið þarna rétt áður eins og við-
taliðvið stýrimanninn á vélskip-
inu Hörpu vitnar um? Ef sú
óhæfa, að kasta dauðri sild aftur i
hafið á miðunum, verður ekki
stöðvuð og það án tafar af stjórn-
völdum, þá skulu þau gera sér
það ljóst að þau eru vitandi vits
að útbúa' biturt vopn i hendur
andstæðinga okkar i landhelgis-
deilunni, einmitt nú, þegar mest á
riður að aðrar þjóðir treysti okk-
ur til að vilja vernda fiskistofn-
ana á landgrunninu og girða fyrir
rányrkju. En það er tvímælalaust
rányrkja á versta stigi þegar sild-
inni er dælt dauðri I hafið vegna
þess að opinber stjórnvöld hafa
sett svo fráleitar reglur um nýt-
ingu aflans, að sjómennirnir eru
neyddir til að framkvæma þessa
óhæfu. Haldi þetta svona áfram,
er það eina von sjómannanna um
borð i sildveiðiflotanum að ein-
hverjir af þingmönnum sjávar-
siöunnar hafi til þess manndóm
að taka þetta alvarlega mál til
umræðu þegar alþingi kemur
saman til funda á næstunni.
Reglur um sildarsöltun
þurfa að byggjast á
faglegri þekkingu
Þegar sjávarútvegsráðuneytið
batt veiðileyfi snurpunótaskipa
þvi skilyrði að sildin ætti einvörð-
ungu að saltast um borð i veiði-
skipunum, þá settist að mönnum
illur grunur um afleiðingarnar.
Þeir sem einhverja fagþekkingu
höföu, sáu fyrir að hér var stefnt
út I ófæru.
Þar sem ég hef á undanförnum
árum setið fundi sem fulltrúi ASt
i Fiskimálaráði og ráðgefandi
nefnd Rannsóknarstofnunar
sjávarútvegsins og ég vissi að
þetta mál ætti ekki að leggja fyrir
á þeim vettvangi, þá taldi ég það
skyldu mina að koma sjónarmið-
um minum viðvikjandi sildarsölt-
uninni á framfæri hér i þessum
þætti, ef það mætti verða til þess
að upplýsa málið og firra vand-
ræðum. En þeir, sem réðu stefn-
unni, hafa vist ekki talið sig vera i
þörf fyrir neinar ábendingar
hvorki frá mér né öðrum, þvi er
nú komið sem komið er, út i al-
gjöra ófæru. Sildarsaltendur
munu lika hafa sent sina aðvörun
til ráðuneytisins eftir þvi sem ég
hef heyrt og vafalaust fleiri sem
hagsmuna höfðu að gæta á þess-
um vettvangi, en aðvaranir voru
ekki teknar til greina.
Ég get ekki betur séð en að
algjöra nauðsyn beri til að alþingi
fjalli um þetta mál og að sett
verði lög sem útiloki slik mistök
eins og hér hafa orðið viðvikjandi
þessari sildarsöltun. Reglur um
framleiðslu fiskafurða, jafnt
slldarsöltun sem aðra fram-
teiðslu, verða að byggjast á fag-
þekkingu. Það er öruggasta leiðin
til að koma i veg fyrir mistök sem
þessi.
INNLENT LÁN
RÍKISSJÓÐS ÍSLANDS
1975,2.FL.
VERÐTRYGGÐ
SPARISKÍRTEINI
Með heimild í lögum nr. 11/
1975, auk heimilda eldri laga
til þess að gefa út ný spari-
skírteini í stað þeirra, sem
upphaflega voru útgefin og
innleyst hafa verið að við-
bættri verðlagsuppbót, hefur
fjármálaráðherra, f. h. ríkis-
sjóðs, ákveðið útgáfu og sölu
á spariskírteinum ríkissjóðs
1975 — 2. fl., að fjárhæð allt
að 300 millj. kr.
Kjör skírteina eru í aðalatr-
iðum þessi: Meðaltalsvextir
eru um 4% á ári, þau eru lengst
til 18 ára og bundin til 5 ára frá
útgáfu.
Skírteinin eru verðtryggð
og er grunnvísitala þeirra sú
byggingarvísitala, sem Hag-
stofan skráir miðað við 1.
nóvember n. k.
Skírteinin eru skattfrjáls og
framtalsfrjáls á sama hátt og
verið hefur. Þau skulu skráð á
nafn.
Skírteinin eru gefin út í
þremur stærðum, 5.000, 10.000
og 50.000 krónum.
Sala skírteinanna hefst 7.
þ. m., og eru þau til sölu hjá
bönkum, bankaútibúum og
innlánsstofnunum um allt land
svo og nokkrum verðbréfa-
sölum í Reykjavík.
Sérprentaðir útboðsskilmál-
ar liggja frammi hjá þessum
aðilum.
V.
Október 1975.
SEÐLABANKI ÍSLANDS