Þjóðviljinn - 16.10.1975, Page 10

Þjóðviljinn - 16.10.1975, Page 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 16. október 1975. Rœtt umfrumvarp til byggingarlaga A fundi neðri deildar alþingis í gær mælti Gunnar Thoroddsen, félagsmálaráðherra fyrir tveimur stjórnarfrumvörpum, frumvarpi til byggingarlaga og frumvarpi um breytingu á skipu- lagslögum. Frumvarp til byggingarlaga er samið af 11 manna nefnd, sem skipuð var 21. mai 1973. í nefndinni áttu sæti þeir Asmundur J. Jóhannsson frá Tæknifræðingafélagi Islands, Bjarni Arason frá landbúnaðar- ráðuneytinu, Gunnar Sigurðsson frá Reykjavikurborg, Hannes Kr. Daviðsson frá Arkitektafélagi íslands, Karl Ómar Jónsson frá Verkfræðingafélagi Islands, Sigurður Guðmundsson frá Byggingafræðingafélagi íslands, Magnús E. Guðjónsson frá Sambandi islenskra sveitar- félaga, Zóphónias Pálsson frá Skipulagsstjórn rikisins, Gunnar S. Björnsson frá Meistara- sambandi byggingarmanna, Hannes Helgason frá Sambandi byggingarmanna og Hallgrimur Dalberg frá félagsmálaráðu- neytinu, sem verið hefur formaður nefndarinnar. Frumvarpið til byggingarlaga skiptist i niu kafla, og eru kafla- heiti sem hér segir: 1. Gildissvið laganna 2. Yfirstjórn byggingar- mála, almenn byggingarreglu- gerð og byggingarsamþykktir, 3. Byggingarnefndir, 4. Byggingar- leyfisumsóknir og byggingar- leyfi, 5. Byggingarstjórar, 6. Byggingarfulltrúar o.fl., 7. Leyfisgjödl, 8. Viðurlög, 9. Gildis- tökuákvæði o.fl. Það kom fram i ræðu Gunnars Thoroddsen að alger samstaða hafi verið i nefndinni, sem samdi frumvarpið. Miðað er við, að frumvarpið, ef að lögum verður, taki gildi þann 1. jan. 1977 og að fullu i árslok 1980. Við 1. umræðu um málið i neðri deild i gær kom ekki fram ágreiningur, nema varðandi 5. kafla frumvarpsins um byggingarstjóra. Þar segir svo i frumvarpinni: ,,Við gerð hvers mannvirkis skal vera einn ábyrgur aðili, sem nefnist byggingarstjóri. Byggingar- nefnd veitir byggingarstjórum viðurkenningu. Siðan segir, að byggingarnefnd sé heimilt að viðurkenna sem byggingarstjóra eftirtalda aðila: Húsasmiða- og múrarameistara, sem lokið hafa meistaraskóla, arkitekta, byggingarfræðinga, tækni- fræðinga, verkfræðinga, svo og búfræðikandidata úr tækni- deildum búnaðarháskóla, að þvi er landbúnaðarbyggingar varðar. Einnig er tekið fram, að ef skortursé á sllíkum mönnum geti byggingarnefnd samþykkt sem byggingarstjóra við minniháttar framkvæmdir menn, sem reynslu hafi á sviði byggingarmála, þótt réttindi skorti. Sighvatur Björgvinsson gagn- rýndi þennan kafla frumvarpsins og sagði, að ekki kæmi fram, hvaða þörf sé fyrir slika Deilt um byggingarstjóra. — Breyting fyrirhuguð á skipulagslögum Gunnar Thoroddsen byggingarstjóra, eða hvaða áhrif þetta ákvæði frumvarpsins komi til með að hafa á hag hús- byggjanda. Taldi hann mestar likur á, að kostnaðurinn af tilkomu sliks byggingarstjóra myndi bætast ofan á annan kostnað húsbyggjenda Karvel Pálmason tók i sama- streng og Sighvatur. Gunnar Thoroddsen, félagsmálaráðherra svaraði og sagði það álit þeirra, sem frumvarpið sömdu, að eng- inn viðbótarkostnaður hlytist af ákvæðinu um byggingarstjór. Hér væri ekki verið að leggja til að ráða neina nýja opinbera starfsmenn, heldur aðeins að tryggja að einhver þeirra, sem að byggingunni störfuðu bæri ábyrgð á verkinu i heild, og væri slikt i þágu húsbyggjenda. Frumvarpinu var visað til 2. umræðu og nefndar. Frumvarpið um breytingu á skipulagslögum, sem Gunnar Thoroddsen mælti einnig fyrir, er samið af sömu nefnd og hitt frumvarpið sem 'greint var frá hér að ofan. Meginefni þess er að rýmkva gildissvið skipulagslaga, þannig að þau nái til landsins alls, en samkvæmt núgildandi skipu- lagslögum nær skipulagsskylda til þéttbýlisstaða þar sem búa 100 ibúar eða fleiri. 