Þjóðviljinn - 21.11.1975, Síða 9

Þjóðviljinn - 21.11.1975, Síða 9
Föstudagur 21. nóvember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Meðlag greiðist alltaf strax frá f æðingu barns Frumvarp Vilborgar Harðardóttur um breytingu á almanna- tryggingalögum Vilborg Ilarðardóttir mæiti i gær fyrir frumvarpi sinu um breytingu á almannatrygginga- lögum. Breytingin fjallar um meðlagsgreiðslur og gengur i þá átt að meðlag greiðist þegar frá fæðingu barns meðan gengið er frá úrskurði. Nú má trygginga- stofnun yfirleitt ekki greiða með- lag lengra aftur i timann cn 6 mánuði frá þvi hún fékk meðlags- úrskurð i hendur, og aldrei lengra en 18 tnánuði aftur i timann. 1 framsögu sinni ræddi Vilborg Harðardóttir um þá mismunun á börnum sem fram kemur við það, að með sumum börnum er greitt meðlag frá fæðingu, en öðrum ekki. Samkvæmt núgildandi lög- um greiðir tryggingastofnunin ekki meðlag fyrr en að fengnum meðlagsúrskurði hjá sakadómi. Neiti faðir að gangast við barni dregst úrskurður og þarmeð með- lagsgreiðslur i amk. 6 mánuði eða þar til blóðrannsókn getur farið fram i fyrsta lagi. En siðan getur málið enn dregist lengi fyrir dóm- stólunum. Er talið að lágmarks- timi málareksturs i barnsfað- ernismáli sé 2 1/2 ár. Alkunna er um barnsfaðernismál sem drag- ast i 3-4 ár, og nýlega sagðist Vil- borg hafa frétt af máli þar sem úrskurður gekk nú á dögunum eftir 7 ár. Stundum næst ekki til barnsföð- ur fyrr en mörgum mánuðum, jafnvel árum, eftir fæðingu barns, og er þá ekki hægt að sækja um meðlag á meðan. Þá kemur og fyrir að ekki tekst að feðra barn þrátt fyrir tilraunir til þess, og fellur þá i hlut rikissjóðs að greiða meðlagið. 1 öllum tilfellum fær móðir meðlagið greitt eftirá aftur i tim- ann, en ekki þó lengra aftur en 6 mánuði, nema til komi vottorð frá sakadómi um að meðlagsúr- skurðar hafi verið leitað áður en barnið náði 6 mánaða aldri. Þó má aldrei greiða meðlag lengra aftur i timann en 18 mánuði. Vilborg nefndi sérstaklega hvernig á stóð með það barnsfað- ernismál sem tók 7 ár að fá úrslit i. Tilgreindur hafði verið sem fað- ir islenskur maður sem flust hafði úr landi. Til þessa manns náðist ekki frekar þrátt fyrir itrekaða eftirgrennslun og að lokum var hætt að eltast við hann, en meðlag úrskurðað á rikið. En að sjálf- sögðu greiðir rikið ekki nema hálft annað ár aftur i timann frá þeim tima að úrskurður gekk i málinu. 1 þessu tilviki „sparaði” rikið sér meðlagsgreiðslu (barna- lifeyri) um 5 ára skeið eða svo. Það ma spyrja hvort ekki hefði verið betra fyrir viðkomandi móður að gefa upp sem föður „einhvern útlending” sem hún gæti ekki nafngreint. Eða þá nafngreindan mann i einhverju kaþólsku landi. Þá hefði ekki ver- ið neitt málavafstur og meðlags- greiðsla borist frá trygginga- stofnun á kostnað rikissjóðs frá upphafi. Vilborg upplýsti að árlega þyrfti ekki að höfða nema um 10 barnlsfaðernismál. Væru það vissulega ekki mörg tilvik af öll- um fæddum börnum, og raunar ekki heldur borið saman við þá tölu barna sem rikissjóður greiðir óafturkræft meðlag með, þ.e. barnalifeyri, en þau eru um 1.400. Vilborg Harðardóttir. Þarna er mestmegnis um að ræða börn ekkla, ekkna og öryrkja. Sér hefði borist bréf frá ungri konu, sagði Vilborg, þar sem skýrt var frá þeim vanda að faðir nýfædds barns var staddur til lengri tima erlendis, sjómaður á islenskum bát. Ekki væri hætta á þvi að hann neitaði faðerni, en meðan ekki næst til hans fæst ekkert meðlag úr tryggingunum. Að sjálfsögðu er þörf móður og barns allra mest i kringum fæð- ingu og meðan móðirin er frá vinnu, og þvi kemur barnsfarar- kostnaður sem greiddur er löngu eftir á að litlu gagni. Sama gildir um meðlag sem greitt er löngu eftir á, — það leysir ekki erfið- leika móðurinnar þann tima sem húp fær engan stuðning. Þar við bætist að venjulega hefur kaup- máttur viðkomandi peningaupp- hæða talsvert rýrnað á 6-18 mán- uðum, þvi meðlagið er greitt án vaxta og i þeirri krónutölu sem það var á hverjum tima. Til að hamla gegn hugsanlegri misnotkun laganna i þvi skyni að losa barnsföður undan meðlags- skyldu má setja nánari reglur, td. um að meðlagsgreiðslur fyrir úr- skurð séu háðar þvi skilyrði að innan hálfs árs frá fæðingu barns- ins sé lagt fram vottorð frá saka- dómi um að unnið sé að faðernis- málinu. Um þetta atriði hefur Fé- lags einstæðra foreldra nýlega gert .samþykkt. Minningarorð: Halldór Olafsson ritstjóri frá Gjögri í upphafi bæjarstjórnarfundar á ísafirði, fimmtudaginn 6. nóvcmber sl. minntist forseti bæjarstjórnar, Jón Baldvin, Hall- dórs ólafssonar ritstjóra og fyrr- verandi bæjarfulltrúa frá Gjögri eftirfarandi orðum: Sunnudaginn 2. þ.m. barst okk- ur sú fregn-að Halldór Ólafsson frá Gjögri hefði látist á sjúkra- húsi i Reykjavik, 73 ára að aldri. Halldór fæddist að Kaldrana- nesi i Strandasýslu 18. mai 1902. Foreldrar hans voru Kristin Jónatansdóttir og Ólafur Gunn- laugsson bóndi að Kaldrananesi. Halldór fluttist til tsafjarðar árið 1918 og átti hér búsetu nær ó- v slitið siðan, að undanteknu 7 ára timabili á árunum 1936 til 1943, er hann var búsettur á Suðurlandi. Hann reyndist snemma bók- hneigður og námfús. Þrátt fyrir kröpp kjör braust hann til skóla- göngu. Svo sem eðlilegt má heita um strandamann á þeirri tið leit- aði hann inngöngu i menntasetur norðlendinga, þar sem hann lauk gagnfræðaprófi árið 1922. Á þeim árum mun hann hafa komist i kynni við hugmynda- heim og hugsjón sósialisma og jafnaðarstefnu, sem þá heillaði marga unga hugi, á áratugnum eftir heimsstyrjöldina fyrri og byltinguna i Rússlandi. Við þær hugsjónir kaus Halldór að halda tryggð allt til æviloka. Á fyrstu árum Alþýðuflokksins starfaði Halldór undir merkjum hans, gegndi meðal annars rit- stjórn Skutuls, málgagns jafnað- armanna á Vestfjörðum um 2ja ára skeið, 1928—30. En þegar Kommúnistaflokkur tslands var stofnaður árið 1930 skildu leiðir með Halldóri og Alþýðuflokknum. Hann gekk til liðs við Kommún- istaflokkinn og siðar Sósialista- flokkinn, þegar hann var stofnað- ur, 1938. Lengi vel, eða frá árinu 1943 var nafn hans tengt málgagni Sósialistaflokksins á Vestfjörð- um, Baldri, sem hann ritstýrði til ársins 1959, en skömmu siðar tók hann við ritstjórn Vestfirðings, málgagns Ál|Dýðubandalagsins. Þvi blaði hélt hann úti til dauða- dags. Nafn Halldórs er frá fyrstu tið nátengt málgögnum þeirra stjórnmálahreyfinga á Vestfjörð- um, sem hann gekk ungur til liðs við. Jafnframt kom hann nokkuð við sögu verkalýðshreyfingar á Vestfjörðum fyrr á árum, átti m.a. sæti i stjórn A.S.V. um skeið. Það var almannarómur að Halldór væri ritfær i besta lagi, ekki fyrirferðarmikill á ritvelli en brá þeim mun frekar fyrir sig laundrjúgri hnyttni i orðasenn- um. Naut hann þess, að hann var vel heima i islenskum bókmennt- um og skáldskap, ekki siður en i sinum pólitisku fræðum. Afskipti Halldórs af bæjar- stjórnarmálum á tsafirði hófust snemma. Hann varð fyrst vara- bæjarfulltrúi um eins árs skeið 1934—1935 en siðar bæjarfulltrúi og bæjarráðsmaður fyrir Alþýðu- bandalagið frá 1958 til 1970. Um nær 3ja ára skeið var nafn hans nátengt bæjarbókasafni okkar isfirðinga þar sem hann gegndi starfi bókavarðar frá ár- inu 1946 og starfaði við það fram á dánardægur. Halldór var ókvæntur og barn- laus. Við þökkum Halldóri störf hans i þágu okkar byggðarlags um leið og við færum aðstandendum hans samúðarkveðju. Greiösla olíustyrkja í Reykjavík fyrir timabilið júni — ágúst 1975 er hafin. Styrkir fást greiddir hjá borgargjaldkera, Austurstræti 16, gegn framvisun persónu- skilrikja. Skrifstofa borgarstjóra. TOSHIBA TOKYO SHIBAURA ELECTRIC CO,1LTD, Einstakt tækifæri Verksmiðjurnar eru 100 ára á þessu ári. 1 tilefni þess hafa þeir boðið okkur stereo- samstæðuna SM 270 á einstaklega lágu verði. AJÐEINS KR. 63.560.— og Pickering liftimateljari fyrir nálina i spilaranum fylgir með. SM 270 samstæðan samanstendur af: út- varpstæki með langbylgju, miðbylgju og FM-bylgju. Stereomagnara, plötuspilara með vökvalyftum arm og 2 hátölurum. Bassa og diskant stillar eru á magnaran- um og úttök fyrir heyrnartæki og segul- band. 2 ára mjög góð reynsla er á þessu tæki hér á landi. LÁTIÐ EKKI EINSTAKT TÆKIFÆRI HLAUPA FRA YÐUR VIÐ FENGUM TAKMARKAÐ MAGN TÆKJA A ÞESSU VERÐI. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. Bergstaðastræti 10 A Sími16995. Danski fiðluspilarinn EVALD THOMSEN og HARDY sonur hans flytja gamla alþýðlega danstónlist i Nor- ræna húsinu laugardaginn 22. nóvember ki. 16:00 og einnig þriðjudaginn 25. nóv- ember kl. 20:30. Aðgöngumiðar við innganginn. Dansk-íslenska NORRÆNA félagið HUSIÐ Smáauglýsingar Þjóðviljans 30.000 LESENDUR E OÐv/um Skólavörðustíg 19 Sími 17500

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.