Þjóðviljinn - 27.11.1975, Síða 14

Þjóðviljinn - 27.11.1975, Síða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 27. nóvember 1975. Blaðaprentsdeilan: Vísir heldur réttinum Dagblaðið er 1 gær var kunngerð niðurstaða gerðardóms i deilumáli Visis og Dagblaðsins um hvort þeirra hafi forgangsrétt að þeim viðskipta- kjörum sem stofnaðilar Blaða- prents h.f. hafa og féll dómurinn VIsi I vil. Gerðarorð dómsins eru þannig: Reykjaprent hf. fyrir hönd dagblaðsins Visis á að njóta við- í stjórninni skiptakjara skv. 3. tl. 5. mgr. 18. gr. samþykkta blaðaprents h.f. Það liggur þvi fyrir að Visir vann þessa deilu og að þessum dómi verður ekki áfrýjað. Við spurðum Jónas Kristjánsson ritstjóra Dagblaðsins hvað þeir Dbl.-menn myndu nú gera. Jónas sagði, að þar sem enn lægi ekki fyrir hvað kjör Dagblaðinu byðist I sambandi við prentun þess i Blaðaprenti h.f. þá gæti hann ekkert sagt um málið á þessu stigi. Hann sagði að á sinum tima hefði Dbl. verið búið að panta vélar til prentunar blaðsins en um það hvort þær vélar yrðu fluttar til landsins væri ekkert hægt að fullyrða fyrr en þau kjör sem Dbl. byðust i Blaða- prenti lægju fyrir. Þess skal getið að Dagblaðs- menn sitja sem meirihlutamenn i Járnsiðu h.f. i stjórn Blaðaprents en Visismenn ekki, þar sem þeir eru i minnihluta i Járnsiðu. Þingsjá Framhald af 5. siðu. hafa með samningi þessum íengið öll þau veiðisvæði sem þeir hafa hingað til nýtt og óskuðu eftir. Samningurinn gildir til 2ja ára sem er mjög forkastanlegt, og af honum leiðir enga viður- kenningu af þjóðverja hálfu á landhelgi okkar. Lúðvik tók til nokkurrar athugunar bréf það sem Jón Jónsson forstöðumaður Hafrann- sóknastofnunar skrifaði sjávar- útvegsráðuneytinu i fyrradag sem svar við bréfi þess dagsettu sama dag og benti á hvað þar er skoplegt og aumlegt rórill með og móti samningum og geti það vart talist skrifað að vel ihuguðu máli. .Las Lúðvik siðan bréf það er 14 fiskifræðingar sendu fjölmiðlum i gær og kynnt er annars staðar i blaðinu. Hlutleysisbrot Framhald af .1. siðu. uðu máli, að ekkert væri athuga- vert i sambandi við orðalag. Siðan var haldið áfram að taka við svipuðum auglýsingum hjá útvarpinu frá fjölmörgum verka- lýðsfélögum og samtökum án at- hugasemda, þar til stuttu fyrir hádegi i gær, að prófessor Þór Heimir Vilhjálmsson tók allar auglýsingar verkalýðsfélaganna i sina vörslu, — og lagði bann við birtingu þeirra, þar á meðal aug- lýsingu frá Alþýðusambandinu. Þetta gcrræði hins ærukæra lagaprófcssors og meirihluta rikisstjórnarinnar i útvarpsráði geymir verkafólk á Islandi en gleymir ekki. Annars staðar i Þjóðviljanum er sagt frá umræðum á alþingi i tilefni gerræðisins og einnig er rætt við útvarpsstjóra. Rökleysa Framhald af . 3. siðu. innihald þess ekki sjónarmið okkar. 2. Við teljum, að i bréfi þessu séu fiskifræðileg rök mjög svo undir áhrifum persónulegra skoðana semjenda á því, hvernig standa skuii að stjórnmálalegri lausn landhelgismálsins. 3. Við teljum, að sú skoðun, sem fram kemur I umræddu bréfi að samkomulagsdrögin við v-þjóðverja sé skársti kosturinn sem við eigum völ á i dag frá fiskifræðilegu sjónarmiði, sé rök- leysa. Hafrannsóknastofnunin hefur i skýrslu sinni um ástand fiski- stofna gert grein fyrir hvaða valkostir séu skárstir fýrír fiski- stofnana, frá fræðilegu sjónarmiði. Af þessum sökum er engan veginn hægt að fullyrða, að samningsdrögin við v-þjóðverja sé skársti fiskifræðilegi valkosturinn, þar sem það kemur fyrst i ljós þegar allar stjórn- málalegar ákvarðanir hafa verið teknar i þessu máli. Reykjavik, 26. nóvember, 1975. Jakob Jakobsson Eyjólfur Friðgeirsson Hjálmar Vilhjálmsson Sólmundur Einarsson Ingvar Hallgrimsson Guöni Þorsteinsson Ólafur K. Pálsson Þórunn Þórðardóttir Gunnar Jónsson Sveinn Sveinbjörnsson Kjartan Thors Unnur Skúladóttir Jón Ólafsson Unnsteinn Stefánsson Gunnar Framhald af bls. 10. það, sem hann eða hún aðhefst ræður sköpum — langt framyfir það, sem einstaklingurinn eða umhverfi hans megna að yfirlita. Af slikri alvöru litu menn eitt- sinn á tilveruna hér nyrðra. Svo göfug og um leið óbrotin, og þó samtimis viðfeðm var norræn lifskoðun. Tálvonir voru engar við hana tengdar (nema ef nefna á drauminn um upptöku i flokk Einherja). Þetta hérna er hið eig- inlega lif, sagði hún við manninn: Þú og þessi stund eruð hluti af kjarna tilverunnar. Þú ert þáttur skapa, er hafa verið, eru og verða. 