Þjóðviljinn - 27.11.1975, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 27.11.1975, Qupperneq 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 27. nóvember 1975. Æskan lœtur ekki hugsa fyrir sig Rœtt við Gunnar M. Magnúss? rithöfund9 í tilefni útkomu nýrrar bókar hans, Sœti númer sex Gunnar M. Magnúss hefur um áratuga skeið verið þjóðkunnur sem rithöfundur og einn þeirra vinsæl- ustu hérlendis. Af ritverkum hans má nefna skáld- söguna Brennandi skip, Virkið i norðri, heimildar- ritið mikla um hernámsárin, bókina um Guðrúnu Á. Simonar óperusöngkonu og Skáldir á Þröm, svo drepið sé á þær bækur Gunnars sem liklega hafa orðið hvað vinsælastar. Nú fyrir jólin koma út tvær nýjar bækur eftir Gunnar, og ber önnur þeirra heit- ið Sæti númer sex og er að efni til endurminningar frá þátttöku höfundar i stjórnmálum og i baráttunni gegn hersetunni, svo og heimildarrit um það tima- bil. Gunnar hefur, sem kunnugt er, verið ódeigur baráttumaður gegn hersetu á íslandi bókstaflega sagt frá upphafi þeirrar baráttu, og mun ekki siður þekktur af þvi en fyrir ritverk sin. — Bókin Sæti númer sex,'sem er að koma út þessa dagana, er 343 blaðsiður að stærð, gefin út af Skuggsjá. Þjóðviljinn hafði tal af Gunnari i tilefni útkomu bókarinnar og fer það viðtal hér á eftir: — Hvað vakti fyrir þér með samningu þessarar bókar, Gunn- ar? — Það eru ein fimmtán til tuttugu ár siðan ég byrjaði að skrifa þessa bók, i smáþáttum. Ég skrifaði hjá mér ýmislegt i sambandi við atburðina, þegar þeir voru að gerast, þegar ég var i baráttu gegn hernum á sinum tima. Það var strax eftir að bandarikjamenn fóru fram á það að fá að vera hér áfram, eftir að þeir áttu að fara 1946, og siðan sérstaklega eftir að herinn kemur hingað i seinna skiptið 1951. Þá fór ég að skrifa i Þjóðviljann greinar, sem snertu þetta nýja vibhorf, skrifaði hverja grein á fætur annarri og þær höfðu þau áhrif að fólk skrifaði mér hvaðan- æva og vildi gjarnan verða þátt- takendur i einhverri hreyfingu gegn hernum. Þetta þróaðist svo, að vorið 1953 var ákveðið að efna til þjóðarsamkomu gegn hernum. Þá skrifaði ég félögum og ein- staklingum viða um land og at- hugaði um þátttöku i þessari ráð- stefnu gegn hernum, og niður- staðan varð sú, að við héldum ráðstefu fimmta til sjöunda mai 1953 með þátttöku frá fimmtiu til sextiu félögum hvaðanæva af landinu. Fulltrúar voru þrjú til fjögur hundruð. Byrja á fyrsta framboði Ásgeirs Ásgeirssonar — Hvað gerðist á þessari ráð- stefnu? — Samkoman stóð i tvo daga. Við gerðum þar ýmsar ályktanir, mynduðum samtökin og héldum þeim áfram. Sumt af þvi, sem er i bókinni, skrifaði ég hjá mér um atburði á æskustöðvum minum fyrir vestan, og sumt hef ég tekið úr dagbók minni. Ég byrja á þvi þegar Asgeir Ásgeirsson býður sig fram i fyrsta sinn i Vestur- ísafjarðarsýslu 1923. Ég hafði ekki kosningarétt þá, en var for- maður iþróttafélagsins Stefnis i Súgandafirði. Við Stefnismenn höfðum samkomu fyrir Ásgeir eftir framboðsfundina og höfðum aðganginn ókeypis. Þar flutti hann fyrirlestur um Dalakarlana; hann hafði verið i Sviþjóð. Hann vann á þvi mikið fylgi og var kannski búinn að vinna fylgi strax er hann kom og sýndi sig i sýsl- unni, tuttugu