Þjóðviljinn - 09.10.1975, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 09.10.1975, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 9. október 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 GUNNAR GUNNARSSON SKRIFAR FJÖLMIÐLA Dagblaöið Visir tók sig til á haustdögum og fjölgaði sér með skiptingu, þannig að skyndilega riða tvö hasarblöð yfir haijsa reykvikinga hvern virkan dag. Að sjálfsögðu ber að fagna góðum viðgangi fjölmiðla, jafn- vel ættingjum Visis, þvi sviptingar á þeim hversdags- •lega ritvelli sem dagblöð marka bera vitni um að þrátt fyrir allt sé svolitið blóð i is- lenskri blaðamennsku og pólitik. Kannski kemur i ljos á næstu mánuðum, hvort þær sálir sem i Reykjavik kaupa siðdegisblað, eru tilbúnar til að kaupa tvö slik af sama ákafa og Visir var keyptur áður. Reyndar bendir sitthvað til þess að Visir sé i dauðateyg jum, ómældar auglýsingar i sjónvarpi og út- varpi bera þess vott, að eigend- ur hans finni að hinn almenni lesandi hafi gleymt sér. Ef Dagblaðið svokallaða sigrar i þessu einvigi sjálf- stæðismanna um hasar- markaðinn, fer ekki hjá þvi að við sem tilheyrum þeim fá- menna og sundurleita hópi blaö- skrifara hér i bæ, verðum svolitið hreyknir af. Ekki vegna þess að við eigum sökótt við Visi, i<!>ldur vegna þess að það merkir að lesendur, kaupendur blaða elta ritstjórnina og það sem skrifað er, fremur en ein- hverja flokkspólitik blaðsins. í Þeim vonda bændaskelfi Jónasi Kristjánssyni tókst nefnilega að bregða sér i gervi pislarvottsins sem varðað þola ranglæti vegna skoðana. Siðan reynir hann að láta kné fylgja kviði, kallar sig „óháðan og frjálsan”, og mér er nær að halda að ýmsir gleypi þann brandara án athuga- semda. Blaðaútgefendur hljóta að draga lærdóm þar af. 1 nágrannalöndum okkar flestum herjar uppdráttarsýki dagblöðin, sjónvarp er að Utrýma lestrarfikn og lestrar- kunnáttu. Hér veitir sjónvarp blöðum enga keppni, nema sem auglýsingamiðill og þess vegna hlýtur það að vera mögulegt að láta gott dagblað standa undir sjálfu sér. Nu er það svo, bæði hér og annars staðar, að „gangstéttar- blöðin”, siðdegisblöðin sem rekin eru með offorsi upp i and- lit manna og þar sem þeir rangla i erindisleysi daganna, seljast meira en betri blöð. Skýringin á þessu er einföld: Gangstéttarblöðin feöfða til meira kitlandi hvata, þau bjóða morð og myndasögur, iþróttaaf- rekin verða enn meiri en memn héldu, siðgæðisglæpirnir enn svartari en fólk reiknaði með. Það er tilhneiging siðdegis- blaðanna að mála veröldina svart og hvita. Hinn hviti sannleikur siðdegisblaðanna i Reykjavik er vitanlega kominn úr vasa eigenda þeirra, manna eins og Alberts Guðmundssonar og Þóris Jónssonar, þeirra sann- leikur er sannleikur oddfellowa og frimúrara, afturhaldsmanna allra landa sem hvarvetna sam- einast um sina hagsmuni, sina lygi og sinn smáborgarasann- leik. íslenskir blaðamenn hafa i miklum mæli stuðlað að yiðgangi þeirrar klafabundnu og grunnsigldu blaða- og frétta- mennsku sem iðkuð er við rikis- fjölmiðlana hér og þau fjall- heimsku dagblöð sem ganga fyrir vélarafli einkaauðsins i landinu. Það er sannarlega tilefni nú, þegar ruglukollurinn sem hin giruga fésýslustét á Is- landi gefur út er orðinn tvihöfða, að sómakærir blaða- menn spyrni við fótum, krefjist aukinna áhrifa á ristjórnum, marki ritstjórnarstefnu, en láti ekki hagsmunaaðila siga sér. Fréttamenn sjónvarps og út- varps ættu reyndar að vera lausir undan einsýnum yfir- boðara og geta verið sjálfstæðir i starfi. En sú er ekki raunin, þeir eru frimúrarar á sjónvarpsínu eins og gefur að skilja, annars fá þeir seint vinnu, eða hyar i veröldini gæti annað eins verið borið á borð fyrir sjónvarpsnotendur og eftirfarandi tekið orðrétt úr Kastljósi sjónvarpsins á föstu- daginn var: Arni GunnarssonEf við komum þá að kjarna þessa máls: Gætir þú (Albert) á þess- um stað og þessari stund lagt eið að þvi að það væri ekkert saknæmt samband á milli út- hlutunar lóðarinnar til Ár- mannsfells og miljönarinnar sm fyrirtækið gaf i byggingarsjoð sjálfstæðishússins? Albert Guðmundson:-... ég er reiðubúinn til þess að leggja hönd á helga bók og staðfesta það að ekkert óhreint er