1 þessu frumvarpi er ákvæði um að öll sveitarfélög skuli vera skipulagsskyld og gera skuli skipulagsuppdrætti af öllum þétt- býlisstöðum, þar sem búa 50 manns eða fleiri, eða þar sem ætla má að mati skipulags- stjórnar, að þéttbýli risi. 1 1. gr. frv. segir: „Allar byggingar ofanjarðar og neðan og önnur mannvirki, sem áhrif hafa á útlit umhverfisins aðrar en Alþýöubandalagiö ViðtaIstím i borgarfulltrúa Viðtalstimi borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins er i dag miðvikudag kl. 17 - 18 að Grettisgötu 3. Síminn er 28655. í dag er Adda Bára Sigfúsdóttir á skrifstof- unni. Alþýðubandalagið i Reykjavik 3ja. deild Langholts og Laugarnesskólahverfi Aðalfundur 3ju deildar Alþýðubandalagsins í Reykjavik verður haldinn að Grettisgötu 3 i kvöld fimmtudaginn 16. okt. kl. 20.30. Fundarefni: Skýrsla stjórnar Reikningar deildarinnar Stjórnarkjör önnur mál Lúðvik Jósepsson verður gestur fundarins og ræðir um stjórnmála- ástandi&- Stjórnin byggingar á lögbýlum, skulu byggð i samræmi við áður gerðan skipulagsuppdrátt, sem sam- þykktur hefur verið af hlutaðeig- andi sveitarstjórn og skipulags- stjórn rikisins.” Lagt er til að sérstök ákvæði gildi um byggingar á lögbýlum. mitt þetta ár. Hins vegar var á fjárlögum i fyrra aðeins 10 miljónum varið til almennings- bókasafna, og sú tala er óbreytt á fjárlagafrumvarpinu, sem nú var lagt fram i byrjun þings. Gylfi Þ. Gislason lýsti furðu sinni á þvi að rikisstjórnin skyldi i sömu vikunni leggja fram tvö frumvörp þar sem efnisatriði stöguðust algerlega á. 1 fjárlagafrumvarpinu væri lagt til að verja 10 milljónum til almenningsbókasafna, en þetta frumvarp gerði ráð fyrir a.m.k. 27 miljónum ef það ætti að koma til framkvæmda að einum þriðja á næsta ári, en 81 miljón, kæmi það til framkvæmda að öllu leyti. lága tölu til bókasafna i fjár- lagafrumvarpinu, nóg önnur barefli væru fyrir hendi á ríkis- stjórnina. Ellert haföi fyrirvara á stuðningi Ellert B. Schram sagði að margt i frumvarpinu varðandi samskipti rikis og sveitarfélaga færi i bág við sinar hugmyndir, og hefði hann þvi fullan fyrir- vara á um stuðning við frumvarpið. Kvaöst hann engan veginn vilja hvetja til samþykktar frumvarpsins fyrir jói, eins og ýmsir aðrir þing- menn, þvi að nú þyrfti að spara. Sverrir Hermannsson kvaðst styðja frumvarpið, en sagðist vilja vita, hvaðan þetta orð Almenningsbókasöfn á dagskrá í neðri deild Verður rikisframlagið áttfaldað? Viihjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra mælti i gær á fundi neðri deildar fyrir stjórnarfrumvarpi um al- menningsbókasöfn og er frumvarp þetta nú endurflutt óbreytt. 11. grein frumvarpsins segir: „Almenningsbókasöfn skulu starfa i öllum byggðum landsins til sjávar og sveita. Almenningsbókasöfn eru mennta-, upplýsinga- og tóm- stundastofnanir fyrir al- menning. Þau skulu gefa fólki sem bestan kost á að lesa og færa sér i nyt bækur og veita af- not af nýsigögnum, svo sem hljómplötum, segulböndum og öðrum miðlunargögnum til fræðslu og dægradvalar.” í 8. grein frumvarpsins eru ákveæði um að lögskylda sveitarfélög til að greiða ákveðna upphæð á hvern ibúa til alm.bókasafna og eru það t.d. kr. 1000,- á ibúa til bæjar- bókasafna i kaupstöðum og kr. 750.- á ibúa til hreppsbókasafna. Tekið er fram að þessi lág- marksframlög skuli endur- skoðuð árlega og færð til sam- ræmis við verðlag i landinu samkvæmt útreikningum Hag- stofu Islands. 1 9. grein er svo kveðið á um, aö rekstrarframlag rikissjóðs til almenningsbókasafna skuli árlega nema þriðjungi af lög- boðnum rekstrarfjárframlögum sveitarfélaga. Það kom fram I máli mennta- málaráðherra, að talið er, að samþykkt frumvarpsins myndi hafa i för með sér um 72 miljón króna útgjaldaauka á ári fyrir rikissjóð miðað við verðlag um Utfærslunni fagnað 1 gær voru fundir i báðum deildum alþingis. 