Þjóðviljinn - 22.10.1975, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 22.10.1975, Qupperneq 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 22. október 1975. Meöferð borgarinnar á heiðursgjöf norðmanna fyrir neðan allar hellur hafa skilið það táknræna við gjöf- ina né heldur þá skyldu sem þau tóku sér á herðar með þvi að veita henni viðtöku. Eins og Inge Rahnes segir i Morgunblaðinu þá hefur hér verið farið illa meö góða gjöf. En þó meðferðin á skipinu sé miður góð, þá hefur hún þó versnað siðan. Viðskiln- aður teinæringsins Arnar nú, þar sem skipið er komið á land i Nauthólsvikinni, er svo langt fyrir neðan allt velsæmi að furðu gegnir, að slikt skuli geta hent hjá siðmenntuðum mönnum. 1 stuttu máli sagt þá stendur skipið á landi og er hálft af vatni. En niðri i vatninu liggur svo bingur af kolryðguðum járnbút- um, sem notaðir hafa verið i kjöl- festu, þegar skipinu hefur verið siglt. Þetta er alveg ófært, þvi ryðið getur valdið stórskemmd- um á trénu þar sem það liggur við. Ofan i ryðvatninu er svo hið dýra segl skipsins i dyngju óupp- gert og byrjað að skemmast af bleytu og ryði. Kaðlar og stög sem tilheyra siglutré skipsins eru þarna lika i algjörri óhirðu. Ekki hefur skrapa eða pensill komið nálægt þessu fagra skipi siðan það kom til landsins, eins og segir i Morgunblaðsgreininni. En lengi býr að fyrstu gerð, svo enn er ekki búið að eyðileggja byrðing skips- ins að þvi er séð verður i fljótheit- um. Slik meðferð er algjörlega ófor- svaranleg og til mikillar vanviröu fyrir borgina, jafnvel þótt um ó- merkilegan bát hefði verið að ræða. En þegar slik meðferð lendir á vönduðu skipi, sem er hreinn dýrgripur frá byggingar- sögulegu og siglingafræðilegu sjónarmiði og auk þess heiðurs- gjöf gefin höfuðborginni á há- tiðarstundu af vinaþjóð, þá verður slik meðferð óafsakanleg eins og drýgður glæpur, sem ekki er hægt að fyrirgefa. Ef skipinu verður ekki bjargað fljótlega úr þvi ástandi sem það er i nú, áður en frost koma, þá verður það dæmt til eyðileggingar þar sem það stendur. Það sem þarf að gera til að bjarga skipinu er: I fyrsta lagi þarf að lyfta skip- inu og láta það standa á hlunnum en ekki eins og nú er með kjölinn niðri I moldinni. í öðru lagi þarf að fjarlægja siglutré með tilheyrandi köðlum ásamt seglum úr skipinu og sjá um að þetta verði þurrkað. 1 þriöja lagi verður að fjarlægja ryðgaða járnið ásamt öðru þvf drasli, sem nú er i skipinu. 1 fjórða lagi þarf að taka negl- una úr skipinu sé hún til, en ann- ars að útbúa neglugat svo vatn geti lekið niður. Jafnhliða þarf að hreinsa botn skipsins að innan. 1 fimmta lagi þarf að útbúa sterka seglyfirbreiðslu yfir skipið með mæni sem myndar bratt þak. Sé það gert sem hér hefur verið 1 dálkum Velvakanda í Morg- unblaðinu þriðjudaginn 14. okt. sl. birtist smágrein send frá Noregi og undirskrifuð af Inge Rahnes, Nordás, með yfirskriftinni: „Illa farið með góða gjöf”. Þarna er deilt með rökum á illa og ófor- svaranlega meðferð á heiðursgjöf norðmanna til Reykjavikurborg- ar. En eins og borgarbúar vita gáfu norðmenn