Þjóðviljinn - 27.11.1975, Síða 10

Þjóðviljinn - 27.11.1975, Síða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 27. nóvember 1975. Minning Gunnar Gunnarsson rithöfundur 1889-1975 Aldinn höfðingi islenzkra lista- manna er fallinn frá. Gunnar Gunnarsson var hetja; hann fór snauður sveitadrengur með drauma sina út i heiminn, vann fræga sigra og varð mikill rit- höfundur og byggði allt sitt gengi á sjálfum sér, afli sinu og áræði, vitsmunum og stórhug. Hann var heill maður, og hlýr var hann. Gunnar Gunnarsson var vinur vina sinna; i Ambalessögu hinni fomu segir af manni að hann var stór óvinum sinum en vinum sinum ljúfur og litillátur. Svo sem titt er um mjög metnaðarrika menn sem hefjast af eigin rammleik var Gunnar Gunnarsson stoltur maður og óljúftað láta sinnhlut væri á hann leitað, og kann að vera að á stundum hafi einhverjum þótt hann stirðurogstriðlundaður eins og Grimur Thomsen segir um Halldór Snorrason i samnefndu kvæði; en þar segir lika að hann hafi verið æðrulaus og jafn- hugaður. Geta má þess, að Grimur Thomsen var eftirlætis- skáld Gunnars og segir það sina sögu að snemma i okkar persónu- legu kynnum var það að Gunnar leiddi mig afsíðis 1 gestaboði á sinu heimili til að fara með áður- nefht kvæði fyrir mig sem mér er siðan ferskt i minni. Ég hygg að Gunnar Gunnarsson hafi fáa óvini átt á efri árum ef nokkra. Hann sat i heiðrikju á litfögru hausti, mildur og góðviljaður, geðrikur sem fyrr en viðsýnn og frjáls. Ég ætla ekki hér að tala margt að sinni um hin miklu verk hans. Þjóðin tregar skáld sitt; en verk hansmunulifa áfram i hugum og hjörtum þjóðarinnar, og halda áfram að minna okkur á hvað við erum rik. Sjálfur sakna ég vinar sem var mér örlátur á geð sitt og hlýju, vinar sem var mér mjög kær. Þegar Gunnar Gunnarsson hóf feril sinn var óvænlegt fyrir islenzka höfunda að þrifast hér á landi af skáldskap sinum einum, þótt að visu megi minnast þess að fyrstu skáldalaun sem Alþingi veitti voru rausnarlegri en nokkru sinni siðan. Að undan- skildum þeim launum sem voru veitt fáum rosknum skáldum eins- og Matthiasi Jochumssyni og miðuð við góð embættislaun þá var óhugsandi að lifa af launum fyrir ritstörf, og er reyndar ekki vænlegt ennþá með þessari margfrægu bókmenntaþjóð, nema tekjurnar komi utan úr heimi. Gunnar Gunnarsson var einn þeirra stórhuga manna sem lögðu I vikingu og hófu að skrifa á útlendu máli. Annar var Jóhann Sigurjónsson leikritaskáldið frá Laxamýri, fornvinur hans, töfrarinn mikli i atvikum dægranna. Þeir ortu um islenzkt fólk, islenzk örlög, og sögðu erlendum lesendum frá þessu gleymda fólki sinni þjóð svo athygli vakti viða um lönd og öfluðu fjár og frama. Gunnar vann það afrek að ná sliku valdi á danskri tungu að með afburðum þóttu tök hans á þvi máli, i keppni við barnfædda heimamenn og þarlandsskáld. Af ýmsum löndum sinum hlutu báðir þess- ir menn nokkurt ámæli fyrir að skrifa verk sin á erlendu máli, einkum Gunnar, og mun honum hafa sviðið oft undan; og margir voru öfundarmenn þegar frægðarsögurnar tóku að berast af sigrunum sem hann vann um löndin. 