og niu ára gamall, glæsilegur maður og gáfaður og á allan hátt viðfelldinn og elskuleg- ur. Siðan var það að ég fór til Reykjavikur og þá varð hann kennari minn, i Kennaraskólan- um, og nokkrum árum seinna bauð ég mig fram á móti honum tvisvar sinnum, árið 1933 og 34, fyrir Alþýðuflokkinn. I fyrra skiptið var Asgeir framsóknar- maður og i það siðara utanflokka. Þá var hann forsætisráðherra. Hann hafði ekki fylgt mági sin- um, Tryggva Þórhallssyni, i Bændaflokkinn, sem Tryggvi stofnaði, en gat ekki verið áfram i Framsóknarflokknum undir stjórn Jónasar. Það var þá, sér- staklega i seinni kosningunum, sem ég boðaði sósialisma eftir minni getu og ástæðum, og það hafði töluverð áhrif, og Asgeir Asgeirsson fann það, og sagði oft á framboðsfundunum þá, að það væri auðfundið, að straumurinn lægi til vinstri i þjóðfélaginu. Og jafnvel sagði hann á einum fundi að það væri að myndast nýtt afl i þjóðfélaginu, sem yrði að taka til- lit til, og það væri verkalýðs- hreyfingin. Hann var þá utan- flokka, er hann sagði þetta. Hann kallaði á varðskip til að flytja sig suður og bauð okkur Guðmundi Benediktssyni, sem var fyrir Sjálfstæðisflokkinn, að verða sér samferða. Á leiðinni kom Ásgeir inn i klefann til min, bauð mér dús og sagði að ég myndi vinna töluvert á, enda ætti ég það skilið. Mér þótti vænt um aðheyra þetta, enda varð sú raunin á að ég bætti fylgið úr 35 atkvæðum árið áður i 164 atkvæði, og fékk þá varaupp- bótarþingmannsbréf til Alþingis. Ég fór þó ekki inn á Alþingi þá, þvi að séra Sigurður Einarsson, sem bauð sig fram fyrir Alþýðu- flokkinn i Barðastrandarsýslu, fékk hærri prósenttölu. Merkasti áratugur aldarinnar — Hvað tók þá við hjá þér? — Siðan var ég erlendis i tvö ár, ’36og 37, kom heim haustið 37. Þá var klofningur i Alþýðuflokkn- um og ég lenti i Héðinsarminum og varð meðal stofnenda Samein- ingarflokks alþýðu — sósialista- flokksins. Á þessum tima varð ég lika einn af stofnendum Félags byltingarsinnaðra rithöfunda, sem var mjög merkt félag á sinni tið. Við stofnuðum Rauða penna undir forustu Kristins E. Andrés- sonar, en þeir komu út i fjögur ár, og upp úr þessum félagsskap stofnast Mál og menning. En á þessum áratug, sem ég tel merk- asta áratug aldarinnar á Islandi, árin 1930—40 voru stofnuð á milli þrjátiu og fjörutiu verkalýðsfélög og iðnaðarmannafélög, i þeirri kreppu og þeim erfiðleikum,sem þá voru. Þetta var mesti félags- málaáratugur aldarinnar, og hann hefur varað til þessa dags, vegna þess að á þessum timum unnu félögin að margskonar bót- um og fengu uppfylltar ýmsar kröfur fyrir alþýðufólk og verka- lýðsfélögin, til dæmis um laun, um orlof, um réttindi sveina, um innanlandsframleiðslu i stað er- lendrar framleiðslu, og þannig mætti lengi telja. En mörg þess- ara félaga eru nú að eiga þrjátiu og fimm og fjörutiu og fimm ára afmæli. Virkiö í norðri — Svo kom striðið. — Þá var ég ritstjóri Útvarps- tiðinda, og við hjá Útvarpstiðind- um ákváðum að skrifa eða láta skrifa sögu styrjaldarinnar, bæði á innlendum og erlendum vett- vangi. Og það varð úr, að ég tæki að mér að skrifa það innlenda. Þegar 1941 fór ég að viða að mér ýmsu efni i þeim tilgangi. Úr þessu varð til Virkið i norðri, geysimikið