Þjóðviljinn - 16.12.1975, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.12.1975, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 16. desember 1975. DJÚÐVIUINN MÁLGAGN SÖSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. IJtgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréjtastjóri: FJinar Karl Haraldsson Umsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólavöröust. 19. Sfmi 17500 (5 línur) Prentun: Blaöaprent h.f. EINSTAKUR HÆGAGANGUR í ÞINGSTÖRFUM í desembermánuði hafa venjulega verið mjög miklar annir á Alþingi islendinga á undanförnum árum. Þótt nú séu aðeins ör- fáir dagar uns þingmenn verða sendir i jólaleyfi, þá hafa störf þingsins hins vegar að þessu sinni verið á alveg ótrúlegum hægagangi. Þingfundir hafa oft verið stuttir, og t.d. voru fundir i gær aðeins um klukkutima i hvorri deild. Þótt rikisstjórnin hafi boðað, að hún ætli sér að afgreiða allmörg frumvörp fyrir jól, þá eru fjölmörg þessara frumvarpa enn ekki farin að sjá dagsins ljós. Ástæða þessa seinagangs er auðvitað fyrst og fremst sú, að i mörgum málum gengur erfiðlega að ná samstöðu innan stjórnar- liðsins, sem i lengstu lög er þó reynt að tryggja áður en mál er sýnt. i þinginu. Þau vinnubrögð rikisstjórnarinnar, að ætla sér siðan að keyra fjölda mála gegn- um þingið nú i siðustu vikunni, án þess nokkurt tóm hafi gefist til eðlilegrar skoð- unar og umfjöllunar, eru gjörsamlega for- kastanleg, og fela i sér óvirðingu við al- þingi. En þótt dagskrá þingfundanna hafi oft verið i rýrasta lagi að undanförnu, þá hafa þingmenn stjórnarflokkanna þó haft ýmsu að sinna við margvislegt leynimakk og samningabrugg utan þingsalanna, og það svo, að án liðsinnis stjórnarandstöð- unnar hefði rikisstjórnin oft ekki komið málum milli umræðna og til nefnda, vegna fjarveru stjórnarliða úr þingsaln- um. FJÁRLAGAFRUMVARPIÐ GENGUR ÞVERT Á STEFNU VERKALÝÐSHREYFINGARINNAR í dag, þann 16. des., er ætlunin að fram fari 2. umræða un fjárlagafrumvarpið, og er það svo sannarlega á siðustu stundu, þvi að nú er ráð fyrir þvi gert, að aðeins tveir dagar liði milli 2. og 3. umræðu fjár- laga, sem mun algert einsdæmi. Þótt gert sé ráð fyrir þvi i fjárlagafrum- varpinu, að heildarútgjöld rikissjóðs verði á næsta ári 29,2% af áætlaðri þjóðarfram- leiðslu á móti 28,7% þjóðarframleiðslu samkvæmt fjárlagafrumvarpinu i fyrra, þá er engu að siður gert ráð fyrir mjög verulegum niðurskurði á verklegum framkvæmdum, á niðurgreiðslum, á al- mannatryggingum og fleiri liðum, sem mjög snerta lifskjör almennings, og ‘þá ekki sist þess fólks, sem úr minnstu hefur að spila. Fjárveitingar til verklegra fram- kvæmda, það er gjaldfærður stofnkostn- aður og fjárfestingar rikisins, rikisfyrir- tækja og sjóða i rikiseign verði 9222,4 miljónir króna. Hér er um hvorki meira né minna en 26% magnniðurskurð að ræða frá fyrra ári, sé tillit tekið til þess, að byggingarvisitala hækkar um 41% á milli ára. Á sama tima er ráð fyrir þvi gert að vaxtagreiðslur rikisins hækki um 1600 miljónir króna, eða 66%, og samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er almennum rekstrargjöldum rikissjóðs og rikisstofn- ana ætlað að hækka um hvorki meira né minna en 156% á fyrstu tveimur valdaár- um rikisstjórnar