Þjóðviljinn - 07.10.1975, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.10.1975, Blaðsíða 12
WÐVIUINN Þriðjudagur 7. október 1975. Austurriki: Sigur sósíalista Vin 6/10 reuter — 1 þingkosn- ingum sem fram fóru i Austurriki um helgina vann Sósialista- flokkurinn þriðja kosningasigur sinn i jafnmörgum kosningum og jók meirihluta sinn á þingi um tvo menn. Flokkurinn fékk i sinn hlut 50,6% atkvæða og 94 af 183 sætum á þingi landsins. Hinn ihaldssami Þjóðarflokkur tapaði tveim þing- sætum, hlaut 78 og 42,8% atkvæða, Frelsisflokkurinn sem er frjálslyndur hægriflokkur vann eitt sæti, hlaut alls 11 og 5.4% atkvæða. Kommúnistaflokkurinn fékk 1,2% atkvæða en engan mann á þing. lírsiit kosninganna eru talin vera mikill sigur fyrir Bruno Kreisky kanslara landsins. Allir aðrir en hann bjuggust við að samdráttur i efnahagslifi landsins yrði til þess að kjósendur breyttu til en svo varð ekki. Segir i fréttaskeyti Reuter að austur- ríkismenn hafi enn einu sinni sannað að þeir eru allba þjóða tregastir til að skipta um stjórn- málaflokk. Kreisky lýsti þvi yfir eftir kosn- ingarnar að hann hyggist sitja við völd út allt kjörtimabilið. Hann er nú 64 ára að aldri og hefur verið við völd f landinu i átta ár. Hefur enginn þjóðarleiðtogi í Evrópu að vini hans Olof Palme hinum sænska setið lengur á valdastóli um þessar mundir. Allskyns algengt snatt Menn hafa furðað sig nokkuð á því, að þyrla landhelgis- gæslunnar, TF-Gná, var að þjónusta íþróttafélagið KR þegar óhapp það varð fyrir heigina, sem leiddi til þess, að vélin eyði- lagðist. Talsmaður gæslunnar sagði blaðamanni i gær, að það væri algengt að þyrlurgæslunnar væru i alls kyns snatti fyrir félaga- samtök, en ekki þó einstaklinga, utan hvað bændur i smala- mennsku hafa fengið nokkra aðstoð. TF-Gná, mun hafa verið að flytja staura upp að skiðaskála KR, en þar átti að koma fyrir lys- ingu á svæðinu. Sambærileg verkefni hefur þyrlan áður unnið, en það var þegar skiðalyfta var sett upp við Akureyri. Landhelgisgæslan hefur sjálf eftirlit með sinum flugvélum, og er talið, af fulitrúum gæslunnar, að það eftirlit sé mjög gott. Spánn: Fjórir féllu um helgina — EBE slítur umrœðum um nýjan viðskiptasamning Madrid 6/10 reuter ntb — Rikis- stjórn Spánar kom saman til fundar i dag undir forsæti Francos til að ræða nýjar ráðstaf- anir til að hamla gegn starfsemi andfasiskra afla og þjóðernis- sinnaðra hreyfinga. Ekki er vitað til hvaða ráða verður gripið en fjöldi manna sit- ur i fangelsum landsins saksóttur 1 krafti nýlegra laga gegn hefnd- arverkum. Samkvæmt þeim eru þeir sem sakfelldir eru fyrir morð á lögreglumönnum dæmdir sjálf- krafa til dauða. Fjórir menn voru drepnir um helgina á Spáni, þrir lögreglu- menn og einn baski. Lögreglu- mennirnir þrir voru á ferð i bil sunnan við San Sebastian i Baskahéruðunum er sprengja sprakk undir bil þeirra. Létust þrir samtimis en hinir tveir er i bilnum voru særðust báðir, annar lifshættulega. Talið er vist að samtök baska hafi staðið að spréngingunni og með henni ver- ið að hefna þeirra tveggja baska leiðtoga sem teknir voru af lifi 27. september sl. Svo virðist sem hægrimenn séu farnir að svara i sömu mynt þvi i dag er Ignacio Echave skotinn til bana i bænum Mondragon i Baskahéruðunum. Echave var bróðir Juan Jose Echave sem er einn leiðtoga aðskilnaðarhreyf- ingar baska, ETA, en hann er i út- legð i Frakklandi. Heimildir innan kaþólsku kirkj- unnar herma að fimm prestar hafi verið handteknir i Madrid á sunnudag eftir messu þar sem þeir eru sagðir hafa lesiö bréf frá aðstoðarbiskupi borgarinnar. Ekki er vitað hvað stóð i bréfinu en talið að i þvi hafi verið fjallað um atburði siðustu vikna. Utanrikisráðherrar EBE-land- anna þinga nú i Lúxemborg og i dag hermdu heimildir innan sendinefnda að þeir hefðu orðið sammála um að stððva allar samningaviðræður milli EBE og Spánar um nýjan viðskiptasamn- ing i mótmælaskyni við aftökur spánverjanna fimm á dögunum. Ekki er þó útlit fyrir að i sam- þykkt ráðherranna verði nein á- kveðin skilyrði sett fyrir þvi hvenær leyft verður að hefja við- ræðurnar að nýju. Framhald á bls. 10 Ferbamenn I Palma de Mallorca vöknuöu upp vib vondan draum á dðgunum þegar þessi sýn blasti viö þeim. Þarna var komin stuðningsaðgerö viö Franco vegna erlendra mótmæla gegn aftökunum á dögun- um. Þaðhaföi alveg gleymst aö segja feröamönnunum frá þessu svo þeim brá óneitanlega f