Þjóðviljinn - 09.10.1975, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 09.10.1975, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 9. október 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Mario Soares í viðtali við Le Monde: Sósíaldemókratí er ónothæft í Portúgal Soares boðar til ráðstefnu kommúnista — og sósialisla frá Spáni, Frakklandi, Ítalíu og Portúgal um leiðina til sósialismans Skiptar skoðanir rikja um það hvers eðlis Sósialistaflokkur So- ares i Portúgal er. Flokkurinn hefur eins og kunnugt er lang- mest kjörfylgi stjórnmálaflokka i Portúgal. Forsvarsmenn krata- flokka i Vestur-Evrópu vilja gjaman láta lita svo út sem flokk- ur Soaresar sé systurflokkur þeirra, en aðrir og þar á meðal Soares sjálfur telja hann likan Sósialistaflokki Mitterands i Frakklandi. Bæði innan og utan Portúgal hafa heyrst raddir um það að allskyns hægri öfl i Portúgal noti sér sósialistaflokk- inn sem „nokkurskonar regnhlif” fyrir starfsemi sina og þvi sé flokkurinn i raun „hættulega” hægrisinnaður. I lok siðasta mán- aðar birti New York Times frétt um að bandariska leyniþjónustan CIA hefði með aðstoð krataflokka og verkalýðshreyfinga i Vestur- Evrópu veitt miljónum dollara um nokkurra mánaða skeið til starfsemi Sósialistaflokksins i Portúgal. Ef rétt væri myndi það kasta talsverðri rýrð á flokkinn, en Soares og ýmsir leiðtogar krataflokka hafa afneitað þessari frétt og segja hana söguburð ein- an, þótt New York Times telji sig geta stuðst við sjálfstæðar heim- ildir úr fjórum áttum. 1 þessu sambandi er fróðlegt að vita hvað Soares sjálfur segir um flokk sinn og ástandið i Portúgal. Soares hefur að undanförnu verið við- staddur flokksþing Verkamanna- flokksins í Blackpool i Englandi og þing sænskra krata i Sviþjóð. Á heimleið til Portúgal átti hann eftirfarandi viðtal við Marcel Niedergang iParis, og birtist það i Le Monde 3. október. M.S.,,Afstaða okkar sósialista i Portúgal er ljós: „Við litum þannig á að aðferðir sósialdemó- kratiskra flokka séu ekki nothæf- ar i Portúgal. Við höldum þvi fram að sósialdemókratiið sé ekki mögulegt i Portúgal. Þetta sögð- um við áður en kerfisbreyting- amar voru ákveðnar i landbúnað- inum og áður en þjóðnýtingarher- ferðin, sem snertir nú um 60% iðnaðarins,hófst. Þaðhefur tekist að brjóta á bak aftur ofurveldi einokunarhringanna. Þetta er staðreynd. Og við endurtökum: Þær að- ferðir sem hinir sósialdemó- kratisku vinir okkar i Evrópu nota þurfa ekki endilega að vera marktækar i Portúgal. Við viljum koma á raunverulegu sósialisku lýðræðisskipulagi, sem virði regl- ur hins pólitiska fulltrúalýðræðis, en sem rúmi einnig ákveðið form beins lýðræðis, er byggi á þeirri reynslu sem fengist hefur af sjálf- stjórn vinnustaða. Þessi reynsla er fyrir hendi og hún er jákvæð. Vandinn er að samræma þessi lýðræðisform, t.d. i bæjarstjórn- um.” Siðan ræðir Soares'nokkuð þá tilhneigingu sem viða geri vart við sig að stimpla Sósialistaflokk- inn hægrisinnaðan. Hann heldur þvi fram að flokkurinn sé ef til vill lengst til vinstri af öllum sósial- istaflokkum i Evrópu, en segir að I rauninni skipti það ekki máli, þvi sú spurning sem sé mest brennandi sé hvernig menn vilji skipuleggja leiðina til sósialism- ans. Marcel Niedergang spyr þá hvort það séu ekki hártoganir, þegar þau öfl sem eru lengst til vinstri i Portúgal segja Sósial- istaflokkinn „langt til hægri” og sósialistar svarifyrir sig með þvi að kalla kommúnista „stalin- ista”. M.S. ,,Jú, i raun og veru. Astandið er miklu flóknara en þetta. Stjórnmálavandinn i Portúgal einskorðast ekki af deilu milli Kommúnistaflokksins og okkar. Hitt er svo annað mál, að við stöndum frammi fyrir tveim- ur megin byltingarhugmyndum, sem eru andstæðar. Við viljum fyrst og fremst treysta hið póli- tiska lýðræði, þannig að miðað sé að raunhæfu og fjölþættu lýðræð- isskipulagi. Byltingarhugmynd kommún- ista, sú leninistiska, leggur á- herslu á framvarðarsveit bylt- ingarinnar og hallast að eins- flokkskerfi, sem riki yfir öllum öðrum samtökum i landinu. Þetta getum við ekki fallist á. Og ég leyfi mér að halda þvi fram að umræða um þessi mál snerti ekki aðeins Portúgal, heldur einnig Frakkland og Italiu ekki siður. Þess vegna hef ég ákveðið að kalla saman ráðstefnu i Lissabon um efnið: Leið iðnrikjanna i Vest- ur-Evrópu til sósialismans. Þangað hef ég boðið