1 þér og gegnum þig skap- ar máttur lifsins. Þetta augnablik 7g loftið, sem þú andar að þér og sem nærir þig eruð óaðskiljanleg- ur hluti eilifðarinnar. Minnstu þess og hegðaðu þér i samræmi við þá vitund.” Sjálfur hafði Gunnar valið um kosti og ég hika ekki við að telja hann mikinn hamingjumann. Þrátt fyrir kannanir hans á geigvænum undirdjúpum mann- legs hugar og myrkum megin- löndum mannssálarinnar og á- hyggjur hans af bölvænu eðli og stefnu margra fyrirbæra i mann- legu fari og samfélagi varð jafn- an að lyktum ofar i ræðu hans von og trú — oft veik að visu — á möguleika mannsins til mann- sæmrar tilveru. Ef til vill fjalla öll verk hans i innsta eðli um þá spurn: — Hversu megum við lifa mannsæmu lifi? Ég tel það eina mestu gæfu lifs mins að hafa átt þess kost að kynnast Gunnari Gunnarssyni allvel nú siðustu árin. Að kynnast sjálfum honum var sem að finna persónugert allt hið traustasta, ljúfasta og besta, sem sögur hans geyma. Milli hans sjálfs og verka hans var enginn brestur. Aðalsmerki beggja var falslaus heilleikur. Ef til vill hefur mér aldrei fund- istég skilja hann betur en i sumar er ég ferðaðist um æskuslóðir hans i Vopnafirði og Fljótsdal, þar sem andstæður hrikatignar og ljúfleika birtast i hvítum tindi Snæfells og lútri krónu bláklukk- unnar, hins fegursta meðal blóma. Þó stóðu þær andstæður, sem austfirskar rætur hans og umhverfi starfsævi hans bjuggu honum, ljósastar fyrir augum minum er ég á skýlausum sumar- degi dvaldist á slóðum Vikivaka i lyngbreiðum Vopnafjarðarheiðar við Arnarvatn, þar sem hann eitt sinn hugðist reisa sér sumarhús. Svo hefur hann lýst þessu lands- lagi: „Ógerlegt er með öllu að i- mynda sér neitt ólikara en unaðs- bylgjur Sjálands og Súlnadali, er draga nafn af snarbröttum klettakögrum. Eigi að siður: þeg- ar loftið mistrar i landátt, unz það umflýtur dal og hól áþekkast perluhafi, þannig að augað rétt aðeins grillir útlinurnar, og klettabeltin bregða yfir sig hul- inshjúpi heillandi skógarjaðra — og hversu sæl hefur eigi sveim- huga skáldþjóð öld á öld ofan ráf- að vill vegar um þá valinskóga — þegar sandar, sviönir sólbrima og skáldaðir skafrenningi og grjót- úða, breiða úr sér likastir korn- ökrum bökuðum langeldum blið- sumars, skarta heiðalöndin ævin- týrauppskeru, er seður hugann brauði betur og veitir sálarsvölun á borð við beykilund.” Sá er styrkur margra sagna Gunnars að úr hvössustu and- stæðum heppnast honum að skapa lifræna heild. I lifi sinu tókst honum einnig fágætlega að samsama andhverfur uppruna og umhverfis. Persónugerð hans var svo heil og traust að andstæðurn- ar juku honum lifsfyllingu og megn hamingjumanns en tvistr- uðu ekki kröftum hans eða brutu hann niður. Nú þegar Gunnar Gunnarsson er allur verður mér efst i huga virðing og þökk til mikils lista- manns og mikils manns ásamt þakklæti fyrir persónulega vin- áttu og leiðsögn. Um leið hljóta allir vinir Gunn- ars og unnendur verka hans að flytja djúpa þökk þeirri konu, sem um langa ævi hefur staðið við hlið hans grönn og finleg, gædd þeim látlausa og þokkafulla styrk, er dugað hefur i striði dægra; þeirri konu, sem undir laufþaki danskra skóga gaf þessu islensku skáldi trú, er það hafði glatað um stund — trú á nýtt, ó- flekkað lif, sem halda myndi á- fram að þróast eiliflega, svo sem lýst er i lokabindi Kirkjunnar á fjallinu. — Án Franziscu hefði aldrei orðið neitt úr mér, sagði Gunnar við mig i vetur. Hvað sem um það er, mun hitt áreiðanlegt að án hennar hefðum við vinir hans og unnendur sagna hans aldrei eign- ast þann Gunnar Gunnarsson, sem við teljum okkur sæmd og hamingju að hafa átt og þekkt. Ég votta frú Franziscu, sonum