brún þegar mannfjöldinn rétti hendur til himins i Hitlerskveöju og kyrjaöi fasistasöngva, bölvandi vondum kommúnistum á borð við Olof Palme. Verkfallsréttarmálin: 13 fundir búnir, 7 haldnir í da Undirtektir hafa verið góðar á þeim fundum sem haldnir voru fyrir helgina, sagði Haraldur Stcinþórsson, varaform. BSRB, er Þjóðviljinn ræddi við hann i gær. Á föstudaginn voru haldnir tveir fundir, á Patreksfirði og á Núpi, en á laugardaginn voru fundirnir fjórir, á isafiröi, Egils- stöðum, Reyðarfirði og Neskaup- stað. I gær voru fundir i Keflavik, Breiðholti fyrir kennara, Lög- reglufélagi Reykjavikur, Toll- varðafélagi Islands, Trygginga- stofnun rikisins, Þjóðleikhúsinu og i /Efinga-og tilraunaskólanum, kennarafundur. Á fundunum er rætt um verk- fallsréttarmálin og hefur fundar- sókn verið góð, sagði Haraldur. A hverjum fundi mæta tveir fulltrú- ar stjórnar BSRB og verkfalls- réttarnefndarinnar. I lok fund- anna er framkvæmd skoðana- könnun um afstöðu til verkfalls- réttarins, og á þriðjudag i næstu viku, þegar öllum fundunum er Lögreglumenn f Reykjavlk ræöa um verkfallsréttinn á fundi I gær. lokið, verður talið upp úr kössun- um. 1 dag, þriðjudag, verða fundir sem hér segir: Akranes kl. 20.30. Þar tala Haraldur Steinþórsson og Pálina Sigurjónsdóttir. Haga- skóla kl. 17.00. Þar tala Vilhjálm- ur Grimsson og ólafur S. Ólafs- son og Haukur Helgason Stjórn- arráð kl. 17. Þar tala Kristján Thorlacius og örlygur Geirsson. Kleppsspitali kl. 15.30. Þar tala Haraldur Steinþórsson og Guð- mundur Sigurþórsson. Tollstöðin kl. 17. Ræðumenn Þórir Marons- son og Einar Ólafsson. Kársnes- skóli kl. 17. Þar tala Gunnar Eydal og Guðmundur Arnason. Það eru alls um 40 manns sem hafa framsögur á fundunum um verkfallsréttarmáiin. iórnin ræðir aukna hörku Ölafur Ragnar Grímsson um Staparáðstefnuna: Skoðun og skilgreining baráttunnar gegn hernum ..Bandarikjaher hefur verið hér á landi i áratugi og ýmsar aðferöir reyndar i baráttunni fyrir brottför hans. Samstöðu- hreyfingar hafa verið stofnaðar gegn honum og sérstakir stjórn- málaflokkar, tvær rikisstjórnir liafa haft brottför hersins á stefnuskrá sinni og hún cr enn á stefnuskrá þriggja þingflokka. Samt cr herinn hér enn og hefur fléttast innf tslenskt þjóðfélag á margvislegan hátt. Siðasta þætti þcssarar baráttu lauk i fyrra. Áður cn lengra er haldið verður að teljast skynsamlegt að koma saman og lita yfir farinnveg, skilgreina hinar ýmsu baráttu- aðfcrðir, rekja áhrif hersins á þjóölifið og skoða hvaða áhrif breyttar forsendur i alþjóða- málum hafa á veru hans hér. Þetta eru hcld ég mcginástæður þess að ákveðið er að kveðja hcr s töðv a a n ds t æði nga til ráðstefnu á Stapa um næstu helgi”. Þetta sagði Ólafur Ragnar Grimsson, prófessor, m.a. er Þjóðviljinn innti hann eftir þvi hversvegna ákveðið hefði ver- ið að kveðja herstöðvaand- stæðinga saman á ráðstefnu. Ólafur Ragnar er einn frum- mælenda á ráðstefnunni. Um höfuðviðfangsefni framsögu sinnar sagði Ólafur Ragnar þetta: A siðustu tiu árum hefur athygli manna einkum beinst að menningarlegum áhrifum af veru hersins hér á landi og er það skiljanlegt m.a. vegna baráttunnar gegn Keflavikur- sjónvarpinu. Ýmsir aðrir mikil- vægirþættir hafa heldur horfið i skuggann. Einn þeirra er að m'inu mati tengsl hersins á efna- hags og atvinnuþróun hér. Ég mun leitast við að rekja meginþættina i samspili hersins og islensks atvinnu- og efna- hagslifs, þróun þeirra, sérkenni, innbyrðis mikilvægi og mikil- vægi þeirra gagnvart öðrum efnahags og atvinnumálum. Inn i þessa umfjöllun munu svo fléttast áhrif hersins á ýmis meiriháttar efnahagsvandamál síðustu áratuga á Islandi, svo sem byggðaröskun og verð- bólguþróun. Þá mun ég einnig hugieiða hagsmuni ákveðinna fyrirtækja og viðskiptaaðila vegna framkvæmda og efna- hagslegra athafna sem tengdar éru dvöl hersins.” ólafur Ragnar Grimsson — Hver telur þú að verði árangurinn af ráðstefnu sem þessari? „Mikilvægast er að á ráðstefnuna komi kjarni þeinrar baráttusveitar, sem fengist hefur við hermálið á undan- förnum áratugum, svo og full- trúar þess æskufólks, sem tengst hefur þessari baráttu á allra siðustu árum. Það er einnig mikilvægt að þessi hópur skoði af fullri hreinskilni það sem unnist hefur og tapast, og reyni á þeim grundvelli að meta i sameiningu hver eigi að vera næstu skrefin í baráttunni.”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.