Þjóðviljinn - 09.10.1975, Blaðsíða 4
4 StOA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 9. október 1975.
MÁLGAGN SÖSIALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
Umsjón með sunnudagsblaði:
Arni Bergmann
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 linur)
Prentun: Blaðaprent h.f.
SVONA ER AÐ HAFA TUNGUR TVÆR
Um þessar mundir eru rétt 30 ár liðin
siðan rikisstjórn Bandarikjanna bar fram
kröfu sina um herstöðvar á íslandi til 99
ára á Keflavikurflugvelli, i Reykjavik og i
Hvalfirði.
Það liggur nú fyrir, að áhugi banda-
riskra stjórnvalda fyrir varanlegum her-
stöðvum á Islandi var þegar á heimsstyrj-
aldarárunum svo mikill, að öll framkoma
fulltrúa þeirra við stofnun lýðveldis á Is-
landi árið 1944 var fyrst og fremst við það
miðuð, að tryggja bandaríkjamönnum
herstöðvar á landi hér til frambúðar að
styrjöldinni lokinni, og það þrátt fyrir ó-
tviræð loforð um að hverfa frá íslandi með
herinn strax að styrjaldarlokum.
Skjöl Bandarikjastjórnar sjálfrar, sem
ungur islenskur sagnfræðingur gróf upp
þar vestra og birt voru fyrir svo sem
tveimur árum i Skirni, timariti Hins is-
lenska bókmenntafélags taka af öll tvi-
mæli um undirferli og skuggaleg áform
Bandarikjastjórnar, þau áform sem
bjuggu að baki smjaðurslegri framkomu
fulltrúa hennar við stofnun lýðveldis á Is-
landi.
Þá þegar, á Þingvöllum 17. júni 1944 var
markvisst að þvi stefnt að tryggja Banda-
rikjastjórn herstöðvar á Islandi ekki bara
til striðsloka, heldur einnig á friðartim-
um, til 99 ára, eins og krafan hljóðaði, það
er um alla framtið.
Og stefna Bandarikjastjórnar i þessum
efnum hefur i engu breyst frá þvi krafan
um herstöðvar til 99 ára var borin fram
haustið 1945.
Fyrir 30 árum var islenska þjóðin ein-
huga um að hafna hinni ósvifnu kröfu stór-
veldisins og það var gert.
En þegar bandarikjamönnum hafði
þannig á sinum tima verið synjað hér um
inngöngu fordyramegin tóku ráðamenn
þeirra samstundis að rjála við bakdyrnar
i þvi skyni að koma fram áformum sinum
um varanlegar herstöðvar.
Árangurinn i þeim efnum þekkja allir.
Fyrir 30 árum töldu flestir islendingar
það engan veginn geta samrýmst ný-
fengnu sjálfstæði þjóðarinnar að láta land
okkar falt undir herstöðvar erlends stór-
veldis jafnt i friði sem striði.
Sú er enn afstaða flestra smáþjóða i
veröldinni, þar á meðal allra Norður-
landaþjóðanna annarra en islendinga.
En hér hefur margt breyst á 30 árum.
Nær allan þann tima hefur herstöðva-
málið verið heitasta deilumál islenskra
stjórnmála. Þar hefur skipst á sókn og
vörn, en þráður baráttunnar fyrir her-
lausu landi aldrei slitnað.
Á ráðstefnu þeirri, sem nú hefur verið
kvödd saman um næstu helgi er ætlunin að
fjalla um herstöðvamálið i tengslum við
önnur sjálfstæðismál okkar islendinga og
með hliðsjón af alþjóðlegum viðhorfum i
dag.
Þar mun fólk með ólikar stjórnmála-
skoðanir i öðrum efnum og úr ýmsum
flokkum hittast og leggja á ráðin um nýja
sókn i þvi skyni að tryggja sjálfstæði
þjóðarinnar i herlausu landi.
Við skulum búa okkur undir langvar-
andi baráttu og minnast þess að þrátt fyr-
ir allt er það fyrst og fremst undir okkur
sjálfum komið og þá allra helst unga fólk-
inu, hvorum sagan dæmir sigur, — þeim,
sem strengdu þess heit að una aldrei taki
erlends valds á landi okkar, eða hinum,
sem drógu lokur frá hurðum og eru i dag
margir hverjir þjóðvilltir menn.
OG LINNUM ALDREI
Þessa dagana gengst Bandalag starfs-
manna rikis og bæja fyrir fundum um land
allt með félagsmönnum i stéttarfélögum
opinberra starfsmanna. Gert er ráð fyrir
að halda alls yfir 50 fundi, þar sem lagt er
á ráðin um komandi kjarabaráttu og
kannað, hvort menn séu reiðubúnir að
gera kröfuna um verkfallsrétt að einu höf-
uðmáli kjarasamninganna sem framund-
an eru, en opinberir starfsmenn á nær öll-
um hinna Norðurlandanna hafa nú verk-
fallsrétt.
