Þjóðviljinn - 16.10.1975, Qupperneq 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 16. október 1975.
Fimmtudagur 16. október 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
GUNNAR
GUNNARSSON
SKRIFAR
Vilmundur Gylfason tók sig til
á föstudaginn i Visi og bar stór-
kostlegt embættismisferli upp á
dómsmálaráðherra. Sú saga
sem Vilmundur sagði þar, var
reyndar þekkt áður, en i i Visi
má segja meira en i sjónvarpi
og Vilmundur birtir mynd af
Kristni Finnbogasyni, þreknum
manni sem er framkvæmda-
stjóri Timans og helsti „fjár-
aflamaður” framsoknar nú um
stundir.
Vilmundur segir það svart
orðið, þegar tveir stærstu
stjórnmálaflokkarnir hafa að-
eins svo „grófgerða” menn til
að vera hægri hendur og ráð-
gjafar ráðherra og á þá lika við
Albert Guðmundsson, aðál
„fjáraflamann” sjálfstæðis-
flokksins sem er nærri eins
þrekinn og Kristinn Finnboga-
son.
Vilmundur Gylfason
Timinn reyndi á laugardaginn
að klóra Vilmundi svolitið á
móti, en það var ósköp mátt-
leysislegt og ekkert að marka.
Eiginlegt svar birtist hinsvegar
þann sama dag i Timanum i
þættinum „Fólk i listum” sem
Jónas Guðmundsson,sá blaða-
manna Timans, sem mest ber á,
ræðir um nýja bók Jónasar
Hjálmarssonar. Skrif Jónasar
um bókina eru næsta kauðsk,
enda engu likara en hann hafi
haft hugann annars staðar en
við Jóhann, þvi að Jónas segir
undir lokin: „Eins og pólitikin
er nú útleikin i veröldinni, er
orðið mjög erfitt fyrir heiðar-
legt, vandað fólk að fylgja
stjórnarstefnum. Menn gætu
verið að liðsinna glæpamönn-
um, þegar þeir i góöri trú telja
sig vera að bæta ástandið i at-
vinnumálum og vinna gegn
verðbólgunni einsog stundum er
reynt hér....”
Þarna heggur Jónas berlega
til velgerðarmanna sinna i
framsóknarflokknum og skrif
hans eru eins og neyðarskeyti,
siðbúin leiðrétting á stefnunni,
leiðtoginn mun tapa vinsældum
eins og Stalin.
Að hafa svipmót
Vandaðir fjölmiðlar i útlönd-
um, hvort sem um er að ræða
útvarp, sjónvarp eða biöð,
Kristinn Finnbogason
leggja mikla áherslu á að halda
svipmóti sinu. Þannig kemur
ekki til mála á pólitisku dag-
blaði, sem þykist bera stefnu
sina fram á menningarlegan,
kurteisiegan máta, að hafa sið-
an allt annað efni blaðsins i
hrærigraut og á lágu plani, t.d.
skrif um menningarmál, dæg-
urþras eða fréttaskýringar. Ef
blaðið vill halda gæðamerki
sinu, verður.það að vera jafn-
gott á öftustu siðu eins og þeirri
fremstu.
Fæstir fjölmiðlar hér hafa
lagt áherslu á svimót sitt, rækt-
að eðli sitt, útvarpið reyndar á
stundum og Þjóðviljinn. Sjón-
varpið er hinsvegar ruslakista
af versta tagi, eiginlega i svip-
uðum fiokki og lélegasta dag-
blaðið i Reykjavik. Nýjasta
dæmið um lágkúru sjónvarps-
ins, heimsku þess eða þá dóna-
skap gagnvart áhorfendum, er
bandarisk mynd sem fjallar um
dagana sem Kúbudeilan stóð.
Hér er á ferðinni áróðurs-
mynd, liklegast kostuð af
bandariskri áróðursstofnun,
frámunalega kauðalega leikin,
einföld og forheimskandi. Það
er ekki aðeins dónaskapur af
sjónvarpinu að reka þetta fram-
an i fólk, heldur fullkominn
skortur á sjálfsvirðingu, þvi
svona efni er aðeins til þess að
festa einkunnagjöfina rækilegar
i sessi.
