Þjóðviljinn - 07.10.1975, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN ÞriOjudagur 7. október 1975.
Pólverjarsigruöueinnig glæsilega í seinni leiknum
Lítiö fallegt sást
til íslenska liðsins!
Botnlaus vitleysa í vörn og sókn ríkti
meirihluta leiksins, og pólverjar sigruðu 20:15
Það verður ekki sagt að Islenska handknattleikslandsliðið hafi fengið
neina sérstaka óskabyrjun á þvf keppnistimabili sem nú fer i hönd.
Fyrstu landsleikirnir tveir ollu vonbrigðum, og þótt markatalan hafi að
visu ekki verið neitt hróplega sársaukafuil fyrir islenska handknatt-
leiksunnendur verða þeir aðkyngja þvi, að jafn illa og i siðari landsleik
tslands og Póllands hefur lið okkar ekki leikið I langan tima.
Greinilegt var, að það var of mikil blóðtaka fyrir landsliðið að vera
allt I einu án þeirra Ólafs Jónssonar, Einars Magnússonar og Axels
Axelssonar, sem allir eru atvinnumenn úti I heimi. Mörg önnur þekkt
nöfn voru ekki með. Fyrstan er þar að telja þjálfarann Viðar Slmonar-
son, siöan rifjast upp nöfn eins og Geir Hallsteinsson, Bjarni Jónsson og
fleiri, sem mikið hafa komiö við sögu undanfarið.
Margt olli vonbrigðum i þessum fyrstu leikjum. Leikskipulag var I
molum, markvarslan engin mestan hluta siðari leiksins, sóknarleikur-
inn þá botnlaus vitleysa, og framan af sást litið af viti til islenska
varnarleiksins.
Viðar landsliðseinvaldur gerði
þrjár breytingar á liðinu fyrir
slðari leikinn. Ot fóru þeir
Gunnsteinn Skúlason, Magnús
Guömundsson og Jón Karlsson,
en inn komu Ingimar Haraldsson,
Viggó Sigurðsson og Arni
Indriöason.
Segja má að sömu mistökin hafi
verið gerð i sókninni allan fyrri
hálfleikinn og meiri hluta þess
slöari einnig. öll markskot okkar
frá skyttunum stefndu ofarlega I
markiö og þá bolta hirti hinn stór-
kostlegi markvörður pólverj-
anna nánast allt. Hann varði nær
allt sem til hans kom og það var
ekki nærri þvl nógu fljótt sem
Islensku leikmönnunum skildist
aö ekki þýddi annað en að reyna
aö skjóta niðri — sumum lærðist
þaö meira að segja aldrei. Skota-
nýting margra var enda hörmu-
leg, Viggó reyndi sjö sinnum
markskot og aðeins eitt heppnað-
ist og Ólafur Einarsson skoraði
tvö mörk úr sjö tilraunum, þar af
kom annaö markið úr vltaskoti.
A meðan á þessum ósköpum
gekk I fyrri hálfleik I sókninni,
sem var gjörsamlega bitlaus og
án ógnunar, var lítiö betra uppi á
teningnum I varnarleiknum. Þeir
Rósmundur og Ólafur vörðu ekki
eitt einasta skot fyrir hlé og pól-
verjarnir röðuðu inn mörkum. Er
það rauninni hin mesta furða að
munurinn skyldi ekki verða meiri
en fimm mörk þegar flautaö var
til leikhlés.
Pólverjar höfðu þá skorað tólf
mörk, en landinn sjö. Drýgstur
hjá pólska liðinu hafði hin mikla
vinstrihandarskytta Klempel
veriö. Hann skoraði fimm þess-
ara marka, þar af þrjú þau
fyrstu. Stefán Gunnarsson tók 1-0
forystu íslands, slðan skoraði
Ólafur Einarsson 2-1, Björgvin
skoraði laglega af llnunni 3-2 en
svo náðu pólverjar forystu sem
þeir héldu út leikinn. Að vlsu var
jafnt, 4-4, á 10. mín. en eftir það
áttum við aldrei möguleika.
Dönsku dómararnir voru enda
iðnir við aö visa landanum af
leikvelli. Þeir Sigurbergur,
Gunnar Einarsson og Björgvin
fengu allir hvíld i tvær mln. og
einn pólverji einnig.