Það er ástæða til að vekja athygli á
þeim vinnubrögðum, sem fram koma hjá
stjórn BSRB með þessum miklu fundar-
höldum og þvi almenna samráði félags-
manna, sem þar fer fram. Slikt er sannar-
lega til fyrirmyndar.
Rétt er einnig að rifja upp, að þegar
gengið var frá kjarasamningum opin-
berra starfsmanna fyrir tæpum tveimur
árum réðist Morgunblaðið með miklum
ofstopa á þá samningsgerð og skammaði
forystumenn BSRB fyrir að hafa samið
um alltof litla kauphækkun. Þá talaði mál-
gagn Sjálfstæðisflokksins um ,,oliusamn-
inga” i háðungarskyni og taldi þau kjör ó-
sæmilega léleg, sem þeir samningar
gerðu ráð fyrir.
Nú er hins vegar svo komið eftir 14 mán-
aða stjórn Sjálfstæðisflokksins, að til að
ná þeim kaupmætti, sem „oliusamning-
arnir” gerðu ráð fyrir þurfa laun opin-
berra starfsmanna að hækka um hvorki
meira né minna en 40—70% samkvæmt ó-
umdeilanlegum tölum.
Væri nú ekki timabært, að Morgunblað-
ið tæki á ný að hvetja opinbera starfsmenn
til dáða i kjarabaráttunni?-heimtaði jafn-
vel verkfallsrétt? k.
KLIPPT...
Iskyggilegt
ástand
gjaldeyrismála
Viö klippum og skerum úr
Tlmanum i' gær. Fyrst að sjálf-
sögðu úr leiðaranum. Þar er
fjallað um nauðsyn þess að
almenningur temji sér það að
kaupa fremur innlendar vörur
en erlendar þar sem islenskar
iðnaðarvörur séu í flestum til-
vikum samkeppnisfærar og
sambærilegar. Undir þetta
tekur Þjóðviljinn. En það er
undarlegt að á sama tima og
Þórarinn Þórarinsson vill beita
sér fyrir þvi að almenningnr,
neytendur, kaupi islenskar
vörur, er flokkur hans andvigur
þvi að stemma stigu við þvi að
innflytjendur iðnaðarvara vaði i
gjaldeyri til þess að kaupa vörur
sem siðan ógna islenskum
iðnaði. Þessi innflutningur er
hvorttveggja i senn gjaldeyris-
eyðsla, oft alveg óþörf, og um
leið getur hún orðið til þess að
kippa stoðunum undan mikil-
vægum islenskum iðngreinum
og þannig getur skapast hætta á
atvinnuleysi.
„Astand gjaldeyrismála er
Iskyggilegt”, segir leiðari
Timans og ,,Þvi er ekki um
annaö að ræða en að reyna að
spara gjaldeyri sem mest.” Og:
,,Á siðustu misserum hefur tals-
vert aukist innflutningur á
útlendum iðnaðarvörum. Inn-
flutningur erlendra iðnaðarvara
hefur bvi farið vaxandi og er á
sumum sviðum að eyðileggja
Jónas er ánægður með rlkis-
stjórnina. Þar er svo mikill
skortur á sundurlyndi.
rekstrargrundvöll iðnfyrirtækj-
anna. Hættan á slikum inn-
flutningi er jafnan mikil i
löndum þar sem markaðurinn
er litill eins og hér. Islensk iðn-
fyrirtæki þurfa ekki að missa
nema litinn hluta af sölu sinni til
þess að stoðunum sé kippt
undan rekstrinum.”
Þessi sjónarmið viðurkennir
Þjóðviljinn, en það sama verður
ekki sagt um Ólaf Jóhannesson,
viðskiptaráðherra. Hann vill
ekki gera neinar raunhæfar ráð-
stafanir til þess að spara gjald-
eyri landsmanna. Hann vill
leyfa takmarkalausan inn-
flutning á tertubotnum og
glingri og þannig i senn setja
gjaldeyrisstöðuna i hættu og
atvinnulifið um leið.
Þannig stangast eitt á annað
horn i málflutningi framsóknar-
manna um þessar mundir. Þvi
það rökretta við gjaldeyris-
stefnu Ólafs Jóhannessonar
væri auðvitað að Timinn birti
leiðara með áskorunum á fólk
að kaupa sem allra mest af
útlendum vörum. Og kannski
veröur þess ekki langt að biða
að slikir leiðarar sjáist i
Timanum.
Krummavíkur
— kot?