Mynd þessi sem hér um ræðir,
er ekki einasta villandi og hlut-
dræg, en það skiptir svo sem
minnstu, hún er fyrst og fremst
svo afkáralega óvönduð.
Annað dæmi um ruslakistu-
hugsunarhátt sjónvarpsins, er
það valdboð útvarpsráðs að
kasta fyrir róða langbesta er-
lenda fréttas'kýringarþættinum
sem tekist hefur að vekja hér
upp i Rikisútvarpinu, Heims-
horni, en fá sér i staðinn
embættismann til að tala annað
slagið um eitthvað sem hann
hefur áhuga á!
Kannski væri hægt að reyna
svona lagað i einhverju riki V-
Þýskalands, þar sem kristilegir
afturhaldsmenn hefðu öll völd,
en varla i öðrum „lýðræðis”-
rikjum.
SetningarræöaEinars Braga á ráðstefnu herstöðvaandstæðinga
Atumeinsem
aldrei hvílist
Góðir samherjar.
Fyrir hönd undirbúningsnefnd-
ar og annarra boðenda býð ég
ykkur velkomin til þessarar ráð-
stefnu um hersetuna og sjálfstæöi
íslands. Eins og i fundarboði
stendur, er hún haldin „til að
ræða núverandi stöðu herstöðva-
málsins, tengsl -þess við önnur
sjálfstæðis- og utanrikismál og
leiðir til að vinna gegn þvi, að er-
lend herseta á Islandi verði var-
anleg.”
Hersetan er mesta böl, sem is-
lendingum hefur að höndum borið
um langan aldur. Mörg rök og
þung mætti færa þeirri fullyrð-
ingu til stuðnings. Eitt hið ógæfu-
samlegasta við hana er, að hún
hefur hátt i þriðjung aldar klofið
þjóðina niður i rót, skipt henni i
tvær andstæðar fylkingar, sem
tekist hafa á um það grundvall-
aratriði, hvort erlend herseta sé
samrýmanleg sjálfstæði þjóðar-
innar eða ekki. Þessvegna hefur
raunverulega aldrei fengið á það
að reyna, hvers islensk þjóð væri
megnug sem sjálfstæður, full-
veðja aðili i samfélagi þjóðanna.
Nú er að sönnu engin þjóð ein-
huga um hvaðeina, og þess vænt-
um við ekki heldur. Þjóðir skipt-
ast i hópa með andstæða hags-
muni og ólik viðhorf til alls milli
himins og jarðar, jafnvel þess
hvort þær eigi að vera sjálfstæðar
eða ekki. Það telst meira að segja
til dýrmætustu mannréttinda að
mega sækja og verja rétt sinn og
lifsskoðanir, og sist vildum við
glata þeim mannréttindum eða
taka þau frá öðrum. En það sem
gerir þetta sundrungarefni svo
háskalegt og greinir það frá eðli-
legum ágreiningsmálum er: að
hcr er það erlent vald.sem hefur
tekið sér bólfestu i landinu og með
nærveru sinni og itökum i þjóðlif-
inu vekur þær deilur, sem duga
þvi til að drottna yfir þjóðinni.
Hersetan er meinsemd, sem
vinnur stundlangt og daglangt og
árlangt, átumein, sem aldrei
hvilist, en grefur um sig æ viðar
og dýpra með degi hverjum. 111
nauðsyn, segja islenskir samá-
byrgðarmenn hins erlenda valds
og þykjast með þvi hafa fundið
réttlætingu gerða sinna. Sannar-
lega ill og með öllu óréttlætanleg,
segjum við hin. Hér ber svo mikið
á milli, að um málamiðlun getur
aldrei orðið að ræða. Baráttan
fyrir brottför hersins, fyrir óskor-
uðum ráðum islendinga yfir landi
sinu og öllum málefnum, er ein
helgasta skyldan við alna og ó-
borna i þessu landi. Þessvegna
má hún aldrei og mun aldrei nið-
ur falla, fyrr en sjálf forsendan
hefurverið upprætt.