Reykjavikurborg á ellefu hundruð ára afmæli um landnám Ingólfs i fyrrasumar, teinæring með knarrarlagi. Skip þetta er hin mesta gersemi i vit- und allra þeirra manna, sem eitt- hvert skyn bera á slika hluti. Skipinu sigldu svo út hingað ungir norðmenn og afhentu það borg- aryfirvöldum sem heiðursg'jöt frá norsku þjóðinni, i minningu landnáms Ingólfs i Reykjavik. Þetta friða far heitir örn, eins og faðir landnámsmannsins hét. Með siglingu Arnarins hingað sumarið 1974 sönnuðu norðmenn að á sliku opnu skipi sem þessu er hægt að sigia yfir opið úthaf milli landa og að norskbyggði knörrinn er mikið sjóskip. Þegar norð- mennirnir völdu þessa gjöf handa reykvikingum þá var hún táknræn um siglingu Ingólfs Arnarsonar sem lagði út frá Dals- firði ellefu hundruð árum áður og sigldi til Islands og stofnaði hér fyrstu varanlegu búsetuna þar sem höfuðborgin Reykjavik stendur nú. Vandi fylgir vegsemd hverri Þetta var heiðursgjöf vina- þjóðar á þjóðhátiðarafmælinu, minningargjöf um Iandnám Ingólfs i Reykjavik. Gjöfinni fylgdu engin skilyrði frá norð- manna hálfu. En þeir trúðu þvi og treystu að yfirvöld i höfuðborg tslands mundu meta slika gjöf að verðleikum og þvi varðveita hana svo lengi sem tök væru á, sem hvern annan dýrgrip. En þarna misreiknuðu norðmenn sig. Þrátt fyrir þá staðreynd að Reykjavik er frá upphafi grundvölluð á sjávarútvegi og aðstöðu til sigl- inga og þvi gjöfin táknræn fyrir þessa atvinnuhætti borgarinnar þá virðast borgaryfirvöld hvorki Svona er stýrift núna. lýst getur knörrinn vel staðið úti yfir veturinn, en að vori verður svo að skrapa hann og lakkbera og mála. Ef borgin hefur ekki ráð á þessu þá á hún ekki að taka á móti slikri gjöf. Reykjavikurborg er byggð fyrir fjármuni sem fyrst og fremst voru sóttir i djúp hafs- ins, en þó á borgin ekkert sjó- minjasafn. Hefði hún átt slikt safn þá hefðu borgaryfirvöldum óefað gengið betur að skilja gildi þessarar norsku gjafar. I guð- anna bænum skemmið ekki tein- æringinn örn frekar e« orðið er, heldur varðveitið hann fyrir kom- andi kynslóðir i minningu Ingólfs Arnarsonar. Geymið hann handa þvi sjóminjasafni sem hlýtur að risa i borginni. Æskulýðsráð ber ekki ábyrgð á mistökunum Vegna þess að ég hef orðið þess var að ýmsir halda að örninn hafi verið i umsjá Æskulýðsráðs borg- arinnar, þá er það ekki rétt. Ég talaði við forráðamann ráðsins og var hann ekki siöur hneykslaður á meðferðinni á teinæringnum en ég. Þar fékk ég að vita að skipið hefur verið i umsjá Siglinga- klúbbsins Brokeyjar i sumar. Ég veit ekkert um það hverjir þar eru forráðámenn, en sýnilega búa þeir ekki yfir þeirri nauðsynlegu fagþekkingu &m er undirstaða þess að geta umgengist slikan dýrgrip forsvaranlega. Mér hnykkti við þegar ég heyrði nafn klúbbsins, Brokey. Mér varð hugsað til hins mikla völundar og snyrtimennis, Vigfúsar Hjalta- lins, sem um langan aldur bjó i Brokey á Breiðafirði. Enginn maður sem ég þekki til umgekkst fljótandi far á virðulegri hátt en hann. Bátar hans litu alltaf út eins og þeir væru nýsmiðaðir. Þannig er umhorfs I bátnum, sem er I verulegri