Þjóðviljinn - 22.10.1975, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 22. október 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Kosið í 1. des. nefnd í kvöld
Kosningar í skugga
kreppuráðstafana
Hœgri menn í hópi stúdenta andœfa gegn
kjarabaráttu námsmanna — og fá ákúrur fyrir
1 kvöld verður kosið til 1. des.
nefndar stúdenta en hún hefur
það hlutverk að sjá um hátiðar-
höld þann dag. Kosið verður á
fundi i veitingahúsinu Sigtúni við
Suðurlandsbraut. Hefst kjörfund-
ur kl. 20 en kl. 21.30 verður húsinu
iokað og kosning hefst.
Þessar árlegu kosningar fara
að þessu sinni fram i skugga
harðrar kjarabaráttu stúdenta og
Þegar skuttogarinn Júnl frá
Hafnarfirði var á togveiðum 47
sjómilur undan Látrabjargi
aðfararnótt sl. föstudags fékk
togarinn lík i vörpuna. Júni kom
til Hafnarfjarðar i gær. Kom i
ljós, að likið er af Guðmundi H.
Gislasyni háseta á togaranum -
Guðbjörgu frá Isafirði, en hann
féll útbyrðis ásamt tveimur
félögum sinum þegar togarinn
var á veiöum á svipuðum slóðum
hinn 29. nóvember i fyrra. Guð-
mundur heitinn var 39 ára þegar
hann lést.
annarra námsmanna. Allsherjar-
verkfall verður i Háskólanum i
dag og kl. 13.30 hefst útifundur
nemenda tiu skóia á Austurvelli.
Allt er þetta gert til að mótmæla
áformum stjórnvalda um að
skeröa kjör námsmanna um
helming.
Vinstri menn bera hitann og
þungann af þessari baráttu en
vitaskuld leggja ýmsir þeir sem
telja sig stuöningsmenn Vöku —
félags ihaldsstúdenta — sina
krafta fram. A hinn bóginn er þvi
ekki að leyna að hörð kjarabar-
átta stúdenta á ekki upp á pall-
borðið hjá æstustu hægri mönnum
i hópi stúdenta, þám. helstu for-
sprökkum Vöku bak við og fram-
an við tjöldin.
Þessi ihaldsöfl er td. að finna i
stjórn Félags viðskiptafræði-
nema. Þegar Kjarabaráttunefnd
námsmanna fór fram á að hún
færi að undirbúa sína deild undir
átökin I lánamálunum var þetta
svarið: —Hins vegar telur stjórn-
in að stúdentar verði að axla
byrðar versnandi efnahagsaf-
komu þjóðarbúsins i samræmi við
aöra þjóðfélagsþegna. Jafnframt
vararstjórn FVFN við öllum rót-
tækum aðgerðum af hálfu stúd-
enta sem aðeins gætu skaðað
máistað þeirra.
1 rökréttu framhaldi af þessu
leggja hægri menn nú allt kapp á
að vinna að kosningunum en ekk-
ert á kjarabaráttuna. Það er hins
vegar greinilegt að slik vinnu-
brögð eiga ekki hljómgrunn með-
al almennra stúdenta þvi á fundi
sem haldinn var meðal viðskipta-
fræðinema á 1. ári i gær lenti
stjórnin I algerum minnihluta
með ofannefnd sjónarmið sin og
hlaut ákúrur fyrir ólýðræðisleg
vinnubrögð.
Verðandi leggur til að 1. des.
verði varið i umræður um krepp-
una. Það er ekki undarlegt á
sama tfma og námsmenn veröa
fyrir barðinu á fruntalegum
krcppuráðstöfunum rikisvaldsins
sem byggðar eru á sama rök-
stuðningi og þeim sem fram kom i
ályktun stjórnar Félags við-
skiptafræðinema.
