Þjóðviljinn - 27.11.1975, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 27.11.1975, Qupperneq 2
2 StÐA — ÞJÓDVILJINN Kimmtudagur 27. nóvember 1975. Alþýðubandalagið í Reykjavík: Stj órnmálaslit og úrsögn úr NATO Landsmenn hvattir til að mótmœla samningsdrögunum við v-þjóðverja með verkfalli og fjöldasamstöðu á útifundinum í Reykjavík Stjórn Alþýðubandalagsins i Reykjavik samþykkti eftir- farandi ályktun á fundi sinum 26. 11.: Alþýðubandalagið i Reykja- vik tekur eindregið undir áskorun Samstarfsnefndar til verndunar landhelginni til iandsmanna um að taka sér fri frá störfum á morgun þann 27. nóvember til þess að mótmæla hernaðarofbeldi breta i islenskri landhelgi og þjóð- hættulegum undansláttar- samningi við vestur-þjóðverja. Félagið skorar á alla, sem fá þvi við komið, að fjölmenna á útifundinn i Reykjavik og sýna i verki einhug þjóðarinnar gegn stjórnarstefnunni i land- helgismálunum. Alþýðubandalagið i Reykjavik bendir á að þorri verkalýðsfélaga i landinu og fjöldi félagsamtaka og bæjar- félaga hafa sent rikisstjórninni áskoranir um að semja ekki um veiðar útlendinga innan land- helginnar, og undir engum kringumstæðum innan 50 milna. Rikisstjórnin hefur daufheyrst við þessumtilmælumþóauðsætt sé að meirihluti þjóðarinnar sé andvigur slikum samningum. Þvi á vinnandi alþýða þessa lands enga aðra úrkosti en að hefja kröftugri mótmæla- aðgerðir. Minnkandi heildarafli á islandsmiðum og fyrirsjáan- legur stórfelldur samdráttur veiða islendinga á botnfisk- tegundumi kjölfar samningaum veiðar útlendinga i landhelgi mun bitna á þjóðinni allri, en fyrst og fremst á láglaunafólki i verkalýðsstétt við sjávarsiðuna. Alþýðubandalagið i Reykja- /ik tekur undir þaðsjónarmið 7. þings Verkamannasam- bands tslands, að með skýrslum Hafrannsóknastofnunar og starfshóps visindamanna á vegum Rannsóknaráðs rikisins sé fullsannað að til þess að þvi markmiði verði náð að vernda fiskistofna á tslandsmiðum sé óhjákvæmilegt að draga fremur úr sókn islendinga þótt engin veiði erlendra þjóða komi þar til. Þvi sé auðsætt að allir samn. um veiðirétt til handa erlendum fiskveiðiflotum stefni beint að þvi að rýra lifskjör almennings á tslandi og jafnvel að þvi að eyðileggja grund- völlinn, sem þjóðin byggir á lif sitt i landinu. Alþýðubandalagið i Reykjavik hvetur stjórnvöld 01 þess að snúast af fullri einurð gegn innrás breta i landhelgina. Krafan er: Tafarlaus stjórn- málaslit við breta. Island úr NATÓ, herinn burt. Starfshópur herstöðvaandstœðinga: ísland úr NATO herinn er svarið við ofbeldi Starfshópur herstöðvaand- stæðinga um utanrikismál hefur sent frá sér þá ályktun, sem hér fer á eftir: t tilefrii þess að ljóst er orðið að Bretland, eitt bandalagsrikja tslands i Norður-Atlants- hafsbandalaginu, stefnir herflota gegn Islandi i þriðja sinn eftir siðari heimstyrjöld, vill sjarfshópur her- s t ö ð v a a n d s t æ ð i n g a um utanrikismál vekja athygli á eftirfarandi: 1. Ljóst er að svo mjög hefur gengið á fiskistofnana á tslandsmiðum, að þeir nægja eins og komið er ekki einu sinni islendingum einum, og jafnframt er ljóst að lif i'slensku þjóðarinnar er undir þvi komið, að islendingar fái viðhaldið fiskistofnunum við landið og nýtt þá að þvi marki, að dugi til að standa undir sjávar- útveginum, undirstöðu- atvinnuvegi landsmanna. Það er