Þjóðviljinn - 16.10.1975, Síða 5
Fimnitudagur 16. október 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Kvennaárið í Egyptalandi
Þjóðsögu
snúið við
Engin merki
þess að
karlaveldið sé á
undanhaldi
Karlaveldið hefur hingað til
verið talið standa hvað traust-
ustum fótum meðal araba af
öllum þjóðum. Þar er
drottnunarvald eiginmanns yfir
konu sinni, föður og bræðra yfir
dætrum og systrum, algert og
þrátt fyrir að réttindum kvenna
hefur viðast hvar miðað nokkuð
áleiðis undanfarin ár hefur sú
þróun eiginlega alveg farið
framhjá aröbum.
En nti er alþjóðlegt kvennaár
og þá sleppur enginn við að
heyra eitthvað um að þörf sé á
að efla réttindi kvenna. Að visu
sluppu egyptar lengi framan af
árinu en nú með haustinu hefur
leikrit sem sýnt er i Kairó einnig
blásið lifi i umræður um jafn-
rétti kynjanna i þessum höfuð-
stöðvum karlaveldisins.
Ung egypsk kona, Abú-Saif,
sem numið hefur leiklist i
Bandarikjunum réðst i það
þrekvirki að snúa magnaðri og
landsþekktri ballöðu sem
endurspeglaði drottnun
karlanna mætavel upp i
umræður um stöðu kvenna i
egypsku samfélagi. Útkomuna
hefur hún sýnt i gamalli krá i
einu þéttbýlasta og fátækasta
hverfi Kairó.
Ballaðan sem hún byggir á
nefnist Metwalli og Shafika en
hún er aftur byggð á sannsögu-
legum atburðum sem urðu i
landinu fyir 50 árum eða svo.
Ballaðan segir frá þvi er Met-
walli liðsforingi i egypska
hernum fréttir það frá einum
manna sinna að systir hans,
Shafika, er alls ekki látin eins og
faðir hans hefur látið heita
heldur sé hún orðin gleðikona i
hóruhúsi i Kairó. Metwalli
skundar til borgarinnar finnur
hórukassann og drepur systur
sina. Þar með hefur hann gegnt
skyldum sinum og bætt fyrir
hnekki þann sem systir hans
hafði valdið heiðri ættarinnar.
Hinn rétti Metwalli — sem enn
er á lífi — fékk sex mánaða skil-
orðsbundið fangelsi fyrir
morðið. Hann og dómarinn urðu
sammála um að ,,ef tré þitt vex
inn i garð nágranna þins
heggurðu það”.
Þessari túlkun hefur
egypskur almenningur verið
hjartanlega sammála og undan-
farna hálfa öld hefur Metwalli
verið álitinn hetja. Ballaðan um
hann gerir rækilega grein fyrir
þeim sálarkvölum sem ósiðlegt
athæfi systur hans olli honum en
hvergi er að finna neinar máls-
bætur fyrir hana.
Abú-Saif bætir einmitt þeim
þætti inn i. 1 hefðbundnum upp-
færslum er aðeins einn sögu-
maður — karlmaður — sem
rekur raunir Metwallis. 1
þessari nýju uppfærslu hefur
kvenrödd bæst við. Hún segir
sögu Shafiku — hvernig hún
verður ástfangin, er tæld til
ásta, verður ólétt og er svo
skilin ein eftir. Þá á hún aðeins
tveggja kosta völ: að stytta sér
aldur eða fara i hóruhúsið. Þar
er hún svivirt af viðskipta-
vinunum sem fara ljótum
orðum um fjölskyldu hennar. 1
lokin segir hún frá draumum
sinum um saklausa æsku og þrá
sinni eftir afturhvarfi til
hennar.
Þrátt fyrir karlaveldið hafa
fáir lagt i að andmæla sýning-
unni. Ritskoðari hins opinbera
hafði þá einu athugasemd fram
að færa að hermennirnir skyldu
bera svonefnda „tarboosh” sem
eru rauðir hattar eins og blóma-
pottar á ' hvolfi. Þessir hattar
voru lagðir niður eftir byltingu
Nassers 1952 og yfirvöld vildu
að ljóst væri að atburðir þeir
sem leikritið greinir frá hefðu
gerst fyrir hana.