rit i þremur bindum, yfir tólfhundruð blaðsiður alls. En það varð aldrei úr þvi að er- lenda sagan kæmi. Þegar leið á striðið og útlit var fyrir að bandarikjamenn færu héðan með sinn her, urðu mjög mikil átök hér i landinu, vegna þess að bandarikjamenn vildu ekki fara. I stað þess fóru þeir fram á að fá landssvæði á nokkr- um stöðum hér til niutiu og niu ára, i Hvalfirði, við Skerjafjörð og á Suðurnesjum. Það þýddi sama og að hér yrði ævarandi herseta. En vegna mjög sterkrar andstöðu vinstrimanna og verka- lýðshreyfingarinnar var ekki samið við þá um landsréttindi á þennan veg, en þeir höfðu áfram nokkurt lið i varnarstöðinni á Keflavikurflugvelli. Svo gengur Island i Nató 1949, og tveimur ár- um seinna, 1951, er samið bakvið tjöldin, bakvið vitneskju þjóðar- innar um það, að hér skuli verða bandariskur her á Keflavikur- velli, i nafni Nató. Það var þá, sem ég fór að skrifa i Þjóðviljann gegn hersetunni. I stjórnmálin á ný — Þá hófstu afskipti af stjórn- málum á ný? — Þegar andspyrnuhreyfingin gegn hernum hafði náð þessum tökum, sem ég gat um áðan, fór Sósialistaflokkurinn fram á það, að ég yrði á lista flokksins við þingkosningar. I fjórða sæti list- ans i Reykjavik, sem var baráttu- sæti. Ég gaf kost á þessu og fékk samþykki stjórnar hernámsand- stæðinga fyrir þvi að við tækjum upp samvinnu við Sósialistaflokk- inn. Ég hafði ætlað Hallgrimi Jónassyni eða Sigriði Eiriksdótt- ur þetta sæti, en þau færðust und- an þvi, svo að það varð úr, að ég tók sætið. Á sama tima er Þjóö- varnarflokkurinn stofnaður. Þeirra stefna var svo að segja ná- kvæmlega eins og okkar, en þeir þóttust hafa hreinan skjöld fram yfir okkur, sem þeir kölluðu hina fjarstýrðu. Útkoman varð sú að tveir þeirra þjóðvarnarmanna, Gils Guðmundsson og Bergur Sigurbjörnsson, runnu inn, en ég varð varamaður. En eftir þetta eina kjörtimabil var vindurinn úr þjóðvarnarmönnum og þeir náðu ekki kosningu, en siðar gekk Gils Guðmundsson til samvinnu við sósialista, hina „fjarstýrðu”. Sæti númer sex — Um þetta leyti sastu um tima á Alþingi? — Ég var varamaður Sigurðar Guðnasonar og var á Alþingi fyrir hann i um hundrað daga, vetrar- þingið 1955. Ég sat þar i sæti núm- er sex, sem er i raun og veru sæti 34, en það á að vera réttlætanlegt að láta það heita sæti númer sex, hljómsins vegna, alveg eins og þegar Jón Þorláksson sagði: Vakri Skjóni hann skal heita / honum mun ég nafnið veita / þó að meri það sé brún. Ég segi i bókinni frá samþingmönnum, heldur i léttum og vingjarnlegum tóni vona ég. Þetta eru nú aðal- drögin i bókinni. En það má segja að ég hafi skrifað bókina af þörf fyrir að láta ýmislegt það koma fram, sem ekki hefur komið i ljós fyrr. Ég veit um ýmislegt og hef verið i ýmsu, sem ekki hefur verið ann- arra. —- Greinarnar, sem þú skrifaðir i Þjóðviljann, hafa sem sagt orðið kveikjan að fyrstu samtökum hernámsandstæðinga? — Greinilega. Greinarnar i Þjóðviljanum höfðu mjög viðtæk áhrif. Margir einstaklingar, hvaðanæva af landinu, gáfu sig fram, enda varð það mjög fjöl- mennur og glæsilegur hópur, sem stóð að þessu. Þetta eru fyrstu samtökin gegn hernum. Ég vona að eitthvað eimi enn eftir af þeim baráttuanda, sem þá fór um byggðir, og