Þjóðviljinn - 09.10.1975, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.10.1975, Blaðsíða 1
Birgir víki úr sœti meðan dómsrannsókn ferfram Margir reykvikingar hafa komið að máli við Þjóðviljann og lýst furðu sinni yfir þvf, að borgarstjórinn I Reykjavik, Birgir tsleifur Gunnarsson, skuli ekki vera látinn víkja úr sæti borgarstjóra meðan saka- dómsrannsókn fer fram i Ar- mannsfellsmálinu. Það hefur ekki staðið á því, að lægra settir starfsmenn hjá borginni hafi verið látnir vikja úr sessi þegar i stað, ef störf þeirra hafa þótt gefa ástæðu til sakadómsrannsóknar. Er skemmst að minnast dæm- is um verkstjóra einn hjá borg- inni, sem Sakadómur hefur reyndar nýlega sýknað af grun- semdum. Þjóðviljinn tekur hiklaust undir þá kröfu, að Birgir tsleif- ur, verði þegar i stað látinn vikja úr borgarstjórasæti með- an fjallað er um viðskipti borg- aryfirvalda og Ármannsfells fyrir sakadómi. Þjóðviljinn bereinnig fram þá kröfu, að borgarstjóri upplýsi þegar á opinberum vettvangi, hvenær hann seldi hlutabréf sin i Armannsfelli og hverjum hann seldi. Hingaðtil hefur Birgir aðeins sagt, að hann hafi losað sig við þessi bréf fyrir nokkru, — en hvenær og hvernig, — hvar eru bréfin nú? Það vilja býsna margir reyk- vikingar fá að heyra frá borgar- stjóranum. Hvernig væri, að borgarstjór- inn mannaði sig upp, og léti i sér heyra, eða treystir hann þvi að rétturinn láti vera að spyrja hann óþægilegra spurninga. VIÐ BRYG ÁHORNA Óvíst um útvegun fjár til haustlána Hef ekki seðlaprent smiðju hér segir menntamálaráðherra ,,Ég hef hvorki seðlaprent- r-^^——————————— smiðju hér við hendiná né geymda sjóði tii þess að seilast i og þessvegna verður ráðuneytið að vinna að útvegun lánsfjár til haustlána I Lánasjóð isl. náms- manna i þeim mótvindi, sem kröpp staða þjóðarbúsins hefur I för með sér. Ég vil hinsvegar taka fram, að i máli sem þessu, hlýtur ráðuneytið að vinna með stjórn Lánasjóðsins og reyndar með öllum tiltækum ráðum, að ná endum saman. Hvort það tekst að lokum skal ég ekkert segja i þess- ari stöðu, en við erum i miðju kafi að vinna að útvegun lánsfjár.” Þetta sagði Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráð- herra, er Þjóðviljinn ræddi við hann I gær. Viðskiptabankarnir hafa þegar ákveðið að lána LÍN 27 miljónir króna og unnið er að at- hugun á þvi hvort unnt er að nota 100 miljóna lánsheimild sem fyrir hendi er til skuldabréfalána. Stjórn LIN kom saman á fund i fyrrakvöld og samþykkti að senda ráðherra bréf, þar sem honum er tilkynnt að sjóðurinn muni hefja útlán á morgun föstu- dag, nema ráðherrann fyrirskipi annað. Þetta þýðir að ráðherran- um er veittur frestur til kl. 17 i dag til þess að útvega sjóðnum þær tvöhundruð miljónir, sem talið er að vanti uppá til þess að hann geti staðið við afgreiðslu haustlána til námsmanna. Um þennan frest sagði Vil- hjálmur Hjálmarsson, að sér fyndist hann óviðkunnanlegur, þar sem unnið væri að fullum krafti að útvegun fjár og LIN væri ekki eini sjóðurinn sem væri i þrotum, eins og frásögn i blaði hans, Timanum i gær, af stöðu Byggingarsjóðs, bæri með sér. Banaslys Það slys varð um borð i fiski- skipinu Skinney frá Hornafirði að ungur hornfirðingur slasaðist við vinnu á dekki. Skipið sem var að veiðum djúpt út af Norðfirði tók þegar i stað stefnu til Neskaup- staðar en áður en þangað var komið lést pilturinn. Skipið kom þangað um kl. 11 i gærmorgun og voru sjópróf haldin þar. Ráöstefna herstööva- andstæðinga Fjöl- mennum í Stapa Ráðstefna um herstöðvamál og sjálfstæði Islands verður haldin um næstu helgi I félags- heimilinu Stapa I Njarðvikum eins og fyrr hefur verið frá skýrt hér I blaðinu. Hefst ráð- stcfnan klukkan 12.30 laugar- daginn 11. október. Verða þann dag fluttar framsögu- ræður og síðan fara fram al- mennar umræður. Fyrirhugað er að starfshóp- ar vinni fyrir hádegi á sunnu- dag, en almennur fundur hef j- ist á ný klukkan eitt eftir há- degi. Ætlunin er að ráðstefn- unni ljúki fyrir klukkan