Geirs Hallgrimssonar. Sú stefna rikisstjórnarinnar, sem i fjár- lagafrumvarpinu felst og hér hefur að nokkru verið lýst,er i æpandi mótsögn við stefnumörkun kjaramálaráðstefnu Alþýðusambands íslands frá þvi fyrr i þessum mánuði, en i ályktun þeirrar ráð- stefnu segir m.a.: ,,Dregið verði úr rekstrarútgjöldum rikissjóðs og ótimabærum framkvæmdum rikisstofnana, en þess þó gætt, að nauð- syniegar framkvæmdir og félagsleg þjón- usta verði ekki skert. Hagur lifeyrisþega verði i engu skertur.” Sú stefna, sem boðuð er i fjárlagafrum- varpinu, er alvarleg storkun við verka- lýðshreyfinguna, og neiti rikisstjórnin að vikja frá þeirri stefnu, er hún þar með að segja verkalýðshreyfingunni strfð á hendur. Hér er einnig rétt að minna á, að sú fjórðungs lækkun á niðurgreiðslum vöru- verðs úr rikissjóði, sem gert er ráð fyrir i fjárlagafrumvarpinu, þýðir i reynd um 35.000,— krónur i útgjaldaauka á ári að jafnaði, fyrir hverja 5 manna fjölskyldu i landinu, eins og Geir Gunnarsson, fjár- veitinganefndarmaður Alþýðubandalags- ins, benti á við 1. umræðu fjárlaga. Og til að varpa ljósi á, hvað niður- skurðurinn á verklegum framkvæmdum þýðir i reynd, þá er vert að taka hér dæmi af höfnunum. í fyrra lét rikisstjórnin leggja fyrir alþingi 4 ára framkvæmda- áætlun i hafnamálum, sem mjög var flaggað með. — Til að standa við þessa áætlun hefðu fjárveitingar til nýrra fram- kvæmda i almennum höfnum þurft að nema um 1308 miljónum króna á næsta ári. í fjárlagafrumvarpinu er hins vegar aðeins gert ráð fyrir um 520 miljónum kr., eða langt innan við helming þess, sem áætlunin gerði ráð fyrir, og er það aðeins um 17% hækkun frá árinu 1974, þótt fram- kvæmdakostnaður hafi mun meira en tvö- faldast á þessum tveimur árum!! — k. KLIPPT.. Ennþá hafa bresku freigáturnar ekki ráöist lengra en inn I fiskveiöi- iögsögu okkar en ekki er aö vita nema þær sigli meö gapandi kjöftum inn i landhelgina á næstunni. Hver ver hvern fyrir hverjum? ,,Ætla þeir að verja landið?” spyr Indriði G. Þorsteinsson, rithöfundur, i grein I Timanum á sunnudaginn, eins og það hafi einhvern tima verið ætlunin. 1 Þjóðviljanum hefur aldrei kom- ist neinn efi að um það, að meg- inmarkmið þrásetu Banda- rikjahers á tslandi hafi aldrei veriö að verja hagsmuni ey- þjóðarinnar litlu. Þaö er hins- vegar von aö spurningar sem þessar vakni I þorskastriðinu hjá þvi fólki, sem hefur trúað að nokkur vörn væri i „verndaran- um” og Atlantshafsbandalag- inu. Indriði bendir réttilega á það að ásiglingar dráttarbátanna bresku á Þór i mynni Seyðis- fjarðar jafngildi innrás i landið sjálft. Og væntanlega kæmust bretar upp með það án nokkurra ráðstafana af hálfu NATO eða „verndarans” að skjóta varð- skip i kaf við bryggju á Seyðis- firði, úr þvi að dráttarbátaað- förin gefur ekki tilefni til þess að bretar séu agaðir. „Arás á eitt bandalagsriki, jafngildir árás á öll NATO-rik- in.” Það er þessi skuldbinding sem framar öðru gerir banda- lag að varnarbandalagi. Hins- vegar virðist ekki vera gert ráð fyrir þvi þegar slik bandalög eru stofnuð að bandamennirnir fari að berja hverjir á öðrum. Ef fara ætti eftir meginreglunni gæti málið lent i þeim ógöngum að bretar yrðu neyddir til þess að senda her á móti sinum eigin innrásarher