Þjóðviljinn - 09.10.1975, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.10.1975, Blaðsíða 7
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 9. október 1975. Fimmtudagur 9. október 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIDA 7 Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um glæpi: Atferli fjöl- þjóöa hringa glæpsamlegt Fimmta ráðstefna á vegum Sameinuðu þjóðanna um glæpi og meðhöndun lögbrota var haldin i Genf i siðasta mánuði. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að glæpamennska yrði stöðugt viðtækari og ruddalegri. Ráðstefnuna sóttu yfir þdsund dómarar, lögreglumenn og sál- fræðingar frá 99 rikjum. Upphaflega hafði verið fyrir- hugað að halda ráðstefnuna i Toronto, en stjórn Kanada hætti við að gerast gestgjafi ráðstefn- unnar af ótta við mótmæla- aðgerðir af hálfu gyðinga, en tsraelsstjórn gramdist mjög að PLO, a 11 s h e r j a r s a m t ö k palestinumanna, fengu aðild að henni. Hætti Israel við þátttöku i ráöstefnunni af þessum sökum. Auðhringar fordæmdir Ráðstefnan varð sammála um að fordæma pyndingar af hálfu hers og lögreglu, en að öðru leyti tók hiin engar eiginlegar ákvarðanir. Hinsvegar fóru fram Sportbáta- eigendur stofna félag Fimmtudaginn 18. september komu um 100 sportbátaeigendur og áhugamenn saman i hiisi Slysavarnafélagsins á Granda- garði. Tilgangurinn með fundin- um var stofnun félags um hags- munamál sportbátaeigenda. Undirbúningsnefnd hafði starfað um nokkurt skeiö og áttu sæti i henni þeir Hafsteinn Sveinsson, Hörður Guðmundsson og örlygur Hálfdanarson. Hafsteinn Sveinsson setti firnd- inn fyrir hönd undirbúnings- nefndar en Orlygur Hálfdanarson stýrði fundinum og gerði grein fyrir störfum undirbúningsnefnd- ar. Aðstaða fyrir báta af þessu tagi er engin i Reykjavik og kom fram mikill áhugi fundarmanna fyrir þvi að bót yrði ráðin þar á. Kosin var stjórn félagsins og starfsnefndir og samþykkt lög, sem undirbúningsnefndin hafði samið. f lögum félagsins segir m.a. að tilgangur þess sé að efla samvinnu sportbátaeigenda og vinna aö hagsmuna- og öryggis- málum þeirra. Þeim tilgangi hyggst félagið ná með þvi m.a. A) Að beita sér fyrir fullkom- inni sjósetningar, - geymslu- og bryggjuaðstöðu i Reykjavik. B) Að ná fram hagstæðum kjör- um á tækjum og rekstrarvörum.. C) Að stofna öryggismálanefnd er i samráði við félagsstjórn efni til námskeiða i undirstöðuatrið- um sjómennsku og öryggismála, og hvetji félagsmenn til þess að fara ætið eftir settum reglum. Einkunnarorð félagsins eru: SAMHJÁLP Á SJO Þar sem hiö nýstofnaða félag hefur að vonum ekki getað komiö sér upp . skrifstofu þá hefur fyrir- tækið Seifur hf. Tryggvagötu 10, Rvk. góöfúslega tekiö að sér að annast innritun nýrra félaga og veita upplýsingar um félagið. viðtæki skoðanaskipti um hinar ýmsu aðferðir til að berjast gegn glæpastarfsemi og koma i veg fyrir hana, svo og um starf dómstóla.meðferð fanga og nýjar refsiaðferðir. Ráðstefnan fordæmdi fjölþjóðlega auðhringa fyrir kerfisbundið og skipulagt arðrán á fátækum löndum, og leit ráðstefnan á slíkt athæfi sem glæpsamlegt, þótt það annað veifið færi fram lögum sam- kvæmt.