1 Timanum i gær birtist SUF-
siðan, en henni ritstýra þeir
ungu menn sem eftir urðu i
Framsóknarflokknum I fyrra. A
SUF-siðunni er rætt um byggða-
stefnu og þar segir:
„Byggðastefnu er ekki rétt
framfylgt með þvi að halda
hverju koti og krummavik i
byggð, heldur að styrkja og efla
þá staði, sem þjóðarhagur
krefst.”
Þjóðviljinn vill fara fram á
það við hina nýju forustu SUF
að hún upplýsi landslýö um það
hvaða krummavikur og kot það
eru sem ekki á að „spandera” I
fé með byggðastefnunni
svonefndu.
Sem
skýrust stefna
Kjósendur eiga heimtingu á
þvi að vita hver er afstaða SUF i
þessum efnum, og undir það er
lika tekið á SUF- siðunni þó i
öðru samhengi sé:
„Ég lýsti þvi i upphafi að
skoöun min væri sú að marka
þyrfti ákveðna stefnu i þjóð-
nýtingarmálum. Framsóknar-
flokkurinn hefur oft vikið aö
þessum málum i flokksþings-
ályktunum, en ekki nógu
afmarkað og ákveðiö. Kjós-
endur eiga lika heimtingu á þvi
að vita i sem skýrustum
dráttum stefnu flokksins.”
Tómir sjóðir
Fyrir siðustu alþingis-
kosningar birtust margir
„uppslættir i Morgunblaðinu og
öðrum ihaldsblöðum um hina
tómu sjóði vinstristjórnarinnar.
Allt var mjög ýkt i þessum
skrifum ihaldsblaðanna svo
ekki sé fastar að orði kveðið. En
nú hefur þjóðin fengið að
kynnast tómum sjóðum af eigin
raun. Gjaldeyrisvarasjóður er
enginn til,deildir verðjöfnunar-
sjóðs fiskiðnaðarins eru að
tæmast. Og i blöðunum i gær
birtast enn fréttir um tóma
sjóði. Að þessu sinni eru það
byggingarsjóður rikisins og
lánasjóður islenskra náms-
manna. Samkvæmt frétt
Timans i gær vantar 760 milj.
kr. i byggingarsjóð rikisins og i
lánasjóö islenskra námsmanna
vantar 220 miljónir til þess að
unnt sé að afgreiða haustlánin.
??
Skortur á
nn
sundurlyndi
Meðan sjóðirnir tæmast situr
stjórnin og aðhefst ekkert.
Dyggustu fylgismönnum
stjórnarflokkanna blöskrar.
Þannig segir „Pétur” I Visi á
þriðjudag:
„Rikisstjórnir hafa hingað til
verið dæmdar eftir verkum sin-
um, og flestar hlotið þungan
dóm að vonum. En eitthvað
breytist i veröldinni þótt i litlu
sé og hægt gangi. Nú situr hér
rikisstjórn sem sennilega
verður metin eftir aðgerðar-
leysi hennar. Ef til vill hafa for-
ráðamenn stjórnarflokkanna
orðið fyrir slikum vonbrigðum i
fyrri stjórnum, Viðreisn og
Olafiu, að þeir hafi bundist fóst-
bræðralagi um að láta það
aldrei á sig sannast framar að
þeir geri handtak. Laó-tse hinn
austræni taldi þær stjórnir
bestar sem láta fólkið i friði, en
efnahagsástandið á Islandi
verður ekki kennt við taóisma
hvað sem öðru liður. Ef til vill
ætti þjóðin reyndar að þakka
guði fyrir þessa nýju stefnu
stjórnarherranna, miðað við
reynsluna af þeim, meðan þeir
gerðu eitthvað.
Það hefur hingað til þótt
frumskilyrði farsælla stjórnar-
hátta að rikisstjórn sé sæmilega
samhuga og samhent. Aðalgall-
inn á núverandi rfeisstjórn er
stefnuleysi og athafnaleysi. Það
hefur löngum þótt kostur á
stjórnmálamönnum að meta
málefnin meira en ráðherra-
stólana. En nýr spámaður er
upp risinn meðal vor, og hann er
annarrar skoðunar. Jónas
Kristjánsson á Dagblaðinu
fagnar þvi að hvorugur
stjórnarflokkurinn muni
„hlaupast undan” þeim byrð-
um sem axla ber. Jónas telur i
blaði sinu að þetta viti á gott og
bætir við: „Verðum við að vona
að þessi samstaða eða skortur á
sundurlyndi i rikisstjórninni
verði þjóðinni til góðs i yfirvof-
andi erfiðleikum”.
Mættum við ekki fá að biðja
rikisstjórnina um að klára og
skýra stefnu og ótviræð úrræði?
Almenningur er ekki svo litil-
þægur að láta sér nægja „skort
á sundurlyndi” þótt þess háttar
nokkuð sé nóg fyrir Jónas
ritstjóra.”