fulltrúum kommúnista- og sósialistaflokka i Frakklandi, ltaliu, Spáni og Portúgal, en ég veit ekki enn hvernig þessari hugmynd verður tekið.” Marcel Niedergang minnisti þessu næst á þau skilyrði Sósial- istaflokksins fyrir þátttöku i. sjöttu bráðabirgðastjórninni Portúgal, að útvarpsstöðinni Radio Renaissance yrði skilað aftur til kirkjunnar og • blaðið Republica sett i hendur fyrri út- gefendum. Hann spyr hvort Soar- es leggi enn mikla áherslu á þessi mál. M.S „Að okkar mati er'Repu- blica tákn um prentfrelsið og fjöl- þætta fjölmiðlun. Þaö er ekki hægt að fallast á það að nokkrir prentarar geti ráðið pólitiskri stefnu dagblaðs i blóra við vilja 1 blaðamanna og hluthafa og brjóti 1 þannig gildandi lög.” M.N. — Oft hefur Republica- málinu verið stillt upp sem deilu milli Kommúnistaflokksins og Sósialistaflokksins. Er það ekki einföldun? M.S. „Jú, þetta er flókið mál, en Kommúnistaflokkurinn ber samt sem áður töluverða ábyrgð á þvi hvernig fór. Hann ruddi brautina fyrir vinstri öfgamenn- ina á Republica með áróðri sin- um. Þeir færðu hann sér i nyt. Þetta sýnir hin tvíræðu tengsl miili Kommúnistaflokksins og öfgaaflanna til vinstri.” M.N. — Má ekki segja hið sama um Sósialistaflokkinn og tengsl hans við vinstri öfgaöfl. I mörg- um verkalýðsfélögum hafið þið tekið höndum saman við maóista til þess að ná meirihluta af kommúnistum? M.S. „Það má vera, en i okkar tilviki er um allt annað að ræða. Við berjumst gegn flokki sem vill einoka forystuna i Verkalýðs- Marió Soares, formaður portógalskra sóslalista, segir að- ferðir krataflokka i Vestur-Evrópu ónothæfar i Portúgal. hreyfingunni. Þannig getur sam- stöðupólitik okkar i verkalýðsfé- lögum komið skringilega fyrir sjónir, en hún miðar aðeins að þvi að koma i veg fyrir óeðlileg völd Kommúnistaflokksins.” M.N. — Kommúnistaflokkurinn er þá höfuðóvinurinn? M.S. „Alls ekki. Við höfum aldrei litið þannig á málin. Höfuð- óvinurinn, og sá eini, eru hægri- öflin, sem vinna að samblæstri og biða vitjunartima sins. Komm- únistaflokkurinn á að vera i rikis- stjórn en það verður að þvinga hann til þess að virða leikreglur lýðræðisins. Það virðist hægt annarsstaðar i Evrópu, og hvers- vegna ekki i Portúgal? Persónu- lega er ég mjög tengdur Santiago Carrillo, aðalritara spænska kommúnistaflokksins, og allir verða að leggjast á eitt um að greiða götuna fyrir lýðræðisþróun á Spáni, sem gæti orðið enn skjót- ari en i Portúgal, þegar aðstæður leyfa, einmitt vegna pólitiskra viðhorfa Carrillos.” Siðar i viðtalinu varar Soares við þeirri hættu sem hann telur felast i þvi að öfgaöfl gegn vinstri berjastgegn stjórn Melo Antunes. Hann minnir á hvernig fór fyrir þýska kommúnistaflokknum eftir fyrri heimsstyrjöldina. Hann hafi tönnlast á „borgaraskap” sósial- ista og kallað þá „svikara” með- an nasisminn hélt innreið sina og vann fullnaðarsigur að lokum. I Portúgal þurfi hin sundurleitu stjórnmálaöfl að sameinast til þess að koma í veg fyrir að hægri öflin notfæri sér veikleika bylt-- ingarinnar. Þá heldur Soares þvi fram að stjórn Pinheiro de Azevedos fari nú með lögmætt byltingarvald i Portúgal. Byltingarhreyfingin hafi tvisvar farið út af sporinu fram til þessa, fyrst til hægri á timum Spinola og siðan til vinstri á timum Concalvesar sem for- sætisráðherra, en nú sé hún á réttu róli, og þessvegna þurfi að styrkja stjórnina i sessi. Soares heldur þvi einnig fram að á timabili hafi Kommúnista- flokkurinn stefnt að þvi að ná ein- ræðisvaldi. Hann segir að þessi stefna hafi sérstaklega verið hættuleg vegna þess að hún hafi getað leitt til þess að Portúgal yrði að bitbeini i stórveldaátök- um. Almenn mótmælaalda hafi risið i landinu gegn áformum kommúnista, sérstaklega i suður- hluta landsins. Tilraunir hafi ver- ið gerðar til þess að halda þvi fram að hér hafi verið um and- kommúniska herferð að ræða skipulagða af sósialistum og hægri öflunum. Þetta sé ekki rétt, Framhald á bls. 10 ERUN Al) FIAT.IA Vöruafgreiðslur okkar í Bíldshöfða 20 Vöruafgreiðslan Klettagörðum 1 og 9 er flutt. Vöruafgreiðslan Sölvhólsgötu flyst helgina 26. október. Athugið: Afgreiðsla flugfylgibréfa verðurfyrst um sinn í sama húsnæði við Sölvhólsgötu. Sími 21816. Nýtt símanúmer 82855. Bíldshöfða 20 FLUGFELAG LOFTLEIBIR LSLAMDS FÉIÍNi SIM ANMSl FUJTMMJ Í YRIK YDIJll

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.