Þetta er i fyrsta sinn að arðrán auðhringa hefur veriö flokkaö undir glæpi á ráðstefnum sem þessari, en gert er ráð fyrir að málið verði aftur tekið upp á alþjóðlegum ráðstefn- um um glæpastarfsemi. Gagn- rýninni var fyrst og fremst beint gegn þvi hátterni hringanna að ákveða verðlag á vörum áður en vöruskiptin færu fram og beita til þess áhrifum systurfyrirtækja i hinum ýmsu löndum. Þetta færði hringunum möguleika á að komast vel frá skattálagningu og hagnyta sér ódýrt vinnuafl. Samfélags- leg kreppa „Venjuleg” glæpastarfsemi var einnig tekin fyrir. Fulltrúi Brasiliu, Heleno Fragoso, sagði að glæpir væru framdir af stöðugt meiri rudda- skap og grimmd, og færi þeim einnig fjölgandi. Hann sagði einnig að/Iita mætti á glæpina sem ytri merki kreppu i sam- félagslegri stefnu nútimaþjóð- félaga og minntist i' þvi sambandi á þjóðfélagshópa, sem stöðugt verða að þola það að njóta einskis af ávöxtum framfara. „Þetta fólk getur fengið þá hug- mynd, að löglegar aðferðir séu ófullnægjandi,” sagði Fragoso. ,,0g þá fer það að lita á ofbeldi sem þægilega úrlausn. Þetta of- beldishugarfar virðist oft vera samfara þvi að rikjum mistekst að reka stefnu, sem æskan telur sig geta átt hlutdeild i.” Eiturefni og þó sérstaklega áfengi er mikill afbrotahvati. Þannig sýna skýrslur að meirihluti manndrápara og morðingja voru ölvaðir, þegar þeir frömdu glæpi sina. Fragoso lagði einnig áherslu á, að á siðustu tíu árin hefði glæpum frömdum af konum fjölgað hraðar en glæpum karla. Hann hélt þvi fram að það gæti stafað af þvi að konur hefðu litla mögu- leika á þátttöku i þjóðfélags- og efnahagsmálúm til jafns við karla. Hvað er hryðjuverk? Ekki urðu menn sammála um þaö á ráðstefnunni hvernig skilgreina bæri hugtakið „hryðjuverkastarfsemi” (Terrorisma).Þó tókst að ná sam- komulagi um að hryðjuverk teldust verk, sem framin væru af einstaklingum eöa hópum, sem hefðu persónulegan ávinning fyrir markmið — eða þá verknaðir sem framdir væru af geðbiluðum mönnum. Nokkrir fulltrúar afsögðu að taka til greina að slik verk frámin af mönnum, sem hefðu siðrænt takmark, gætu talist hryðjuverk. Samkomulag náðist hins vegar um að herða bæri refsingar fyrir eiginleg hryðjuverk, svo og að hverri stjórn væri i sjálfsvald sett hvort hún tæki þátt i alþjóðlegum aðgerðum gegn einstökum hryðjuverkamönnum. (Byggt á AFP Nýkapitalisminn er ööru fremur skapaður af ódýrri olíu og hann hefur þrifist á henni undanfarin25—30 ár. Olian hefur verið svo ódýr orkulind að hugsun um sparnað og skynsamlegt val milli orkulinda með tilliti til endingartíma þeirra hefur ekki komist að. Olíukreppan sem reið yfir heiminn fyrir tveim árum var óhjákvæmileg útkoma af þróun undan- farinna áratuga og hún er eitt af fleiri vitnum um allsherjar kreppu nýkapitalismans. Olían skapaði nýkapítalismann, hrynur hann með þverrandi olíu? A «T-?