Bretland tekurekki tillit til þessa sjónarmiðs, liggur ljóst fyrir að grundvallarhagsmunir islensku þjóðarinnar liggja ráðamönnum þess í léttu rúmi. 2. Ennfremur er ljóst að í þessu máli á Island ekki einungis að mæta óbilgirni og ofbeldi Bretlands, heldur og V-Þýskalands, annars voldugasta Nató rikis, og sterk öfl i Bandarikjunum, þvi riki sem ráðamenn tslands hafa trúað fyrir vörnum landsins, eru sama sinnis. Þannig fór yfirmaður aðgerða bandariska flotans, James Halloway, nýlega hörðum orðum um tsland fyrir útfærslu i 200 milur, og kemur hér til ótti bandariskra hershöfðingja við að almenn landhelgisútfærsla i 200 milur verði til þess að takmarka athafnafrelsi herflota þeirra á heimshöfunum. Rétt er að benda á i þessu sambandi að það er einmitt bandariski herflotinn, sem hefur með höndum rekstur herstöðvarinnar á Kefla- vikurflugvelli. 3. Af framansögðu er ljóst,að i langmesta lifshagsmunamáli Islands rekast hagsmunir þess fyrstog fremst á hagsmuni stórra rikja, sem það er i hernaðar- bandalagi við, þar á meðal risa- veldis þess, sem ráðamenn tslands hafa trúað fyrir vörnum landsins. Island er þvi i þeirri fáránlegu og jafnframt stór- hættulegu aðstöðu að vera bundið i hernaðarbandalag einmitt með þeim rikjum, sem af hagsmuna- ástæðum eru helstu og hættu- legustu andstæðingar þess. Þessi aðstaða hefur aldrei komið skýrar i ljós en i sambandi við upphaf þess þorskastriðs, sem nú er að hefjast. Sjái ráðamenn Aðalfundur Alþýðubanda- lagsins í Rangárvallasýslu haldinn 21. þ.m. mótmælir öllum samningum við útlendinga um veiðar innan 200 milna landhelginnar. Fundur- breta tslands ástæðu til þess, i ljósi þeirra atburða sem nú eru að gerast, að halda tslandi áfram i Nató, verður að lita svo á að þeir meti meira hagsmuni þeirra stórvelda, sem eru höfuð- andstæðingar okkar, en islendinga sjálfra. 4. Að þessu athuguðu skorar starfshópur herstöðva- andstæðinga um utanrikismál á Alþingi og rikisstjórn að gera inn skorar á ríkisstjórnina að slíta nú þegar stjórnmála- sambandi við Breta og ganga úr Nato. Fundurinn heitir sjómönnum 9 tafarlaust ráðstafanir til að ganga frá úrsögn Islands úr Nató ogbrottför herliðs Bandarikjanna af tslandi. Jafnframt skorar starfshópurinn á islensku þjóðina að gera allt, sem i hennar valdi stendur, til að knýja rikisstjórn og Alþingi til framkvæmda i þessu máli. Hættum að gera okkur að viðundri mcð þátttöku i varnar- bandalagi með þeim rikjum, sem ógna öryggi okkar og tilveru sem þjóðar. Látum af þeim hættulega fáránleik að hafa okkur til varnar her, sem fordæmt hefur baráttu okkar til yfirráða yfir mikilvægustu auðlindum okkar. tsiand úr Nató! Herinn burt! og öðrum fullum stuðningi i þeim aðgerðum sem þeir kunna að gripa til til þess að koma i vcg fyrir erlenda sem innlenda rányrkju innan 200 milnanna. Alþýðubandalagið í Rangárvallasýslu: Samningum mótmælt Skorað ó ríkisstjórnina að slita stjórnmálasambandi við breta Hlébarðinn faldi sig í þoku Blaðamönnum var i gær boðið i landhelgisflug með TF-Sú og var tilgangurinn vitanlega sá að ná myndum af breska Iilébarðanum sem kominn er á islandsmið breskum togurum til trausts og halds. liotninn datt þó svotil alveg úr ferðinni þvi ekki sást til herskips né eftirlitsskipa fyrir þoku. Samt skal _ nú getið helstu viðburða i fluginu. Flogið var austur aö Ingólfshöfða