ég vona að þessar frá- sagnir minar geti verið til styrkt- ar þeim, sem lesa þetta og vita ekki um ýmsa atburði, sem gerð- ust á þessum árum, en eru svip- aðs sinnis og ég. Sviptingar í stjórnmálum — Þú minntist á að þú hefðir boðað sósialisma sem frambjóð- andi Alþýðuflokksins. Það hljóm- ar nokkuð ankannalega nú á tim-' um. — Á þeim tima var Alþýðu- flokkurinn það róttækur, að það var svipað að koma fram fyrir hann og Sósialistaflokkinn seinna. Ég frétti þá að gamlir kunningjar fyrir vestan hefðu sagt: Skelfing er að vita hvernig hann Gunnar er orðinn, eins og þetta var almennilegur strákur þegar hann var að alast upp, að vera nú orðinn alþýðuflokksmað- ur. Þá var litið á Alþýðuflokkinn sem handlangara rússa og mjög róttækan, og það siðarnefnda var rétt. En siðan komu klofningarn- ir. Fyrst klofnaði út úr Alþýðu- flokknum þegar Kommúnista- flokkurinn var stofnaður og siðan aftur 1938, þegar Sósialistaflokk- urinn var stofnaður. Þá voru miklar sviptingar I stjórnmálum, þvi að þá var nasisminn i uppsigl- ingu og ungir nasistar gengu um götur Reykjavikur borðalagðir, en kommúnistar og róttækir vinstrimenn mættu þeim tiðum og stundum kom til átaka. Menn beggja arma predikuðu á kössum og kolabingjum eða af vörubilum eftir ásíæðum, en á þessum árum var mjög mikið um mót og ræðu- höld i miðbænum i Reykjavik. Þessi áratugur var áreiðanlega sá heitasti á öldinni hér á landi i þessum efnum eins og fleirum. Brennandi skip — Nasistar höfðu þá töluvert fylgi i Reykjavik? — Já. Þegar þeir marséruðu þá um Austurstræti, fylltu þeir fast að þvi hálft strætið. Þeir voru i stökkum með nasistamerkinu á erminni, gengu mjög hressilega og voru hávaðasamir. Flestir þeirra voru ungir menn, sem nú eru orðnir rosknir og hafa margir verið i háum embættum. Þeir fóru svo margir yfir i Sjálfstæðis- flokkinn og voru þar um skeið sumir áhrifamenn. — 1 bókinni minnist þú á skáld- sögu þina, Brennandi skip, sem kom út á þessum árum. — Já, ég var þá byrjaður að skrifa og gefa út bækur, og Brennandi skip var ein af þeim. Hún var, eins og Kristinn E. Andrésson segir i bókmenntasögu sinni, táknræn fyrir þann anda, sem þá var rikjandi i skáldskap, og málað mjög með svörtu og hvitu. Það er ljóst. Þetta er Reykjavikursaga, og hún hafði töluvert mikil áhrif i þjóðfélaginu og var skrifað mikið um hana. Meðal annars var það prestur að norðan, Benjamin Kristjánsson, sem réðist á mig i Nýja dag- blaðinu. Hann hafði þann hagleik, að hann útbjó falskar forsendur til að geta ráðist á mig, en vitan- lega varpólitik bakvið þetta. For- sendurnar, sem hann bjó til, voru þær, að þetta væri barnabók. Aðalsöguhetjan er drengur i Reykjavik, en hún er um dreng- inn en ekki verið að skrifa fyrir drengi eða börn. En á þeim for- sendum að þetta væri barnabók gat Benjamin þessi ráðist á mig og sýnt fram á, hvilikan óhroða þessi höfundur væri að bera á borð fyrir börn þjóðarinnar. Hann gekk meira að segja svo langt að hann vitnaði i Bibliuna og sagði meðal annars að höfund- ur sé óminnugur þess, sem stendur i siðara bréfi Péturs: „Hundurinn snýr aftur til spýju sinnar og þvegið svin, til að velta sér i saur.”

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.