Þjóðviljinn - 07.10.1975, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.10.1975, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þri&judagur 7. október 1975. af erlendum vettvangi Indónesísk kol á döfinni Indónesía hefur um langt skeið verið eitt af mestu olíufram- leiðslulöndum heims. Margt bendir til þess að á komandi árum komist hún einnig í röð mestu kolaframleiðsluríkja Suharto, rlkisleiðtogi Indóneslu. Indónesía hefur lengi veriö talin eitt af auöugustu löndum heims miðað við náttúruauðlindir, en efnahagur landsins hins vegar verið í ólestri, enda stjórnarfar mjög I skötullki og fjármála- spilling í algleymingi. Hækkun oliuverðsins síðastliðin tvö ár hefur þó orðið Indónesíu mikil búbót, en landið er sem kunnugt er eitt af mestu oliuframleiðslu- rikjum heims. Engu að siöur eru indónesar i sárri þörf fyrir meira fjármagn. Landsmenn eru yfir hundrað miljónir og al- menningur býr við sist betri kjör en gengur og gerist um þró- unarlönd. Þar að auki hefur undanfarið gætt nokkurrar sölu- tregðu á indónesiskri oliu, sum- part vegna þess að henni hefur verið haldið i tiltölulega háu verði vegna þess hve litið er i henni af brennisteinsefni. En Indónesia hefur aðra orku- lind. Þar er i jörðu mikið af kol- um. Eftir siðari heimsstyrjöld, meðan vestrænir auðhringar höfðu oliuframleiðslurikin i vas- anum og gátu haldið oliunni i lágu verði, urðu kolin úrelt sem orkulind vegna mikils rekstrar- kostnaðar við kolanám. En við- horfin i þeim efnum hafa snar- lega breyst við oliuverðhækkan- ir siðustu tveggja ára. Auöhringar komnir á kreik Nú hefur Indónesiustjórn því i hyggju að stórauka kolanám i landi sinu. Þar hefur stjórnin, sem þekkt er fyrir hægristefnu og fjandskap við sósialisma, ná- iö samstarf við vestræna auð- hringa eins og Súmitomó (jap- anskur), Bethlehem (banda- riskur) og hið viðkunna bresk- hollenska oliufyrirtæki Shell. Vestrænir námusérfræðingar hafa sagt að Indónesia geti sem best orðið eitt af mestu kola- framleiíslulöndum heims. Einn þeirra, Stuart Bainton hjá Shell International, telur að þar séu i jörðu miljarðar smálesta af kol- um, en til þessa hafi aðeins ver- ið brotnar úr jörðu af þeim um fimmtiu miljónir smáiesta. Súmatra kolaauöugust Til þessa hefur aðeins um tuttugasti hluti Indónesiu verið kortiagður jarðfræðilega, svo að enn er að miklu leyti á huldu hversu mikil auðævi þar eru i jörðu, og á það einnig við um kolin. 1 fimmta hluta landsins hefur nánast engin leit farið fram eftir auðlindum i jörðu. En talið er að mest sé af kolunum á Súmötru. Þar eru nú starfrækt- ar tvær kolanámur, en engar á öðrum eyjum. Þær, eru við Ombilin vestan til á Súmötru og i Bukit Asam á eynni sunnan- verðri.Hollendingar hófu að brjóta þar koi meðan þeir réðu þar löndum, en eftir siðari heimsstyrjöld hefur mjög dreg- iðúr framleiðslunni. Kemur þar bæði til slöpp frammistaða indónesisku stjórnarinnar á sviði efnahags- og framkvæmda og litil eftirspurn eftir kolum á heimsmakaðnum meðan olian var i íágu verði. Þriðju kola- námuna, sem er við Mahakam á Borneó austanverðri, var hætt að starfrækja 1971. Frá 1961 til siðastliðsins árs minnkaði kola- framleiðsla Indónesiu úr 560.000 smálestum i 180.000 smálestir. Til samanburðar má geta þess að 1939 voru um 600.000 smálest- ir brotnar úr