til i sambandi við byggingu sjálf- stæðishússins... Spurningin vaknar sjálfkrafta — tók maðurinn ekki við miljón? Sá hann ekki um að fyrirtæki sem borgarstjóri og meðeigendur hans i Dagblaðinu eru náskyldir fengi lóð fremur en fjölmörg önnur fyrirtæki? Hvaða tal er*{$etta um helga bók og að leggja eiðað sakleysi? Svona liðleskjuháttur gæti hvergi viðgengist nema þá helst i Undralandi hjá Lisu. Norræni menningarsjóðurinn Norræni menningarsjóðurinn var stofnað- ur árið 1966, og veitir sjóðurinn styrki til norrænna samstarfsverkefna á sviði menningarmála. Á árinu 1976 mun sjóðurinn ráða yfir 6.5 millj. dkr. Af þessu fé er ætlunin að veita styrki til norrænna samstarfs- verkefna á sviði rannsókna, kennslumála og almennra menningarmála. Verkefnin skulu vera þess eðlis, að þau séu framkvæmd i eitt skipti fyrir öll, t.d. ráðstefnur, nám- skcið, sýningar, hljómleikar, útgáfur o.fl., eða verkefni, sem taka lengri tima. 1 siðast nefndu tilfelli kemur styrk- ur þó einungis tii greina á reynslutimabili sem sjóðurinn ákveður. Til verkefna, sem þegar er hafin framkvæmd á, fæst undir venjulegum kringumstæðum enginn styrkur úr sjóðnum, og einungis þegar sérstaklega stendur á er hugsanlegt að fá greiddan halla vegna verkefna sem þegar er lokið. Styrkir til einstaklinga, s.s. námsstyrkir, styrkir til einka- sýninga, einkahljómleika og þess háttar verða ekki veitt- ir. I sambandi við rannsóknarverkefni er þess almennt krafist að framkvæmd þeirra byggist á raunverulegri samvinnu visindamanna frá Norðurlandarikjunum. Umsóknir ber að rita á umsóknareyðublöð sjóðsins og er þeim veitt viðtaka hvenær sem er. Umsóknir munu verða afgreiddar eins fljótt og unnt er, væntanlega á fyrsta eða öðrum stjórnarfundi eftir að þær berast. Auk venjulegrar starfsemi sinnar mun sjóðurinn á árinu 1976 stuðla að svonefndum „menningarvikum” innan nor- rænna sveitarfélaga. Má veita styrki til staðbundinna menningarframkvæmda norræns eðlis. Þessi menningar- starfsemi á að taka til ýmissa verkefna og vara minnst þrjá daga. Styrk má veita sem nemur helmingi kostnaðar, þar sem gert er ráð fyrir að sveitarfélag sem i hlut á greiði hinn helminginn. Sveitar- og sýslufélög séu umsóknar- aðilar. Umsóknir sendist á umsóknareyðublöðum menn- ingarsjóðsins. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 1975. Frekari upplýsingar um starfsemi sjóðs- ins veitir Norræna menningarmálaskrif- stofan, Snaregade 10, DK-1205 Kaup- mannahöfn, simi 01/11 47 11. Umsóknareyðublöð fást á sama stað og einnig i menntamálaráðuneytinu, Hverf- isgötu 6, Reykjavik, simi 25 0 00. Sinf óníuhl j ómsveit r Islands Tónleikar i Háskólabiói fimmtudaginn 9. október kl. 20.30 Stjórnandi KARSTEN ANDERSEN Einleikari ARVE TELLEFSEN, fiðlu- leikari Efnisskrá: Jón Nordal — Leiðsla Carl Nielsen - Fiðlukonsert Sibelius - Sinfónia nr. 1 Aðgöngumiðar i bókabúð Lárusar Blöndal og bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar. Fulltrúastaða í utanríkisþjónustunni (Staða fulltrúa i utanrikisþjónustunni er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist utanrikisráðu- neytinu, Hverfisgötu 115, Reykjavik, fyrir 10. nóvember 1975. Staðan verður veitt frá og með 1. janúar 1976. Utanrikisráðuneytið, Reykjavik, 7. október 1975. Engar undanþágur Ilrcppsncfnd Hafnarhrepps ályktaði á fundi sinum 2. okt. að ekki kæmi til grcina að leyfa neinar undanþágur til vciða fyrir útlendinga innan 200 milna lög- sögunnar, sem hún styður heils- hugar. Jafnframt tekur hreppsnefndin fram að til þess að útfærslan nái tilgangi sinum verði að setja strangari reglur um nýtingu fiskistofnanna innan landhelginn- ar, svo sem meiri hömlur á hið óhóflega ungfiskadráp, sem átt hefur sér stað og að visindalegt eftirlit með ástandi fiskistofna verði stóraukið, og þeir sem ger- ast brotlegir við fiskveiðilöggjöf- ina verði látnir sæta viðurlögum. ORÐSENDING Ráðuneytið minnir á, að samkvæmt reglugerð nr. 62/1975, um orlof kennara og skólastjóra samkvæmt grunnskóla- lögum, eiga umsóknir um orlof skólaárið 1976/7 að hafa borist ráðuneytinu fyrir 1. nóvember. Menntamálaráðuneytið, 8. okt. 1975.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.