1 upphafi þingfunda fluttu deildarfor- setar, þau Ragnhildur Helga- dóttir i neðri deild og Þorvald- ur Garðar Kristjánsson i efri deild stutt ávörp utan dag- skrár úr forsetastól i tilefni út- færslu landhelginnar i 200 milur. Gunnar í stað Péturs í gær tók sæti á alþingi Gunnar J. Friðriksson, 2. varamaður Sjálfstæðis- flokksins i Reykjavik. Hann tekur sæti á alþingi i fjarveru Péturs Sigurðssonar, sem er á förum til útlanda i opinberum erindagerðum. Spurði Gylfi, hvort rikis- stjórnin væri með þessu að spotta þingmenn. Gils studdi málið eindregið Gils Guðmundsson lýsti eindregnum stuðningi við frumvarpið, og kvaðst vilja vona að það gæti orðið að lögum fyrir áramót. Bókasöfnin hafi átt við gifurlega fjárskort að striða og ekki getað gegnt hlut- verki sinu sem skyldi af þeim sökum. Gils ræddi um 14. grein frumvarpsins, þarsem segir, að frumvarpið skuli koma til fram- kvæmda á þremur árum. Kvaðst hann vilja spyrja menntamálaráðherra, hvort þetta þýddi, að hugsanlegt væri, að frumvarpið kæmi jafnvel að engu leyti til framkvæmda á næsta ári, þótt samþykkt yrði nú, heldur aðeins á tveimur seinni árunum, ef t.d. fjármála- ráðherra sýndist svo? Sjálfur kvaðst Gils þeirrar skoðunar, að frumvarpið þyrfti að koma til framkvæmda strax á næsta ári að öllu leyti og alls ekki á lengri tima en næstu tveimur árum. Vilhjálmur Hjálmarsson svaraði og sagði að I sjálfu sér væru þrjú ár sem talað væri um i frumvarpinu of langur timi, ,,en byr verður að ráða.” Sagðist Vilhjálmur lita svo á, að ákvæðin um þrjú ár bæri að skilgreina svo, að frumvarpið kæmi til framkvæmda að einum þriðja ár hvert. Vegna ummæla Gylfa kvaðst Vilhjálmur vilja taka fram, að það væri föst venja að tölur i fjárlaga- frumvarpi væru miðaðar við gildandi lög, en ekki við ó- samþykkt frumvörp. Magnús Torfi ólafsson lýsti stuðningi við frumvarpið. Hann kvað höfuðatriði að tryggja samþykkt frumvarpsins fyrir jól. Ef rikisstjórnin og hennar stuðningslið vildi á það fallast væri ástæðulaust, að karpa um ,,nýsigögn” i fyrstu grein þess væri komið og hvað það merkti. — Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra svaraði úr sæti sinu og sagði orðið úr Þrymskviðu og merking þess kæmi fram i aðalatriðum i upptalningunni i 1. grein frumvarpsins. Sverrir taldi orðið tildurslegt og þörf á, að orðskýringar, fylgdu, ef notuð væru i þing- skjölum orð sem almenningur ekki skyldi. Benedikt Gröndal kvaddi sér hljóðs vegna ummæla Sverris og upplýsti, að orðið „nýsigögn” i þessari merkingu hafi orðið til á kennarastofu Kennaraháskóla íslands, sem þýðing á erlenda orðinu „audiovisional” tæki. Nýsigögn væru m.a.: Skugga- myndavélar, 8 mm kvikmynda- vélar, segulbönd, hljóðsegul- bönd og myndsegulbönd, o. s.frv. — Þannig lauk 1. umræðu um almenningsbókasöfn og var málinu visað til nefndar og 2. umræðu. Kvennaárið Framhald af 5. siðu. giftingu er útlæg úr mannlegu samfélagi, örlög hennar eru svipuð örlögum Shafiku. Starfsmenn útlendingaeftir- litsins stöðva iðulega giftar konur sem eru á leið úr landi og biðja um leyfisbréf frá eigin- manninum. Ef þær geta ekki sýnt það verður ekki um neina utanför að ræða. Ekki verður vart mikillar við- leitni til að breyta þessu. Fyrir nokkrum árum var að visu sam- iö lagafrumvarp sem hefði auð- veldað konum að fá skilnað en það komst aldrei fyrir þingið. Það var lagt á hilluna eftir að 100 námsmenn — af karlkyni að sjálfsögðu — við múhameðskan háskóla i Kairó fóru I kröfugöngu að þinghúsinu og mótmæltu frumvarpinu. ^ (byggtá IHT) Alþýðubandalagið í Kópavogi Aðalfundur félagsins verður haldinn mánudaginn 20. okt., kl. 20.30 stundvis- lega, i Þinghól. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Reikningar. 3. Kosningar. 4. Herstöðvamálið. 5. önnur mál. Stjórnin.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.