Þjóðviljinn - 27.11.1975, Qupperneq 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 27. nóvember 1975.
DJOÐVIUINN
MALGAGN SÖSlALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Útgefandi: Ctgáfufélag Þjóðviljans
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan óiafsson
Svavar Gestsson
Fré_ttastjóri: E^nar Karl Haraidsson
Umsjón með sunnudagsblaöi:
Arni Bergmann
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólavörðust. 19. Sfmi 17500 (5 linur)
Prentun: “Blaðaprent h.f.
BRESK NATO-HERSKIP BURT
í þriðja sinn hefur breskum herskipum
verið stefnt inn i islenska landhelgi i þvi
skyni að tryggja með hernaðarofbeldi
veiðar erlendra ránsmanna á Islandsmið-
um.
Þetta gera bretar nú til að fylgja eftir
kröfu sinni um það, að við islendingar
skerum niður okkar eigin bolfiskafla um
nær helming, eða hjálpum erlendum ráns-
mönnum ella við að gjöreyða fiskimiðin
við íslandsstrendur.
Þetta gera bretar nú þrátt fyrir það,
þótt sjálfir hafi þeir með einhliða ráð-
stöfunum helgað sér réttinn til eignar og
yfirráða auðlinda sjávarbotnsins allt að
200 milur frá strönd Bretlands, og þótt
þeir hafi á Hafréttarráðstefnunni stutt 200
milna auðlindalögsögu sem meginreglu.
íslendingar mótmæla allir sem einn of-
beldisárás breska NATO-flotans inn i is-
lenska landhelgi, og við fögnum þvi, er
varðskipsmenn á Ægi klipptu aftan úr ein-
um breska veiðiþjófnum framan við nefið
á herskipi strax á fyrsta degi flotainn-
rásarinnar.
Þing Farmanna- og fiskimannasam-
bands íslands samþykkti einum rómi, og
með lófataki, fyrir stuttu, tillögu frá Guð-
mundi Kjærnested, skipherra á flaggskipi
okkar Tý á þá leið, að kæmi til herskipa-
innrásar, bæri islenskum stjórnvöldum
þegar i stað, að slita stjórnmálasambandi
,við breta og loka herstöðvum á íslandi
fyrir allri umferð farkosta frá NATO-rikj-
um, meðan breski flotinn er innan is-
lenskrar landhelgi.
Þessa kröfu hefur Lúðvik Jósepsson,
formaður þingflokks Alþýðubandalagsins
nú þegar borið fram á alþingi, og i dag er
það alþýðu allrar að fylgja henni eftir.
Menn skulu minnast þess, að þá fyrst
þegar vinstri stjórnin hafði á sinum tima
tilkynnt bretum um stjórnmálaslit, og það
upp á minútu, — hundskuðust herskip
breska ljónsins út fyrir landhelgismörkin i
2. þorskastriðinu.
Enginn vafi er á þvi, að stjórnmálaslit
við breta og lokun herstöðvarinnar, eru
aðgerðir, sem duga nú, til að senda her-
skipin öfug heim, og tryggja sigur okkar
islendinga.
Við höfum ekki aðeins allan rétt okkar
megin, heldur er sigur eða ósigur aðeins
spurning um vilja okkar sjálfra. Sú fjar-
stæða að teljast i hernaðarbandalagi
(„varnarbandalagi”!) með riki, sem æ of-
an i æ gerir hernaðarinnrás á islenskt
yfirráðasvæði og vill gera okkur ólift i eig-
in landi, hún er þess eðlis, að kominn er
timi til að islendingar mæli einum munni:
Geti NATO ekki stöðvað hernaðarinnrás
eigin herskipa inn i islenska fiskveiðiland-
helgi, þá höfum við hreint ekkert i þeim
félagsskap að gera, — ekki deginum leng-
ur.
Burt með bresku herskipin.
Sýnum samstöðu islenslkrar alþýðu á
útifundinum i dag.
— k.
LEGGJUM NIÐUR VINNU. MÆTUM ÖLL Á ÚTIFUNDINN
Leggjum niður vinnu i dag.
Mætum á útifundinn á Lækjartorgi klukk-
an 2.