Slðari hálfleikurinn var mun
skárri af okkar hálfu, og lauk
honum með jafntefli, 8-8. ólafur
Benediktsson gaf tóninn strax I
byrjun, hann lokaði markinu
gjörsamlega I ellefu minútur, en
þá tókst pólverjunum að brjóta
múrinn eftir vafasaman og
strangan vltakastsdóm. A meðan
skoraöi landinn þrjú mörk, stað-
an breyttist úr 12-7 112-10 og slðan
13-11. Greinilegt var að Islensku
strákarnir voru að komast I ham,
áhorfendur voru meö á nótunum
og stemmningin var mikil. Þá
gerðist það að besta manni liös-
ins, Páli Björgvinssyni fyrirliöa,
var visað af velli I tvær mínútur.
Pólverjar notuðu tækifærið, skor-
uðu tvö mörk og gerðu þar með út
um leikinn. Brottreksturinn skipti
sköpum, hann kom á versta tlma.
Islenska liðinu tókst ekki að
notafæra sér það, aö einum pól-
verjanna var vlsað út af I fimm
mlnútur. Gerðist það um leið og
Páll kom aftur inn, og vonuðust
margir eftir því að eitthvað færi
þá betur að ganga. En landinn
brást gjörsamlega, engin snerpa
var i sókninni og á þessum fimm
minútum skoruðu pólverjar eitt
mark og Islendingar aðeins
eitt!!!
Úrslit leiksins voru þar meö
endanlega ráðin. Björgvin Björg-
vinsson átti siðasta orðið, hann
skoraði sitt þriðja mark með stór-
glæsilegum tilburðum, og það eitt
að sjá Björgvin fara inn af llnunni
getur hæglega réttlætt kvöldstund
I höllinni án nokkurs tillits til þess
hvort leikurinn er hörmulega lé-
legur eða ekki.
Fyrirliðinn Páll Björgvinsson
kom langbest frá þessum leik.
Ólafur Benediktsson rétti einnig
úr kútnum i síðari hálfleik og
varð stórkostlega hvað eftir ann-
að I byrjun hans. Mörk tslands
skoruðu: Páll 5, Björgvin 3,
Gunnar Einarsson 3, ólafur
Einarsson 2, Viggó eitt og Stefan
Gunnarsson eitt.
Klempel var einna mest áber-
andi hjá pólverjunum. Hann
skoraði sex mörk, og réðu
Islenskir varnarmenn ekkert viö
þennan hávaxna vinstrihandar
mann. Melcer var einnig drjúgur
viö markaskorunina, gerði fjögur
mörk. En bestur I liði gestanna
var markvörðurinn, Szymczak,
sem ávann sér svo mikla frægð á
heimsmeistarakeppninni siðustu.
Fékk hann þá orö á sig sem besti
markvörður heims og stóö svo
sannarlega undir þvl nafni I þess-
um leik. Hann fékk enda ekkert
nema draumaskotin sín á sig,
Islendingar skutu alltaf háum
boltum I markið, og betri verkefni
getur pólski markvörðurinn ekki
hugsað sér. —gsp
Stefán Gunnarsson fékk oft óbliðar móttökur hjá góðri vörn pólverj-
anna, og það var enginn leikur að koma boltanum I netið framhjá hin-
um frábæra markverði þeirra. Hér hefur Stefán komist i gegn I fyrri
leiknum, en á honum var brotið og AUKAKAST dæmt. (Mynd: gsp.)
Fyrri leikurinn: ísland — Pólland 19:27 (9:10)
Mikil vonbrigði
meö íslenska liðið sem lék eins og slakt 1. deildarlið og varð að
þola næststærsta tap íslendinga á heimavelli
islenska landsiiöið I handknattleik olii sárum vonbrigðumi fyrri leik
þess gegn pólverjum i Laugardalshöli sl. laugardag, og siðari hálfleik-
ur leiksins var einna likastur martröð fyrir isienska áhorfendur, svo al-
gerlega var islenska liðið yfirspilað. Lokatölurnar urðu 27:19 sigur pól-
verja, sem er næststærsta tap sem islenskt landslið i handknattleik hef-
ur orðið að þola á heimavelli. Aðeins 11:20 tap fyrir júgóslövum I nóv-
ember 1971 er stærra, og munar þó aðeins einu marki. Og þetta tap er
gegn liöi sem við sigruðum fyrir rúmum þremur mánuðum I Júgó-
slaviu, 16:14. Hvernig má þetta vera? Jú, skýringin er einföld, Islenska
liðið lék eins og miðiungs 1. deiidarlið, þar skar sig enginn úr. Okkur
vantaði stjörnurnar okkar, ólaf H. Jónsson, Einar Magnússon, Axel
Axelsson og Bjarna Jónsson, sem ekki bara eru stjörnur Islensks hand-
knattieiks, heldur og okkar leikreyndustu menn, sem ekki brotna þótt á
móti blási eins og gerðist I siöari hálfleik hjá Isl. leikmönnunum á laug-
ardaginn.
