Þjóðviljinn - 22.10.1975, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 22. október 1975
ÍSAFJÖRÐUR:
Dagskrá frá
10 að morgni
til klukkan
1 um nóttina
Menntaskólapiltar gœta barna
Þaö styttist óöum i kvenna-
verkfalliö sem veröur ekki á
morgun heldur hinn. Undirbún-
ingur er nú viöast hvar á lokastigi
og þvi hringdum við i nokkra
staöi á iandsbyggðinni og spurö-
um hvernig dagsins yröi minnst.
Bryndis Schram á ísafiröi sagöi
okkur að þar væri dagurinn
skipulagöur allt frá kl. 10 að
morgni til kl. X eftir miðnætti.
Undirbúningsnefndin hefur dreift
bréfi til nærliggjandi staða — Bol-
ungarvikur, Súöavikur, Suöur-
eyrar og Klateyrar — og hvatt
konur þar aö koma til Isaf jarðar
og vera meö.
Klukkan tiu á föstudagsmorgun
hefst dagskráin með morgunleik-
fimi i félagsheimilinu á Hnifsdal
og gufubaði á eftir. i hádeginu
verða seldar veitingar á vægu
verði i Mánakaffi. Þar verður
flutt erindi um könnun sem nem-
endur i félagsfræðum við
Menntaskólann á isafiröi hafa
gert á launajafnrétti á staðnum,
einkum i frystihúsunum. Einnig
verður flutt tónlist.
Klukkan 14.30 hefst samkoma i
Alþýðuhúsinu. Þar flytja konur úr
öllum starfsstéttum — mennta-
skólanemi, frystihúsakona, kenn-
ari, skrifstofustúlka o.s.frv. — á-
vörp og verða þau 5—6 talsins.
Ekki var ljóst hver verður aðal-
ræðumaður samkomunnar.
Fluttur verður stuttur leikþáttur
um samtal móður og dóttur, dag-
skrá sem flutt var i Norræna hús-
inu sl. vetur um konuna i islensk-
um bókmenntum, Vestfjarða-
kvartettinn flytur tónlist en hann
er skipaöur tónlstarkennurum
staðarins, þem Jakobi Hallgrims-
syni, Jónasi Tómassyni, Sigriði
Ragnarsdóttur og Gunnari
Björnssyni. Að þessu loknu verða
kaffiveitingar sem nefnd skipuð
karlmönnum eingöngu sér um en
formaður hennar er Pétur Sig-
urösson formaður Alþýðusam-
bands Vestfjarða. Einnig verða
Bryndig Schram
almennar umræður og fjölda-
söngur.
Kiukkan 19.30 opnar Litli leik-
flokkurinn dyr sinar upp á gátt og
býöur mönnum að fylgjast með
æfingu á Siðustu galdrabrennunni
á islandi en um kvöldið verður
ball frá 22—1 og sér Villi Valli um
fjörið. Þess má geta að mennta-
skólanemar af karlkyni hafa tek-
ið að sér að gæta barna sjó-
mannskvenna svo þær geti tekið
þátt i dagskránni.
Bryndis sagði að allt atvinnulif
staðarins myndi lamast þennan
dag. Munar þar mestu um að kon-
ur i frystihúsum bæjarins ætla
allar sem ein að leggja niður
vinnu. Kvaöst hún vonast eftir
mikilli þátttöku i verkfallinu og
dagskrá dagsins. —ÞH
AKRANES:
Konur ætla
að fjölmenna
til Reykjavíkur
• Taka lagið um borð í Akraborg
• Opið hús i Röst um kvöldið
„Allir stærstu vinnustað-
ir á Akranesi verða lokaðir
á föstudaginn. Það er nú
fullljóst að allur þorri úti-
vinnandi kvenna mun
leggja niður vinna hér á
Akranesi. við vitum ekki
svo gjörla hvað heima-
vinnandi konur hugsa sér,
en vonum bara að þær taki
sem flestar þátt i kvenna-
verkfallinu."
Bjarnfrföur Leósdóttir
Þetta sagði Bjarnfriður Leós-
dóttir á Akranesi um kvenna-
verkfallið þar, en hún á sæti i
framkvæmdanefndinni ásamt
Herdisi ólafsdóttur, Sigrúnu
Gunnlaugsdóttur, Magdalenu
Ingimundardóttur, Sigrúnu Sig-
urðardóttur, Ingileif Karlsdóttur,
Jóhannesi Jónssyni og Garðari
Halldórssyni.
„Við ætlum að fjölmenna á úti-
fundinn á Lækjartorgi. Ætlunin er
að fara með Akraborginni kl.
11.30 til Reykjavikur og um borð
veröa flutt ávörp og efnt til
fjöldasöngs.
Eftir að haía tekið þátt í að-
gerðum i Reykjavik förum við
aftur upp á Skaga með Akraborg-
inni kl. 19.