jörðu i Ombilin- námunni einni. ir kol. Þá er gert ráð íyrir i áætl- uninni að keypt verði skip til kolaflutninga. Shell hefur frá þvi á siðast- liðnu ári framkvæmt jarðfræði- legar rannsóknir á 71.000 fer- kilómetra bletti á Súmötru og varið til þess um 170 miljónum króna. Ekki hefur ennþá verið opinberað hvaða árangur þess- ar rannsóknir hafa borið. Súmitomó og Bethlehem En fleiri auðhringar eru með i leiknum en Shell. Súmitomó- hringurinn japanski hefur haft Ombilin-námuna til athugunar með tiu ára áætlun i huga. Nú eru aðeins brotnar þar upp um 80.000 smálestir kola árlega, en samkvæmt áætlun japananna á að auka framleiðsluna upp i 650.000 smálestir um árið. Legg- ur Sumitomó til að fjárfestur verði á næstunni um hálfur sjö- undi miljarður krónai Ombilin- námunni. Sjálf hefur Indónesfu- Kort af Indóneslu og grannlöndum. En nú hefur Indónesiustjórn — og auðhringarnir — ■ hafist handa um að snúa þessari þró- un við með tilliti til iðnaðarrikj- anna, sem hungrar og þyrstir eftir orku. Indónesisk stjórnar- völd og oliuhringurinn Shell hafa þegar hafið samningaum- leitanir i þá átt. Gert er ráð fyrir tuttugu ára áætlun, og er fyrir- hugað að samkvæmt henni verji Shell sem svarar um 200 miljörðum isl. króna til aukins náms i kolanámum þeim, sem þegar eru til, svo og rannsókna á ósnortnum kolalögum og byggingar útskipunarhafna fyr- stjórn þegar látiö mestan hluta þess fjár, sem ætlað er til þró- unarframkvæmda þetta ár, ganga til framkvæmda við námuna i Bukit Asam, og um ellefu miljarða króna að auki. Þriðji auðhringurinn, sem er ofarlega á blaði af þeim, sem eru á höttunum eftir auðævum Indonesiu, er Bethlehem-Indo- nesia, sem mun mestanpart vera i bandariskri eigu. 1 vor fundu leitarmenn þessa fyrir- tækis ný kolalög á vestanverðri Súmötru, og hefur verið giskað á að þar séu um 150 miljónir smálesta af kolum i jörðu. dþ. ÆSÍ lýsir stuöningi við jafnréttisbaráttuna Fulltrúaráðsfundur Æskulýðs- sambands íslands haldinn 30.9. 1975 samþykkti samhijóða eftir- farandi áiyktun: „Fulltrúaráðsfundur Æsku- lýðssambands tslands haldinn 30. september 1975, lýsir yfir fyllsta stuðningi við baráttuna fyrir jafnrétti kynjanna. Fundurinn vekur athygli á þvi að þrátt fyrir lagasetningar um jafnrétti kynj- anna er langt frá þvi að um sé að ræða jafnrétti i raun. Fulltrúaráð Æ.S.l. bendir sérstaklega á eftir- farandi: Að konur eru lang'stærstur hóp- ur, eða ekki minni en 80% þess láglaunafólks sem hefur u.þ.b. 50.000.- kr. i mánaðardagvinnu- tekjur. að konur eru ekki virtar sem fullgilt vinnuafl heldur notaðar af atvinnurekendum sem vara- vinnuafl sem kalla má út á vinnu- markaðinn þegar henta þ.vkir, en sendar eru inn á heimilin jafn- s'kjótt og til samdráttar, kreppu og atvinnuleysis kemur. að tvöfalt vinnuálag hvilir oft- ast á þeim konum sem þátttak- endureru i atvinnulifinu, þar sem að loknum vinnúdegi utan heimil- is biður þeirra gjarnan fullt starf heima fyrir. Æskulýðssamband Islands lýsir yfir stuðningi sinum við baráttu- aðgerð þá fyrir jafnrétti kynj- anna sem felst i hinu svokallaða „kvennafrii” 24. okt. nk.” Agnete Munkesö. Þessi hópur hefur gleymst Hér á landi hefur verið stödd síðustu tvær vikur dönsk kona, Agnete Munkesö að nafni, en hún er ráðgjaf i heyrnarlausra í sínu heimalandi. Hefur hún verið