1 hugsun og hjarta Gunnars Gunnarssonar lifði ætið Island; og i verkum einsog Fjallkirkjunni eða Svartfugli, Aðventu, Vikivaka, og fleiri bókum reisti hann islenzku mannlifi hugsun og tilfinningum ódauðlegan minnisvarða, skóp heillandi hugvekju um Island og fólk þess sem ekki forgengur né deyr. Það sýnir með öðru stórhug Gunnars Gunnarssonar og metnað aö siðustu árum sinum varði hann þrotlaust til að snúa hinum útlendu textum sinum á Islenzka tungu, og hlifði sér hvergi þrátt fyrir háan aldur til að geta skilað þjóð sinni þessum miklu bókum á sinu eigin islenzka máli. Hvern morgun hóf hann starf klukkan sex hvort sem var sumarbjart eða dimmt af vetri; og ætlaði sér kannski ekki alltaf af, og fékk enda nokkrar við- varanir frá þeim sem hremmir okkur öll að lokum. í sumar leið sagði hann mér að hann þyrfti nokkur ár að lifa enn til að ljúka þvi verki. Þvi miður rættist ekki sú ósk hans að fá þau ár að það mætti takast. En honum tókst að snúa mörgum sinna helztu verka á það sérstæða og svipsterka mál sem var hans eigið, barhans riku einkenni, geðs hans og stolts, ög-' unar og reisn. 1 elli sinni var Gunnar Gunnarsson mildur en aldrei litil- þægur, sálarkraftar hans voru ærnir og óbilaðir fram á hinzta dag. Og vasklegur var hann að sjá hann skunda á heilsubótar- göngum sinum, lotinn nokkuð að visu, en einbeittur og ferðugur. Jafnan var hann fús að ljá göðum málstað lið sitt þegar hann sann- færðist um réttmæti þess en flanaði að öngu, skoðaði hvert mál vel en þegar hann hafði tekið ákvörðun varð honum ekki haggað frá þvi sem honum sýndist rétt mál. Okkar skoðanir fóru ekki alltaf saman en fyrra sundurlyndis lét hann mig aldrei gjalda þegar persónuleg kynni höfðu tekizt með okkur sem varð vinátta, við deildum aldrei þá og virtum skoðanir hvor annars. Ég tel mér mikla gæfu að hafa fengið að kynnast manninum sjálfum, og virti heilindi hans og mann- heill flestum fremur. Mér var það mjög hollt og lærdómsrikt að fá að kynnast Gunnari Gunnarssyni, og njóta vinarhugar hans og góðvilja, þekkingar og reynslu, og vitsmuna. Ég vissi að hann væri mikill höfundur; en manngæði hans og heilindi voru mér mikil uppspretta fagnaðar og virðing- arvaki. Gunnar Gunnarsson stofnaði Bandalag íslenzkra Listamanna ásamt Jóni Leifs, og var fyrsti forseti þess. Islenzkir listanienn telja sér sæmd að þvi að Gunnar Gunnarsson skyldi þiggja að vera heiðursforseti BIL. Nú kveðja islenzkir listamenn að leiðar- lokum sinn aldna höfðingja með söknuði og djúpri virðingu, votta þeirri góðu og heilsteyptu konu sem stóð við hans hlið frú Fransizku ogþeim væna hópi sem frá þeim er runninn samúð og vinarhug i þeirife sorg. Th or V ilh já 1 m sson Það var um jólin 1939 að ég kynntist verkum Gunnars Gunnarssonar fyrst. Foreldrar minir fengu að gjöf litla bók, sem i augum minum þá bar einkenni- legt nafn, er ég naumast skildi: Aðventa. Þeim mun auðskildari var at- vikarás bókarinnar hverjum sveitapilti: saga fjármanns, er hætti lifi sinu i leit eftirlegukinda á öræfum i fannfergi og stórhrið- um meðan norðurhelft heims- kringlunnar flaug gegnum skammdegismyrkrið. Ég lifði þessi jól með Fjalla- Bensa á hágöngum norðurhjar- ans, og börn eru svo gæfusamir lesendur að innri merking og boð- skapur góðrar sögu seitlar inn i þau ómeðvitað án allra umbrota i lærdómsgreinum. Auk áþreifanlegrar og gripan- legrar svaðilfararsögu Bensa skynjaði ég svo sem i framhaldi af torræðu heiti eitthvað af dul bókarinnar: Hvað rak Benedikt á fjöll? Var það ást hans á sauðfé — virðing fyrir öllu lifi — eða innri þörf? Ég sá fyrir fáum dögum brot úr sjónvarpsviðtali við Gunnar Gunnarsson. Þar likti hann sjálf- um sér við Benedikt i Aðventu. Hann komst að orði eitthvað á þá leið að lif sitt hefði