þeirra hjóna og fjölskyldum þeirra samúð við fráfall góðs og mikils manns og föður. Sveinn Skorri llöskuldsson Kveðja frá Rithöfundasa mbandi tslands. Gunnar Gunnarsson er fallinn. íslenskt þjóðlif er svipminna en áður og fátæklegra, slikur lista- maður var hann, slikur persónu- leiki, slik manneskja. Um ára- tuga skeið hefur hann lagt fágætan skerf til menningar þessarar þjóðar, og bókmennta- afrek hans eru bæði þjóðleg og alþjóðleg. Lif hans var hvort tveggja i senn ævintýrið sjálft og þrotlaus starfsönn og starfsögun. Af þessum uppsprettum báðum var listsköpum hans runnin. Þannig verða mikilmenni til. Gunnar Gunnarsson lét sig ekki miklu skipta félagsmál islenskra rithöfunda eftir að hann fluttist aftur heim til íslands. A árum sinum erlendis var hann einn af stofnendum Bandalags islenskra listamanna. En þótt hann tæki ekki virkan þátt i félagsmálum islenskra rithöfunda lengst af fylgdist hann vel með málefnum þeirra og harmaði sundurþykkju og samtakaleysi. Þegar islenskir rithöfundar gengu til samstarfs á siðastliðnu ári og stofnuðu Rithöfunda- samband Islands að nýju kom hann hiklaust til móts við starfs- bræður sina, flutti ávarp á stofn- fundinum og hvatti til heilla- vænlegrar samstöðu. Þar fylgdi hugur máli. öldungurinn marg- vitri var heill og sannur i árnaðaróskum sinum og hvatningu til samtakanna. Engin tilviljun var að hann var kjörinn heiðursfélagi sambandsins á stofnfundi. Stjórn Rithöfundasambands tslands þakkar hinum fallna heiðursfélaga framtak hans og drengskap viðstofnun sambands- ins og stórbrotið framlag hans til dýrmætasta arfs íslendinga. Hún færir ekkju skáldsins og skyldu- liði öllu hugheilar samúðar- kveðjur. Nafn Gunnars Gunnarssonar mun ávallt verða tákn þess besta sem tsland hefur alið 1 x 2—1x2 14. leikvika — leikir 22. nóv. 1975. Vinningsröð: 111 — XXI — 211 — 1X2 1. VINNINGUR: ,11 réttir — kr. 92.000.00 4519 10277 10697+ 37437 2. VINNINGUR: 10 réttir — kr. 4.700.00 774 5504 8770 10798+ 35723 37055 37433+ 2942 6724 9192 35152 36125+ 37196+ 38055 4548 6829 9260+ 35359 36329 37314 38473 4626+ 7277 10091 35455 36483 37416 38474 5132 7911 10432 37578 36558+ + nafnlaus' Kærufrestur er til 15. des. kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og aðalskrifstofunni. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Vinningar fyrir 14. leikviku verða póstlagðir eftir 16. des. Handhafar nafnlausra seðla verða að framvisa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilis- fang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga. GETRAUNIR — íþróttamiðstöðin — REYKJAVÍK V élstj órar — V élstj órar Þar sem atkvæðagreiðslu um stjórnarkjör fer að ljúka eru þeir félagsmenn sem ekki hafa kosið hvattir til að gera það nú þegar. Þeir félagsmenn sem ekki hafa fengið send kjörgögn eru beðnir að hafa sam- band við skrifstofu félagsins. Stjórn Vélstjórafélags íslands. Skrifstofustúlka óskast Stúlka vön vélritun og öðrum almennum skrifstofustörfum óskast i nokkra mánuði. Upplýsingar á skrifstofu vorri, Borgartúni 7 kl. 8.45—16.30. Fyrirspurnum ekki svarað i sima. ÁFENGIS- OG TÓBAKSVERZLUN RÍKISINS F óstrur Fóstra óskast hálfan daginn að leik- skólanum Álftaborg frá 1. jan 1976. Upplýsingar gefur forstöðukona i sima 82488. Opinber stofnun Óskar að ráða til skrifstofustarfa karl eða konu. Vélritunarkunnátta æskileg. Til greina kemur hálfs eða heils dags starf. Umsóknir ásamt uppl. um menntun og fyrri störf sendist fyrir 4. des. n.k. Til af- greiðslu Þjóðviljans merkt — 1866. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall Þórhildar Jónasdóttur, Stefán Arnason Hrcfna Magnúsdóttir Jónas Valdimarsson Otför móður okkar Höllu Lovisu Loftsdóttur frá Sandlæk fer fram að Hrepphólum, laugardaginn 29. nóv. n.k. kl. 2. Kveðjuathöfn verður i kirkju Óháða safnaðarins sama dag kl. 10.30. Bilferð frá Umferðarmiðstöðinni kl. 12.00 Sigriður Lilja Amundadóttir Guðmundur Amundasou Guðrún Ámundadóttir Loftur Amundason

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.