hættu vegna vanhirftu. — Myndirnar ték AKI g*r. fiskímál —r** ^eftir Jóhann J. E. Kúld^, Ármannsfell og vald auðsins Um „skoðanir" fyrirtækja Við islendingar stærum okkur gjarnan af þvi að hér riki skoð- anafrelsi og svo mikið er vist að „svo er margt sinnið sem skinn- ið”; skoðanir okkar eru býsna fjölbreytilegar. Flestir munu telja eðlilegt að einstaklingar láti ekki sitja við orðin tóm heldur styðji málstað sinn I verki, t.a.m. með starfi i hans þágu og með fjárframlögum eftirefnum ogástæðum, enda sé slikur stuðningur ekki tengdur beinum eiginhagsmunum við- komandi einstaklings. Til þess að stuðningurinn nýtist sem best er altítt að einstaklingar hópi sig saman um ákveðinn málstað i einhvers konar sam- tök honum til styrktar. Sem dæmi um samtök af þessu tagi má bæði nefna stjórnmála- flokka og félög á borð við Varð- berg, Varið land, Vietnam- nefnd, Samtök herstöðvaand- stæðinga, Almenna bókafélagið og Mál og menningu. Þessi samtök fylgja fram ákveðnum skoðunum að meira eða minna leyti og allir sem styðja þau geta vitað að hverju þeir ganga. öðru máli gegnir um almenn einkafyrirtæki I landinu: Þau kenna sig yfirleitt alis ekki opin- berlega við ákveðnar þjóðmála- skoðanir, þykjast vera „ópólitisk” og höfða til allra hugsanlegra viðskiptavina jafnt, bæði sótsvartra ihalds- manna og eldrauðra „kommúnista”. Margir vinstri- menn vita þó að hér er ekki allt sem sýnist, heldur eru flestir eigendur slikra fyrirtækja stuðningsmenn þess stjórn- málaflokks sem dyggilegast gætir hagsmuna þeirra, bæði sem heildar og jafnvel einstak- linganna sjálfra þegar svo ber undir. Sumir okkar hafa þó e.t.v. hingað til gengið i þeirri góðu trú að það væru fyrst og fremst eigendurnir sem einstakiingarsem styddu bless- aðan Sjáifstæðisflokkinn, okkur er kannski tamt að lita á fyrir- tækin sjálf sem einhvers konar ópersónulegt fyrirbæri sem geti varla tekið upp á þvi að hafa skoðanir eða „hugsjónir” sem þau vilji færa sinar fórnir. En ármennirnir hans Alberts hafa svo sannarlega leitt okkur i allan sannleik um þetta — og þökk sé þeim fyrir það. Tiltölu- lega venjulegt fyrirtæki sem fæst við að byggja hús og selja þau siðan þeim sem þurfa þaK yfir höfuðið — það reynist alltieinu hafa mjög ákveðnar skoðanir á þjóðmálum — svo ákveðnar að það hikar ekki við að fórna fyrir þær einni milljón af naumum efnum. Og sagan segir að mörg önnur fyrirtæki i landinu séu sama sinnis, þar á meðal sjálft „óskabarn þjóðar innar” — en það getur nú bara ekki verið satt þvi að hann Albert (sem þorir þegar aðrir þegja og er á móti borgarleik- húsinu) hefur svarið fyrir það i sjónvarpinu. Þeir eru margir sem fúlsa viö °g þýkjast ekki skilja þegar islenskir sósialistar taka sér i munn orðið „auðvald”. Ýmsir, sem annars eru hliðhollir mál- stað okkar, virðast telja þetta innantómt slagorð sem eigi ekki við islenskar aðstæður. En mér er spurn: Hvað er það annað en einmitt ómengað auftvaidi þess orðs fyllstu merkingu sem birt- ist okkur i skálkaskjóli þeirra ármanna? 15.10.75 ÞV.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.