/ísí-F-'s‘ 9‘ hið siðari hafi verið háð hinu fyrra. En á árunum frá 1950 hefur hlutfalliö á milli þjóðarfram- leiðslu og orkunotkunar alveg snúist við. Aukning orkunotkunar á mann varð meiri en vöxtur þjóðarframleiðslu á mann. Þvi er haldið fram að hin ódýra olia hafi hamlað gegn tækni- nýjungum á ýmsum sviðum og vera kunni að hún hafi i reynd snúist gegn efnahagslegum fram- förum. Og i seinni tið hefur það orðið bandarikjamönnum umhugsunarefni að margar iðn- væddar þjóðir eyða þriðjungi til helmingi minni orku á ibúa en bandarikjamenn. Orkueyðslan á mann i Bandarikjunum er 6 sinnum meiri en meðaltalið i öllum öðrum löndum heimsins. Af hverju ekki methanol? ögöngum hins nýtkapitaliska efnahagskerfis sem Bandarikin hafa forustu fyrir að móta I sinni mynd hefur verið lýst með þver- stæðunni: peningarnir hafa vald á þjóðfélaginu i stað þess að þjóð- félagið hafi vald á peningunum. Peningavaldið gerir ekki þær langsæju áætlanir um skipu- BRUÐL MEÐ AUDUNDIR ER UNDIRSTAÐA AUÐVALDSINS Það er nú komið úr tisku um sinn að tala um „oliukreppu”, — með þvi orði er fyrst og fremst átt við það ástand sem varð á Vesturlöndum við styrjöld israela og araba haustið 1973 og náði all- langt fram á næsta ár, þrátt fyrir -skammvinn vopnaviðskipti. Arabar höfðu uppi aðgerðir gegn ýmsum þeim rikjum sem þeim þótti draga um of taum israela og beittu i þvi sambandi „oliu- vopninu” með minnkandi sölu á hinum dýrmæta vökva eða afgreiðslubanni. En samtimis þessu færðu OPEC-löndin, rikin i samtökum oliu-útflutningslanda, sig upp á skaftið með frekari kröfugerð um meiri hlutdeild i oliugróðanum sem löngum var vitað að heföi flotið til vestrænna oliuhringa. í skjóli striðsins var útflutningsverð hráoliunnar hækkað mjög verulega. Það verður ekki erindi þessa pistils að rekja það sundur hvernig oliuhringarnir fóru út úr viðskiptunum við OPEC, enda hefur það margoft veriö gert og verður enn á dagskrá um hriö. Það nægir að minna á þá stað- reynd að i kjölfar „oliukrepp- unnar” sýndu opinberir reikn- ingar oliufélaganna meiri ágóða en nokkru sinni fyrr. Hér er ætlunin að dvelja viö annaö vandamál, nefnilega oliubúskap- inn sem veigamikinn þátt i þvi efnahagskerfi Vesturlanda sem orðið „nýkapitalismi” visar til. Þverstæða í hagkerfinu Sé aðeins litiö á oliukreppuna sem sundarfyrirbrigöi og beina afleiðingu af óbilgjarnri pólitik nokkurra arabalanda, mætti ætla að lækning kreppu þessarar væri fólgin i samræmdum aðgerðum gegn yfirgangi araba þannig að OPEC væri komið á kné. En ekki þarf lengi að hugleiða málið til áð komast að þeirri niðurstöðu að verðlækkun á oliu til framleiðslu- landa niður á hið fyrra stig mundi litlu breyta þegar til lengdar lætur. Þá gengi aðeins enn fljótar á takmarkaðar birgðir jarðar- innaraf oliu, og mannkynið stæöi uppi oliulaust eftir sem áður ein- hvern tima á fyrri hluta 21. aldar — ef ekki fyrr. 1 ljósi takmarkaðra birgða var siður en svo nokkuð óeðlilegt við mikla verðhækkun á oliu og það út frá reglum þeirrar hagfræði sém öllu fremur er ambátt hins „frjálsa markaðskerfis”. „Skortur” er talinn réttmæt for- senda verðhækkunar. En ef mikil slagsiða kemur á vestrænt hag- kerfi vegna hækkunar oliuverðs, er það ekki sönnun þess að hag- kerfið ráði ekki við innborin vandamál þess sjálfs? Er ekki oliukreppan þvi kreppa sjálfs kapttalismans? Bandariskt vald plús olía Atvinnulif og allur búskapur Vesturlanda er óneitanlega mjög háð oliu, mikilli og ódýrri oliu. En þetta er tiltölulega nýtt i sögu auðvaldsins og er þetta raunar fylginautur vaxandi bandariskra áhrifa i efnahags- og stjórn- málum heimsins. Lenin sagði sem frægt er orðið að kommúnisminn væri sama og sovétvald plús rafvæðing. Með svipuöum rétti má segja að nýkapitalisminn sé sama og bandariskt vald plús olia. Fyrir 50 árum var séð fyrir aðeins 14% af orkuþörf Banda- rikjanna meö oliu. Hlutfallið var miklu lægra i öðrum iðnvæddum löndum. 