Sagt hefur verið að við séum
þrætugjörn þjóð, islendingar, og
vel má það satt vera. Það er þó
alveg vist, að við erum ekki sam-
ankomin til að þreyta neina
þrætubókarlist. Hingað hafa
margir sótt um langan veg,
hvorki sparað fé né fyrirhöfn tií
að geta átt þess kost að ráðgast
við sina lika um úrræði i mesta
vanda, sem islensk þjóð hefur átt
við að glima um vora daga.
Það er ósk min og von, að auðn-
ast megi að haga öllum málflutn-
ingi á þessari ráðstefnu svo sem
málstaðnum sæmir, og störf
hennar verða til heilla landi og
lýð.
Ég lýsi ráðstefnu islendinga um
hersetuna og sjálfstæði íslands
setta.
Hlöðver
Sigurðsson,
Siglufirði:
í aðalat-
riðum erum
við sama
sinnis
Frá Siglufirði sat ráðstefnuna
Hlöðver Sigurðsson, fyrrv. skóla-
stjóri. Honum fórust meðal ann-
ars svo orð i viðtali við Þjóðvilj-
ann:
— Ég geri mér vonir um að góð
samstaða náist á ráðstefnunni.
Hér koma að sjálfsögðu fram ólik
sjónarmið, eins og reyndin hefur
verið á slikum ráðstefnum áður.
Og stundum halda menn jafnvel
að sjónarmiðin séu ólikari en þau
raunverulega eru. En I aðalatrið-
um held ég að þessi hópur sé
sama sinnis, svo að ég geri mér
fastlega vonir um að við getum
farið héðan ánægð með þá álykt-
un, sem hér verbur gerb.
— Hvað heldurðu um áhugann á
málefninu á þinum heimaslóð-
um, á Siglufirði og þar i kring?
— Þegar undirskriftir voru á
sinum tima á móti hernum, held
ég að mér sé óhætt að fullyrða að
helmingur siglfirðinga eða þar
yfir hafi skrifað undir. Hinsvegar
munu allmargir hafa skrifað á
lista Varins lands, en ég tel að
margir hafi gert það á algerlega
fölskum forsendum. Ég tel yfir-
leitt alrangt að gera ráð fyrir þvi,
að þær undirskriftir sýni rétta
fara saman
— Að minum dómi eru allar lik-
ur fyrir þvi að ráðstefnan takist
mjög vel, sagði Eyjólfur
Eysteinsson, forstöðumaður
Sjúkrahúss Keflavikur. — Það
eru allar likur á þvi að komist
verði að sameiginlegri niðurstöðu
um aðalatriðið, að vinna að þvi
ötullega og markvisst að varnar-
liöið hverfi úr landinu. Það má
segja að þetta mál hafi verið I
|
Illöðver Sigurðsson
mynd af hug þjóðarinnar. Hitt er
verra hve tómlæti er mikið um
þetta mál, en það er mjög áber-
andi. Það er eins og mörgum
standi á sama. Og mörgum hjá
okkur þarna norður frá, sem eru i
þetta mikilli fjarlægð frá herstöð-
inni, linnst sem þeir verði ekki
svo mikið varir við áhrifin frá
henni, þótt þau áhrif hafi ef til vill
óviða verið átakanlegri en viða
úti á landsbyggðinni, þvi að fyrir
það að fólkið flykkist til her-
stöðvarinnar i atvinnuleit, fara
atvinnuvegir á landsbyggðinni
bókstaflega að hrynja i rúst. Her-
náminu er fyrst og fremst um að
kenna að fólki fækkar um meira
en þriðjung á Siglufirði á ekki
löngu árabili. Nú hefði verið eðli-
legt að ibúar Siglufjarðar hefðu
veriðsvona um fjögur þúsund eða
að minnsta kosti yfir þrjú þúsund,
en þess i stað eru þar ekki neraa
rúm tvö þúsund. Þó er fólki held-
ur byrjað að fjölga þar aftur, og
það er fyrst og fremst að þakka
þeirri atvinnuuppbyggingu, sem
nokkurri lægð siðan vinstristjórn-
in stóð ekki við sin loforð um þetta
efni. En baráttukrafturinn virðist
vera sá sami i þvi liði, sem barist
hefur fyrir brottför hersins und-
anfarin ár.