verið endalaus leit að sannleika, starf sitt heföi verið eins konar eftirleit á öræf- um þar sem hann hefði sjálfsagt oft farið villur vegar. t yfirlætisleysi sinu er þessi samliking Gunnars rétt, en eink- um vegna þess að likt og Benedikt fór hann ekki villur vegar og eins og hann bjargaði hann mörgu lifi til byggða. Ef til vill er Aðventa ungu fólki ekki öldungis sjálfsagðar inn- göngudyr að höfundarverki Gunnars þó að tilviljun réði þvi að ég álpaðist þar inn, og ég man að ári siðar las ég Fóstbræður af enn meiri spenningi og gleði. Siðan liðu árin æðimörg og ein- hverjum fleiri verkum Gunnars kynntist ég i timans rás án þess að ég muni eftir umtalsverðri lifsreynslu i þvi sambandi. Svo var það á jólaföstu 1960. Ég sat á háskólabókasafninu i Winni- peg. Það kyngdi niður snjó dag eftir dag og grænir runnar, sem báru rauð ber, hurfu brátt I fann- dyngjuna. Manitobasléttan lukti borgina eins og hvit eilifð. Samkvæmt ströngustu skyldu- rækni styrkþega átti ég að gera eitthvað allt annað þegar ég af rælni opnaði Landnámuútgáfuna af Kirkjunni á fjallinu. — Þau ár eru liðin. Ég hef varla siðan ég var barn orðið jafn-bergnuminn af nokkru skáldverki. Ég man ekki hvort það liðu dagar, vikur eða mánuð- ir. Ég opnaði ekki bók eftir nokk- urn annan mann en Gunnar Gunnarsson og las öll verk hans i útgáfu Landnámu spjaldanna á milli. Þá varð mér ljóst, og hefur sið- an verið, að Gunnar Gunnarsson er einn af örfáum mikilmennum islenskra bókm.ennta. Þess verður ekki freistað i þessum linum að skilgreina höf- undarverk Gunnars Gunnarsson- ar, stöðu hans i íslenskum bók- menntum eða gildi skáldskapar hans — enda verk sem biður ann- arrar stundar. Hitt vil ég minna á að starfs- dagur hans varð lengri en ann- arra skálda og verk hans fjöl- breyttari að formi og efni en flestra annarra höfunda. Fyrstu bækur sinar, tvö ljóða- kver, gaf hann út 1906, og hann féll með pennann i hendi. Siðasta daginn, sem hann lifði, vann hann að nýþýðingu og endursamningu Fóstbræðra, en nú siðustu árin hefur hann af kappi og elju unnið að þvi að umsemja og þýða á is- lensku þau skáldverk sin, sem hann i öndverðu fékk búning danskrar tungu. Þetta þýðingarstarf Gunnars er ómetanlegt. Nú fyrst að þvi loknu eiga islenskir lesendur þess kost að lesa ýmis helstu verk hans á hans eigin máli. Engar þýðingar annarra, hversu snjallar sem eru, geta komið i þess stað. Og Gunnar Gunnarsson unni ættjörð sinni og móðurmáli um aðra hluti fram, þótt örlög hans yrðu þau að starfa hádegisbilið úr ævi sinni með annarri þjóð. „íslenzk tunga er ekki aðeins ein af undirstöðunum, hún er aðal grundvöllurinn undir þvi sjálf- stæði, sem við nú höfum endur- heimt. Takist okkur ekki að vernda hana og viðhalda fram- vegis, mun þetta sjálfstæði aldrei verða annað en dauður stafur á blaðsnepli...” sagði hann i Árbók 45. Ekki veit ég hvort nokkurn tima hvarflaði að Gunnari sú hugsun að hann hefði sæmilega goldið danskri tungu fósturlaunin með þeirri auðlegð ágætra skáld- verka, er hann samdi á þvi máli, en hitt þótti mér stundum sem ekki væri það einber höfundar- metnaður hans að vita sögur sin- ar tilkvæmar með islensku tungu- taki sjálfs sin, heldur miklu frem- ur áfjáð ást sonar á móður, er knúði hina öldnu hetju til að inna islensku máli sonarskyldu. Gunnar samdi ljóð og leikrit. Þær tvær bókmenntagreinar verða elstar fundnar meðal verka hans. Þá liggur eftir hann aragrúi