25 árum siðar var olian komin upp i þriðjung. Og enn 20 árum eftir það var hlutfall oliunnar (ásamt jarðgasi) komið upp i 60% af orkuþörfinni i Bandarikjunum. 6% mannkyns meö 33% orkunnar Á siðustu 25 árum hefur oliu- eyðsla i Bandarikjunum þre- faldast, en á sama tima hefur hún 15-faldast i Vestur-Evrópu og 60- faldast i Japan. Eigi að siður hafa Bandarikin langt forskot yfir alla aðra hvað snertir notkun — eða öllu heldur sóun — oliu. Árið 1973 eyddu Bandarikjamenn einum þriðja hluta allrar þeirrar orku sem það ár vpr framleidd i ver- öldinni. Fyrir alla þessa orku greiddu bandarikjamenn aðeins sem svarar 4% af þjóðartekjum sinum. Og til þess að sýna hversu mjög hallar á aðra ibúa jarðar- kringlúnnar nægir að nefna að bandariska þjóðin er aðeins 6% jarðarbúa. Hagvöxturinn niöurgreiddur Astæðan fyrir þvi að hlutdeild oliunnar hefur vaxið svona gifur- lega er ekki fyrst og fremst tæknilegs eðlis, heldur hitt að hún var svo ódýr. Og ódýr var hún vegna þess að fátækar þjóöir voru rændar mikiivægustu auðlindum sinum án þess aö eðlilegt markaðsverð kæmi fyrir. Ránið var framkvæmt af sjö-höföa þursa fjölþjóðlegu oliufélaganna með virkum stuðningi Bretlands og Bandarikjanna, sameinuðu auðvaldi og hervaldi þessara voldugu rikja. Eftir heimsstyrjöldina siöari varð olian blóðgjöf Vesturlanda og Japans. Sumir hyggja að nær samfeldur hagvöxtur þessara ianda frá þvi um 1950 hafi að miklu leyti byggst á auöi oliu- landanna, að minnsta kosti hafi olian veriö drjúg til að greiða niður kostnaðinn af þenslu efna- hagslifsins. Það sést raunar best á þeim tölum sem nefndar voru hér á undan um hlutdeild oliunnar i búskap Bandarikjanna gagnvart búskap annarra landa og I orku- búskapnum vestra yfirleitt, hvað þvi fer fjarri að byrðum af orku- kostnaði sé skipt réttlátlega niður, hvað þá þeirri auðlegð sem orkan gefur. Lofgerð um kol Sá hagfótur sem byggir á oliunni er býsna valtur. Og það er hinn mikli munur frá þvi sem rikti á dögum hinnar klassisku iðnbyltingar. Kolin eru i sjálfu sér ekki eins áhættusöm vara og olian.. Þau gangast ekki undir neina sérstaka vinnslu eftir að þau hafa verið numin úr skauti jarðar eins og er með oliuna. Kolanámur eru mjög dreifðar um löndin og þau eru langt frá þvi að vera nokkuð sjaldgæft efni. Kolin eru auðveld i flutningum og loks er að nefna það sem mikilvægast er: af kolum eru til ósköpin öll i iðrum jarðar, þannig að þessi orkulind þrýtur ekki fyrr en eftir mörg hundruð ár. Sóun talin dyggð En ætli það sé nokkur tilviljun að olian hefur öðlast algera forustu meðal orkulinda og raunar byggt kolum út að veru- legu leyti? Hún er ódýr, það er rétt, en hitt er ekki veigaminna að á bakvið oliusölu og oliunotkun standa öflugustu einokunar- hringar heims. Engri viðlika einokun er til að dreifa hvað kol snertir og enn siður um aðrar orkulindir. Vitandi vits