hér á vegum Foreldra- og styrktarfé- lags heyrnardaufra til að rannsaka aðstæður og möguleika heyrnardaufra hérlendis til menntunar og vinnu. Lesendum verður e.t.v. fóta- skortur um orðin „ráðgjafi heyrnarlausra” þvi sú starfsstétt er ekki til hér á landi. t Dan- mörku eru hins vegar starfandi 12 slikir og þeir eru einnig til á öðr- um Norðurlöndum og i mörgum Evrópulöndum. t Danmörku eru heyrnarlausir um 3.500 og fengu þeir sinn fyrsta ráðgjafa árið 1953. Hér á landi munu þeir vera i kringum 140 en ekki eru til ná- kvæmar tölur. Við spurðum Agnete hvernig tsland kæmi út i samanburði við Norðurlönd hvað snertir aðstoð við heyrnarlausa. — Heyrnarlausir hafa minni möguleika til menntunar hér og eiga erfiðara með að hagnýta sér það sem þjóðfélagið hefur upp á að bjóða. Það má t.d. nefna iðn- nám. Á þvi sviði geta heyrnar- lausir fengið túlka sem tala fingramál með sér i bóklega tima og látið þá túlka fyrir sig náms- efnið. Hér hefur tekist nokkurt samstarf milli Heyrnieysingja- skólans og Iðnskólans þannig að kennarar i sumum bóklegum greinum koma i Heyrnleysingja- skólann og segja nemendum þar frá námsefninu. En þá verða þeir hevrnarlausu að lesa af vörum þeirra. Þetta er erfitt fyrir alla aðila. Og heyrnarlausir geta ekki orðið meistarar. Svo er hér enginn ráðgjafi fyrir heyrnariausa. Það er brýn þörf á að ráða slikan mann sem getur túlkað fyrir þá þegar þeir leita læknis, leggjast á spitala, þegar heyrnarlausir foreldrar fara á foreldrafundi i skólum o.s.frv. Heyrnarlausir geta einungis átt samskipti við annað fólk skriflega og þetta gerir þeim óskaplega erfitt fyrir. Um skeið var mikil á- hersla lögð á það, bæði hér og annars staðar, að kenna heyrnar- lausum að lesa varamál. Sem betur fer sáu menn að þetta var Rætt við Agnete Munkesö, danskan ráðgjafa heyrnarlausra, sem kannar hér aðstöðu og möguleika heyrnarlausra til menntunar og starfa mjög erfitt fyrir þá og nú hefur aftur verið horfið til þess að kenna fólki, foreldrum og“ að- standendum, fingramál. Hér er t.d. einhver kennsla i þvi á vegum Foreldrafélagsins. —- En hvernig stendur á þinni veru hér? — Ég kom hingað fyrr i sumar vegna æskulýðsmóts sem halda á hér á landi næsta sumar fyrir norræna heyrnleysingja. Ég á sæti i norrænu ráði sem fjallar um málefni heyrnarlausra. Þá réð Foreldrafélagið mig til starfa við þessa könnun og kostar það hana að öllu leyti. Að henni lok- inni skila ég skýrslu sem lögð verður fyrir rikisvaldið. Er hlut- verk hennar að sannfæra rikis- valdið um þörfina á að komið verði á laggirnar ráðgjöf fyrir heyrnarlausa. Við vonumst eftir þvi að viðbrögðin verði jákvæð þvi það má segja að þessi hópur hafi orðið úti og gleymst. Hlut- verk slfks ráðgjafa er að vera tengiliður milli heyrnarlausra og þeirra sem fulla heyrn hafa. Heyrnarlausir finna mjög vel fyr- ir þessari þörf þvi eins og er eru þeir mjög háðir sinum nánustu og fá ekki notið þess sem þjóðfélagið hefur upp á að bjóða. —ÞH L SONGUR DAVIÐS Ég trúi að þú takir ekki mútur, — torvelt mun að efla flokksins sjóð — þó þú takir Ármannsfellið útúr umsækjendahóp um græna lóð. Ég trúi, því að ella ertu farinn og ísleifur er varla lengur til. Ég tortryggi þig ekki, — trúi bara, ég trúi þér án nokkurs fyrirvara. (JHA)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.