Þannig hljóðar kall samstarfsnefndar
Alþýðusambands Islands og annarra
helstu fjöldasamtaka islensks verkafólks
og sjómanna.
Gegn fyrirætlunum stjórnvalda um svi-
virðilega uppgjöf i samningum við þjóð-
verja.
Gegn fyrirætlunum stjórnvalda um svi-
virðilega uppgjöf i samningum við þ jóð-
verja.
Gegn herskipainnrás breska NATO-flot-
ans. Fyrir samstöðu og fullum sigri is-
lendinga i landhelgisbaráttunni.
Ráðherrar segjast vilja komast að
„hagstæðum” samningum við breta. Til
að ná þeim „hagstæðu” samningum segja
þeir nú, að besta leiðin sé að semja við
þjóðverja, — ekki um verulegan niður-
skurð á afla, heldur um aukið aflamagn
þjóðverjum til handa, sé miðað við árið i
ár, og nær óbreytt sé miðað við árið 1974.
Slikt er fordæmið, sem sýna á bretum,
svo að þeir fallist á „hagstæða” samninga
að dómi ráðherranna.
Slikum og þvilikum öfugmælum frá
rikisstjórninni mótmælum við best með
þvi i dag að taka undir áskorun Alþýðu-
sambands íslands og annarra fjöldasam-
taka verkafólks og islenskrar sjómanna-
stéttar.
„Semjum til sigurs”, sagði forsætisráð-
herrann. Þau orð hefur hann sjálfur nú
gert ómerk.
Samstöðu til sigurs, — segjum við, og
heitum á alla alþýðu að sýna þann styrk,
sem i einingunni býr.
Leggjum niður vinnu.
Mætum á útifundinum.
— k.
KLIPPT...
Jón Jónsson.
Pantað
pólitískt plagg
Það var ekki um að villast að
bréf það sem Morgunblaðið birti
á baksiðu i gær, þar sem Jón
Jónsson, forstjóri
Hafrannsóknastofnunar, skýrir
sjávarútvegsráðuneytinu frá
þvi aö samkomulagsdrögin við
vestur-þjóöverja sé skásti
kosturinn frá fiskifræöilegu
sjónarmiði, er pantað pólitískt
Plagg.
Eins og fram kemur i ályktun
þeirri, sem flestir fiskifræðing-
ar Hafrannsóknastofnunar hafa
undirritað, var þetta plagg
samið án vitundar og vilja
þeirra og þvi ekki hægt að lita á
það sem sameiginlegt álit fiski-
fræðinga.
Bréfið var samið samkvæmt
ósk sjávarútvegsráðuneytisins
af Jóni Jónssyni. Aðstoðar-
forstjóra Hafrannsóknastofn-
unar, Jakob Jakobssyni, var
ekki sýnt plaggið fyrr en það
hafði verið sent ráðuneytinu.
„Fiskifrœðileg
rök” Jóns
Jónssonar
Það er sannarlega alvörumál
þegar embættismenn einnar
virtustu visindastofnunar okkar
láta nota sig i pólitlskum
tilgangi á úrslitastundu, og
beita fyrir sig visindaheiðri
slnum. Svo þvert gengur þó
yfirlýsing Jóns Jónssonar á
fyrri skýrslur og álit fiski-
fræðinga að vafasamt er aö
stjórna rflokkarnir hefðu
nokkurntima getað gert sér
pólitiskan mat úr þvi. Nú er það
að sjálfsögðu útilokað eftir að
vitað er hvernig bréfið er
tilkomið.
Jón Jónsson heldur þvi fram i
bréfi slnu að landhelgisgæslan
geti ekki komið I veg fyrir að
v-þjóðverjar veiðí hér 60 þúsund
tonn á ári. Hvernig kemst hann
að þessari niðurstöðu? Er það
fiskifræðileg staðreynd
kannski?
Hitt er ljóst að v-þjóðverjar
munu ekki ná nema rúmlega 40
þúsund lestum á íslandsmiðum
á þessu ári. Það eigum við
aögerðum landhelgisgæslunnar
að þakka. Er það virkilega I
verkahring Jóns Jónssonar að
leggja til að við beitum ekki
gæslunni að .þvl marki sem þó
hefur verið gert hingað til?