Frá kl. 20 verður opið hús i Röst
og þar ætla karlmenn að sjá um
kaffiveitingar undir forystu Jó-
hannesar Jónssonar bakara. Nú,
og með kaffinu ætlum við að hafa
dagskrá þar sem blandað verður
saman gamni og alvöru.”
Pipulagnir i
Nýlagnir, breytingar,
hitaveitutengingar.
Simi 36929 (milli kl.
12 og 1 og eftir 7 á
kvöldin).
UTBOÐ
Tilboð óskast i að gera sökkla fyrir 1. á-
fanga ölduselsskóla.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri,
Frikirkjuvegi 3, gegn 5.000.- skilatrygg-
ingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtu-
daginn 30. okt. 1975. kl. 11.00 f.h.
INNKAUPASJOFNUN REYKJAVÍKURBORGA'R
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800
Hversvegna kvennafrí?
Texti: Valborg Bentsdóttir
Lag: Frjálst er I fjaliasal
Hvers vegna Kvennafri?
Konurnar fagna þvi,
takast mun allsherjar eining.
Vanmetin voru störf,
vinnan þó reyndist þörf.
Aðeins i kaupi kyngreining.
Nú á að brjóta i blað
bráðlega sannast það,
við sigrum, ef saman við stöndum.
Konan á vilja og vit,
vilji hún sýna lit.
Tengjumst þvi baráttuböndum.
Metinn skal maðurinn,
manngildi er hugsjónin.
Enginn um ölmusu biður.
Hljómar um fjöll og fjörð:
Frelsi skal rikja á jörð,
jafnrétti, framþróun, friður.
NESKAUPSTAÐUR:
J
„Opið hús”
Illin Aöalsteinsdóttir i Nes-
kaupstaö sagði okkur aö þar yröi
opiö hús i félagsheimiiinu á
kvennafridaginn. Þar veröur
fluttur þátturinn um konuna i is-
lenskum bókmenntum sem flutt-
ur var I Norræna húsinu sl. vetur,
2—3 hópar kvenna syngja ýmis
lög, mörg þeirra frumsamin i tii-
efni dagsins, lesiö veröur upp úr
bókum, almennar umræður meö
stuttum framsögum og fjölda-
söngur. Einnig veröa veitingar
fram bornar.
15 konur hafa einkum starfað
að undirbúningi og eru þar af öll-
um stærri vinnustöðum bæjarins.
Hlin kvaðst búast við að nokkuð
mikil þátttaka yrði i kvennaverk-
faliinu i Neskaupstað. —ÞH
Hiin Aöalsteinsdóttir
Hreppsnefnd Njarðvíkurhrepps:
T af arlausar
umbæt ur á
Reykj anesbraut
Hreppsnefnd Njarðvikur-
hrepps, samþykkti á fundi sinum
9. okt. s.l. eftirfarandi ályktun um
umferð á Reykjanesbraut.:
„Vegna þeirra tiðu umferða-
slysa sem orðið hafa á þeim hluta
Reykjanesbrautar sem liggur
gegnum Njarðvikur, vill hrepps-
nefnd Njarðvikurhrepps vekja
athygli viðkomandi yfirvalda á
eftirfarandi.
Flestar þjónustustofnanir
hreppsins, svo sem barna- og
unglingaskóli, sundlaug og
iþróttahús og meirihluti atvinnu-
fyrirtækjanna, er neðan Reykja-
nesbrautar, en ibúðarhverfin að
mestu leyti ofan hennar.Umferð
gangandi fólks, sérstaklega
barna er þvi mjög mikil, og með
auknum fjölda bifreiða um þenn-
an kafla brautarinnar, hefur
slysahætta stóraukist. Hrepps-
nefnd. Njarðvíkurhrepps beinir
þvi eftirfarandi til Vegamála-
stjóra og Sýslumanns Gullbringu-
sýslu:
Sveitarstjórn mælist til við:
1. Vegamálastjóra, að Reykja-
nesbraut verði lögð niður sem
aðalumferðaræð i gegnum
Ytri-Njarðvik, og að umferð-
inni verði beint á Bolafót eða
aðra fullnægjandi götu ofan
byggðarlagsins.
2. Nú þegar, eða þar til skipu-
lagsbreytingu þessari hefur
verið komið á, verði gerðar
ráðstafanir til að draga úr
aksturshraða ökutækja áður
en þau koma i mesta þéttbýlið
og að komið verði upp um-
ferðarljósum á gatnamótum
Reykjanesbrautar og Borgar-
vegar og gatnamótum Reykja-
nesbrautar og Hjallavegar.
3. Löggæsla verði hert frá þvi
sem nú er og þess gætt að sett-
ar reglur um hámarkshraða
séu virtar.
Hreppsnefnd Njarðvikurhrepps
leggur rika áherslu á að engar
óþarfa tafir verði á framkvæmd
þessara mála.”