hrikalega léleg. Engin barátta og
engin samvinna.
Það sannaðist I þessum leik,
svo ekki verður um villst, að án
þeirra Ólafs, Einars, Axels og
Framhald á bls. 10
Þá Ólaf, Einar og Axel var ekki
hægt að fá heim til þessa leiks, en
Bjarna Jónsson var hægt að fá, og
Viðar landsliðsþjálfari getur nag-
að sig I handarbökin fyrir það aö
velja Bjarna ekki I hópinn til
undirbúnings þessum leik. Hann
viðurkenndi llka á blaöamanna-
fundi eftir fyrri leikinn, að hann
myndi endurskoða afstöðu slna til
landsliðsvalsins næst.
Þeir sem tóku við hlutverki
þessara stórkarla réðu hreinlega
ekki við það. Þeir ólafur og
Gunnar Einarssynir, Páll Björg-
vinsson og Jón Karlsson eru allir
lltt reyndir landsliðsmenn og þeir
réðu hreinlega ekki við það mikla
hlutverk að leiða Islenska liðið I
sókn, eins og þeir áttu að gera, og
I vörninni, sem var aðalhöfuð-
verkurinn, stóðu aðeins tveir
menn upp úr meðalmennskunni,
Stefán Gunnarsson og Gunnsteinn
Skúlason, en sá slðarnefndi fékk
þá ekki að leika sina venjulegu
stöðu, en var settur I hornið og
lokaði því meðan hann var inná.
Markvarslan var I lagi I fyrri
hálfleik, meöan Ólafur . Bene-
diktsson var inná, en I þeim slðari
kom Rósmundur snemma inn og
varði aðeins tvö skot, en honum
til málsbóta verður að segja að
vörnin fyrir framan hann var
Vörnin brást
Viðar Simonarson var aö
vonum ekkert brattur eftir
fyrri leikinn viö pólverja.
Hann' sagði, að að sinu mati
hefði það verið varnarleikur-
inn sem brást, það að skora 19
mörk ætti að vera nóg, en að fá
á sig 27 mörk segði allt um það
hvernig varnarleikurinn hefði
verið. Menn hefðu ekki barist,
ekki talað saman og engin
samvinna hefði verið i vörn-
inni.
Þá sagði Viðar að það hefðu
orðið kaflaskipti i Ieiknum,
þegar islenska liðið átti mögu-
leika á að komast yfir i lok
fyrri hálfleiks, en mistekist.
Þá hefði liðið brotnað.
Viðar sagði að leikfléttur
pólverjanna hefðu ekki komið
sér á óvart, þær væru þær
sömu og i Júgóslaviu, en leik-
mennirnir hefðu ekki farið
eftir þvi sem fyrir þá hefði
verið lagt, og þvi fór sem fór.
Eftir siðari ieikinn sagðist
Viöar hafa lært mikið af
þessum leikjum. Hann væri
ákveðinn iaðbreyta hópnum á
næstunni og þreifa sig áfram
þar til hann hefði fundið rétta
liðið.
-Auðvitað vantar mikið
þegar þeir ólafur, Einar og
Axel eru ekki með, svo og Geir
Hallsteinsson, þetta eru allt
leikreyndir menn, en það sem
háði okkur öðru fremur i
þessum leik cr hve litla sam-
æfingu sá hópur sem nú
myndaði landsliðið hefur haft.
Við sem myndaðhöfum lands-
liðskjarnann undanfarin ár
gjörþekkjum hver annan og
vissum alltaf hvað hver og
einn ætlaði að gera. Þetta er
ekki fyrir hendi i þeiin hópi
sem nú lék, en með ineiri sain-
æfingu er ég vissum, að við
náum upp sterku liði, sagði
Viðar að lokum. -S.dór
iS«*»