Þeim röksemdum er svarað
þannig i dreifibréfi Verðandi: —
Verðandi bendir á og mun fjalla
um meðal annars i 1. des. dag-
skrá sinni að námsmenn og
launafólk ber ekki ábyrgð á
kreppu auðvaldsins og þeirri
kjaraskerðingu og verðbólgu sem
af henni hefur hlotist. Þeir sem
ekki vilja taka kjaraskerðingunni
þegjandi og hljóðalaust eins og
Vökupiltar kjósa Verðandi.
En hvernig talar Vaka um
kjarabaráttuna? Hún leggur til
að fjaliað verði um spurninguna
Hverjir stjórna islandi? og i
dreifibréfi hennar segir ma.: —
Forustumenn hagsmunasamtaka
hafa stórmikið vald i skjóli hins
siðlausa lifskjarakapphlaups sem
þróast hefur í veröbólguþjóðfé-
laginu.
Þannig eru viðhorf Vökupilta til
kjarabaráttu námsmanna og
launafólks. Það er þvi engin furða
þótt Vökumenn I Stúdenta
ráði komi sér hjá þvi að starfa
að kjaramálum stúdenta þessa
dagana. —ÞH
1. umferð svœðismótsins:
Ekkert jafntefli
— engin
Aðeins tveir keppendur á
svæöismótinu komast i milli-
svæðamótið. Þetta var greinilega
efst i huga skákmeistaranna tólf,
sem settust við skákborðin á
Hótel Esju i fyrradag þegar
fyrsta umferðin hófst. Það var
teflt til vinnings á öllum borðum,
enda lauk umferðinni svo, að ekk-
ert jafntefli var og engin biðskák.
Ef svoheldur áfram verður þetta
skemmtilegt mót ogdrcgur að sér
marga áhorfendur.
biðskák
Stórmeistarinn Ribla sat hjá og
þeir Liberzon frá Israel og
Murray frá Irlandi voru ekki
komnir til leiks, en komu til
landsins um klukkustund eftir að
mótið hófst.
Friðrik tefldi við júgóslavneska
stórmeistarann Parma og hafði
hvitt. Athygli manna beindist að
sjálfsögðu mest að þessari skák.
Friðrik tókst ekki að ná frum-
kvæði i skákinni og fékk fljótlega
erfiða skák. Parma komst með
Fundur um
Norski alþjóðameistarinn Arne Zwaig vann tékkneska stórmeistarann
Jansa. Óvæntustu úrslit i 1. umferð (Ljósm. S.dór)
biskup á a6 áður en Friðrik gat
hrókerað en hviti biskup Friðriks
var heldur illa settur á h3. Smám-
saman þrengdi að hvitum og
Friðrik lenti i timaþröng. Gafst
Friðrik upp eftir 25 leiki, er
skiptamunstap varöekki umflúið.
Björn Þorsteinsson haföi svart
gegn Haman frá Danmörku.
Daninn komst með biskup á h6,
sem varð þar ógnandi. Björn fékk
að visu gangfæri með máthótun
en var i miklu timahraki og lauk
þeim sviptingum svo að Hamann
stóð uppi með mann yfir og gafst
Framhald á bls. 10
Verkalýðsfélagið
Jökull:
Enga
samninga
Almennur félagsfundur i
Verkalýðsféla ginu Jökuli
Hornafirði, haldinn 12. okt. 1975,
fagnar þeirri ákvörðun stjórn-
valda að færa fiskveiðilandhelg-
ina út i 200 sjómilur og lýsir yfir
eindregnum stuðningi við hana.
Fundurinn varar alvarlega
við, að gerðir verði samningar
við erlenda aðila um veiðar inn-
an landhelginnar og telur að
þegarsamningarnirrennaút við
breta 13. nóv. n.k. þá komi ekki
til mála að gera neinskonar
samninga um veiðar erlendra
aðila á þeim svæðum þar sem
við Islendingar höfum fengið
meginhlutann af afla okkar sið-
ustu árin.
Þá vill fundurinn eindregiö
hvetja til aukins visindalegs
eftirlits með veiðum okkar
sjálfra i fiskveiðilandhelginni
og telur að með þvi móti gætum
við enn frekar tryggt að fisk-
veiðar og fiskvinnsla verði hér
eftir sem hingað til einn mikil-
vægasti atvinnuvegur þjóðar-
innar.