og þaðan á haf út. Eftir góða stund sáust fyrstu bresku togararnir að veiðum um 24 sjómílur suður af Hvalbak. Siðan sásteinn og einn á stangli úti fyrir Austfjörðum en 45 sjómilur AA af Langanesi sást varðskipið Þór. Var skipið á leið til tveggja breskra togara sem voru þarskammtfrá. Þeir virtust hafa haft spurnir af honum þvi þegar flogið var yfir þá voru þeir báðir að hifa inn trollið. Skipverjar á Þór fengu blaöa- pakka og upplýsingar um að — og ekkert varð úr myndatöku íslenskra blaðamanna í landhelgisflugi togararnir voru að hifa. Heyrðisí þá i Helga Hallvarðssyni skipherra i talstöðinni: — Skrambinn, og við eigum tólf milur eftir i þá, þeir verða eflaust búnir að hifa þegar við náum þeim. Helgi sagði að bretarnir gæfu þeim litinn kost á að klippa, þvi njósnaskipin segðu togurunum allt um ferðir varðskipanna. Hann sagði einnig að flestir bresku togararnir héldu sig i tveim hópum, öðrum norð-austur af Langanesi og hinum norð- ^vestur af Rauðanúp. Siðan var flogið að Langanesi en þar var þá svartaþoka útifyrir. Varðskipið Ægir sást þó skammt undan landi. Gunnar Helgason skipherra á Ægi sagði að her- skipið væri nokkuð utar ásamt verndarskipunum fjórum og væru þau að raða upp togurunum til að auðvelda verndina. Blaðamenn spurðu Gunnar hvernig klippinguna i fyrrakvöld hefði borið að höndum. — Hana bar þannig að að við nálguðumst togarana að vestan en herskipið kom að sunnan. Þegar að togur- unum kom mættum við dráttar- bátum, fyrst Aquarius sem við hristum auðveldlega af okkur en siðan Lloydsman sem var öllu erfiðari en hafðist þó. Það er auð- sjáanlega flinkur sjómaður sem stjórnar honum. Við reyndum siðan að klippa á vira William Wilberforse sem naut aðstoðar dráttarbátsins Sirius. Tókst það i þriðju atrennu. Svo virtist sem skipherra herskip sins hefði alveg ruglast i riminu og ekki vitað hvaða skip var hvað. Eftir viðtalið við Gunnar flaug gæsluvélin á átt til togaranna og verndarskipanna. Sáust tuttugu skip i ratsjánni en þokan hamlaði öllum myndatökum og númera- skráningum. Skipin voru 33 sjómilur ANA af Langanesi. Var giskað á að þar væru 15 togarar, herskipið og verndarskipin fjögur. Eftir nokkurthringsól i þokunni var haldið áfram vestur með Norðurlandi. Sáust þrir bretar dreifðir norðvestur af Langanesi en 28 sjómilur norðaustur af Grimsey var hópur togara að veiðum, fimm breskir og þrir islenskir. Þegar númer þeirra höfðu verið skráð i dagbækur var haldið áfram vestur með landinu. A Hornbanka voru átta islenskir togarar að veiðum i dumbungs- veðri en ekki sást til breta fyrr en komið var suður undir Látra- bjarg. Þar voru tveir að veiðum 57 sjómilur i vestur frá bjarginu. Eftir það bar litt til tiðinda i fluginu. 1 þessu gæsluflugi varð vart við 35 breska togára umhverfis landið. 18 voru að veiðum, tveir að hifa af ótta við klippur en ekki var hægt að sjá hvað togararnir fimmtán i þokunni höfðust að. Loks má geta þess að fréttir bárust af þvi frá Reykjavik að Nimrod-þotu breskri hefði verið veitt leyfi til könnunarflugs austur af landinu og mátti hún fljúga fyrir neðan 3 þúsund fet. Var augsýnilegt á flugstjórnar- mönnum Sýr að þeim var ekkert um þennan ólánsfugl gefið þvi þeir gátu allt eins átt von á að hann birtist þá og þegar út úr þokunni. —ÞH

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.