Það hefur komið bæði fram hjá
framsögumönnum og öðrum að
hugsanlega þurfi að taka upp aðr-
ar aðferðir til að kynna málið al-
menningi. Það þarf i auknum
varð i tið siðari vinstristjórnar-
innar.
— Þú minntist á að margir
hefðu skrifað á Varins lands-list-
ann á fölskum forsendum?
— Þaðeru svo margir, sem láta
sér þessi mál nokkurnveginn i
léttu rúmi liggja, gera sér ekki
grein fyrir bæöi orsökum og af-
leiðingum hernámsins hér. Þegar
þannig heldur áhugalausum
mönnum er sýndur listi — og ekki
sist ef það eru yfirmenn þeirra á
vinnustað, sem koma með listann
— þá skrifar fólk undir, án þess að
gera sér grein fyrir alvöru máls-
ins, finnst þetta ósköp meinlaust
og saklaust. Ég vil að visu taka
það fram að mér er ekki kunnugt
um að forstjórar eða atvinnurek-
endur hafi gengið um með þennan
lista á Siglufirði, þótt það muni
hafa gerst annarsstaðar. Auk
þess eru vitaskuld ennþá til
menn, sem ganga með rússagrýl-
una á heilanum. Þeir spyrja:
Heldurðu að það sé betra aö rúss-
inn komi? Ég svara þvi náttúr-
lega til að það sé ekkert betra að
hann komi, en að það sé bara eng-
in hætta á þvi að hann komi.
— Hvaða vonir gerirðu þér um
árangur af ráðstefnunni?
— Maður gerir sér náttúrlega
alltaf von um árangur af starfi,
og þótt illa horfi i svipinn, er
aldrei að vita nema eitthvað ger-
ist, sem snúi málunum okkur i
hag. Það var bent á það hér I ræðu
áðan, að þegar samtök her-
stöðvaandstæðinga voru stofnuð á
sinum tima, var útlitiö enn svart-
ara en það er nú. Ég held þó að
það hafi ekki munað miklu i tið
siðustu vinstristjórnar að okkur
tækist að koma hernum burtu, og
það held ég að hefði tekist, hefðu
innan þeirrar stjórnar ekki verið
öfl, sem brugðust og unnu að þvi
að fella stjórnina.
Eyjólfur Eysteinsson
Ólafur
Guðmundsson,
Grundarfirði:
Trúi að
þetta verði
sókn
til sigurs
Ólafur Guðmundsson, verka-
maður i Grundarfirði, mælti á
þessa leiö:
— Ég er mjög ánægður með
ráðstefnuna. Hún hefur tekist
miklu betur en ég þorði að vona
og fólk er hér fleira en ég bjóst
við. Samstaðan er mjög góö og
baráttuhugur I fólki. Ég lit þvi
björtum augum á þetta og tel að
nú fari af stað skriða, sem von-
andi verður ekki stöðvuð.
— Hvað hugsa menn um þetta
mál á þfnum heimmaslóðum, i
Grundarfirði og annarsstaðar á
Snæfellsnesi?
— Það er að segja má ókannað.
A siðastliðnu ári voru stofnuð i
Borgarnesi samtökin Herlaust Is-
land. Þar náðist saman mjög gott
lið, framsóknarmenn að miklu
leyti. Þessi hreyfing náði ekki til
Grundarfjarðareðaá Snæfellsnes
yfirleitt. Við reyndum að komast
á ráðstefnuna tiu eða tölf I bíl, en
urðum frá aðhverfa vegna snjóa.
Svo ab það er alveg ókannað vest-
ur á Snæfellsnesi, hvaða fylgi
mæli að benda á áhrif varnarliðs-
ins á efnahagsmál okkar og með
þvi móti fá fleiri til stuðnings við
okkur.
