Þjóðviljinn - 22.10.1975, Page 12
UÓÐVILJINN
Miðvikudagur 22. október 1975
SKÁKMÖTIÐ
Úrslit 2. umferðar urðu sem
hér segir:
Friðrik vann Björn, Hart-
ston vann van Broeck, jafn-
tefli gerðu Jansa og Timman
Laine og Hamann, Parma og
Zwaig. Skákir þeirra Ribli og
Poutainen og Ostermayer og
Liberzon fóru í bið. Er Ribli
talinn með unnið tafl.
í dag kl. 17.00 hefst 3ja um-
ferð mótsins. Teflir þá Hart-
ston við RibliHamann við van
Broeck, Friðrik við Laine,
Zwaig viö Björn, Timman við
Parma, Liberzon við Jansa og
Murray við Ostermayer.
Poutainen situr hjá.
Franco og Juan Carlos prins sem hann litnefndi rfkisarfa fyrir ail-
nokkru. Hann hefur siðan beðið dauða Francos með sist minni eftir-
væntingu en aðrir, að sögn bandariska fréttaritsins Newsweek.
Flugufrétt um
dauða Francos
Madrid, New York 21/10
reuter — Um hálfsjöleytið i
kvöld birti bandaríska út-
varpsstöðin ABC f rétt þess
efnis að Franco einvaldur
á Spáni væri látinn. Tals-
maður spænsku stjórnar-
innar bar þetta til baka
stuttu síðar.
í frétt ABC voru starfsmenn
Hvita hússins i Washington hafðir
fyrir fréttinni. Stuttu áður en hún
birtist skýrðu spænskir blaða-
menn i höfuðstöðvum Sþ i New
York frá þvi að þeim hefði verið
sagt að vera þvi viðbúnir að Juan
Carlos tæki við embætti Francos.
Um sjöleytið skýrði talsmaður
spænsku stjórnarinnar frá þvi i
Madrid að ekkert væri hæft i
fréttinni um andlát Francos. —
Franco hershöfðingi er á lifi.
Hann er undir eftirliti lækna en
þeir óttast ekki um lif hans, sagði
talsmaðurinn.
Fyrr i dag höfðu borist fréttir
um að Franco hefði fengið vægt
hjartaáfall en að hann væri á
batavegi.
Þess má geta að bandarfska
sendiráðið i Madrid þvertekur
fyrir að hafa tilkynnt dauða
Francos til Washington.
Dagsbrún fagnar útfœrslunni:
Islendingar nýti
einir auðlindirnar
Á félagsfundi i Dagsbrún var
eftirfarandi ályktun samþykkt
einróma:
„Félagsfundur Dagsbrúnar,
haldinn 19. október 1975 fagnar
útfærslu fiskveiðilögsögunnar i
200 sjómilur.
Fundurinn minnir á, að efna-
hagslegt sjálfstæöi þjóðarinnar
er undir þvi komið, að vel takist
til um verndun fiskistofnanna
við strendur landsins, en þeir
eru þegar i geigvænlegri hættu.
Þvi skorar fundurinn á þjóð-
ina alla að standa einhuga sam-
an um þá ófrávikjanlegu kröfu,
að islendingar einir nýti auð-
lindir islenska landgrunnsins.”
Fjöldi félagasamtaka hafa mótmælt samningum um veiðar útlendinga í íslensku
landhelginni — sjá 3. síðu
Angóla:
Uppmælingaprósentan:
Sent til
saksóknara
Það þykir nú víst, að á-
lagningarprós. bygg-
ingameistara á uppmæl-
ingu hafi verið 1,1 til 4%
of há allt frá því í árs-
byrjun 1972 að því er
Georg Ölafsson verðlags-
stjóri tjáði okkur í gær og
sagði hann jafnframt að
hann hef ði sent þetta mál
til saksóknara og myndi
hann ákveða um fram-
hald málsins.
Ekki treysti verðlagsstjóri sér
til að spá neinu um það hvort
stórkostleg málaferli vegna
þessa væru i uppsiglingu, en
sjálfsagt fer það Hka eftir þvi
hvaða meðferð málið fær hjá
saksóknara.
Astæðan fyrir þvi að bygg-
ingameistarar hafa komist upp
með að hafa álagningarprósent-
una svona háa i þetta langan
tima, sagði Georg að væri fyrst
og fremst sú, að verðlagsstjóra-
embættið hefði alls ekki nægan
mannskap til að fara nógu ná-
kvæmlega niður i svona mál og
sjálfsagt væri það einnig ástæð-
an fyrir því að þetta gat gerst i
upphafi.
— Hinsvegar fórum við
grannt ofan i þetta mál i vor og
þá kom I ljós að álagningarpró-
sentan var of há, sagði verö-
lagsstjóri að lokum.