i islenska land- helgi. Jafnvel fullkomnir óvitar i hernaði geta gert sér i hugar- lund að aldrei yrði burðug her- mennska úr þvi. Málið er þvi i sjálfheldu og lit- ils að vænta til lausnar fisk- veiðideilunni úr NATO-herbúð- unum i Brussel. Þar við bætist að NATO-herrarnir, og ýmsir fleiri, leggja engan trúnað á þaö að Einar Agústsson og Geir Hallgrimsson muni nokkurn- timann gera alvöru úr hótunum, sem nú heyrast innan stjórnar- flokkanna, um brottrekstur bandariska NATO-hersins og endurskoðun á aðild íslands aö bandalaginu. Meðan vinstri stjórnin siðasta var og hét voru ummæli i þessa veru tekin mun alvarlegar i Briissel. Ekki er sennilegt að rikis- stjórn Geirs Hallgrimssonar takist að brýna bandariska NATO-herinn til stórræða i þorskastriðinu. Og það er kann- ski eins gott að vekja ekki upp þann risa sem á Miðnesheiði sefur. Eftirfarandi saga, sem hefur þann kost að vera dag- sönn, sýnir að aðstoð Banda- rikjahers gæti verið tvibent vopn i striðinu um siðustu þorskana: Einn af okkar kunn- ari fiskifræöingum var að leita að silfri hafsins fyrir isl. sjó- menn á sildarárunum og haföi tapað af göngunni. Hugsaði hann sér þá að hafa gott af bandariska hernum og láta hann ganga úr skugga um hvar sovéski sildveiðiflotinn héldi sig, þvi að til hans hafði ekki spurst um skeið, og verið gat að hann væri að moka henni upp. Herinn sér sig aldrei úr færi um að auka góðvilja i sinn garð og brást vel við. Flugvélar voru gerðar út, og innan fárra klukkutima kom staðarákvörð- unin. Sovéski flotinn var þá staddur út af Norðurlandi, hátt i 100 skip, i fylgd eins herskips. Fiskifræöingurinn þakkaði fyrir sig pent, en var litlu nær um so- vétmenninga. Það sem „vernd- arinn” taldi vera rússa var nefnilega islenski sildveiðiflot- inn i fylgd Ægis gamla! Og hver treystir þvi svo, að herinn þekki i sundur varöskip og bresk herskip, eða veiðiþjófa frá islenskum togurum, þegar hann stendur ekki einu sinni klár á óvininum með stóru Ói. Ekki er þó alveg loku fyrir það skotið að rikisstjórn Geirs sjái sér hag af þvi að leita i náðarfaðm Bandarikjamanna. t Hvita húsinu i Washington eru menn sagðir hundleiðir á lang- varandi dauðateygjum breska ljónsins og þeim viktorianska ósið þess að geta aldrei samið i neinni deilu fyrr en það er orðið of seint og hún töpuð. NATO skiptir sér ekki af inn- anrikismálum aðildarrikjanna og ekki heldur, að þvi er virðist, af árásum þeirra hvers á annað. Hinsvegar er reynsla fyrir þvi, að bandariska leyniþjónustan CIA vilar ekki fyrir sér formsat- riði af þessu tagi, samanber Grikkland og Portúgal. I nýleg- um sjónvarpsþætti kom lika i ljós að hún hefur yfir að ráða gnótt hergagna og sérþjálfuðu liði til striða. Viktor B. Ólason, yfirmaður Menningarstofnunar Banda- rikjanna, myndi áreiðanlega hafa um það milligöngu, ef farið yrði fram á það, að CIA tæki að sér að verja landið fyrir „innan- rikisvandræðum” NATO. Það gæti orðið kærkomiö tækifæri fyrir bandarisku leyniþjónust- una að rétta við almenningsálit- ið i heiminum i sinn garð, ef þeir fengju að taka bretum tak við Islandsstrendur og sýna það i verki, að „drengirnir þeirra” standa ávallt meö litilmagnan- um. — ekh. OG SKORIÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.