ritgerða, en meginverk hans eru sögur — langar og stuttar. Allar sögur hans — með örfáum undantekningum smásagna — eiga sér islenskt sögusvið og mannlif að inntaki. t minum augum varðar það mestu um þessar sögur að meðal þeirra eru nokkur verk, sem talin verða i flokki þess ágætasta, er þekkist i sagnagerð heimsins. Sú er trú min að þær eigi enn um langan aldur greiðan veg að hug- um lesenda, sem hverfi inn i heim skáldskaparins og láti veröldina umhverfis lönd og leið. Slikum sigurmætti góðrar listar hygg ég þær búa yfir. Varðar þá minna hvort þær verða lesnar i dönskum frumbúningi sinum eða islenskri endurgerð. Þetta hygg ég vera megingildi skáldskapar Gunnars. Hitt er svo vafalaust að það hafði á sinum tima mikla þýðingu og jók is- lenskum höfundum metnað að vita starfsbróður sinn sigra tregðu lesenda meðal fjölmennra menningarþjóða með skáldverk- um sprottnum úr islensku lifi. Likt og verk Gunnars i heild verða naumast heimfærð undir neinn sérstakan skóla, safnaði hann ekki heldur umhverfis sig neinni hjörð lærisveina og stæl- enda. „Skáld á ekki samleið með neinum nema skaparanum,” sagði hann um þann starfsbróður sinn er hann mat hvað mest. Gunnar Gunnarsson laut i senn auðmjúkur og stoltur þvi hlut- skipti skáldsins að vera einn i veröldinni en finna til með öllum, skynja i eigin lifi allra lif. Þessi mikli einstaklingur — og i nokkrum skilningi einfari — var þó sist einrænn hjásetumaður. Þvert á móti var hann opinskárri og viðtökubetri öðrum mönnum, sem ég hef þekkt, og heimili hans sá rausnargarður þar sem gest- um leið vel. Einstaklingshyggja og mann- leg samábyrgð var eitt þeirra grundvallar-vandamála, sem hann glimdi við i skáldskap sin- um og gleggst kristallast i Svart- fugli. Það er megineinkenni á Gunn- ari Gunnarssyni sem skáldi að öll helstu verk hans fjalla um djúp- stæðan og ævarandi mannlegan vanda. I upphafi Kirkjunnar á fjallinu lýsir Gunnar þvi hversu Drottinn stóð Ugga fyrir sjónum sem vænn og virðulegur föðurafi, en Kölska svipaði hins vegar til viðsjáls og til alls búins móðurafa. Sú tvihyggja, sem þarna birtist, setur mark sitt á gjörvallt höf- undarverk Gunnars Gunnarsson- ar. Söguhetjur hans standa tiðum frammi fyrir þeim vanda að velja um kosti. Dramatisk spenna verkanna vex af átökum ýtrustu andstæðna: góðs og ills, réttlætis og rangsleitni, lifs og dauða. Milli svo ólikra kosta stendur val manna i hörðum heimi. Af togstreitu andstæðra afla og val- möguleikum mannsins vex angist hans og kvöl, samtimis þvi að mikilleikur hans birtist i getu .til að velja sér hlutskipti. Öll meiri háttar verk Gunnars eru borin uppi af djúpri siðferði- legri alvöru manns, er skynjar djúpt þá ábyrgð, sem það er að vera manneskja. Einhver merkilegasta heimild- in um lifsskoðanir og lifsafstöðu Gunnars . Gunnarssonar auk skáldverka hans er ritgerð, sem hann samdi um örlagahugtak norrænna manna. Hamingja skv. skilgreiningu Gunnars er það ,,að una i eigin hami: blómgast og nýtast sjálf- um sér og öðrum á sinu markaða sviði.” Niðingur varð hins vegar sá, ,,er vildi seilast lengra en eðli hans og ástæður leyfðu, — seilast til skapa, er ekki áttu sér forsend- ur i frumrökum hans.” örlög manna búa i þeim sjálf- um. Með vali ólikra kosta skapa þeir sjálfum sér örlög. Hann lýk- ur greininni á þessum orðum: „Enginn veit hvenær einmitt Framhald á bls. 14

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.