Það er ekkert launungarmál
að ég var i fylkingu þeirra, sem
töldu að rétt væri að við héldum
samstöðu með öðrum vestrænum
rikjum, það er að segja að við
værum áfram i Nató, þótt við lét-
um herinn fara Enég get sagt það
alveg hreint út að ég hef skipt þar
um skoðun, og þar hefur mestu
valdið um reynsla min af Norður-
Atlantshafsbandalaginu. Ég get
ekki séð að i rauninni sé neinn
munur lengur á þessum tveimur
varnarbandalögum i Evrcpu, það
er að segja Varsjárbandalaginu
og Atlantshafsbandalaginu. Ég
vil i þvi sambandi benda á að á
siðustu árum hefur komist upp i
Grikklandi og viðar i Evrópu að
Atlantshafsbandalagið hefur
beinlinis stutt öfgaöfl og fasista-
hreyfingar og stuðlað að þvi að
Ólafur Guðmundsson
herstöðvaandstæðingar eiga þar.
En ég held nú að það sé þar eins
og annarsstaðar, að eftir þvi sem
fjær dregur Reykjavik og þessum
þéttbýliskjarna hérna, þá séu
menn heilsteyptari i andstöðu við
herinn, Svo að ég held að enginn
vandi verði að ná upp áhuga fyrir
þessu á Snæfellsnesi, fremur en i
Borgarfirði.
— Hvernig heldurðu að her-
stöðvaandstæðingar á Snæfells-
nesi skiptist milli flokka?
— Fyrst og fremst eru þetta
náttúrlega alþýðubandalags-
menn, allavega eftir þvi sem ég
þekki til. En það er áreiðanlega
hægt að virkja marga fram-
sóknarmenn til stuðnings við
málstaðinn. Það er einmitt hlut-
ur, sem þarf að gerast, þvi að þar
eru innan um einlægir vinstri-
menn. — En sem sagt, mér list
mjög vel á þetta, og ég trúi þvi að
þetta verði sókn til sigurs.
fella löglega kjörnar stjórnir. Ég
held að fólki almennt sé að verða
þetta miklu ljósara en áður.
Til frekara rökstuðnings þeirri
skoðun minni, að brottrekstur
hersins og úrsögn úr Nató muni ó-
umflýjanlega fara saman, vil ég
taka fram eftirfarandi: Ég held
þvi miður að reynsla okkar, sem
höfum verið að berjast gegn
hernum, sýni það, að við munum
ekki losna við varnarliðið héðan
af tslandi, nema með þvi móti að
ganga Ur Nató. Sú skoðun margra
sannra herstöðvaandstæðinga, að
baráttuna bæri að heyja á þeim
grundvelli, að varnarliðið eigi að
hverfa úr landi en að við höldum
samt sem áður áfram að vera i
Nató, tel ég að beðið hafi algert
skipbrot á siðasta ári, með van-
efndum vinstristjórnarinnar. Svo
aö vilji menn i raun og veru losna
við varnarliðið, þá fylgir það ó-
hjákvæmilega með að við verðum
að ganga úr Nató.
Eyjólfur Eysteinsson, forstöðumaður
Sjúkrahúss Keflavíkur:
Brottför hersins
og úrsögn úr NATO
Stutt
svör
við gömlum
spurningum
Á sunnudagskvöldið
var komu fjórir menn
fram i útvarpsþættinum
,,Til umræðu" og f jölluðu
þar í sjö mínútur hver um
efnið: Herinn — þýðing
hans og staða i vitund
þjöðarinnar.
Einn þeirra fjögurra
manna, sem þarna lýstu
viðhorfum sínum í stuttu
máli, var Jónas Árnason,
alþingismaður og hafa
ýmsir hlustendur óskað
þess, að Þjóðviljinn birti
þau orð, sem Jónas flutti
við þetta tækifæri í út-
varpið.
Jónas sagði:
Ég er ekki neinn koppur i búri
hjá þeim verktökum sem gegna
þvi hlutverki að byggja yfir
bandariska herinn og hans haf-
urtask á Keflavikurflugvelli og
antvistast annað margt á hans
vegum. Þessvegna vefst það
fyrir mér að gefa ákveðið svar
við hinni fyrri þeirra tveggja
spurninga sem hér eru til um-
ræðu: Hvaða þýðingu hefur her-
inn? Siikt svar væri helzt að
finna i höfuðbókum Islenzkra
aðalverktaka h.f.. Hve mikið
græða þeir á hernum? Það efast
enginn um að sá gróði sé griðar-
mikill. Og samkvæmt þvi má að
sjálfsögðu fullyrða að þýðing
hersins sé griðarmikil, þ.e.a.s.
fyrir tslenzka aðalverktaka —•
og kannski lika einhverja fleiri.
