Þjóðviljinn - 07.10.1975, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 07.10.1975, Blaðsíða 2
,2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 7. október 1975. FRÁ HOFI Stórbrim í Þorlákshöfn Viö eigum garn í öllum Ijómandi litum regnbogans og væru þræöirnir tengdir saman næöu þeir yfir lönd og álfur. Komiö og kaupiö HOF Þingholtsstræti STYRKUR til háskólanáms eða rannsóknastarfa i Bretlandi Breska sendiráöiö i Reykjavlk hefur tjáö Islenskum stjórnvöldum að The British Council bjóði fram styrk handa islendingi til náms eöa rannsóknastarfa við háskóla eða aðra visindastofnun I Bretlandi háskólaárið 1976—77. Gert er ráð fyrir að styrkurinn nægi fyrir fargjöldum til og frá Bretlandi, kennslugjöldum, fæði og húsnæði, auk styrks til bókakaupa. Umsækjendur' skulu hafa lokið háskólaprófi og aö ööru jöfnu vera á aldrinum 25—30 ára. Umsóknir um styrk þennan skulu hafa borist mennta- málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 15. des- ember nk. — Tilskilin eyðublöð, ásamt upplýsingum um nauðsynleg fylgigögn, má fá I ráðuneytinu og einnig I breska sendiráðinu, Laufásvegi 49, Reykjavik. Menntamálaráöuneytið, 3. október 1975. Rannsóknamaður i jarðiræði Hafrannsóknastofnunin óskar að ráða rannsóknamann, karl eða konu, til aðstoð- arstarfa við jarðfræðirannsóknir. Starfið fer að mestu fram á rannsóknastofu, en auk þess felst i þvi nokkur vinna við gagnasöfnun á sjó. Umsækjendur eru beðnir að snúa sér til Kjartans Thors, Hafrannsóknastofnun- inni, Skúlagötu 4, sem veitir nánari upp- lýsingar. Atvinna ■ Atvinna Læknaritari Starf læknaritara við Heilsugæslustöðina i Ólafsvik er laust til umsóknar nú þegar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist til oddvita Ólafsvikurhrepps, eða Kristófers Þor- leifss. læknis Heilsugæslustöðvarinnar i Ólafsvik, sem gefa nánari upplýsingar. Ólafsvik 1/10, 1975 Heilsugæslustöðin ólafsvik. Húsvörður Húsvarðastaða i stóru f jölbýlishúsi er laus til umsóknar. Góð 3. herbergja ibúð fylgir með hita, laun samkvæmt 12. launaflokki opinbera starfsmanna. Upplýsingar um fyrri störf og meðmæli ef til eru sendist af- greiðslu blaðsins merkt, H fyrir 20. þessa mánaðar. Þótt enn vanti nokkuð á aö syðri varnargaröurinn sem veriö er að byggja i höfninni I Þorlákshöfn sé tilbúinn, þá stóöst hann eldraun- ina sem hann fékk i þvi óskaplega brimi sem gerði við suðurströnd landsins á sunnudaginn. Dolos- arnir, en svo nefnast steinar þeir sem settir eru yst á varnargarö- inn högguðust ekki I briminu, þótt mikið vanti á að þeir séu komnir allir, sem þar eiga aö vera. Hlutverk þeirra er fyrst og fremst aö hlifa sjálfum varnar- garðinum meö þvi að drepa öld- una þegar hún æðir að landi og þaö gerðu þeir svo sannarlega á sunnudaginn. — Ég tel að það hafi sannast um helgina að með þessum nýja garði hafi orðið hrein bylting i hafnaraöstöðunni hér, sagði Sig- urður Jónsson, hafnarstjóri er við ræddum viö hann I gær. Nýi garð- urinn sannaöi vel gildi sitt 1 þessu veðri. Hefði hann ekki veriö kom- inn, heföi orðið að manna alla báta I höfninni og noröurgaröur- inn heföi fariö I kaf i þessari miklu flóðhæð samfara briminu, sagði Sigurður, en að þessu sinni hreyfðist ekki nokkur bátur, tók ekki I landfestar einu sinni. Sigurður sagði ennfremur að engar skemmdir hefðu orðið á garðinum, dolosarnir hefðu ekki haggast. Það eina sem geröist var, að búið var aö leggja bráða- birgöaveg eftir garöinum, fyrir þungavinnuvélar sem vinna aö hafnargerðinni, þessi vegur skemmdist dálitið, en fljótlegt verður aö gera við hann. S.dór Nýi varnargaröurinn I Þorlákshöfn. Lengst til vinstri sést tunnan sem sett var niöur fyrir skömmu og siöan fyllt af stórgrýti. Hvert langborð i þessari tunnu kostar yfir 100 þúsund kr., enda úr viöi sem ekki fúnar og ku sökkva I vatni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.