hefur verið ýtt undir það að olian væri notuð hvarvetna þar sem hægt er að koma þvi við og menn hafa umgengist hana af mikilli léttúð. Þaö er engu likara en það sé oft keppikeflið að nota sem mest af oliu. Sjónarmiðið h^fur verið það að af oliu væri yfrið nóg til, óþarfi að spara. Jafnvel væri oliu- og orkusparnaður yfirleitt þjóðhags- lega óæskilegur, þvi að þá drægi úr hagvexti og kreppur gætu haldið innreið sina að nýju. Það var semsé viöurkennt að olian væri vitaminsprauta nýkapital- ismans. Bíllinn; „Hvaö varðar mig um þjóöarhag?" Það má þvi halda þvi fram með rökum að olían hafi afmyndað allt atvinnulif Vesturlanda, Banda- rikjanna mest. Allir vita að bandariskir bilar eru smiðaðir fyrir sem mesta bensineyðslu: með þvi að gera bilana álika sparneytna og bilar af evrópskum eða japönskum gerðum eru, gætu bandarikjamenn sparað um 40% af núverandi oliueyðslu sinni. En á hinn bóginn er bilaframleiðslan heilagur og ósnertanlegur þáttur i bandarisku efnahagslifi, það má' ekki trufla „neytandann” við að kaupa sér sem oftast nýrri dýrari og eyðslufrekari bil. Annars koma kreppueinkennin i Ijós með tilheyrandi keðjuverkunum. 1 svipaða átt gengur það að flutningar fara i æ rikara mæli fram með bilum og flugvélum, en skip og járnbrautir sitja á hakanum. Það skiptir engu máli þótt sanna megi að járnbrautar- flutningar séu 4 sinnum ódýrari fyrir þjóðarheildina heldur en bilaflutningar, og 63svar sinnum ódýrari en loftflutningar. Kol hafa verið sniðgengin kerfisbundið þar vestra. Um 1920 sáu kolin fyrir 78% af orkuþörf bandarikjamanna, nú er hlutdeild þeirra komin niður fyrir 20%. Iðnþróun nútimans hefur gengið i þá átt að gera rafmagni hærra undir höfði en öðrum orku- formum. 54% af allri orku i Bandarikjunum er endanlega eytt i formi raforku, en viö fram- leiðslu raforkunnar tapast 70% af orkuinnihaldi brennsluefnisins. Og brennsluefnið við framleiöslu rafmagns er i sivaxandi mæli olia. Aukin orkunotkun hætt að draga Sóun hins ódýra orkugjafa, oliunnar, hefur verið svo gegndarlaus að menn eru farnir að efast um hagnýtið fyrir hag- vöxtinn. Jafnaugljóst og sann- leiksgildi þeirrar fullyrðingar virðistþó vera, að hagnýting orku hijóti að leysa framleiðslugetu úr læðingi. En hér hefur verið stigið yfir markið á milli nytsemi og sóunar. Það verður sannað með eftirfarandi tölum úr hagþróun Bandarikjanna: A árunum frá 1870 til 1950 sex- faldaðist þjóðarframleiðsla á mann fyrir hverja tvöföldun orkunotkunarinnar. Með öðrum orðum — efnislegur vöxtur i þjóðarbúinu var þrefalt hraðari en orkueyðslan og undirskilið að lagningu orkulinda og hagnýtingu þeirra sem svo augljós þörf er fyrir, það nefnilega borgar sig ekki i augnablikinu. Langt er siðan visindamönnum varð ljóst að vökvinn methanol (skyldur áfengi) gæti orðið samkeppnisfær við oliu sem fljótandi eldsneyti. En tilraunumhefurbeinlinis verið haldið niðri af „pólitiskum-efna- hagslegum” ástæðum (vegna hagsmuna oliufélaganna og póli- tiskra afla i kringum þau). Þess vegna á það langt i land að methanol komi fram á markaðinn sem raunhæfur valkostur. (Þess má geta að islendingar ættu — tæknilega séð — að geta framieitt methanol i vatnsaflsstöðvum