átta á sunnudagskvöld. Tekið er við þátttökutil- kynningum hjá eftirtöldum mönnum: Finni Torfa Hjör- leifssyni, simi 40281, Einari Braga, simi 19933, Gils Guð- mundssyni, simi 15225 og Eliasi Snæland Jónssyni, sim- ar 42612 og 12002. Vitað er að margir, sem hyggjast sátja ráðstefnuna, hafa enn ekki látið skrá sig til þátttöku, og eru menn hvattir til að gera það hið allra fyrsta til að auðvelta skipulagningu. Einnig eru bileigendur, sem ráðstefnuna hyggjast sækja og hafa laus sæti fyrir farþega frá Reykjavik, beðnir að láta einhvern þeirra, sem sæti eiga i undirbúningsnefndinni og áð- ur voru nefndir vita. DJOÐVIUINN Fimmtudagur 9. október 1975—40. árg. —229. tbi. í dag er ég blankur og á ekki eyri... Opinberir sjóðir eru galtómir Hinir ýmsu sjóöir lands- manna, þeir sem eru i umsjá ríkisstjórnar Sjálf- stæðisf iokks o g Framsóknarf lokks, eru tómir, og sumir svo fjár- vana, að til þess að þeir geti staðið i stykkinu þarf að útvega þeim hundruðir miljóna króna: einum til að mynda þrjá fjórðunga úr miljarði. Gjaldeyrisvarasjóður 1 ágústlok i fyrra áttu is- lendingar tvöþúsund tvöhundruð fjörutlu og fimm miljónir i gjald- eyrisvarasjóði sinum. Af honum hafði verið eytt verulega til þess tima það sem af var árinu. Af honum hefur enn verið tekið, og i lok ágúst i ár var engin inni- stæða i þessum sjóði. Hins vegar var skuld hans tvö þúsund eitt hundrað tuttugu og sex miljónir, eða 2 miljarðar 126 miljónir. Gjaldeyrisvarasjóðs gætir við- skiptaráðherra, Ólafur Jóhaniies- son. Lánasjóður isl. námsmanna Til þess að standa við lögboðnar skuldbindingar sinar þarf Lána- sjóður islenskra námsmanna 220 miljónir króna umfram það, sem til er I honum. Þegar þetta varð ljóst, varð einnig ljóst að góð ráð hlutu að verða dýr. Eftir fræki- lega framgöngu æðsta yfirmanns sjóðsins varö niðurstaðan sú, að sjóðurinn fær 27 miljónir til þess að greiða þær 220, sem honum ber, hvernig svo sem sú greiðslu- konst verður i framkvæmd. Æðsti yfirmaður þessa sjóðs er Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra. Byggingasjóður ríkisins Það fé, sem úthlutað er af Húsnæðismálastofnun rikisins til ibúðabygginga er fengið úr Byggingasjóði rikisins. Til þess að geta veitt þeim byggjendum frumlán, sem rétt eiga á þvi það sem eftir er ársins, vantar sjóðinn 100 miljónir króna. Til þess aö greiða þeim, sem rétt eiga á seinni hl. af lánum, þ.e. þeim sem gert hafa eöa gera munu ibúðir sinar fokheldar á timabilinu 1. júli til 1. desember, vantar sjóöinn 660 miljónir króna. Samtals vantar Byggingasjóö þvi 760 miljónir króna til þess að standa við lögboðnar skuldbind- ingar slnar þetta ár. Vfirgæslumaður Bygginga- sjóös er Gunnar Thoroddsen, félagsmálaráðherra. Rikissjóður Aður en skýrt verður frá stöðu rikissjóðs skal getið framlags yfirmanns hans, fjármála- ráðherra, til reksturs Byggðasjóðs. Rikissjóður heldur eftir fé, sem Byggðasjóður á að fá, sem nemur 15% af tekjum sjóðsins. Fjármálaráðherra beitti sér fyrir þvi, að framlag rikissjóös til Atvinnuleysistryggingasjóðs var skorið niður um 150 miljónir frá þvi sem alþingi hafði ákveðið I fjárlögum. Þetta eru þó ekki einu afrek fjármálaráðherra. Skuld rikissjóös og rikis- stofnana við Seðlabanka var 8.675 miljónir i ágústlok sl. og hafði aukist um 4,7 miljarða frá sama tíma árið áður. Gæslumaður rikissjóðs er' Matthias A. Matthisen, fjármálaráðherra. Glæta í myrkrinu Eygja má þó ljós i myrkrinu. Það stafar frá Verðjöfnunarsjóöi sjávarútvegsins. 1 lok september i ár var inni- stæða saltfiskdeildar 1137 miljónirkróna. Var á sama tima i fyrra 357 miljónir króna. Við sömu mánaðarlok var inni- stæða i freðfiskdeild SOO.miljónir króna. Var 1205 miljónir sama dag 1974. Innistæða loðnusjóða var 62 miljónir i lok sept. i ár, en 222 miljónir sama mánaðardag árið 1974. Innistæöa rækjudeildar sjóðsins var 58 miljónir króna þann 1. sept. i ár, en 53 miliónir 1. sept i fyrra. úþ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.