Samningsdrögin
fiskifrœðilega
blessuð
Jón Jónsson heldur þvi fram
að það sé höfuðkostur á
samningnum að þjóðverjar fái
aö veiöa nær eingöngu karfa og
ufsa. Hann leggur semsagt
blessun slna yfir það að v-þjóð-
verjar veiöi 55 þúsund tonn af
þessum tegundum á ári á sama
tima og stofnun hans hefur áður
lagt til að íslendingar sjálfir
beini sóknarþunganum frá
þorskstofninum yfir á þessa
stofna. Með þessu aflamagni
ufsa og arfa til v-þjóðverja er
ekki annaö sýnt en stefnt sé I
ofveiði á þessum stofnum eða þá
að islendingar verða að sætta
sig við að auka ekki veiði á
þessum tegunum.
Eina aðfinnslan við
samkomulagsdrögin (frá fiski-
fræðilegu sjónarmiði Jóns Jóns-
sonar) er veiðisvæði þjóðverja
út af N-V landi (ekkert er talað
um veiðisvæðið á hrygníngar-
stöðvum steinbitsins út af
Breiðafirði) og það er sérstak-
lega nefnt vegna sóknarþunga
Islendinga. Ber þá ekki að^kilja
samþykki Jóns jónssonar viö
samkomulagsdrögin þannig að
hann leggi til að veiðar
islendinga fyrir N-V-landi verði
dregnar saman?
Pólitísk þjónkun
Islenskir fiskifræðingar eru
flestir það heiðarlegir vlsinda-
menn að þeir segja sinar
skoðanir, sem byggðar eru á
niöurstöðum rannsókna,
afdráttarlaustogláta ekki stýra
þeim, þótt sjálfsagt hafi stjórn-
málamenn flestra flokka haft
uppi tilraunir I þá átt. Það er
einmitt þessi eiginleiki sem
gerir þá trúverðuga. Þeir hafa
nú leiðrétt mistök forstjóra
slns, þannig að skömmin er
einungis hans, en ekki
stofnunarinnar sem heildar.
Jón Jónsson og Jakob
Magnússon voru i sendi-
nefndum þeim sem áttu i
samningaviðræðum við breta og
vestur-þjóðverja. Iframhaldi af
þvi hefur forstjóri Hafrann-
sóknastofnunar samkvæmt
pöntun sjávarútvegsráðherra
látiö fiskifræðileg sjónarmið
vlkja fyrir hinum pólitisku.
Almenningi ber að hafa varann
á næst þegar hann lætur frá sér
fara pólitisk plögg skreytt illa
fengnum fiskifræðilegum
fjöðrum i nafni visinda-
stofnunar sinnar.
Framsóknar.
menn að
átta sig
Heiðar Guöbrandsson, for-
maöur Framsóknarfélags SUÖa-
vlkurhrepps og formaður
Heiöar Guðbrandsson.
Verkalýðs- og sjómannafélags
Álftfirðinga ritar grein á siðu
Sambands ungra framsóknar-
manna I Timanum I gær. Hann
bendir á að Framsóknarflokk-
urinn sé að uppruna flokkur
félagshyggjusamtaka og sam-
taka og samvinnu. Hann færir
rök að þvi að tengsl flokksins við
verkalýðshreyfinguna séu nær
engin og lltill áhugi hjá flokks-
forystunni að efla þau. A sama
hátt sýnir Heiðar fram á að
Framsóknarflokkurinn verði að
breyta um stefnu og hafi ekki né
geti gegnt skyldu sinni viö
verkalýöinn I samsteypustjóm
með Sjálfstæðisflokknum .
Niðurstaða Heiðars er semsagt
aö Framsóknarflokkurinn sé
kominn það langt frá upphafleg-
um stefnumiðum að hann geti
ekki eins og stendur tekið undir
og stutt helstu baráttumál
verkalýðshreyfingarinnar.
Hinn almenni framsóknar-
maður er að átta sig. —ekh.
... OG SKORIÐ