Nokkuð hefur þó verið um að
menn gangi út eða láti i sér
heyra óánægjutóna á sýningum
og tveir leikaranna hafa sagt
leikstjóranum að ef þeir stæðu i
sömu sporum og Metwalli
myndu þeir fara eins að og
hann.
Stærsta dagblaö íandsins, Ai
Ahram, hrósaði sýningunni en
ávarpaði leikstjórann með
þessum orðum: — Þú hefðir
getað sparað þér ómakið —
fyrirhöfn þin er til einskis.
Karlmaðurinn er karlmaður og
hann verður ætið húsbóndi og
drottnari og konan verður
honum ávallt undirgefin.
Vonandi gerir þróunin þessi
ummæli ómerk þegar fram liða
stundir. En þau eiga þvi miður
rétt á sér eins og er i Egypta-
landi. Þvi þótt fjölkvæni sé á
undanhaldi er misrétti kynj-
anna enn himinhrópandi. Skulu
hér nefnd nokkur dæmi.
Karlmenn eiga mjög auðvelt
með að fá skilnaðen samkvæmt
gildandi lögum er það konum
svo til ógerlegt.
Synir erfa tvöfalt meira en
dætur.
Foreldrar koma flestum
hjónaböndum i kring.
Kona sem ekki getur sannað
að hún sé hrein mey fyrir
Framhald á bls. 10
Sœnsk-ameríska
línan gefst upp
■ 4...................
Gripsholm siðasta skipið sem Sænsk-amerlska llnan hélt úti. Þetta
skip hefur oft haft viðdvöl hér á landi að sumarlagi.
Rekstur skemmtiferðaskipa
hefur gengið brösulega að und-
anförnu. Fólk virðist frekar vilja
— og hafa efni á — að flatmaga á
sólarströndum eða fljúga heims-
horna milli heldur en fara i rólega
sjóferð og lifa I lúxus um borð I
stórum skemmtiferðaskipum.
Drottningarnar bresku, Elisa-
bet og Maria, hafa verið seldar til
niðurrifs eða lagt við bryggjur og
i fyrra bættist stolt frakka,
France, i þann hóp, að visu eftir
að áhöfn þess hafði tekið skipið
herskildi i mótmælaskyni við
áform eigendanna að hætta
rekstri þess.
Og nú hefur Sænsk-ameriska
linan verið lögð niður. Þetta
skipafélag var stofnað árið 1915
oghafði fjögur skip i förum þegar
best lét fyrir strið. A siðustu árum
fækkaði skipunum og nú siðast
var aðeins eitt eftir, Gripsholm
sem oft hefur lónað á sundunum
úti fyrir Reykjavikurhöfn. Grips-
holm fór i sina siðustu ferð milli
Gautaborgar og New York i
september en hefur nú endanlega
hætt þeim ferðum.
Fyrr á þessu ári skýrði skipafé-
lagið frá þvi að það sæi fram á
hallarekstur á þessu ári sem
næmi 20 miljónum sænskra
króna, eða rúmum 700 miljónum
islenskra króna. Fór það fram á
það við sænsk yfirvöld að mega
skrá skipið i Liberiu eða Panama
þar sem skattar oþh. er miklu
iægra en var synjað. Enda ekki
skritið þar sem miklar umræður
urðu sl. vetur um slæm kjör skip-
verja á skipum sem sigla undir
fánum þessara þjóða. Þá gafst
Sænsk-ameriska linan upp og
ákvað að leggja Gripsholm._þh
Fylgist
með verðlagi
Verðsýnishorn úr HAGKAUP
\
HAGKAUP VERSLUN A VERSLUN B
Niðursoðnir, blandaðir
ávextir 1/1 dós 270,-
Niðursoðnar freskjur
1/1 dós 223,-
Hrísgrjón, RiverRice
1 pk 92.-
Haframjöl 1 kg 172,-
C-ll þvottaefni 3 kg 575,-
Coco Puffs 1 pk 216,-
Maggi súpur 1 pk 89,-
Egg 1 kg 350,-
Fiskibollur 1/1 dós 170,-
Tropicana 0,94 1 133,-
Rasp, Paxo 1 pk 54,-
Ef þér verslið annars staðar, þá hafið
þér hér eyðublað til að gera
verðsamanburð.
SIMI 86566