—S.dór.
Nýi meirihlutinn í útvarpsráði:
Lokað á
stúdenta
1. des.?
t gær var rætt um l.-des. dag-
skrá stúdenta á fundi útvarpsráðs
i framhaldi bréflegrar beiðni Fé-
lags guðfræðinema um að þeir
fengju að annast messuhöld i út-
varpið þennan dag. Ólafur R.
Einarsson fulltrúi Alþýðubanda-
lagsins i útvarpsráði lagði þá til
að l.-des. málin yrðu tekin fyrir i
heild og útvarpsráð lýsti afstöðu
sinni til þess að útvarpa dagskrá
stúdenta eins og jafnan hefur ver-
ið gert áöur en kosningaúrslit til
1. des. nefndar lægju fyrir. Kosn-
ing til 1. des nefndar fer fram i
dag. Meirihluti útvarpsráðs vildi
hins vegar ekki afgreiða málið
strax, vill sjálfsagt biöa og taka
afstöðu þegar kosningaúrslit
liggja fyrir.
Ármannsf ellsmálið:
Enn verið að
vinna í málinu
OAU karniar ástandið
sagði Þórður Björnsson rikissaksóknari
Luanda 21/10 reuter — Að sögn
heimilda innan portúgalska hers-
ins eru sveitir FNLA nú komnar i
20 km fjariægð frá höfuðborg
Angola, Luanda, þar sem MPLA
ræður rikjum. Yfirlýst markmiC
FNLA er að ná borginni á sitt
vald áður en landiö hlýtur sjálf-
stæði 11. nóvember nk.
Sáttanefnd Einingarsamtaka
Afrikurikja, OAU, hefur nýlokið
10 daga könnunarferð um landið.
Heimsótti hún m.a. höfuðstöðvar
hreyfinganna þriggja sem berjast
um völdin i landinu. Nefndin mun
skila skýrslu um ástandið i land-
inu til Idi Amin forseta OAU.
Leiðtogi MPLA, dr. Agostinho
Neto, hvatti OAU til að fordæma
beitingu málaliða i styrjöldinni
sem geisar i landinu. Hreyfingiri
hefur áður sagt að málaliðar, þ.á
m. portúgalskir sjálfboðaliðar,
taki þátt i bardögunum. Sýndi
hún nefndinni nokkra málaliða
sem teknir höfðu verið til fanga.
Yfirmaður portúgalska hersins
i landinu sagði i dag að hann yrði
allur farinn frá Angola fyrir 11.
nóvember.
Sem kunnugt er af f rétt-
um er lokið rannsókn Ár-
mannsf el Ismálsins hjá
Sakadómi Reykjavíkur og
málið hefur verið sent rík
issaksóknara.
Þórður Björnsson saksóknari
sagði i gær að ekkert nýtt væri að
frétta af þessu máli nú, það væri
enn verið að vinna i þvi hjá
embættinu en frétta væri að
vænta einhvern næstu daga.
Varðandi bréf Alþýðubanda-
lagsins um frekari rannsókn á
þessu máli sagði Þórður að það
væri ekki sérmál, nema að litlum
hluta, það tengdist aðalmálinu og
þvi væri heldur ekkert hægt um
það að segja á þessu stigi, málin
myndu fylgjast að og liggja fyrir
samtimis.
—S.dór
Almennur fundur á Raufarhöfn:
Lýsir sig andvígan
stóriðjuáformum
A almennum stjórnmálafundi,
sem haldinn var á Raufarhöfn 19.
okt., var eftirfarandi samþykkt
gerð: .
Aimennur umræðufundur um
stjórnmálaástandiö haldinn á
Raufarhöfn 19. okt. lýsir furðu
sinui og andstöðu gegn nýiegri
samþykkt sýslunefndar N-Þing.
um staðsetningu álverksmiðju i
sýslunni.
Af þeim fjölmörgu rökum scm
inæla gegn siíku iðjuveri bendir
fundurinn á að reynsla i sambæri-
legum byggðarlögum i Norcgi
sýnir að undirstöðuatvinnuvegir
hiða af stórskaða, — ennfrcmur
að mengun lofts og sjávar, eyðing
gróðurs, dýralifs og náttúruauð-
linda sé komin á það stig að
sporna beri gegn orkufrekum iðn-
aði sem ekki stuðlar beinlinis að
bættum landsnytjuin.
BLAÐA-
BURÐUR
Þjóðviljinn óskar eftir blað-
berum i eftirtalin hverfi:
Seltjarnarnes
Melhaga
Rauðalæk
Fossvog I.
Vinsamlegast hafið
samband við
afgreiðsluna simi 17500.
vúÐV/um