A hinn bóginn sýnist mér — og
mörgum öðrum — að þessari
þýðingu hersins hafi engin
blessun fylgt fyrir þjóðina i
heild, heldur þvert á móti. Enda
myndi ég — satt að segja — láta
mig einu gilda þó tslenzkir aðal-
verktakar færu á hausinn.
Ég vænti þess að með fram-
ansögðu hafi komizt til skila sú
skoðun min að gróðahagsmunir
voldugra aðila hafi átt hvað
mestan þátt i þvi að festa
bandariska herinn i sessi hér á
landi. Voldugra aðila, segi ég.
Hluthafar i Islenzkum aðal-
verktökum hafa mikil áhrif i
báðum hinum stóru stjórnmála-
flokkunum, þeim sem hér hafa
mestu ráðið siðustu áratugina,
án efa miklu meiri áhrif en til að
mynda félög á borð við það sem
kennt er við eitt af hinum fögru
fjöllum Þingvallasveitar. Hafi
menn lika þótzt heyra það á
þessum orðum minum aö ég
telji að allt tal um að herinn hafi
þýðingu fyrir frelsi okkar og
sjálfstæði sé helber þvættingur,
þá hafa þeir lagt i þau réttan
skilning.
Hér er ekki timi til náinnar
upprifjunar á tildrögum þess að
íslendingar gengu i Atlants-
hafsbandalagið og hleyptu siðan
bandariskum her inn i landið á
ný. En á það skal minnt, að það
sem fastast dró okkur íslend-
inga inn i NATO var fordæmi
Norðmanna. Og ákvörðun Norð-
manna um að ganga i þetta
bandalag var tekin undir þeim
kringumstæðum að helztu
stjórnmálamenn þeirra þóttust
hafa fengið fullvissu fyrir þvi að
Rússar væru i þann veg að ráð-
ast inn i Norður-Noreg. Siðan
hefur sannazt, að sú fullvissa
byggðist á fölsuðum upplýsing-
um sem komnar voru frá
bandarisku leyniþjónustunni
CIA.
Enn veit islenzka þjóðin harla
litið um það sem gerðist á þeim
leynifundi sem alþingismenn —
að undanskildum þingmönnum
Sósialistaflokksins — héldu með
sér i Reykjavik vorið 1951 þegar
sú ákvörðun var tekin að biðja
Bandarikjastjórn að senda
hingað herlið til að bægja frá
okkur þvi sem nefnt var „yfir-
vofandi árásarhætta”. En ég er
ekki i neinum vafa um að is-
lenzkir stjórnmálamenn urðu
þar leiksoppar bandarisku
leyniþjónustunnar með svipuð-
um hætti og norskir starfsbræð-
ur þeirra tveim árum fyrr. Og
ég er ekki heldur i neinum vafa
um að siðan hefur CIA unnið að
þvi linnulaust að viðhalda þeirri
móðursýki sem liggur til grund-
vallar þeirri furðulegu stað-
reynd að stór hluti þjóðarinnar
sættir sig við hersetuna.
Eftir þær upplýsingar sem nú
liggja fyrir um myrkraverk
þessarar leyniþjónustu i Banda-
rikjunum sjálfum og viðsvegar
um veröldina, hefðu islenzk
stjórnvöld að sjálfsögðu átt að
beita sér fyrir rannsókn á þvi
hvað CIA kann að hafa látið til
sin taka hér á landi. Eða dettur
nokkrum manni i hug að hin
miklu umsvif bandarisku leyni-
þjónustunnar hafi ekki náð til
tslands? Og mundi ekki næsta
hæpið að treysta þvi að agentar
hennar beri eitthvað meiri virð-
ingu fyrir mannhelgi á tslandi
en i Bandarikjunum sjálfum?