Almennur félagsfundur i
Verkalýðsfélaginu Jökull
Hornafirði, haldinn 12. okt. 1975
skorar á Alþingi og rikisstjórn
að láta fara fram gagngera
endurskoðun á lögum um opin-
ber gjöld, þannig að leiðrétt
verði það hróplega misrétti sem
viðgengst við ákvöldun slikra
gjalda.
Jafnframt telur fundurinn, að
herða beri eftirlit með framtöl-
um atvinnurekenda, þannig að
gengið verði úr skugga um
hvort áberandi skattleysi sumra
þessara aðila stafi af sérstak-
lega bágbornum lifskjörum eða
eitthvað annað komi til.
Kvenfélag
sósíalista
Fundur veröur haldinn i Kven-
félagi sósialista á fimmtudags-
kvöld kl. 8.30 i félagsheimili
prentara við Hverfisgötu. Á fund-
inum verður sagt frá undirbún-
ingi kvennafridagsins. Það gera
konur úr þeim starfshópi fram-
kvæmdanefndar kvennafrisins
sem undirbúið hefur aðgerðii
dagsins. Þá mun Laufey Jakobs-
dóttir segja frá Eystrasaltsvik-
unni. Kaffiveitingar.
Grundartanga
Verktakinn rekur
þá sem
hann skuldar mest
— Við ætlum að koma saman i
Reykjavik og ræða þetta mál
ogþá um lcið að taka lokaákvörð-
un um hvað við gerum I þvi, sagði
Skúli Þórðarson formaður Verka-
lýðsfélags Akraness i gær, um
Grundartangamálið.
Sagði hann að i gær hafi menn
rætt þessi mál við forstjóra
málmblendifélagsins og verður
niðurstaða þeirra viðræðna m.a.
rædd i dag. Skúli sagði að þar sem
svo margir aðilar eiga aðild að
þessu máli, Verkalýðsfél.
Akrancss, Vcrkalýðsfélagið í
Hvalfirði, Landsamband vörubif-
reiðastjóra, félag vinnuvéla-
eigenda o.fl. væri nauðsynlegt að
halda fund um málið.
Þess má svo að lokum geta að
Jón V. Jónsson verktaki lætur
hafa það eftir sér i Mbl. i gær að
hann hafi sagt vinnuvélaeigend-
um og vörubifreiðastjórunum upp
en þeir neiti bara að hætta. Hann
glcymir hinsvegar að taka það
fram að þeir menn sem hann hef-
ur sagt upp cru einmitt þeir
menn sem hann skuidar hvað
mest. — S.dór
Félagsfundur Dagsbrúnar:
Sundahöfn verði lokað
Nœturverðir fái talstöðvar
„Félagsfundur Verkamanna-
félagsins Dagsbrúnar, haldinn 19.
okt 1975. skorar mjög alvarlega á
hafnaryfirvöld Reykjavikur að
beita sér fyrir þvi, að bæði göinlu
höfninni og Sundahöfn verði lokað
fyrirallri óþarfa umferð að nóttu
til vegnar tiðra slysa, er . átt hafa
sér stað á undanförnum árum.
Jafnframt er talin fyllsta þörf á
að næturvarðmenn á skipum hafi
aðgang að litlum talstöðvum þar
sem viða er ókleyft að komast i
sima við höfnina.”
MÓDEL
BÍLAR
MOTOR
HJÓL
Fiat 128 Rally
Fiat 127
Fiat 126
Lancia 1600/ Falvia
Honda Coupe
Volkswagen
Volvo 164 E
Alpine Renault
Citröen 2 cv
Mini Cooper
Leikfangahúsið
Honda 750
Harley Davison
Guzzi v7
Kawasaki
Susuki
BMW 75/5
BMW lögregluhjól
Póstsendum
samdægurs
Skólavördustíg 10
Simi 14806