sinum). Eina orkulindin sem fengist hefur verið við af alvöru og gæti hugsanlega eitthvaö leyst oliuna af hólmi er kjarnorkan, en það hefur raunar verið af hernaðar- ástæöum. Árangurinn lofar samt engu góðu varðandi hagnýtingu til friðsamlegra nota. En á meðan olian gengur hratt til þurrðar er sama og ekkert aðhafst i forustulöndum auð- valdsins til að hagnýta sólarorku, jarðvarma og vetnisorku. Og enn er stöðug afturför varðandi nýtingu kola. (Stuðst við grein eftir enska sagn- færðinginn G. Barraclough). Traustar orkulindir eins og kol hafa verið sniðgengnar og ekki leitað nýrra úrræða á meðan olían var ódýr Neskaupstaður: SNJÓFLÓÐA- VARNIR í ATHUGUN A fundi bæjarstjórnar Neskaupstaðar 12. sept. sl. var að tillögu bæjarráðs samþykkt sam- hljóða að kjósa 5 manna nefnd vegna snjóflóða :... „til að sjá um og vinna að frekari rannsóknum og vörnum gegn þeim. Fyrsta verkefni nefndarinnar verði að fá hingað norskan snjóflóðasérfræð- ing. Ætlast er til að nefndin hafi samband við almannavarnanefnd bæjarins...” I nefndina voru kosnir: Haukur Ölafsson, Hjörleifur Guttorms- son, Ólafur Gunnarsson, Stefán Þorleifsson og Stefán Pálmason. Sem starfsmaður nefndarinnar var tilnefndur Þórarinn Magnús- son, bæjarverkfræðingur. Hjörleifur hefur verið kjörinn for- maður nefndarinnar. Á vegum þessarar snjóflóða- nefndar komu hingað i siðustu viku tveir norskir sérfræðingar, Karstein Lied og Steinar Bakke- höj, frá Norges geotekniske institutt (Jarðtæknistofnun Noregs), en þar var komið á fót deild til að vinna að snjóflóða- vörnum árið 1971 og starfa þeir við hana. Hafði óformlegt sam- band verið haft við stofnunina þegar á siðasta vetri, og var brugðið skjótt við kvaðningu héð- an, þar sem óskað var eftir ráð- gjafaþjónustu. Norðmennirnir dvöldust i nær þrjá daga i Nes- kaupstað, könnuðu aðstæður og sátu m.a. sameiginlegan fund bæjarstjórnar, almannavarna- nefndar og snjóflóðanefndar, þar sem þeir greindu frá reynslu og aðgerðum norðmanna i sam- bandi við snjóflóðavarnir og rannsóknir og mat á snjóflóða- hættu. Eftir þessa kynnisferð og með aðstoð ýmissa fyrirliggjandi gagna munu þeir semja álitsgerð um æskilegar snjóflóðavarnir i kaupstaðnum. Strax eftir snjóflóðin miklu i desember I fyrravetur hlutaðist almannavarnanefnd Neskaup- staðar til um að fram færi athug- un á útbreiðslu flóðanna og fékk Hjörleif Guttormsson til að vinna að þvi verki. Kortlagði hann snjó- flóðin og mældi eftir föngum dýpt þeirra stærstu, þannig að unnt væri að gera sér grein fyrir efnis- magni þeirra. Jafnframt hélt hann uppi spurnum um meiri- háttar snjóflóð, sem falliö heföu I grennd við kaupstaöinn i manna minnum og dró þannig saman nokkrar heimildir, sem þó eru auðvitað gloppóttar og ná skammt, eða um 90 ár aftur i tímann. Arkitektastofan sf, sá um teikningu uppdrátta eftir fram komnum upplýsingum og var þeim skilað til almannavarna, bæjarstjórnar og fleiri aöila ásamt greinargerð i febrúarmán- uði, og fleiri gögn varðandi snjó- flóðin lágu fyrir sfðar. Af hálfu Almannavarna rikisins var leitað eftir þvi að fá hingað svissneskan sérfræðing til að leggja á ráðin um fyrirkomuiag snjóflóðavarna hérlendis, og kom á þeirra vegum