Úr þvi bandariskir stjórnmála-
menn eru hópum saman á þeim
skrám yfir hættulegar persónur
sem bandariska leyniþjónustan
hefur sett saman, þvi skyldu þá
ekki t.a m. islenzkir hernáms-
andstæðingar lika vera komnir
á þær skrár? Og simahleranir.
Með þeirri njósnatækni sem CIA
hefur yfir að ráða er fyrirhafn-
arlaust hægt að fremja slikar
hleranir hvar sem er og hvenær
sem er. Til þess þarf ekki að
paufast niður i neinn sim-
stöðvarkjallara, hvorki vestur i
Bandarikjunum né til að mynda
hér i Reykjavik.
Það má drepa á fleira sem
orðið gæti rannsóknarefni i
þessu sambandi.
Hvernig stendur til dæmis á
þvi að i hvert sinn sem heims-
fréttir herma að Bandarikin og
Sovétrikin hafi stigið stór skref i
átt til bættrar sambúðar —■ og
þar með gætu verið likur á að
eitthvað slaknaði á spennunni i
sálum þeirra Islendinga sem
talið hafa aö við verðum endi-
lega hreint að halda i herinn —
þá er eins og einhver aðili rjúki
til og allt að þvi kaffæri vissa is-
lenzka fjölmiðla i ógnarsögum
þess efnis að Rússar hafi aldrei
verið hættulegri en einmitt þá
stundina. Rammast kveður að
þessu þegar ástrikið milli
Bandarikjamanna og Rússa
kemst á það stig að þeir hittast
úti i himingeimnum til að faðm-
ast og skiptast á vinagjöfum. Ég
tala nú ekki um ef formaður
sovézka kommúnistaflokksins
flýgur frá Moskvu vestur til
Washington að kyssa Banda-
rikjaforseta — eða öfugt. Þá
getur það bætzt ofan á allt ann-
að að einhver ábúðamikill
NATO-hershöfðingi eða flota-
foringi birtist i hinu hlutlausa
sjónvarpi okkar til að tala viö
okkur eins og hann sé að safna
undirskriftum fyrir Varið land.
Nóg um þetta — að sinni.
Ég má ekki klára þær sjö
minútur sem mér eru hér ætlað-
ar án þess að veita svar við
seinni spurningunni sem til min
var beint: Hver er staða hersins
i vitund þjóðarinnar?
Þjóðin blygðast sin fyrir her-
inn — lika sá hluti hennar sem
hefur látið blekkjast af áróðrin-
um um nauðsyn hans. Það sann-
aðist m.a. i þeim miklu hátiða-
höldum sem þjóðin efndi til i
fyrra. Meðal þeirra sem þá
fluttu ræður um írelsi okkar og
sjálfstæöi voru ýmsir þeir sem
endranær hafa hvað ákafast
mælt hersetunni bót. En enginn
þeirra minntist á herinn einu
orði. þaðan af siður á þá marg-
rómuðu vernd sem hann á að
hafa veitt frelsi okkar og sjálf-
stæði. Þeir fundu að slikt var
ekki við hæfi. Blygðun þjóðar-
innar bannaði það.
Það er vitaskuld margt sem
veldur þessari blvgðun. og þ.á
m. sú ægilega reynsla sem
mannkynið hefur fengið af eðli
bandariska hersins á þeim tima
sem liðinn er siðan íslenzk
stjórnvöld levfðu honum að
hreiðra um sig á Miðnesheiði.
Þá voru þeir margir sem ekki
hikuðu við að kalla þennan her
„forvörð frelsisins i heimin-
um”. Fn þeim hefur fækkað.
Grimmdarverk hers þessa i
VIetnr>’n og fjöldamörg fleiri ó-
dæöi hans hafa valdið þvi. Og
enn heldur hann áfram að of-
bjóða siðgæðisvitund mann-
kynsins. Nýjustu fregnir herma
að til þess að tryggja sér áfram-
haldandi itök á Spáni muni hann
'já Francostjórninni fyrir vopn-
um sem að verðmæti nemi 1500
milljónum dollara.
„Forvörður frelsisins” ætlar
sem sé heldur betur að sjá til
þess að böðlarnir spænsku verði
ekki uppiskroppa meö verkfæri.