forstöðumaður Snjóflóöa- og skriðurannsókna- stofnunar sivssneska rikisins i Davos, prófessor de Quervain, til íslands i lok april. Dvaldist hann hér á landi i 10 daga og heimsótti utan Reykjavikur þrjá staði: Neskaupstað, Seyðisfjörð og Siglufjörð. Hefur hann samið skýrslu um athuganir sinar og gefið ábendingar til stjórnvalda um æskilegar snjóflóðavarnir, svo og nokkur atriði varðandi þá staði sem hann heimsótti. Er þess að vænta, að á næstunni verði tek- ið á þessum málum á landsmæli- kvarða, þar eð fjölmörg byggðar- lög eiga hér mikið i húfi. Það er hins vegar eðlilegt, að bæjaryfirvöld i Neskaupstað hafi nokkra forustu um stefnumörkun og eigi frumkvæði að könnun þessara mála að þvi er varðar byggðarlagið með hliðsjón af náttúruhamförunum i fyrra. Eitt undurstöðuatriði i mati á snjó- flóðahættu eru veðurathuganir, sem I undirbúningi var raunar að koma hér af stað fyrir snjóflóða- hrinuna. I samvinnu við Veður- stofu Islands var komið hér upp veðurathuganastöð i sumar og hófust mælingar i ágúst og reglu- bundnar veðurathuganir þrisvar á sóiarhring frá 1. sept. að telja. Annast þær Gunnar Ólafsson, fyrrverandi skólastjóri. Snjóflóðanefndin, sem nýlega , hefur verið kvödd til starfa, mun leitast við að móta tillögur i áföngum með hliðsjón af áliti sér- fræðinga og fenginni reynslu. Enginn mun búast við þvf, að skjótareða öruggar varnir finnist við þeirri vá, sem af snjóflóðum stafar, en miklu varðar aö okkur lærist að taka tillit til þeirra og varast þau eins og aðrar hættur i umhverfi okkar. Nefndin væntir sem bestrar samvinnu við alla þá aðila, sem hún þarf að leita til, stjórnar almannavarna jafnt sem bæjar- búa i Neskaupstað og ibúa ná- grannabyggða. A þessu stigi væri nefndinni kærkomið, að fá frekari uppiýsingar um þau snjóflóð, sem menn minnast aö fallið hafi nærri núverandi byggð i kaupstaðnum og innan hans, eða vita sagnir um, þar eð' upplýsingar þar að lútandi skipta miklu fyrir fram- tiðarskipulag byggðarinnar. Geta menn snúið sér til einhvers nefndarmanna með slikt efni. Að öðru leyti mun nefndin skýra frá tillögum sinum til um- bjóðanda og almennings eftir ástæðum, er þær hafa verið mót- aðar i samvinnu við almanna- varnir. (Fréttatilkynning) Alvarlegar atvinnuhorfur — Sem stendur er hér næg at- vinna vegna sláturtiðar og hús- bygginga, en strax uni næstu niánaðamót verða hér alvarlegar horfur i atvinnumálum, ef rækju- vertiðin fer ekki að hefjast, sagði Þórður Skúlason sveitarstjóri á Hvammstanga er við ræddum við hann i gær. Þórður sagði það ekki ljóst enn hve margir bátar yrðu gerðir út á rækjuveiðar i vetur frá Hvamms- tanga senniiega 3, en þeir voru 5 i fyrra, en eins og menn muna eyðilögðut tveir bátar frá Hvammstanga fyrr á þessu ári. 1 fyrra unnu 30 manns viðrækjuvinnsluna á Skagaströnd og er áætlað að svipaður fjöldi vinni við hana i vetur ef rækju- vertiðin hefst þá, en menn eru orðnir langeygir eftir þvi að hún fari i gang, en ekkert bólar á rækjuverðinu enn og allt viröist i óvissu með markað fyrir hana. Sagði Þórður að nú sem stæði væru tveir rækjubátar frá Hvammstanga bundnir við bryggju, verkefnalausir. —S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.